Morgunblaðið - 28.08.2009, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.08.2009, Qupperneq 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is F ólk byrjar á því að panta sér tíma ogkoma í heyrnarmælingu og út frá þvíer síðan unnið. Það fer nokkuð eftirþví í hvernig hljóðheimi fólk starfar í hvað það vill láta laga. Þeir sem starfa til dæmis við kennslu, eru mikið á fundum eða vinna í vélavinnu hafa allir ólíkar þarfir. Tækin eru valin eftir því hvað þarf að bæta og virkni þeirra er sniðin að þörfum hvers og eins. Flestir fá síðan lánaðar eina eða tvær gerðir tækja til að prófa við sínar að- stæður. Í nokkra mánuði eftir það fer síðan fram endurhæfing á heyrninni þar sem fólk kemur og lætur stilla tækin öðru hvoru en hækka má í þeim þegar hljóðin hafa vanist. Það er mikilvægt að yfirfara tækin reglu- lega og láta stilla þau svo bestur árangur náist. Mjög margt hefur áhrif á heyrnina, erfðir, aldurinn, hávaði og lyf og ýmsir sjúkdómar. Heyrnin getur verið farin að gefa sig um fertugt og jafnvel fyrr hjá iPod-kynslóðinni,“ segir Ellisif Katrín Björnsdóttir Hálfrar aldar reynsla Ellisif Katrín er útskrifaður heyrnarfræð- ingur frá Gautaborgarháskóla og hefur þar með hlotið löggildingu sænskra heilbrigð- isyfirvalda. Hún opnaði ásamt fjölskyldu sinni Heyrn ehf í Kópavogi fyrir um tveim- ur árum og valdi sér sem samstarfsaðila fyrirtækið ReSound í Danmörku. Hún segir Danina hafa reynst einstaklega vel enda hafi þeir yfir hálfrar aldar reynslu í að hanna og smíða heyrnartæki. „Þegar ég hóf nám fyrir tíu árum síðan var enn þá verið að stilla flaumræn heyrnartæki með skrúf- járni. Nú eru heyrnartæki orðin flottar staf- rænar græjur og í raun bara fylgihlutur á eyrað eins og ipod eða sími. ReSound fram- leiðir margar tegundir tækja og af hverri tegund eru nokkrar svo þetta er dálítið eins og þegar maður velur sér bíl. Maður velur sér tæki í samræmi við notkun og lit sem fer manni vel. Danirnir eru flinkir í þessu og líka smart í sinni hönnun,“ segir Ellisif Katrín. Nýjasta gerð heyrnartækjanna kallast be by ReSound. Þau eru felld inn í hlustir, það loftar með þeim og þau gefa skýra og eðli- lega heyrn. Hljóðnemanum er komið fyrir í skjól í ytra eyranu sem fangar hljóðið fyrir hann og kemur í veg fyrir vindgnauð. Re- Sound hlaut alþjóðleg verðlaun fyrir hönn- un tækjanna og einnig dönsk nýsköp- unarverðlaun. Þessi tæki hafa verið vinsæl meðal yngsta notendahópsins, það á einnig við um sérstakar heyrnasíur sem draga úr hljóðstyrk en þær hafa verið vinsælar hjá tónlistarmönnum hér á landi. „Að meðaltali líða sjö ár frá því að fólk uppgötvar heyrna- skerðingu þar til það leitar sér aðstoðar. Þetta er ótrúlega langur tími en það fælir kannski suma frá að hafa átt ömmu eða afa með flaumræn heyrnartæki á eyrunum sem voru eins og banani sem pípti í tíma og ótíma. Fólk þarf að bregðast við heyrna- skerðingu því heilinn er svo fljótur að gleyma hljóðunum og þá venst fólk á að heyra ekki ákveðin hljóð og bregður þegar það fer að heyra á ný skrjáf í dagblöðum og annað slíkt. Þegar ég hóf nám var talað um að 10 prósent fólks væru heyrnaskert en nýlegar evrópskar rannsóknir sýna aukn- ingu upp í 16 prósent. Þegar kemur að tón- leikum held ég að hér sé ríkjandi kæruleysi og fólk spyr hvort það eigi virkilega að vera með tappa í eyrunum þegar það vill hlusta en heyrnarsíur sem settar eru í eyrun draga einfaldlega úr hávaða án þess að loka fyrir hann og tóngæðin batna“ segir Ellisif Katrín. Hönnun á heyrnartækjum fleygir fram Morgunblaðið/Eggert Aukin meðvitund Ellisif Katrín Björnsdóttir segir minnkandi fordóma hafa orðið til þess að fólk leiti sér hjálpar fyrr. Dönsk hönnun Heyrnatækin frá Resound eru afar nett og fást í ýmsum gerðum og litum. Segja má að bylting hafi orðið í hönnun heyrnartækja en þau eru mörg hver orðin afar nett. Á sama tíma hefur dregið úr ákveðnum fordómum fólks gegn eigin heyrnarskerðingu og það leitar sér nú hjálpar fyrr. » Þegar kemur að tón- leikum hér á landi held ég að sé ríkjandi kæru- leysi og fólk spyr hvort það eigi virkilega að vera með tappa í eyrunum þegar það vill hlusta. Til eru ýmiss konar matvæli sem búa líkamann undir hreyf- ingu með því að fylla hann af vítamínum og auka orkubirgðir hans. Ómettaðar fitusýrur í avókadó styrkja líkamann og geta dregið úr verkjum en rannsóknarmenn við háskólann í Buffalo hafa fundið út að kon- ur sem keppa í hlaupi og inn- byrða minna en 20 prósent af fitu voru mun líklegri til að slasa sig heldur en þær sem innbyrtu í það minnsta 31 pró- sent. Mataræði hlauparana inni- heldur gjarnan afar litla fitu sem getur veikt vöðva og liða- mót og því eru nokkrar sneiðar af avókadó á dag mjög góð við- bót við slíkt mataræði. Sætt og hollt Annað sem afar gott er að hafa á matseðli dagsins eru ber en þau eru stútfull af andoxunarefnum. Handfylli af bláberjum, hindberjum eða brómberjum á dag eru góð und- irstaða næringarefna fyrir lík- amann sem geta verndað vöðva gegn íþróttameiðslum. Appels- ínur eru líka tilvalinn aukabiti en þær innihalda allt það c vít- amín sem konur þarfnast á degi hverjum. Heilsufóður Ómettaðar fitusýrur í avókadó styrkja líkamann. Matur sem styrkir líkamann Tímar fyrir bæði byrjendur og lengara komna. Litlir hópar, stöður, öndun, slökun og hugleiðsla Námskeið hefjast 7. september. Skráning og upplýsingar kristinsjofn@simnet.is • www.kristinsjofn.is gsm 899 7809 • Kristín Sjöfn jógakennari Jóga og sjálfsskoðun í Rósinni SagaMemo Mundu mig www.sagamedica.is Fáanlegt í lyfja- og heilsuvöruverslunum og völdum stórmörkuðum SagaMemo inniheldur virk efni úr ætihvönn og blágresi. SagaMemo er fyrir þá sem vilja viðhalda góðu minni. SagaMemo fyrir gott minni! Nýtt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.