Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 18

Morgunblaðið - 28.08.2009, Side 18
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is U ndanfarið hefur mikið verið rætt umJen Fe sem er nokkurs konar orku-skot sem ku gera gæfumuninn eferfiður dagur er framundan. Guð- mundur Hafþórsson íþróttafræðingur er einn af dreifingaraðilum Jen Fe og hann segir að helsti kostur þess sé að auka daglega orku þess sem tekur það inn. „Jen Fe er 60 ml skot sem fólk tekur daglega en í því eru bara náttúruleg efni. Það er til dæmis ginseng, sem er öflugra en þetta hefðbundna kín- verska ginseng, en það stuðlar að aukinni kynorku, bætir þol og þrek og hjálpar lík- amanum við að losa sig við eiturefni. Í drykknum er líka aloa vera, sem styrkir ónæmiskerfið, dregur úr liðagigt og örvar hreinsun ásamt því að vera bólgueyðandi. Auk þess er berjablanda í drykknum, en í hana eru notuð alls kyns ber. Þar á meðal eru ber sem róa hugann og næra hjartað, bláber, sem eru full af andoxunarefnum, vörtuber sem er fullt af c-vítamínum og mun fleiri. Allt er þetta þó náttúrulegt og skað- laust.“ Umtalað efni Guðmundur segir að umtalaðasta efnið í Jen Fe sé þó Resveratrol, sem er holla efnið í rauðvíni. „Það er mikið fjallað um þetta efni í Bandaríkjunum í dag og til að mynda hafa Oprah og ABC-fréttastofan fjallað sér- staklega um þetta efni. Það hefur líka verið fjallað um tilraun með músum sem sýndu að þær mýs sem fengu þetta efni voru með tvö- falt meira úthald, fengu ekki krabbamein, hjartasjúkdóma eða beinþynningu og lifðu 30 prósent lengur. Resveratrol á að hægja á öldrun og yngja líkamann og það er jafnmikið af Resveratrol í 60 ml af Jen Fe og er í 40 lítrum af rauðvíni. Jen Fe er eini drykkurinn í heiminum, fyrir utan rauðvín, sem inniheld- ur þetta efni,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé misjafnt hvernig fólk kjósi að taka Jen Fe. „Sumir fá sér hálfan skammt tvisvar yfir daginn á meðan aðrir taka einn skammt í einu. Íþróttamenn taka þetta oftar en ekki bara hálftíma fyrir álag því þetta gefur manni kraft. Jen Fe er því rosalega gott fyrir líkam- ann og hentar öllum, ekki bara íþróttafólki.“ Minni matarlyst Guðmundur talar um að helsti kostur Jen Fe sé hiklaust það að drykkurinn eykur dag- lega orku. „Ég finn mikinn mun á sjálfum mér. Áður fyrr fór ég á morgunæfingu og þurfti að leggja mig og slaka vel á þegar ég kom heim því ég vaknaði klukkan fjögur á morgnana. Í dag tek ég Jen Fe áður en ég fer á morgunæfingu, vinn alveg til hádegis og legg mig síðan í klukkutíma en eiginlega bara vegna þess að líkaminn þarf á svefninum að halda þótt ég sé ekki þreyttur. Ég mæli með því að fólk taki Jen Fe um hádegið því við fáum ákveðna orku úr svefninum. Ásamt því að auka orkuna minnkar matarþörfin og ein- hvern veginn borðar maður minna. Ég finn fyrir því að ég sækist ekki í skyndibitann eins og ég gerði áður og ég borða minna í kvöld- matnum. Konur sækja mikið í Jen Fe því þær tala um að sykurþörfin minnki verulega við inntöku þess.“ Orkuskot sem dugar út daginn Guðmundur Hafþórsson íþróttafræðingur: „Resveratrol á að hægja á öldrun og yngja líkamann og það er jafnmikið af Resveratrol í 60 ml af Jen Fe og er í 40 lítrum af rauðvíni.“ Jen Fe hefur verið mikið í um- ræðunni undanfarið en það er orkuskot sem á að auka orku og allan kraft. Í Jen Fe er meðal annars Resveratrol sem er holla efnið í rauðvíni. Jen Fe Orku- skot sem ku auka orku ásamt því að minnka matar- lyst og sykur- löngun. »Konur sækja mikið íJen Fe því þær tala um að sykurþörfin minnki verulega við inntöku þess. Morgunblaðið/Árni Sæberg jenfe.is 18 | MORGUNBLAÐIÐ Flestir eiga einhverja að, og jafnvel marga, sem vilja sjá viðkomandi ná öllum tak- mörkum sínum. Oft er þetta fólk sem heldur sig á hliðarlín- unum og fylgist vel með hvort réttar ákvarðanir séu teknar og hvort markmiðinu sé náð. Þetta er fólkið sem hressir þig við þegar eitthvað gengur ekki upp og fólkið sem stend- ur stolt við hlið þér þegar allt gengur upp. Hins vegar er ekki alltaf víst að þetta fólk auglýsi stuðning sinn og því er sjálfsagt að leita eftir honum. Með því að segja öðrum frá markmiðum og áætlunum er auðveldara að standa við það auk þess sem ástvinir geta þá stutt viðkomandi á leiðarenda. Oftar en ekki eru jafnvel ein- hverjir sem vilja líka setja sér markmið og eiga sjálfir ein- hverja drauma í bakpokanum sem bíða eftir því að rætast. Stuðningur Markmið eru misstór en gott er að fá stuðning ástvins. Að leita eftir stuðningi ROPE YOGA námskeið hefjast 31. ágúst Við bjóðum upp á átta byrjendanámskeið, eitt lyftingarnámskeið og ástundunartímarnir verða áfram eins og áður. Elín Sigurðardóttir Skráning í síma 696-4419 eða á elin@elin.is Allar upplýsingar á www.elin.is Bæjarhraun 2, Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.