Morgunblaðið - 26.09.2009, Page 28

Morgunblaðið - 26.09.2009, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 GAGNRÝN- ISRADDIR eru há- værar um verðtrygg- ingu húsnæðislána og 80% aðspurðra í skoð- anakönnun lýsa yfir stuðningi við afnám hennar. Er þessi af- staða byggð á þekk- ingu á málinu eða múgsefjun sem m.a. fjölmiðlar hafa alið á? Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur algjöra sérstöðu í samanburði við aðrar fjárfestingar venjulegrar fjölskyldu. Hvaða skilyrði þarf íbúðalán að uppfylla í eðlilegu efnahagslegu umhverfi? Í fyrsta lagi er æskilegt að lánstími sé langur og í öðru lagi er æskilegt að dreifa greiðslubyrði sem jafnast á lánstímann. Ekkert lánsform upp- fyllir þessi skilyrði betur en verð- tryggt jafngreiðslulán. Hvað felur verðtryggingin í sér? Einfaldlega það að lántakandinn skilar lánveit- andanum þeim verðmætum sem hann fékk hjá lánveitandanum við lántökuna til baka mælt á tiltekinn verðmælikvarða (sem menn getur greint á um.) Aðilar sitja við sama borð í þessu efni. Það er ekkert misvægi í áhættu að þessu leyti. Lántakandinn festir féð í fasteign og þær hafa yfirleitt skilað betri eignavernd en ýmsir aðrir fjárfest- ingarkostir. Hins vegar er sjálfsagt og eðlilegt að bjóða upp á önnur lánsform svo væntanlegir lántak- endur geti gert samanburð og valið það sem þeir telja henta sér best miðað við þeirra aðstæður. Kynslóðasátt Það er ljóst að margur skuldari á við mikinn vanda að etja nú; síst skal dregið úr því, en sökin er ekki verðtryggingarinnar heldur pen- ingastjórnunarinnar. Fyrir daga verðtryggingarinnar ríkti hér ástand sem færði skuldurum fé á kostn- að sparifjáreigenda. Fyrsta áratuginn eftir stofnun almennu líf- eyrissjóðanna rýrnuðu raunverðmæti lífeyr- isréttindanna sem ið- gjöldin áttu að tryggja en á sama tíma högn- uðust þeir sjóðfélagar sem tóku húsnæðislán hjá sjóðunum á raun- virðislækkun lánanna. Þetta var í raun óvið- unandi ástand og því stigu stjórn- völd mikið gæfuspor þegar þau settu svonefnd Ólafslög. Síðan hef- ur íslenskt efnahagslíf blómstrað þar til vanhæfir bankamenn fóru hamförum í lánveitingum og rústuðu m.a. íbúðamarkaðinn (ætl- uðu að rústa Íbúðalánasjóð sem nú hreinsar upp eftir þá!). Við vanda fólks af þessum sökum þarf að bregðast með skilvirkum hætti en það er mjög mikilsvert að í fram- tíðinni ríki sátt milli kynslóða um að þær geti sparað á starfsaldri með því að lána þeim sem vilja eiga sitt húsnæði til langs tíma gegn því að fá það endurgoldið þegar starfstímanum lýkur í sama verðmæti og það var lánað. Að þessu leyti fara hagsmunir aðila mjög vel saman, þ.e. „annar“ þarf langtímalán til fjárfestingar í íbúð og „hinn“ þarf að geta fjárfest sparnað sinn til langs tíma og treyst því að fá hann til baka með óskertu verðmæti og hæfilegum vöxtum. Greiðslubyrði Víkjum aðeins að greiðslubyrð- inni. Við eðlilegar aðstæður eykst kaupmáttur nokkuð jafnt og þétt; einhver ár minnkar þó kaupmáttur en önnur ár eykst hann umtals- vert. Árin fyrir hrun var aukningin óeðlilega mikil m.a. vegna sýnd- arhagnaðar bankanna sem smitaði út í efnahagskerfið. Gengi krón- unnar hélst of lengi of sterkt en skömmu fyrir hrun fóru varnir að bresta, gengi krónunnar veiktist og verðbólga fór vaxandi. Frá júlí 1999 til júlí 2009 mælist kaupmátt- araukningin 0,9% á ári að meðaltali en frá 1999 til 2007 2,5% og frá 2007 til 2009 er kaupmáttarm- innkun sem nemur 5,3% á ári. Ef ekki er um kaupmáttaraukningu að ræða helst greiðslubyrði verð- tryggðs láns stöðug sem hlutfall af launum en vaxi kaupmáttur um 1% ári á 40 ára lánstíma er síðasta greiðslan um þriðjungi lægra hlut- fall af launum en sú fyrsta. Frá júlí 1999 til júlí 2009 hækkaði íbúð- arverð á höfuðborgarsvæðinu um 9,6% að meðaltali á ári hverju eða um 3,4% umfram hækkun láns- kjaravísitölunnar. Þeir sem festu lánsfé í íbúðarhúsnæði á fyrri hluta tímabilsins hafa hagnast vel í þeim skilningi að lánin hafa lækkað sem hlutfall af íbúðarverðinu. Lokaorð Árinni kennir illur ræðari og það sama má segja nú þegar spjótum er beint að krónu og verðtryggingu en sökudólgurinn er léleg peninga- og fjármálastjórn. Hins vegar er ljóst að gjaldmiðill sem ekki hefur sterkara bakland en krónan okkar er mjög veikur fyrir áreiti en við þennan gjaldmiðil munum við búa næstu ár. Að lokum: Það á að banna lélega peningastjórn. Er verðtrygging lána sökudólgurinn? Eftir Bjarna Þórðarson » Það er mjög mikils- vert að í framtíðinni ríki sátt milli kynslóða um að þær geti sparað á starfsaldri með því að lána þeim sem vilja eiga sitt húsnæði. Bjarni Þórðarson Höfundur er tryggingastærðfræð- ingur. NÚ ÞEGAR þjóðin stendur frammi fyrir alvarlegasta efnahags- hruni sögunnar ætti að blasa við, hversu mik- ilvæg ferðaþjónustan er efnahagslífinu. Ferðaþjónustan er ein af undirstöðunum í íslensku atvinnulífi. Tekjur af erlendum ferðamönnum í fyrra voru um 110 milljarðar og skiluðu því 16,9 prósentum af útflutningstekjum okkar á því ári. Til samanburðar skil- aði sjávarútvegurinn 26,4 prósentum og stóriðjan, sem skilaði mestu, 29,8 prósentum. Ferðaþjónustan skiptir því gríðarlegu máli og við hana starfa æ fleiri. Þegar við nú leitumst við að endurreisa efnahag okkar, þá þurfa stjórnmálamenn að gera sér grein fyrir því hve mikilvægu hlutverki ferðaþjónustan gegnir. Það eru erf- iðir mánuðir núna, en það er ekkert eitt sem gefur jafnmikla von og túr- isminn. Ef hann gengur vel verður margt svo miklu léttara. Þótt gengið slái auðvitað á getu Íslendinga til að ferðast um heiminn um sinn, er gengið hagstætt fyrir erlenda ferða- menn og í því felst sóknarfæri fyrir fyrirtæki. Það er ánægjulegt að geta tekið þátt í því að flytja gjaldeyri inní landið – ferðamenn eyða pening- unum eins og skot og það fer beint í veltuna hjá fyrirtækjunum, sem varla er vanþörf á þessa dagana. Það sést best í þessu ástandi hvað túr- isminn er fljótvirkur – kaffihús, verslun, hótel, leigubíll – allir njóta góðs af túr- ismanum og það strax. Framtíðarsýn Við þurfum framtíð- arsýn fyrir ferðaþjón- ustuna sem er að hluta til sjálfbær, en líka hluti af íslenska hag- kerfinu. Þessa sýn hef- ur algerlega skort. Það er svo margt, sem við höfum að bjóða ferða- mönnum, sem þeir fá ekki annars staðar. Ég nefni nálægð- ina við fólkið, náttúruna, ströndina, hafið, menningararfleifðina, um- hverfið, öryggi umhverfisins og nú hagstætt verðlag. En þrátt fyrir þessa náttúrulegu kosti, hefur þjóðin sem slík aldrei markaðssett landið sem ferðamannaland og kynnt allt það sem okkar fallega land hefur upp á að bjóða, að minnsta kosti ekki með nægilega markvissum hætti. Þrátt fyrir þetta hefur ferðamönnum fjölg- að jafnt og þétt. Á síðasta ári voru þeir 502.000 og spáð er að eftir að- eins rösk 10 ár, árið 2020, verði er- lendir ferðamenn orðnir ein milljón hér á landi. Samt sem áður er það þannig, að erfitt hefur reynst fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og sér- staklega nú, þegar erfitt er um rekstrarlán, að búa svo í haginn að auðveldara sé að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna. Það er meira að segja svo á stundum að op- inberir aðilar virðast sjá lítinn fjár- hagslegan ávinning af fjölgun er- lendra gesta til landsins. Hvað er til ráða? Við megum ekki gleyma því að hver króna, sem fjárfest er í ferða- þjónustu er króna fjárfest í rekstri sem mun veita sjálfbæra atvinnu og velsæld fyrir komandi kynslóðir. Þess vegna verðum við að reyna að örva sem mest fjárfestingu í ferða- þjónustu. Við þurfum alvöru hvatningu frá stjórnvöldum til að styðja við þróun á staðbundinni ferðaþjónustu. Við þurfum ráðherra til að takast á við málefni eins og áætlanagerð, inn- flytjendur og flutninga sem hafa bein áhrif á ferðaþjónustu. Við þurfum öflugan talsmann, sem talar fyrir hönd ferðaþjónustunnar og kynnir okkur og það sem við höf- um upp á að bjóða, út á við. Ég átta mig á því að þetta er að- eins byrjunin á miklu lengra ferli, en tækifærin eru ótal mörg. Með réttri stefnu getur þessi geiri velt mun meira en hann gerir nú. Sé rétt á málum haldið getur ferðaþjónustan gert hagkerfi okkar grænna, hag- sælla og sjálfbærara. Tökum slag- inn. Getum gert betur Eftir Matthías Imsland » Það eru erfiðir mán- uðir núna, en það er ekkert eitt sem gefur jafnmikla von og túr- isminn. Ef hann gengur vel verður margt svo miklu léttara. Matthías Imsland Höfundur er forstjóri Iceland Express. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 28. september. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um vinnuvélar, atvinnubíla, jeppa, pallbíla, fjölskyldubíla og fl. föstudaginn 2. október 2009. Í þessu blaði verða kynntar margar þær nýjungar sem í boði eru fyrir leika og lærða Meðal efnis verður : Vinnuvélar Námskeið um vinnuvélar. Atvinnubílar. Fjölskyldubílar. Pallbílar. Jeppar. Nýjustu græjur í bíla og vélar. Varahlutir. Dekk. Vinnufatnaður. Hreyfing og slökun atvinnubílstjóra. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Vinnuvélar og bílar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.