Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 Ísland varð fyr-ir þungu áfalliþegar helstu bankastofnanir landsins hrundu fyrir ári. Sú at- burðarás var hluti af al- þjóðlegri þróun þó að margt hefði betur mátt fara í þróun íslenska bankakerfisins eins og smám saman hefur orðið opinbert. Mörg önnur lönd hafa einnig hlotið mikinn skell í þessu fári þótt hvergi annars staðar hafi allt bankakerfið gefið sig. Það dæmi er fjarri því að vera uppgert í öðrum löndum. Ríkissjónvarpið sýndi ný- verið athyglisverðan frétta- auka um ástandið í Lettlandi, sem farið hefur afar illa út úr hinum alþjóðlega afturkipp og þó einkum efnahagshruninu þar í landi. Lettland hefur alls ekki sömu burði til að bregðast við áfallinu og Ísland ætti að hafa. Innri gerð þjóðfélagsins og eignamyndun var skammt á veg komin, enda hafði nýfrels- istími þjóðarinnar ekki staðið lengi. Var sérlega dapurlegt að sjá örvæntingu almennra Letta sem ekkert höfðu til saka unnið. Þar í landi var innlenda bankakerfið veigalítið og flest- ir bankar erlendir, einkum sænskir. Sumir hafa talið slíkt allra meina bót. En erlendu bankarnir kipptu fljótt að sér hendinni og hugs- uðu mest um stöðu móðurbankanna í Svíþjóð. Ekki er hægt að áfellast þá fyrir það. Erlend fjárfesting í Lett- landi var töluverð, ekki síst í fasteignum af ýmsu tagi en síð- ur í útflutningsskapandi þátt- um. Við bætist að Lettum er ekki fært að láta sinn gjald- miðil mæta mótlætinu eins og Ísland er að láta gera með ár- angri sem mun ráða úrslitum um hvernig það land mun brjótast út úr vandanum. Fyrstu sex mánuðir þessa árs hafa því miður verið illa nýttir hér á landi. Gjaldeyris- höft sem sett voru halda illa enda frá því greint í byrjun að þau væru í eðli sínu bráða- birgðaúrræði og yrðu fljótt gatslitin og götótt. Það hefur nú komið í ljós. Taka þarf því hið fyrsta ákvörðun um afnám haftanna, ekki í áföngum held- ur í heild. Áhrif þess á gengi verða sjálfsagt nokkur en mjög þó tímabundin og vegna mjög jákvæðra viðskipta við útlönd ekki langvarandi. Hiksti og hik við ákvörðun af þessu tagi verður hins vegar ávísun á pín- legt ástand til langs tíma og mun undirstrika þá hugmynd umheimsins að mjög muni dragast að koma almennu efnahagsskipulagi í eðlilegt horf á Íslandi. Taka þarf því hið fyrsta ákvörðun um afnám haftanna} Tapaður tími en tæki- færin enn fyrir hendi Mikil alvara erað baki áformum einka- aðila um að hefja rekstur sjúkra- húsa hér á landi. Fleiri en einn aðili undirbýr nú að hefja slíka starfsemi. Í gær var í Morg- unblaðinu greint frá einum slíkum sem vill reisa sjúkra- hús og hótel að auki fyrir sjúk- linga og aðstandendur þeirra, en fyrirtækið hyggst gera út á þjónustu við erlenda sjúk- linga. Þrjú sveitarfélög keppast um að fá þessa starfsemi til sín enda er eftir miklu að slægj- ast. Talið er að sjúkrahúsinu muni fylgja 600-1000 framtíð- arstörf fyrir utan störfin á byggingartímanum. Ekki þarf að koma á óvart að sveitarfélög skuli keppast við að fá til sín slíka starfsemi og augljóst er hve eftirsókn- arvert það er fyrir þjóðfélagið í heild sinni að áform um einkarekin sjúkrahús verði að veruleika. Ef af starfseminni verð- ur mun henni fylgja gjaldeyrir, en eins og menn þekkja er hann af- ar verðmætur í dag. Viðhorf ríkisstjórnarinnar og viðbrögð hennar við áform- um þeirra sem vilja fjárfesta hér á landi og afla gjaldeyris vekur á hinn bóginn furðu. Þetta er þekkt hvað snertir orkufrekan iðnað og kann að valda miklum skaða á því sviði. Einkaaðilar sem vilja hefja rekstur á heilbrigðissviðinu hafa ekki síður mætt mótlæti stjórnvalda. Það viðhorf er ekki aðeins áhyggjuefni af þeirri ástæðu að það hindrar öflun gjaldeyris og nýsköpun í atvinnulífinu. Þetta minnkar einnig líkur á að læknar finni áhugaverð störf hér á landi á tímum þegar full ástæða er til að gera allt sem hægt er til að halda í lækna en hrekja þá ekki úr landi. Einkaaðilar sem vilja hefja rekstur á heil- brigðissviði mæta mótlæti stjórnvalda} Einkasjúkrahús O kkur er sagt að blóðtakan sé yf- irstaðin. Eftir standa tómir bás- ar og auð sæti. Tugir vinnufélaga horfnir úr húsi og ekki náðist að kveðja þá alla. Fjöldauppsagnir eru óbærilegar þó óvissan í aðdragandanum sé einnig slæm. Laumulegar samræður við starfsfélaga á göngum. Augngotur og oftúlk- un á látbragði stjórnenda. Hversu mörgum verður sagt upp? Missi ég vinnuna? Vika leið frá því að fyrri ritstjóri var látinn fara og þar til nýir voru ráðnir. Á meðan höfðu starfs- menn Árvakurs heimildir sínar um gang mála úr öðrum fjölmiðlum. Fréttirnar reyndust margar eiga við rök að styðjast þó þær hefðu virst fjarstæðukenndar með eindæmum. Án þess að ég vilji draga úr alvarleika þess að missa vinnuna við núverandi þjóðfélagsaðstæður verð ég að viðurkenna að vissar spurningar vöknuðu í óviss- unni. Í hvorum hópnum yrði betra að lenda, þeim sem yrði sagt upp eða þeim sem sæti eftir? Vinnuálag eykst til muna þó launakjör haldist óbreytt og umdeildur rit- stjóri tekur við störfum. Enn og aftur er Davíð Oddsson orðinn miðdepill þjóðfélagsumræðunnar á tímum þar sem uppbygging samfélagsins og áherslur á ný gildi ættu að vera í forgrunni. Íslenskir fjölmiðlar standa á brauðfótum. Í kjölfar bankahrunsins hefur um hundrað blaðamönnum verið sagt upp störfum á liðnum misserum. Í ályktun stjórnar Blaðamannafélags Íslands vegna uppsagnanna á Morg- unblaðinu síðastliðinn fimmtudag kemur fram að harkalegur niðurskurður á rit- stjórnum fjölmiðla hér á landi hafi þrengt mjög að faglegri og frjálsri blaðamennsku. „Þetta er sérstaklega hættulegt nú þegar aldrei hefur riðið jafn mikið á og nú að standa vörð um lýðræði hér á landi,“ segir í álykt- uninni. Ráðning Davíðs Oddssonar hefur einnig verið umdeild og spurningar uppi um hvort ráðning svo umdeilds manns muni rýra trúverðugleika Morgunblaðsins. Afskipti hans af stjórnmálum og störf sem seðla- bankastjóri tengi hann efnahagshruninu með slíkum hætti að blaðamenn geti ekki við unað. „Blaðamannafélagið óttast um starfsöryggi og starfsskilyrði þeirra félagsmanna sem enn starfa hjá blaðinu,“ segir í ályktun BÍ. Vonandi reynist ótti blaðamannafélagsins óþarfur. Óttinn við atvinnumissi hefur þó aldrei verið meiri í ís- lensku samfélagi. Sjálfsritskoðun blaðamanna, hræðsla þeirra við að segja lesendum satt og rétt frá öllum stað- reyndum þar sem þeir eiga svo mikið undir yfirmönnum sínum, má ekki taka völdin. Einörð samstaða blaða- manna um að verja óhlutdræga blaðamennsku eftir bestu getu og standa vörð um lýðræðislega umræðu fyrir íslenskt samfélag er mikilvægari en nokkru sinni. Því er nauðsynlegt að sá öflugi og færi hópur blaðamanna sem eftir situr á Morgunblaðinu haldi þeirri baráttu áfram ótrauður og ég er sannfærð um að hann mun gera það. jmv@mbl.is Jóhanna María Vilhelmsdóttir Pistill Baráttan heldur áfram Stóraukinn útblástur fagurra fyrirheita FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is I ndverjar ætla að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa úr 8% í 20% árið 2020, Kín- verjar stefna að því að 15% orkunnar þar komi frá slík- um lindum og kjarnorku en ætla einnig að bæta við svo miklum skóg- um að svarar til rösklega flatarmáls Noregs; þannig á að binda meira kol- díoxíð. Barack Obama Bandaríkja- forseti heitir einnig aðgerðum gegn losun koldíoxíðs og Evrópusam- bandið hefur þegar sett sér metn- aðarfull markmið. Loforðin í aðdraganda leiðtoga- fundarins í Kaupmannahöfn í desem- ber um loftslagsmálin eru stór en hverjar verða efndirnar? „Þetta virðist ætla að verða erfitt og ganga hægt,“ sagði Connie Hede- gaard, ráðherra umhverfismála í Danmörku, fyrir nokkrum dögum. Það sem helst gerir útvatnaða sam- þykkt með nýjum loforðum líklegustu niðurstöðuna er andstaða Kína og annarra meðalauðugra ríkja, eins og Kína, Indland og fleiri eru nú kölluð til að greina þau frá bláfátækum þró- unarríkjum, við að draga úr út- blæstri. Kínverjar benda á að þótt ríkið sé nú orðið stærsti syndarinn í þessum efnum, komið upp fyrir Bandaríkin, sé losun á hvert nef margfalt meiri í ríkustu iðnríkjunum. Þar eigi að taka til hendinni. En hörð andstaða er við það á Bandaríkjaþingi að efna til dýrra ráð- stafana í baráttunni við loftslags- breytingar núna, þegar fjárlagahall- inn er meiri en í manna minnum og efnahagshorfur enn ótryggar. Er tal- ið ósennilegt að öldungadeildin nái samstöðu um bindandi aðgerðir fyrir fundinn í Kaupmannahöfn nema um verði að ræða hnattrænt átak með þátttöku Kína. Ein röksemdin er að án þátttöku Kína sé það eins og hvert annað vindhögg að tala um samdrátt. Stærsti losandinn verði að taka á sig ákveðnar skyldur. Hrein orka og kjarnorka En til hvaða ráða verður gripið gegn koldíoxíðinu? „Hreinir“ orku- gjafar á borð við vind, sól, jarðvarma og vatnsafl geta sums staðar leikið mun stærra hlutverk en núna en fáir sérfræðingar virðast samt álíta að þeir muni leysa vandann á næstu ára- tugum. Ef til vill munu tilraunir með að gera orkuver sem nota jarð- efnaeldsneyti fær um að „grípa“ kol- díoxíð úr útblæstrinum og dæla hon- um niður í jarðlög bera svo mikinn árangur að hægt verði að stórminnka magnið sem berst út í andrúmsloftið. Eitt af því sem hefur breytt mjög umræðunum er að kjarnorkan, sem árum saman var illa séð vegna Tsjernobýl-slyssins og deilna um geislavirkan úrgang, er aftur komin í kastljósið. En sé váin vegna gróður- húsaáhrifanna jafn mikil og nálæg í tíma og margir vísindamenn fullyrða þarf mikið átak. Gideon Rachman segir í Financial Times að eigi að skera CO2-losunina niður um 80% fyrir 2050 [eins og nefnt hefur verið á fundum helstu iðnríkja] og kjarnorka uppfylli tíunda hlutann af áætlaðri koldíoxíðlausri orkuþörf 2050 verði að reisa nýtt ver í hverri viku í heiminum öllum. Nú eru aðeins reist fimm á ári. Reuters Spúið Kolaorkuver í borginni Xiangfan í Hubei-héraði í Kína. Mikil áhersla er nú lögð á endurnýjanlega orkugjafa í landinu en einnig kjarnorku. Ríki heims stefna að því að sam- þykkja bindandi aðgerðir á leið- togafundi í Kaupmannahöfn í desember um samdrátt í losun koldíoxíðs. En vonir um mikinn árangur hafa dvínað mjög. FRAKKAR framleiða um 80% af sínu raf- magni með kjarnorku, breska stjórnin hyggst auka mjög veg kjarn- orkunnar. Myndi Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar næstu stjórn í Þýskalandi gæti farið svo að ákvörðun frá 2001 um að leggja niður þýsku verin verði hnekkt. Óhappið í verinu við Three Mile Island í Bandaríkjunum 1979 dró mjög úr áhuga á nýtingu kjarnorku þar í landi þótt enginn týndi lífi. Ekki er neitt ver í byggingu þar sem stendur. En það er fleira en hætta á slysum og hryðjuverkum og óleyst vandamál vegna geisla- virks úrgangs sem veldur hikinu. Frakkar halda sínum kjarn- orkuverum uppi með ríkisstyrkj- um. Tímaritið Economist segir kjarnorkuver svo dýr að þau séu í reynd ófær um að keppa á frjálsum markaði við aðra orkugjafa. Þau verði að njóta mikilla styrkja og niðurgreiðslna til að geta það. ››KJARNIMÁLSINS? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.