Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
verður aldrei fyllt en Bylgja mun lifa
áfram með okkur í öllum þeim fal-
legu minningum sem við eigum um
hana. Hún lýsti upp líf bróður míns,
en í allt of stuttan tíma, þau sem áttu
eftir að upplifa og gera svo margt
saman.
Megi góður Guð styrkja Bjarka,
Hildigunni, Fríðu, Nóa, Fríðu, Atla
Fannar, Ingibjörgu, Börk og fjöl-
skyldur á þessari sorgarstundu.
Kær kveðja,
Guðrún Ólafsdóttir.
Bylgja, mamma hennar Fríðu vin-
konu minnar, er fallin frá í blóma
lífsins. Ég á eftir að minnast hennar
sem einnar yndislegustu manneskju
sem ég hef kynnst. Þegar Fríða
kynnti mig fyrir henni fyrst í Hvera-
gerði tók hún mér opnum örmum og
alltaf var hún tilbúin að hjálpa mér
með hvað sem var. Seinna flutti
Bylgja á Selfoss og bjó sér fallegt
heimili með ástinni sinni, honum
Bjarka. Þangað var ég alltaf velkom-
in, það fann ég vel, og ósjaldan kom
ég með Fríðu í mat til þeirra.
Matarboðin voru frábær skemmt-
un og mikið hlegið eins og var reynd-
ar alltaf í kringum Bylgju og Bjarka,
létt og skemmtilegt. Ég mun alltaf
verða mjög þakklát fyrir allar þær
mörgu ferðir sem Bylgja og Bjarki
gerðu sér á Laugarvatn og til Hvera-
gerðis til að fylgjast með okkur
Fríðu í körfunni og þótt Fríða hætti í
körfunni hættu þau ekkert að mæta.
Alltaf fann ég fyrir stuðningi frá
þeim. Í kringum Bylgju var alltaf
mikil hlýja sem ég á alltaf eftir að
minnast. Elsku vinkona, þín verður
sárt saknað.
Elsku Bjarki, Fríða, Hildigunnur,
Róbert, Ívar og fjölskyldur. Missir
ykkar er mikill. Ég bið þess að Guð
veiti ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Þín vinkona,
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir.
Ég kveð með miklum söknuði góða
vinkonu, Bylgju Hrönn, sem lést eft-
ir erfið veikindi langt um aldur fram.
Lífið getur verið svo ótrúlega órétt-
látt, en ég vel að trúa því að „þeir
deyja ungir sem guðirnir elska“ og
vinkonu minni sé ætlað mikilvægt
verkefni á æðri stað. Ég kynntist
Bylgju þegar hún flutti til Hvera-
gerðis ásamt dætrum sínum tveim,
og hóf störf á HNLFÍ í Hveragerði.
Með okkur tókst góður vinskapur
sem hélst allar stundir síðan. Þó svo
að heimsóknunum okkar á milli
fækkaði eftir að hún flutti á Selfoss
héldum við alltaf sambandi símleiðis
og þau eru ófá sms-skeytin sem við
sendum hvor annarri síðasta árið.
Bylgja var afar hjartahlý og góð
manneskja. Sannur vinur vina sinna,
og var alltaf tilbúin að rétta hjálp-
arhönd ef á þurfti að halda. Margar
góðar samverustundir áttu dreng-
irnir mínir tveir með henni þegar
þeir voru litlir, þær minningar
geyma þeir vel í hjarta sér.
Ótrúlegur dugnaður og eljusemi
einkenndi vinkonu mína, sem sést
best á því hversu vel henni tókst að
koma dætrum sínum tveim á legg,
ein síns liðs og aldrei kvartaði hún.
Hún var afar stolt af stelpunum sín-
um, og innilegur vinskapur á milli
þeirra mæðgna var aðdáunarverður.
Við tvær áttum saman notalegan
dagspart í sumar, drukkum kaffi og
borðuðum konfekt á yndislega fal-
legu heimili ykkar Bjarka á Selfossi.
Þú varst svo glöð og jákvæð, og
bjartsýn á að allt færi vel að lokum.
Þannig vil ég geyma minninguna um
þig í hjarta mér. Hafðu þökk fyrir
allt. Guð geymi þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og þar er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir,
og lifir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Bjarki, Fríða, Nói, Hildi-
gunnur, Fríða og aðrir ættingjar,
megi góður guð styrkja ykkur og
styðja.
Kveðja.
Þín vinkona,
Elín Ósk Wiium.
Fyrstu kynni mín af Bylgju hófust
þegar hún gekk inn í Gagnfræða-
skóla Akraness, ég sat ein og kom
hún og spurði hvort sætið við hliðina
á mér væri laust, ég játaði því. Við
vorum fimmtán ára. Upp frá þessum
degi vorum við óaðskiljanlegar. Hitt-
umst við á hverjum degi, annaðhvort
heima hjá mér eða henni, en ég átti
heima beint á móti skólanum svo að
stutt var að skjótast heim en Bylgja
bjó hjá frænda sínum á Presthúsa-
brautinni, sem var nokkrum götum
neðar en skólinn.
Þegar við hittumst á kvöldin spil-
uðum við plötuna með Neil Sedaka
út í eitt. Alltaf var stutt í hláturinn og
góða skapið hjá henni sem var svo
smitandi og skemmtilegt. Héldust
vináttuböndin alla tíð og þótt það liði
einhver tími á milli þess að við heyrð-
umst vorum við alltaf sömu vinirnir.
Vorið 1989 kom ég í heimsókn til
hennar til Tálknafjarðar með son
minn, Björn Aron, þá fjögurra ára og
voru stelpurnar hennar Bylgju
Hildigunnur níu ára og Fríða Hrund
sjö ára. Við skruppum þá yfir í Örk-
ina að heilsa upp á foreldra Bylgju,
Nóa og Fríðu, og þegar Björn heils-
aði og tók í höndina á Nóa þá sagði
hann mjög ákveðið „ég held með ÍA
og Arsenal“ og þetta fannst Nóa
mjög skemmtilegt að heyra. Gaman
að kynnast heimaslóðum Bylgju og
keyrðum við Vestfirðina. Síðan fór-
um við með Bylgju og stelpunum í
náttúrulega heita potta sem eru í
fjallshlíðinni utar í firðinum með svo-
lítilli búningsaðstöðu, þetta var
ógleymanleg upplifun.
Á móti komu Bylgja og stelpurnar
til okkar nokkrum sinnum á páskum
til að geta stoppað í nokkra daga. Þá
var mikið hlegið, spilað, eldaður góð-
ur matur og rifjaðar upp gamlar og
góðar endurminningar. Eftirminni-
legasta ferðin sem við Bylgja fórum
var farin haustið 1995 á Benidorm í
tvær vikur. Þegar við vöknuðum á
morgnana gerðum við okkur te og
spjölluðum saman yfir tebollanum.
Við röltum síðan niður á ströndina.
Eftir kvöldmat fórum við síðan alltaf
á veitingastað sem heitir Cafe Rom-
ans, þar var hljómsveit sem spilaði
mikið af lögum með Abba og Boney
M og dönsuðum við Bylgja þá við
krakkana. Hildigunnur og Fríða
voru nýbúnar að læra að dansa eftir
fugladansinum sem var mikið í tísku
þá. Spilaði hljómsveitin svo lagið
með fugladansinum og dönsuðu þá
systurnar dansinn og fólkið var svo
hrifið að það fór að dansa með þeim
og við auðvitað líka.
Síðan þegar kom að framhalds-
skólaaldri hjá stelpunum hennar
Bylgju fluttu þær til Hveragerðis því
Bylgja vildi fylgja þeim enda voru
mæðgurnar mjög samrýndar. Eftir
nokkur ár flutti Bylgja á Selfoss en
þá hafði hún kynnst yndislegum
manni, honum Bjarka. Á Selfossi
sköpuðu þau sér fallegt heimili og
voru mjög hamingjusöm. Bylgja
greindist svo með sortuæxli sem
virtist vera saklaust en reyndin varð
allt önnur og þessari ungu lífsglöðu
konu var kippt í burtu langt fyrir ald-
ur fram. Ég vil þakka þér Bylgja mín
fyrir áratugalanga vináttu, minning-
in um þig mun lifa alla tíð í huga mér.
Ég votta Bjarka, Fríðu, Nóa, Hildi-
gunni, Fríðu og öllum ættingjum og
aðstandenum mína dýpstu samúð.
Þín vinkona,
Ólöf í Hveragerði.
Meira: mbl.is/minningar
Þegar við hugsum um Bylgju þá
dettur okkur fyrst í hug hvað hún var
hress og skemmtileg. Við vorum að
vinna með henni í eldhúsinu á
Heilsuhælinu frá því 2001 og í nokk-
ur sumur þar á eftir. Bylgja lífgaði
upp á vinnustaðinn og var alltaf að
grínast í manni og til í að aðstoða
okkur stelpurnar við prakkarastrik-
in. Henni var alveg sama þótt við
værum bara 16 ára stelpur á gelgj-
unni því hún spjallaði alltaf við okkur
eins og jafningja. Við vorum svo að
æfa körfubolta með Fríðu og Hildi-
gunni og Bylgja kom alltaf að horfa á
leiki, jafnvel eftir að þær hættu að
æfa. Við hittum Bylgju ekki mjög oft
eftir að hún hætti í eldhúsinu en þeg-
ar við hittum hana var það alltaf
gaman. Okkur þótti vænt um Bylgju
og það er sorgleg tilhugsun að vita að
við eigum ekki eftir að hitta hana aft-
ur.
Elsku Fríða, Hildigunnur og aðrir
aðstandendur, við hugsum hlýtt til
ykkar á þessum erfiðu tímum og
vottum ykkur innilega samúð.
Álfhildur E. Þorsteinsdóttir,
Hlín Guðnadóttir.
✝ Bjarni Bjarnasonfæddist á Vatns-
enda í Skorradal 5.
apríl 1912. Hann lést
á hjúkrunarheimilinu
Ási í Hveragerði 14.
september sl. For-
eldrar hans voru
Bjarni Guðmundsson,
f. á Múlastöðum í
Andakílshreppi 6.
september 1884, d.
28. apríl 1940, og
Guðfinna Níelsína
Þorkelsdóttir, f. á
Dalbæ í Flóa 30. júlí
1882, d. 15. mars 1966. Bjarni var
elstur fimm systkina sem öll eru lát-
in.
Börn Bjarna og Guðmundu Sig-
ríðar Jónsdóttur, f. 15. okt. 1908, d.
25. okt. 1982, þau slitu samvistum,
eru: 1) Kjartan Vignir, f. 28. des.
1935, maki Jenný Marelsdóttir, f.
1941. Þau eiga þrjú börn, Elínu
Maríu, Vigni Kjartan og Sigríði
Jónu. 2) Vilný Reynkvist, f. 19. mars
1937. Fyrri maður hennar var
Bjarnhéðinn Árnason, f. 1924, d.
1969. Þau áttu þau
þrjú börn, Guðna
Hermann, Ásdísi Erlu
og Sævar. Seinni
maður Vilnýjar var
Siggeir Jóhannsson,
f. 1920, d. 2005. Dóttir
þeirra er Ragnhildur
Birna. Afkomendur
Bjarna eru nú 18.
Seinni kona Bjarna
var Jónína Árnadótt-
ir, f. 1908, d. 1998.
Hún átti tvö börn,
Guðmund Árna og
Eyrúnu, sem er látin.
Bjarni var lengst af sinni ævi í
Borgarfirði og vann þar við ýmis
störf. Hann var mikil íþróttamaður
á sínum yngri árum, vann til nokk-
urra verðlauna, hann var mikill
hlaupari og kallaður Bjarni hlaup-
ari. Síðustu árin dvaldi hann í
Hveragerði, fyrst í Ásbyrgi og svo á
Hjúkrunarheimilinu Ási.
Bjarni verður jarðsunginn frá
Borgarneskirkju í dag, 26. sept-
ember, og hefst athöfnin klukkan
14.
Elsku afi.
Kallið er komið og við kveðjum þig
í dag hinstu kveðju. Margar góðar
minningar á ég alveg frá því ég var
lítil. Þegar þú og amma komuð ofan
úr Borgarnesi, alltaf í byrjun desem-
ber í kringum afmælið mitt. Var þá
komið með afmælispakka og líka
jólapakkana og alltaf lumaðir þú á
einhverju góðgæti fyrir okkur syst-
kinin. Þú varst ekki mikið fyrir að
keyra hér í bænum en treystir þér til
að keyra til okkar í Kópavoginn al-
veg þangað til brýrnar komu á Vest-
urlandsveginn en þá var bara skotist
á móti þér og keyrt fyrir þig inn í bæ-
inn. Síðar þegar ég flutti upp á Kjal-
arnes og bjó þar með eldri strákana
mína þá áttir þú til að koma óvænt í
heimsókn og stoppaðir þá oftast í
nokkra daga. Voru það góðar stund-
ir.
Eftir að amma dó fluttir þú í
Hveragerði og undir þér vel á dval-
arheimilinu, varst þar í eigin her-
bergi í húsi ásamt 4 öðrum og sóttir
spilamennsku yfir í næsta hús. Þú
naust þess að ferðast bæði um landið
með félögum þínum og eins erlendis.
En eftir síðustu ferð þína til Taílands
veiktist þú og varðst að láta af öllum
ferðalögum auk þess sem þú gast
ekki lengur tekið þátt í spilamennsk-
unni. Síðustu árin dvaldir þú svo á
hjúkrunarheimilinu í Hveragerði.
Þú varst mjög hlýr og barngóður
og hændust börnin að þér. Yngri
börnin mín spurðu alltaf um hvort
við ætluðum ekki að stoppa hjá lang-
afa þegar við vorum að fara heim úr
bústaðnum fyrir austan og reyndum
við að stoppa á þeim ferðum, þó
stoppin væru stutt í hvert sinn. Og
þó þú værir orðinn veikur núna síð-
ast þá tókstu okkur fagnandi og með
hlýju. Heimir minn átti í fyrra að
koma með mynd af sér í skólann frá
því hann væri lítill og kom þá ekkert
annað til greina en mynd þar sem þú
hélst á honum í fanginu nokkurra
vikna. Margar fleiri góðar minningar
eigum við og geymum með okkur.
Hvíl í friði.
Júlíana Ósk.
Bjarni Bjarnason
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför
hefur farið fram, eftir tiltekinn skila-
frests eða ef útförin hefur verið gerð
í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar.
Minningargreinar
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér samúð og
vináttu við andlát
JAKOBS J. HAVSTEEN
lögfræðings,
Háteigsvegi 28,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á
gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.
Ragnheiður Eggertsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sambýlis-
maður,
ÖRN VILMUNDARSON,
Hurðarbaki,
Hvalfjarðarsveit,
lést á heimili sínu laugardaginn 19. september.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hval-
fjarðarsveit þriðjudaginn 29. september kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát og útför
HÓLMFRÍÐAR HELGADÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 62,
Reykjavík.
Starfsfólki líknardeildar Landspítala Landakoti eru
færðar sérstakar þakkir fyrir umönnun.
Fríða S. Haraldsdóttir, Sigurbjörn Helgason,
Þóra Sigurbjörnsdóttir,
Helgi Sigurbjörnsson.
✝
Faðir okkar og tengdafaðir,
BJARNI BJARNASON,
áður til heimilis í Borgarnesi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
mánudaginn 14. september, verður jarðsunginn
frá Borgarneskirkju í dag, laugardaginn 26. sept-
ember kl. 14.00.
Kjartan Vignir Bjarnason, Jenný Marelsdóttir,
Vilný Reyrkvist Bjarnadóttir
og aðrir aðstandendur.