Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 ekkert óskaplega vel. Það vantaði eitthvað í tilveruna en ég vissi bara ekki hvað það var. Ég byrjaði að syngja átta ára gamall og var síðan í barnakór til tólf ára aldurs. Þegar ég söng leið mér eins og ég gæti allt. En frá tólf ára aldri til tvítugs missti ég átta ár úr söngnum. Sem ungur maður gekk ég inn í það lífsmynstur sem ríkti á Ak- ureyri í þá daga. Einn og einn maður flutti suður og fór í Háskólann, aðrir urðu skipasmiðir, múrarar, járn- smiðir eða bílvirkjar. Ég varð ketil- og plötusmiður og síðan vélvirki. Oft fann ég fyrir frústrasjón. Mér fannst ég þurfa að gjósa. Svo fór ég að syngja opinberlega og þá fór mér að líða vel. Ég fór í söngnám til Ítalíu og kostaði það meira og minna af eigin rammleik. Fékk reyndar styrki frá Akureyrabæ og KEA. Góðir ein- staklingar studdu við bakið á mér. Valur heitinn Arnþórsson banka- stjóri sagði oft við mig: „Ég er ekki milljónamæringur en ef þú átt ekki fyrir pastadisk hringdu þá í mig.“ Hann og fjölskyldan mín stóðu alltaf með mér. Bóndi í Þistilfirði, mikill vinur pabba og söngelskandi maður, læddi að honum 2.000 þýskum mörkum þegar hann vissi að ég væri að fara í prufusöng um allt Þýska- land. Ég er þessu góða fólki þakk- látur. Eftir rúmlega tveggja ára söngnám erlendis komst ég upp á svið, vakti athygli og fékk tilboð. Ef það hefði ekki gerst hefði ég þurft að snúa aftur heim.“ Hvað hefðirðu gert þá? „Ég vil ekki hugsa til þess hvernig mér hefði liðið ef það hefði gerst eða hvernig ævi mín hefði orðið hefði ég ekki fengið að njóta mín í listinni. Ég hefði ekki orðið nema hálfur maður. En ég náði árangri á skömmum tíma og það þakka ég Guði almáttugum sem gaf mér rödd.“ Hvernig tilfinning er það að syngja í La Scala og Metropolitan og öðrum frægustu óperuhúsum í heimi? „Stórkostleg, í einu orði sagt stór- kostleg. Í byrjun var þetta samt yf- irþyrmandi tilfinning. Ég titraði eins og lítill fugl. Mér fannst það nánast eins og kraftaverk að ég skyldi ná að yfirstíga hræðsluna. Ég var fyrstur Íslendinga til að syngja í flestum þessum húsum og vildi gera mitt allra besta. Ef maður brýtur tón einu sinni eða gerir aðrar kúnst- ir þá er hægt að fyrirgefa það en ef maður gerir það tvisvar þá er manni kastað út úr viðkomandi óperuhúsi til frambúðar. Starf óperusöngvarans byggir á sjálfsaga, einbeitingu og fag- mennsku. Maður verður að ná þeim tökum á sjálfum sér að slys hendi ekki. Þetta getur orðið mikið álag. Svo þegar söngvari er kominn í A-liðið syngur hann kannski í upp- færslum í stóru óperuhúsunum sem ganga árum saman. Í Berlín söng ég meðal annars í Aidu í átján ár og það varð stundum nokkuð leiðigjarnt en tryggði fjárhagslegt öryggi þau ár- in.“ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is S tórsöngvarinn Kristján Jóhannsson er fluttur heim til Íslands frá Ítalíu ásamt konu sinni Sig- urjónu Sverrisdóttur og 12 ára dóttur þeirra, Rannveigu. Hér hyggjast þau dvelja að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Jóna lýk- ur MBA-námi frá Háskóla Íslands. Synir þeirra tveir, Sverrir, sem er 22 ára, og Víkingur, sem er tvítugur, ákváðu að verða eftir á Ítalíu. „Jóna hefur dekrað við mig í 25 ár og er lykilmanneskja í mínum söng- ferli,“ segir Kristján. „Ég hef reynt að syngja vel og standa mína plikt meðan hún hefur séð um öll praktísk atriði. Það er fyrir löngu komið að því að ég fylgi henni í því sem hún er að gera.“ Hvernig er að koma heim til Íslands í miðri kreppu? „Ég er Íslendingur í húð og hár og mér finnst gott að koma heim til Ís- lands. Hún var sorgleg þessi vel- megun sem reyndist ekki vera nein velmegun heldur reyndist vera rugl. Fyrir þremur árum kom til mín ítalskur bankastjóri sem sagðist hafa verið á fundi í London þar sem íslenskir útrásarvíkingar voru. Hann sagði við mig: „Þessir landar þínir eru snargalnir!“ Hann sagði að þetta væru menn sem höguðu sér eins og þeir væru yfir aðra hafnir og vildu æða áfram á skítugum skónum yfir hvern sem er. Síðustu árin fór þessi innistæðu- lausi hroki útrásarmannanna í taug- arnar á mér. En þegar ég leyfði mér að viðra þetta sjónarmið við Íslend- inga var mér sagt að þetta væri sveitalegt sjónarmið þeirra sem væru langt á eftir tímanum. Ég held að við séum aftur að snúa til einfaldara og heilbrigðara lífs. Umferðin er orðin skapleg, en áður voru allir á fleygiferð bara eitthvert. Núna gefur fólk sér tíma til að tala saman en reyndar er umræðuefnið alltaf það sama, kreppan, en það er bara eðlilegt miðað við ástandið. Þegar upp er staðið held ég að við séum öll á leið með að verða betri Ís- lendingar.“ Tapaðir þú á kreppunni? „Ég fór ekki varhluta af henni. Við hjónin settum hluta af þeim pen- ingum sem við áttum á Íslandi í hlutafé í fyrirtæki en allt fór það fjandans til. Það þýðir ekkert að ergja sig á því. Peningar koma og fara. Það eru aðrir hlutir sem skipta meira máli.“ Óframfærinn og innhverfur Þú virkar ekki eins og dæmigerð- ur lokaður Íslendingur. Varstu strax sem krakki svona fyrirferð- armikill? „Fram að tíu ára aldri var ég óframfærinn og innhverfur. Mér leið Er að springa úr stolti Það er sagt að líftími söngvara í óperuheiminum sé ekki mjög lang- ur. Þú ert orðinn sextugur, hvernig horfir þetta við þér? „Tækifærunum fækkar sem er sorglegt. Í óperuheiminum er farið mikið eftir fæðingarárinu í pass- anum. Auðvitað ætti það ekki að skipta máli meðan maður getur sungið. Þegar ég kem heim til mín eftir að hafa sungið einhvers staðar og fólk hefur staðið upp og klappað og hrópað í hrifningu þá segi ég við konuna mína: Hugsaðu þér, þessir asnar ætla að láta mig sitja heima bara vegna þess að ég er sextugur! Ég er enn að og tilboðin berast þótt þau séu ekki jafn mörg nú og áður. En maður verður að vera skynsamur. Ég myndi ekki syngja ástarhlutverk í La Boheme eða La Traviata orðinn sextugur. En það eru hlutverk, bæði í Verdi- og Wagn- er-óperum, sem hæfa mér vel og aldrinum.“ Finnurðu fyrir aldrinum? „Mér finnst ég ekkert eldast. Ég reyki ekki. Ég er í góðu líkamlegu formi. Ég er þrekinn og sterkur en í fyrra fór ég fram úr mér í ræktinni og var nærri dauður. Þá var ég að æfa við hliðina á ungum og hraustum mönnum. Ég ætlaði ekki að vera eft- irbátur þeirra og tók á lóðunum eins og ég mögulega gat. Svo kom ég heim og steinlá. Þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti kannski aðeins að halda aftur af mér. Þetta lækkaði í mér blóðþrýstinginn og lækkaði líka í mér rostann. Ég er ánægður maður, á frábæra konu og yndisleg börn. Elstu börnin mín sem ég á af fyrsta hjónabandi hafa gert mig að ferföldum afa. Ég fékk tvö barnabörn í einu fyrir tveimur mánuðum og eignaðist þá nafna minn. Ég er að springa úr stolti.“ Afmælistónleikar og ferilsplata Nú ertu kominn heim. Hvað er framundan? „Á síðasta ári voru 30 ár frá því að ég fékk fyrstu virðulegu greiðsluna fyrir söng minn. Ég náði ekki þá að halda upp á 30 ára óperuafmælið. En afmælistónleikarnir verða í Há- skólabíói 27. nóvember. Þar syngja með mér íslenskir söngvarar, vinir mínir Diddú, Gissur Páll Gissurar- son og Þóra Einarsdóttir, en undir- leikinn annast hljómsveit Hjörleifs Valssonar fiðlusnillings. Þetta verða Kristján Jóhannsson Ég geri mér grein fyrir að ég hef verið einstaklega lánsamur. KRISTJÁN JÓHANNSSON STÓRSÖNGVARI » Í óperuheiminum er farið mikið eftir fæð-ingarárinu í passanum. Auðvitað ætti það ekki að skipta máli meðan maður getur sungið. Þegar ég kem heim til mín eftir að hafa sungið einhvers staðar og fólk hefur staðið upp og klapp- að og hrópað í hrifningu þá segi ég við konuna mína: Hugsaðu þér, þessir asnar ætla að láta mig sitja heima bara vegna þess að ég er sextugur! Ég titraði eins og lítill fugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.