Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 21
Fréttir 21ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÍRANAR sæta nú harðri gagnrýni fyrir að hafa
með leynd komið sér upp neðanjarðarverksmiðju
til að auðga úran og hefur málið ýtt undir kröfur
um að refsiaðgerðir gegn þeim verði hertar.
Fyrir áttu Íranar slíka verksmiðju í borginni
Natanz. Ali Akbar Salehi, yfirmaður kjarnorku-
rannsókna Írana, fullyrti að verksmiðjan hefði
ekki verið leynileg en stjórnvöld í Teheran munu
hafa sagt Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IA-
EA, frá tilvist verksmiðjunnar 21. september.
„Við beitum engri leynd, við störfum í sam-
ræmi við reglur IAEA,“ sagði Salehi í gær. Ír-
anar fullyrða að kjarnorkurannsóknir þeirra
beinist eingöngu að friðsamlegri hagnýtingu
kjarnorku en Bandaríkin og helstu Evrópuveldin
álíta að þeir séu að reyna að smíða kjarnorku-
sprengjur.
Barack Obama Bandaríkjaforseti, Nicolas
Sarkozy, forseti Frakklands, og Gordon Brown,
forsætisráðherra Bretlands, eru á leiðtogafundi
G20-ríkjanna í Pittsburgh í Bandaríkjunum og
kröfðust þess á sameiginlegum blaðamannafundi
að Íranar sýndu IAEA fullan samstarfsvilja.
Dímítrí Medvedev Rússlandsforseti tók í sama
streng.
Í HNOTSKURN
»Öryggisráð Sameinuðuþjóðanna hefur nokkrum
sinnum samþykkt vægar refsi-
aðgerðir gegn Írönum vegna
kjarnorkutilraunanna.
»Nýja verksmiðjan er falindjúpt inni í fjalli við borg-
ina Qom. Vesturveldin eru
sögð hafa aflað sannana í mál-
inu með öflugum njósnum, Ír-
anar hafi komist að því og þá
flýtt sér að aflétta leyndinni.
Spáð hertum aðgerðum gegn Íran
Leiðtogar Vesturveldanna og Rússlands krefjast þess að Íranar eigi fullt samstarf
við IAEA um eftirlit með leynilegu auðgunarverksmiðjunni við Qom
Reuters
Þungbúnir Obama á blaðamannafundinum í gær,
fyrir aftan hann Brown og Sarkozy.
VANDLEGA skreyttar kýr í tígulegri skrúðgöngu á
götum Schwaz í Austurríki í gær. Þegar sumrinu lýkur
færa kúabændur hjarðir sínar ofan úr Ölpunum niður í
dalina þar sem þær geta hafst við um veturinn. Borgin
Schwaz er um 15 kílómetra austan við Innsbruck, íbúar
eru um 13.000. Þegar vegur hennar var mestur á mið-
öldum vegna silfurvinnslu var hún næststærsta borg
austurríska keisaradæmisins, á eftir Vín.
Reuters
FÖGNUÐUR Í SCHWAZ
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
GERA má ráð fyrir því að árið 2015
verði alls rúmlega 12 milljarðar
sjónvarpsskjáa af öllum stærðum í
heiminum og þar verði hægt að sjá
alls um 500 milljónir stunda útsend-
ingarefnis, að sögn talsmanna ör-
gjörvarisans Intel. Sjónvarp verði í
enn ríkari mæli en nú miðlægt í lífi
almennings, segir í frétt BBC.
„Hægt verður að sjá allt sem mað-
ur vill, hvenær sem maður vill,“ seg-
ir Justin Rattner hjá Intel. Hann
segir að sjónvarpið sé á leiðinni „úr
kassanum og af veggnum“. Í fram-
tíðinni muni fólk nýta sér í æ meiri
mæli útsendingar á snjallgemsum,
fartölvum, netbókum og borðtölvum.
Intel er nú að kynna nýjan örgjörva
sem kallast Atom CE4100 og á hann
að gera auðvelt að flytja efni á net-
inu og ýmsa þjónustu inn á sjón-
varpsskjái. Fjallað var um mögu-
leika sjónvarps á ráðstefnu í San
Francisco nýlega.
Neytendur vilja einföld tæki
Malachy Moynihan hjá Cisco
sagði að búast mætti við sprengingu
á þessu sviði, valmöguleikar myndu
margfaldast. „Við verðum vitni að
stórkostlegri færslu myndbanda yfir
á tölvunet,“ sagði hann. „Árið 2013
mun 90% af allri umferð á tölvunum
verða myndbönd, 60% af mynd-
böndum verða notuð af fólki sem
notar til þess tölvunet.“
En hvað ber framleiðendum að
varast? Eric Kim, hjá Intel segir að
mikilvægt sé að tækin séu sem ein-
földust og auðveldust fyrir neyt-
endur. „Látið ekki sjónvarpstækið
mitt virka eins og tölvu,“ segir hann.
„Þetta er það sem við heyrum stöð-
ugt frá neytendum. Mikilvægasta
viðfangsefnið er að átta sig á því
hvernig hægt er að gefa mönnum
færi á að kynnast afli og mögu-
leikum netsins en vera áfram með
einföld sjónvarpstæki.“
Verða sjónvarpstæki
á hverjum fingri?
Liðsmenn Intel og fleiri rafeindafyrirtækja segja að sjón-
varpsskjáir séu á leiðinni „úr kassanum og af veggnum“
Sjónvarp Verður allt á skjánum?
Hvernig mun sjónvarpsþjónusta
breytast næstu árin?
Eric Huggers hjá BBC segir að hægt
verði að bjóða upp á margs konar
nýja þjónustu, sjónvarpið verði „gátt
óendanlegra margra valmöguleika“.
Munu þrívíddarútsendingar verða
algengar á næstu áratugum?
Justin Rattner segir þróunina svo
hraða að í hverri viku sé skýrt frá
nýjum áfanga á þessu sviði. Nýtt fyr-
irtæki í Kísildal, HDI, varð fyrst til að
kynna 100 tommu þrívíddartæki
snemma í mánuðinum.
Hvaða fyrirtæki verða annars í
forystu á sviði þrívíddartækni?
Sony og Panasonic hyggjast setja á
markað þrívíddartæki 2010 og Sam-
sung og Mitsubishi eru í starthol-
unum. Intel er að þróa nýjan ljósleið-
ara, Light Peak, sem gæti gert
þrívíddarsjónvarp mun auðveldara.
S&S
FYRRVERANDI for-
sætisráðherra Ísraels,
Ehud Olmert, kom fyrir rétt
í Jerúsalem í gær en hann er
sakaður um spillingu, mis-
notkun á valdi, skjalafals og
tilraun til að leyna illa fengn-
um tekjum. „Ég er sannfærður
um að rétturinn mun hreinsa
mig af öllum grunsemdum,“
sagði Olmert. Hann getur
fengið margra ára fangels-
isdóm ef hann verður
dæmdur sekur.
Olmert er 64 ára.
Margir ráðamenn í
landinu hafa verið
sakaðir um spillingu
og önnur afbrot á
undanförnum árum
og sumir hlotið dóm.
Olmert, sem er lög-
fræðingur, tók við embætti 2006
þegar fyrirrennarinn Ariel Sharon
fékk heilablóðfall. Olmert var
kennt um lélega framgöngu Ísr-
aelshers í stríðinu við Hizbollah-sam-
tökin í Líbanon 2006. Hann nýtur þess
vafasama heiðurs að hafa verið með
minnsta stuðning sem forsætisráðherra
hefur fengið í skoðanakönnunum, 2,6%.
Hann var í fyrra sakaður um að hafa
tekið við fé úr hendi bandaríska fjármála-
mannsins Morris Talaskys árin 1997-2005
gegn því að greiða götu Talaskys í viðskipt-
um. Einnig er Olmert sakaður um að hafa
látið ríkið endurgreiða sér margsinnis fyrir
sömu útgjöld vegna ferðalaga. Hann var
neyddur til að segja af sér embætti í sept-
ember síðastliðnum. kjon@mbl.is
Réttað
í máli
Olmerts
MANUEL Zelaya, forseti Hond-
úras, heldur nú til í brasilíska sendi-
ráðinu í Tegucigalpa, höfuðborg
heimalands síns, en hann laumaðist
til Hondúras fyrr í vikunni. Zelaya
var rekinn frá völdum í lok júní
vegna deilna um embættisfærslu
hans en bráðabirgðastjórnin sætir
útskúfun á alþjóðavettvangi.
Sendiráðið er umkringt hermönn-
um. Mikið hefur verið um mótmæla-
göngur í Hondúras síðustu mánuði,
jafnt af hálfu stuðningsmanna sem
andstæðinga Zelaya, og einn maður
hefur látið lífið í átökum. Fulltrúi
bráðabirgðastjórnarinnar hefur átt
óformlegar viðræður við Zelaya.
Hinn síðarnefndi sakaði fulltrúann
um ósveigjanleika en virtist þó
bjartsýnn á að árangur næðist.
„Þetta er fyrsta tilraunin og við
vonum að málin þokist áfram,“
sagði Zelaya. Talið er að um 50
stuðningsmenn séu með Zelaya í
sendiráðinu, þar á meðal fjölskylda
hans. Brasilískir embættismenn
segja að Zelaya og stuðningsmenn
hans svelti ekki en hafi að mestu
þurft að lifa á kexi undanfarna
daga. Þá hafi fólkið ekki getað
þvegið sér. kjon@mbl.is
Ræða við Zelaya
Forsetinn enn í
sendiráði Brasilíu í
Tegucigalpa
Reuters
Á tali Zelaya í sendiráðinu í gær.