Morgunblaðið - 26.09.2009, Page 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing frá
fyrrverandi stjórnarmönnum og
sparisjóðsstjóra SPRON:
„Fyrrverandi stjórn SPRON
telur ástæðu til að taka fram og
ítreka fáeinar staðreyndir um við-
skipti stjórnar og maka spari-
sjóðsstjóra SPRON með stofn-
fjárbréf sumarið 2007. Tilefnið er
alvarlegar ásakanir og síend-
urteknar rangfærslur á opinberum
vettvangi um veigamikil atriði
málsins.
17. júlí 2007 var ákveðið á
stjórnarfundi SPRON að
leggja til við stofnfjáreig-
endafund að sparisjóðnum
yrði breytt í hlutafélag og að
í framhaldinu yrði óskað eftir
því að hlutabréf SPRON yrðu
skráð í Kauphöll Íslands. Á
fundinum lá fyrir verðmat
Capacent á sjóðnum þar sem
virði SPRON var metið 59,4
milljarðar króna þar sem
stofnfjáreigendur ættu 85%
og SPRON sjálfseignarsjóð-
urinn 15%. Því var virði
stofnfjárbréfa í sjóðnum 50,5
milljarðar króna samkvæmt
mati Capacent.
Verðmat Capacent var lög-
bundið verðmat samkvæmt
þágildandi 74. gr. laga um
fjármálafyrirtæki, en sam-
kvæmt því var skylt að láta
óháðan aðila framkvæma mat
á markaðsverðmæti spari-
sjóðs ef breyta ætti honum í
hlutafélag. Í matinu eru
hvorki upplýsingar eða áætl-
anir um framtíðarrekstur
sparisjóðsins né upplýsingar
eða áætlanir um þróun á
verðmæti stofnfjárbréfa til
framtíðar.
Gefin var út fréttatilkynning
um ofangreinda ákvörðun og
niðurstöðu verðmatsins að
stjórnarfundi loknum. Daginn
eftir, 18. júlí 2007, birtust við-
töl við Guðmund Hauksson,
sparisjóðsstjóra SPRON, í
Morgunblaðinu, Frétta-
blaðinu, í sjónvarpi og víðar
þar sem fyrirætlanir um
hlutafjárvæðingu og nið-
urstöður verðmats Capacent
voru útlistaðar frekar.
Stjórn SPRON hafði því ekki
undir höndum neinar þær upplýs-
ingar sem voru verðmyndandi og
höfðu ekki verið gerðar opinberar
á þessum tíma. Þetta er staðreynd
málsins.
Staða SPRON var sterk í júlí
2007
Í júlí 2007, þegar stjórn SPRON
tók ákvörðun um að leggja til um-
breytingu sparisjóðsins í hluta-
félag, var staða SPRON sterk og
markaðsverðmæti fjárfestinga
sparisjóðsins, t.a.m. í Exista,
hærra en nokkru sinni fyrr. Á
þessum tíma spáðu greining-
ardeildir áframhaldandi hækkun á
verði hlutabréfa út árið 2007 og
almenn bjartsýni ríkti á mörk-
uðum.
Í 6 mánaða uppgjöri SPRON,
sem birt var 31. ágúst 2007, kem-
ur fram að hagnaður af rekstri
SPRON var 10,1 milljarður króna
fyrstu 6 mánuði ársins og nam
eigið fé í lok júní 35,9 milljörðum
króna. CAD-eiginfjárhlutfall var
þá 13,6% á sama tíma og lág-
markseiginfjárhlutfall samkvæmt
lögum var 8,0%. Þess ber að geta
að eiginfjárhlutfall samstæðu
SPRON var 29,0% en í CAD-
útreikningi var eign í fjármálafyr-
irtækjum tekin út og því vigtaði
stór hluti eigna SPRON ekki inn í
eiginfjárútreikning SPRON.
Það eru því hrein ósannindi að
starfshæfni SPRON hafi verið
haldið uppi með víkjandi láni frá
Kaupþingi á þessum tíma.
Viðskiptin brutu ekki í bága
við lög
Saksóknari efnahagsbrota
komst að þeirri niðurstöðu að
framangreind viðskipti hafi ekki
brotið í bága við lög um verð-
bréfaviðskipti og Fjármálaeft-
irlitið komst að þeirri niðurstöðu
að stjórnendum sparisjóða væri
ekki skylt að upplýsa um viðskipti
sín. Okkur var því heimilt að
stunda viðskipti með stofnfjárbréf
eftir 18. júlí 2007 eins og öðrum
stofnfjáreigendum og fullyrðingar
um að við hefðum á þeim tíma bú-
ið yfir gögnum eða upplýsingum
sem áttu að gera okkur kleift að
sjá fyrir verðlækkanir á hlutabréf-
um í sparisjóðnum um haustið eru
ósannar.
Á það skal bent að tveir stjórn-
armenn seldu engin stofnfjárbréf,
þrír seldu hluta af sínum þ.e.a.s.
helming eða minna og seldur hluti
af eign eiginkonu sparisjóðsstjóra
var aðeins lítið brot af stofnfjár-
eign hjónanna.
Eftir á að hyggja er ljóst að
stofnfjárbréf SPRON, sem og
hlutabréf allra annarra fjármála-
fyrirtækja á Íslandi, voru afar
hátt metin sumarið 2007 enda
voru væntingar á hlutabréfamark-
aði þá miklar. Allir þeir, sem áttu
eða keyptu stofnfjárbréf í SPRON
og síðar hlutabréf í félaginu, hafa
orðið fyrir tjóni sem við hörmum.
Það sem gerðist var nokkuð sem
enginn sá fyrir og vissulega höfum
við í fyrrverandi stjórn sjálf orðið
fyrir verulegu fjárhagstjóni líkt og
aðrir hluthafar.
Stjórn SPRON starfaði ávallt af
heilindum og tókum við ákvarð-
anir sem við töldum réttastar á
hverjum tíma fyrir SPRON og alla
stofnfjáreigendur. Því miður urðu
örlög sparisjóðsins hins vegar þau
hin sömu og annarra fjármálafyr-
irtækja hér á landi í efnahags-
hruninu. Það var nokkuð sem fáa
eða engan óraði fyrir þegar upp-
sveiflan náði hámarki sumarið
2007.
Fyrrverandi stjórn og spari-
sjóðsstjóri SPRON,
Ari Bergmann Einarsson,
Ásgeir Baldurs,
Erlendur Hjaltason,
Guðmundur Hauksson,
Gunnar Þór Gíslason,
Hildur Petersen.“
Hafa skal það sem sannara reynist
SPURNINGA-
LISTI ESB var af-
hentur íslenskum
stjórnvöldum 9. sept-
ember og birtur sam-
dægurs á vef utanrík-
isráðuneytisins. Þar er
að finna rúmlega 2.500
spurningar af ýmsum
toga sem íslenska
stjórnsýslan situr nú
sveitt við að svara
undir mikilli tíma-
pressu frá íslenskum stjórnvöldum.
Fram hefur komið að ríkisstjórnin
leggi allt kapp á að skila svarlist-
anum eins fljótt og auðið er þannig
að formlegar aðildarviðræður geti
hafist sem allra fyrst.
Markmið stjórnvalda í þessu ein-
kennist sem fyrr meira af kappi en
forsjá og er því ástæða til að hafa
áhyggjur af því að þarna verði kast-
að til höndum af hálfu ríkisstjórn-
arinnar. Hér skal tekið fram að ekki
er verið að kasta rýrð á íslenska
embættismenn sem vinna við að
svara spurningunum fyrir hönd
stjórnvalda. Þvert á móti snýr gagn-
rýnin að því heimatilbúna óðagoti
sem stefnir í.
Augljóst er við lestur listans að
fjölmörgum spurningum verður
ekki svarað með einföldum hætti.
Ekki er aðeins spurt um fyrirliggj-
andi staðreyndir, heldur varða
margar spurningarnar flókin og um-
deild atriði og lúta að stefnu ís-
lenskra stjórnvalda í ýmsum há-
pólitískum málum.
Ég nefni dæmi úr kafla II sem
snýr að efnahagslegum þáttum. Þar
er spurt um viðhorf Íslands til
mögulegra skatta-
hækkana, þ.m.t. til þess
að taka til baka skatta-
lækkanir síðustu ára.
Þar er einnig spurt um
viðhorf Íslands til ríkis-
útgjalda, til launa op-
inberra starfsmanna,
útgjalda til heilbrigð-
ismála, menntamála og
niðurgreiðslna til land-
búnaðar. Ég leyfi mér
að fullyrða að ekki sé til
neitt sem heitir stefna
Íslands um skatta-
hækkanir – jafnvel þó
svo að hér ríki tímabundið vinstri-
stjórn. Menn skipa sér í stjórn-
málaflokka og aðhyllast mismun-
andi hugmyndafræði um þessi
atriði.
Ég er efins um að nokkur emb-
ættismaður geti útskýrt hlutlaust
stefnu Íslands um skattahækkanir –
skattapólitík er eðli málsins sam-
kvæmt pólitísk. Sumum embætt-
ismönnum finnst að öll lífsins gæði
eigi að vera skattskyld en aðrir
myndu kjósa meiri hógværð í skatt-
lagningu. Ég vil að minnsta kosti fá
að sjá þau svör áður en þau verða
send framkvæmdastjórninni sem
skoðun Íslands.
Það var gott framtak að birta
spurningalista ESB á netinu, en það
er hins vegar marklaust ef svörin
verða ekki líka birt. Utanrík-
isráðherra boðaði mikið samráð,
gegnsæi og samvinnu og segir m.a. í
inngangsorðum á Evrópuvef ráðu-
neytisins að umsóknin sé „ekki bara
verkefni íslenskra stjórnvalda eða
stjórnmálamannanna – það er verk-
efni allrar þjóðarinnar“. Þá er um að
gera að leyfa þjóðinni að vera með í
ferlinu og birta drögin að svörum
jafnóðum á netinu og gefa þjóðinni
kost á að hafa skoðun á þeim.
Spurningar og svör
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
» Það var gott framtak
að birta spurn-
ingalista ESB á netinu,
en það er hins vegar
marklaust ef svörin
verða ekki líka birt.
Höfundur er alþingismaður.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI FYRIR HEIMILIÐ
Tómasarmessa í Breiðholtskirkju
Hvar er Guð í sorginni?
Sunnudaginn 27. sept. kl. 20
Fyrirbæn og fjölbreytt tónlist
Hestamenn athugið!
Til sölu sumarhús og beitiland á fallegum stað í Bláskógabyggð.
Um er að ræða nýtt 60 fm sumarhús með svefnlofti
á 0.6 ha. lóð ásamt 7 ha. beitilandi.
Verð 25 milljónir.
Upplýsingar í síma 893 8808.