Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 ÞORSTEINN Már Aðalsteinsson heldur því m.a. fram í grein í Morgunblaðinu hinn 20. sept- ember að það sé stefna LÍÚ sé að flytja eigi allan fisk óunninn úr landi. Þetta er fjarri sanni, en því miður enn eitt dæmið um þær rangfærslur sem einkenna umræðu um ís- lenskan sjávar- útveg. Stærstur hluti þess afla sem veiddur er á Íslandsmiðum er unninn í fiskvinnslum hér á landi eða um borð í íslenskum vinnslu- skipum. Íslenskir útvegsmenn vilja veg íslenskrar fiskvinnslu sem mestan. Það lýsir sér vel í því að fyrr á árinu studdu þeir lagasetningu um að útgerðir bjóði fisk, sem þær hyggjast selja á erlendum fisk- mörkuðum, fyrst til sölu innan- lands. Lítil viðskipti hafa hins veg- ar átt sér stað og áhugi virðist ekki hafa verið mikill af hálfu fisk- kaupenda. Það má ekki gleymast að í Evr- ópu eru mikilvægir ferskfiskmark- aðir sem þarf að rækta með stöð- ugu framboði. Hér um að tefla viðskiptasambönd sem ná marga áratugi aftur í tímann og skipta íslenskan sjávarútveg miklu máli. SIGURÐUR SVERRISSON, upplýsinga- og kynningarfulltrúi LÍÚ. Rangfærslur í umræðu um íslenskan sjávarútveg Frá Sigurði Sverrissyni Sigurður Sverrisson BRÉF TIL BLAÐSINS ÖLLUM er ljóst að við endurreisn íslensks þjóðfélags eftir hrun eru ábyrgir fjölmiðlar höfuðnauðsyn. Að hér sé komið á opnara, gegn- særra og réttlátara þjóðfélagi. Nú hefur stjórn Árvakurs ákveð- ið að ráða sem ritstjóra blaðsins þann mann sem öðrum fremur kveikti þá elda sem nú brenna á þjóðinni allri – og hellti síðan olíu á eldinn með veru sinni í Seðlabank- anum og margfaldaði þar það tjón sem lendir á börnum okkar af bankahruninu. Sami maður hefur um árabil stundað aðferðir í pólitík sem einkennast af skrumskælingu, útúrsnúningi og smjörklípum ásamt dæmafárri langrækni og hefnigirni. Með þessari ákvörðun hefur Morgunblaðið endanlega dæmt sig úr leik í því verkefni að stuðla að uppbyggingu og trausti í samfélag- inu. Hún er gerð til að þjóna þröng- um sérhagsmunum en er um leið stríðsyfirlýsing við þá viðleitni að byggja hér upp heilbrigðara þjóð- félag. Mikil er þar ógæfa hinna seinheppnu eigenda blaðsins. Trú- verðugleiki er vitaskuld verðmæt- asta eign hvers fjölmiðils. En hér eftir verður því naumast treyst að ein einasta frétt, umfjöllun eða áhersla blaðsins sé fram sett undir formerkjum ómengaðrar blaða- mennsku. Ég kæri mig altént ekki um slíka sendingu inn á heimili mitt og minna framvegis. Vinsamlegast, HALLGRÍMUR HELGI HELGASON, Unnarbraut 5, Seltjarnarnesi. Ég segi upp áskrift að Morgunblaðinu Frá Hallgrími Helga Helgasyni ÉG FAGNA ákvörðun eigenda Ár- vakurs að fá til ritstjórnarstarfa Davíð Oddsson fyrrum forsætis- ráðherra og Seðlabanka- stjóra. Með Davíð mun Morg- unblaðið taka framförum og verða betri þátt- takandi í þjóð- félagsumræðu allri og málefnum landsmanna. Davíð Oddsson er einn reyndasti og virtasti stjórnmálamaður Íslands, stefnufastur, mælskur og litríkur. Þótt pólitískum andstæðingum hans hafi tekist um stundarsakir að telja ýmsum trú um, að heimskreppu linni með því einu að víkja Davíð úr stól Seðlabankastjóra, þá á sama fólk ekki gott veður yfir höfði sér með aukinni skattbyrði, auknu at- vinnuleysi, niðurskurði fjárlaga og almennu ráðaleysi í efnahagsmálum. Það er sérstaklega ánægjulegt að fá Davíð sem ritstjóra Morgunblaðsins eftir áralanga baráttu við einveldi fjársterkra auðmanna sem fengu bæði Samfylkingu og forseta Íslands í lið með sér til að stöðva lög þáver- andi ríkisstjórnar um tryggingu lýð- ræðis í fjölmiðlum landsins. Ég hlakka til að lesa greinar Davíðs sem nú getur frjáls sagt hug sinn í einum virtasta miðli þjóðarinnar. Fyrir mér er Davíð í forystu „The Unto- uchables“, það er að segja hópi þeirra víkinga sem hafa unnið og vinna af eindregni og heilindum fyr- ir þjóð vora alla. Hafa aðrir fyrrum eða núverandi háttsettir ráðamenn lýðveldisins greint frá mútutilraun- um sem þeir hafa staðið af sér? Ekki tíst frá gullslegnum „Baugsstöðum“. Á vettvangi Morgunblaðsins fær Davíð verðskulduð tækifæri að láta staðreyndirnar tala á sinn eigin skemmtilega hátt. Þjóðin á eftir að sjá gegnum huluna, þegar arkitekt íþróttaleikvangsins er kennt um að heimaliðið beið ósigur. Sem forsætisráðherra leiddi Dav- íð Oddsson Ísland á braut fremstu þjóða í veröld allri í velmegun og vel- sæld. Hann opnaði leiðir fyrir frelsi einstaklinga og einkaframtaks sem færði Íslendingum árangur sem fáar aðrar þjóðir geta státað af. Við skul- um öll hafa í huga, að þátttaka lítils eyríkis í fyrsta skipti á alþjóðafjár- málamörkuðum er eins og fyrir barn að lyfta hlassi. Mistök hafa verið gerð, mörg í góðri trú, nokkur af misjöfnum ráðum. Allt er þetta skóli dýrmætrar reynslu fyrir framtíðina. Það boðar gott, að Davíð Oddsson er í dag ritstjóri Morgunblaðsins. Ég óska þér, Davíð Oddsson, alls braut- argengis í nýja starfinu. GÚSTAF ADOLF SKÚLASON, smáfyrirtækjarekandi. Góðs viti að Davíð Oddsson verði nýr ritstjóri Morgunblaðsins Frá Gústaf Adolf Skúlasyni Gústaf Adolf Skúlason HLUTUR stjórn- valda og eftirlitsstofn- ana í aðdraganda gengishruns og bankafalls er meðal þess sem helst má læra af þegar litið er til baka. Örlagaríkar ákvarðanir Hart er deilt á Fjármálaeftirlitið (FME) og Seðla- bankann fyrir eftirlit þeirra með fjármálakerfinu árin sex frá einka- væðingu bankanna og fram að þroti þeirra í október í fyrra. Við búum við það fyrirkomulag að Seðlabankanum ber að fylgjast með lausafjárstöðu fjármálafyr- irtækja, en Fjármálaeftirlitið eig- infjárstöðu og rekstri að öðru leyti. Þar með er eftirliti með bankakerfinu skipt á milli stofn- ana og ráðuneytasviða, sem er af- leitt fyrirkomulag. Ekki síst í ljósi þess hversu samskipti á milli manna og stofnana geta verið stirð af pólitískum eða persónulegum ástæðum. Þetta kom skýrt fram um „Glitnishelgina“ í september þegar ákveðið var að taka yfir 75% hlutafjár í bankanum í stað þess að lána honum til þrautavara. Lengi má deila um gjörninginn sjálfan, en þetta var umdeilanleg stjórn- sýsla. Sú atburðarás var undirbúin án sam- ráðs eða þátttöku við- skiptaráðuneytisins og eru það óviðunandi vinnubrögð. Slíkar ákvarðanir er fráleitt að taka án eðlilegrar aðkomu fagráðuneytis. Því á enginn ráðherra að una og blasir glöggt við í baksýnisspegl- inum nú. Við verðum að setja stjórnsýsl- unni svo skýrar leikreglur að ör- lagaríkar ákvarðanir sé ekki hægt að taka án þess að ferlið sé hafið yfir vafa og pólitískar deilur. Veikar stofnanir Fjármálakerfið á Íslandi tífald- aðist að vöxtum á sex árum. Það gerðist ekki bara fyrir atorku bankamanna sjálfra, heldur lá pólitísk hvatning að baki útrás bankanna. Verkefni FME og Seðlabanka jukust í samræmi við vöxt bankanna án þess að þessum stofnunum væri gert kleift að axla aukna ábyrgð. Sérstaklega var FME vanbúið að starfsfólki og að- stöðu til að fylgja bönkunum eftir á fluginu. Vorið 2007 var tekin um það pólitísk ákvörðun að efla FME, meðal annars með helmings hækkun fjárframlaga og nýju fólki til stjórnarsetu sem hafði mjög skýr markmið í huga. En þetta var alltof seint. Á því bera and- varalausir stjórnmálamenn alla ábyrgð. Óhamin útrás Ein grundvallarspurning er af hverju ekki voru sett bönd á útrás bankanna, heldur þeir hvattir til hennar frá einkavæðingu og árin á eftir. Eftir að ríkisstjórn Geirs Haarde tók við völdum og váboðar erfiðleikanna gerðu vart við sig reyndum við að koma böndum á þróunina, en ekki af nægilegri festu. Með íhlutan viðskiptaráðu- neytis og Fjármálaeftirlits var þó komið í veg fyrir að Kaupþing keypti hollenska bankann NIBC sem hefði enn stækkað bankann gríðarlega. Hins vegar hefðum við án vafa átt að ganga harðar fram í því að þrýsta á bankana til að selja eigur erlendis. Þá hefði tilurð innstæðureikninganna í útibúum erlendis átt að verða stjórnvöldum tilefni harðvítugri aðgerða. Vöxtur og viðgangur þeirra ber vott um ábyrgðarleysi þeirra sem til stofn- uðu og andvaraleysi stjórnvalda. Hér heima var tilurð t.d. Icesave árið 2006 fagnað á mörgum stöð- um og valinn hópur íslenskra hag- fræðinga valdi reikningana í þriðja sæti sem viðskiptaævintýri ársins 2007. Landsbankinn þurfti ekkert leyfi frá FME eða viðskiptaráðu- neytinu til að stofna til Icesave- reikninganna. Til þess hafði hann fulla heimild á íslensku starfsleyfi sínu samkvæmt ákvæðum EES- samningsins um frjálsa fjármagns- flutninga. Icesave-starfsemin hófst því með einfaldri tilkynningu Landsbankans til FME um að hún væri í farvatninu haustið 2005. Nokkrir mætir menn sáu hætt- una sem hér var á ferðinni. Meðal þeirra var Jón Sigurðsson, fyrr- verandi seðlabankastjóri og ráð- herra, sem ég skipaði stjórnar- formann FME í upphafi árs 2008. Hann lýsti því yfir í blaðaviðtölum að það væri forgangsverkefni FME að koma starfsemi bankanna í útibúum erlendis í dótturfélög. Að þessu var unnið sleitulaust fram eftir árinu 2008 og um þetta fjallað meðal annars á fundi með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, síðsumars 2008. Skömmu síðar hófst alþjóðleg atburðarás með keðjuverkunaráhrifum sem allir þekkja. Aðalvandinn er enn óleystur Alþjóðlega fjármálakreppan og sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að forða ekki falli Lehman Broth- ers hinn 15. september markaði fall íslenska fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir því að okkar kerfi fór fram af var kerfislæg: Stórt fjármálakerfi, agnarsmár gjald- miðill og vangeta til þrautavaral- ána í lausafjárþurrð. Samevr- ópskur fjármálamarkaður án sameiginlegs eftirlits og trygg- ingakerfis dýpkuðu síðan brestina til muna. Í alþjóðlegri fjármála- kreppu þar sem lokaðist fyrir laust fé gátum við með engu móti stutt svo stórt bankakerfi. Það hefur alltaf blasað við og burtséð frá einstökum athöfnum bankanna, siðleysi þeirra, lögleysu eða hroka, þá er þetta meginstaðreyndin. Kostirnir voru aðeins tveir: Að gerast aðilar að stærra myntsvæði eða draga viðskiptalíf okkar út úr alþjóðlegum umsvifum. Við stöndum enn frammi fyrir þessari lykilákvörðun. Það er enn einn lærdómurinn frá liðnu ári. Í þriðju og síðustu grein fjalla ég m.a. um þann pólitíska veruleika sem við blasti eftir hrunið Aðalvandinn er enn óleystur Eftir Björgvin G. Sigurðsson » Slíkar ákvarðanir er fráleitt að taka án eðlilegrar aðkomu fag- ráðuneytis. Því á enginn ráðherra að una og blas- ir glöggt við í baksýnis- speglinum nú. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er alþingismaður. MATVÆLASTOFNUN Sameinuðu þjóðanna minnir á mikilvægi og holl- ustu mjólkur og mjólkurvara fyrir þroska og viðhald beina hjá börnum og unglingum. Ákveðin aldurs- skeið virðast sér- staklega mik- ilvæg með tilliti til vaxtar og þroska beina. Frá fæðingu til tveggja ára ald- urs á mikill vöxt- ur sér stað. Einnig taka beinin mik- inn vaxtarkipp á unglingsárum, um 11 til 14 ára aldurinn hjá stúlkum og 13 til 17 ára hjá drengjum. Á þessum árum er því mjög mikil- vægt að huga vel að þeim þáttum sem hafa jákvæð áhrif á beinin svo sem góðri næringu. Einn fæðuflokk- ur öðrum fremur er einstaklega rík- ur í kalki. Hér er að sjálfsögðu átt við mjólkurflokkinn sem jafnframt er auðugur af fleiri mikilvægum beinmyndandi næringarefnum svo sem próteinum, fosfór, kalíum, magnesíum og sinki. Börn sem neyta ekki mjólkur eiga oft í erf- iðleikum með að neyta nægilegs kalks og í ljós hefur komið að „bein- heilsa“ barna sem neyta ekki mjólk- ur er almennt lélegri en þeirra sem hennar neyta og þau eru einnig lág- vaxnari. Að sjálfsögðu getur fólk nálgast nægilegt kalk þótt það neyti ekki mjólkur eða mjólkurafurða en stað- reyndin er sú að það krefst gjarnan meiri vinnu og næringarþekkingar. Samkvæmt niðurstöðum kannana á mataræði barna og unglinga hér á landi hefur m.a. komið í ljós að kalk- neysla flestra íslenskra barna og unglinga er rífleg. En því miður hef- ur einnig komið fram að sér í lagi neyta margar stelpur á unglings- aldri minna en ráðlagður dag- skammtur af kalki segir til um og er ástæðan ekki síst sú að ungar stúlk- ur draga gjarnan úr mjólkurneyslu á unglingsárum. Ráðlagður dagskammtur af kalki á dag er 1000 mg fyrir unglinga og sem dæmi má nefna að í hálfum lítra af mjólk er hátt í 600 mg af kalki. Lengi býr að fyrstu gerð og þar sem vel nærður líkami elur af sér sterk bein felst besta forvörnin í því að temja sér góðar neysluvenjur frá fyrstu tíð og mjólk í skólanestið hef- ur sitt að segja fyrir beinin. ÓLAFUR G. SÆMUNDSSON, næringarfræðingur. Skólamjólkin leggur grunn að sterkum beinum Frá Ólafi G. Sæmundssyni Ólafur G. Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.