Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is E lísabet Reynisdóttirnæringarþerapisti býðurfólki ráðgjöf um næringuog hjálpar því þannig með ýmis vandamál en rétt næring verður oft til þess að losa um ákveðin höft í líkamanum og van- líðan sem rangt mataræði getur leitt af sér. „Fólk leitar í raun til mín með allt á milli himins og jarðar, sumir þjást af ákveðnum óþægindum en aðrir vilja bara láta sér líða betur almennt. Næstum aldrei er ástæð- an útlitsdýrkun enda gef ég mig ekki út fyrir slíkt. Það er mikil- vægast að finna jafnvægi í lífinu og jafnvægi á milli sálar og lík- ama. Sumir koma bara einu sinni en aðrir oftar, allt eftir því hvað fólki finnst það þurfa. Ég segi að fólk eigi að láta matinn vera lyfið og lyfið vera matinn,“ segir El- ísabet sem útskrifaðist sem næringarþerapisti frá CET, Cent- er for ernæring og terapi, á síð- asta ári. Um er að ræða þriggja ára nám sem lýkur með lokarit- gerð sem samsvarar B.Sc.-ritgerð. Námið er byggt upp eins og hefð- bundið háskólanám, það er í fyr- irlestraformi og með verklegum æfingum. Nemendur þurftu að reyna allt sjálfir, svo sem að fasta og fleira, sem Elísabet segir hafa verið frábært og reynst vel. Hún byrjaði í náminu eftir erfið veik- indi og fann þannig sjálf hvað rétt næring skiptir miklu máli og að skortur á ákveðnum bætiefnum getur leitt til alvarlegs slappleika. Að komast út úr vítahringnum Elísabet skrifaði fyrirlesturinn Borðaðu þig hamingjusaman sem hægt verður að hlýða á í Yggd- rasli og Baðhúsinu nú í haust. El- ísabet segir að um sé að ræða létt- an fyrirlestur til að hjálpa fólki að koma mataræðinu í reglulegt horf. Hún segir mjög algengt að fólk finni fyrir þunglyndiseinkennum og sleni en viti ekki hvað það á að gera og sé þannig fast í fari sem það vilji ekki vera í. „Þetta er þerapíufyrirlestur um þennan vítahring og hvernig við getum breytt honum til að líkaminn fái rétta næringu og hugurinn já- kvæðara viðhorf. Ég fer ekki út í öfgar eins og að borða bara eina ákveðna fæðutegund heldur leið- beini ég fólki við að borða rétt og til dæmis tala ég dálítið um am- ínósýrur sem byggingarefni í pró- teinum en í þeim má finna lífs- nauðsynlegt efni fyrir gleðihormón líkamans. Ef maður borðar reglu- lega yfir daginn og rétt sam- ansettar máltíðir líður manni vel. Ég læt alla mína viðskiptavini skrifa niður hjá sér hvað þeir borða því þannig er auðvelt að sjá hvað fólk gerir vitlaust. Hvað mig varðar, ef ég vakna illa upplögð á morgnana get ég oft rakið það til þess sem ég borðaði daginn áður. Það getur tekið mismikinn tíma að finna mun á sér og því er mikil- vægt að fólk sé þolinmótt og finni smám saman það jafnvægi sem hentar líkamanum best,“ segir El- ísabet. Fituskortur algengur Meðal algengustu mistakanna sem fólk gerir segir Elísabet að sé að fólk borðar ekki nóg og ekki nógu hollt. Algengt sé að fólk borði of kolvetnaríkan morgunmat sem leiði til þess að blóðsykurinn fari of hátt upp og síðan of langt niður þegar líða tekur á daginn. Morgunmatur er misjafn hjá fólki, hún vilji helst að allir borði hafra- graut á morgnana en sumir séu orðnir svangir aftur eftir klukku- tíma og þá hafi hún mælt með eggjum eða próteindrykk úr líf- rænt ræktuðu mysupróteini. Þá sé fituskortur gegnumgangandi hjá íslenskum konum en nauðsynlegt sé að borða rétta og góða fitu. Fituskorti getur meðal annars fylgt mikill varaþurrkur, hárlos og depurð en besta ráðið við slíku er að taka lýsi og setja góðar og holl- ar olíur á salatið. Aukin meðvitund fólks „Ég legg mikið upp úr því í fyrirlestrinum að við borðum ekki óhollan mat en veljum við eina slík máltíð skömmum við okkur ekki fyrir það því það er það versta sem við gerum. Frekar eigum við að hafa stjórnina og hugsa: „Þetta valdi ég nú en á morgun get ég gert margt til að bæta líkamanum þetta upp“. Þá er gott að borða fullt af grænmeti og ávöxtum til að ná jafnvægi í líkamanum á ný. Ég hélt að flestir væru sér með- vitandi um samsetningu matarins og hversu mikið á að innbyrða úr hverjum flokki á dag en það er alls ekki þannig og margt þarf að útskýra fyrir fólki. Þar reyni ég mitt besta en fólk getur spurt spurninga á fyrirlestrinum og líka fengið hjá mér einkatíma,“ segir Elísabet. Jafnvægi og hamingja líkamans Til að geta borðað okkur hamingjusöm þarf hver og einn að velja sér rétta fæðu til að finna jafn- vægi eigin líkama. Rétt mataræði hefur mikið að segja, bæði fyrir líkama og sál. Létt í lund Elísabet með hundana sína Ask og Pjakk en Elísabet segir að mikilvægt sé að finna jafnvægi í lífinu og jafnvægi á milli sálar og líkama. Morgunblaðið/Eggert » Það er mikilvægt aðfinna jafnvægi sem hentar líkamanum best. 8 Ungbarnanuddnámskeið fyrir þig og barnið þitt Uppl. í síma 896 9653 og á www.heilsusetur.is 3. september nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.