Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
✝ Vilborg Stef-ánsdóttir fæddist
í Litla-Hvammi í
Mýrdal 21. maí árið
1921. Hún lést á
Landakotsspítala 3.
sept. sl. Vilborg var
yngsta barn
hjónanna Stefáns
Hannessonar, kenn-
ara og bónda í Litla-
Hvammi, f. í Efri-Ey
í Meðallandi 16.3.
1876 , d. 30.12. 1960
og Steinunnar Helgu
Árnadóttur, hús-
móður, f. í Hrífunesi í Skaft-
ártungu 12.9. 1881, d. 20.8. 1964.
Systkini Vilborgar voru Ástríður,
f. 14.10. 1903, d. 30.3. 1989. Árný
Sigríður, f. 6.5. 1905, d. 19.3. 2002.
Brandur Jón, f. 20.5. 1906, d.
15.10. 1994. Þuríður Guðrún, f.
14.10. 1907, d. 1.5. 1982. Baldur, f.
22.11. 1911, d. 10.4. 1995. Gunnar,
Sigurðardóttir Briem, f. 14.6.
1902, d. 2.11. 1947. Sambýlis-
maður Sólrúnar er Valur Jóhann-
esson, f. 31.12. 1957. Synir þeirra
eru Kári, f. 26.10. 1986 og Ægir, f.
3.6. 1989. Áður eignaðist Vilborg
dótturina Steinunni Helgu, f. 12.3.
1949. Faðir Steinunnar Helgu var
Lárus Jónsson, f. 3.9. 1915, d.
14.10. 1988. Dóttir Steinunnar
Helgu er Silja Ástþórsdóttir, f. 8.7.
1971. Sambýlismaður Silju er Leif-
ur Örn Haraldsson, f. 20.2. 1968.
Þau Vilborg og Jón bjuggu í Vík
en Vilborg flutti til Reykjavíkur
árið 1963 ásamt dætrum sínum ári
eftir að Jón lést. Í Reykjavík starf-
aði Vilborg fyrst við umönn-
unarstörf á sjúkrahúsinu Sól-
heimum en síðar lengst af við
saumaskap hjá Sjóklæðagerðinni,
síðar saumastofunni Max. Vilborg
bjó á heimili sínu að Kleppsvegi 6
frá því hún flutti til Reykjavíkur
og þar til hún lést.
Útför Vilborgar verður gerð frá
Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í dag,
26. september, og hefst athöfnin
kl. 14.
f. 23.7. 1915, d. 7.4.
1984 og Helga, f. 19.
9. 1917, d. 22.12.
2005. Vilborg ólst
upp í Litla-Hvammi
og stundaði þar öll
hefðbundin sveita-
störf með öðru heim-
ilisfólki. Undir tví-
tugt fór hún að
heiman og starfaði
m.a. við barnagæslu,
við bústörf sem
kaupakona og síðar
bæði við versl-
unarstörf og sauma-
skap, þá í Reykjavík.
Vilborg giftist hinn 13.4 1954
Jóni Kjartanssyni, sýslumanni í
Vík í Mýrdal, f. 20.7. 1983, d. 6.10.
1962. Þau eignuðust dótturina Sól-
rúnu, f. 27.9. 1955 en fyrir átti Jón
þrjú börn af fyrra hjónabandi,
Guðrúnu, Höllu Oddnýju og Sig-
urð Briem. Móðir þeirra var Ása
Kvöld eitt er ég sat hjá ömmu
nokkrum vikum fyrir andlátið virt-
ist það hvíla á henni að hún vildi
þakka fólkinu sínu fyrir hvernig
það hefði sinnt sér í veikindum sín-
um. Hún sagði að þótt enginn vissi
sitt dánardægur þá fyndist sér hún
ekki eiga langt eftir. Þá var í raun
ekkert sem benti til þess að hún
færi svona fljótt frá okkur og í við-
leitni minni til þess að friða þær
áhyggjur sem hún virtist hafa af
þessu, hafði ég enga hugsun á að
segja henni að ég hefði svo miklu
miklu meira til að vera henni þakk-
lát fyrir en hún mér.
Ég vil þakka ömmu fyrir óend-
anlega elsku og umburðarlyndi í
minn garð og fyrir allar góðu
stundirnar okkar saman. Við vor-
um yfirleitt glaðar saman.
Amma var baklandið mitt. Í sí-
breytilegri tilveru okkar mömmu
var amma á Kleppsveginum fasti
punkturinn í lífi mínu. Ítrekað bjó
ég hjá henni í lengri eða skemmri
tíma á hinum ýmsu aldursskeiðum
í lífi mínu.
Sem barn var ég einnig iðulega
hjá henni og Sólrúnu um helgar og
var það alltaf jafn notalegt. Á
morgnana fékk ég kókópuffs í
morgunmat og í kaffinu snúð og
kókómjólk – nammi namm! Þegar
kvöldaði fór ég í bað og mátti busla
eins lengi og ég vildi og aldrei var
farið upp úr fyrr en tær og fingur
voru orðin sem rúsínur. Á kvöldin
kom ég mér fyrir á púðum á gólf-
inu fyrir framan sjónvarpið. Amma
sat í sófanum ávallt með prjóna í
höndum. Við misstum aldrei af
Tomma og Jenna og hlógum mikið
að þeim. Gamlar söng- og dansa-
myndir voru líka eitthvað sem alls
ekki mátti fram hjá okkur fara.
Svo má ekki gleyma öllum
sumarfríunum okkar fyrir austan.
Þau frí voru algjör sæla. Dagarnir
fóru í leik, drullukökugerð, að reka
beljurnar, moka flórinn, heyskap
og göngur með ömmu upp að
Oddnýjartjörn eða upp Gerðin eða
eitthvað enn lengra.
Amma sýndi fólki mikla rækt-
arsemi og í gegnum tíðina fylgdi ég
henni iðulega í heimsóknir til vina
og vandamanna sem og að sjúkra-
beði og í jarðarfarir. Með því að
fylgja ömmu og hennar fordæmi
lærði ég margt um lífið.
Einhvern tímann á vegferð okk-
ar ömmu saman fóru hlutverkin
smátt og smátt að snúast við. Ég
fór að taka hana með mér í leikhús,
á myndlistarsýningar eða í bíltúr
og síðustu mánuðina að nudda fæt-
ur hennar eða strjúka ennið þar
sem ég sat við rúmstokkinn hjá
henni. Og alltaf var vináttan hin
sama.
Fyrir allt þetta og miklu meira
fæ ég aldrei fullþakkað og þó ég
hafi ekki komið þakklæti mínu í
orð í þetta skipti þá tel ég að hún
hafi samt sem áður vitað hvernig
mér leið.
Silja.
Elsku amma okkar.
Nú þegar þú ert farin frá okkur
minnumst við bræður allra þeirra
góðu stunda sem við höfum átt
saman í gegnum árin. Við eigum
ótal góðar minningar og þær mun-
um við geyma með okkur og þakk-
læti fyrir allan þann kærleik sem
þú sýndir okkur. Allt frá fyrstu
minningum okkar í pössun hjá
ömmu og ferðunum austur í sveit-
ina til allra matarboðanna og heim-
sóknanna með ferfætlinginn sem
aldrei fór svangur heim, enda
varstu mikill dýravinur.
Við þökkum þér fyrir allar minn-
ingarnar og vonum að þú hvílir í
friði elsku besta amma okkar.
Ægir og Kári.
Vilborg föðursystir mín hefur nú
kvatt. Hún var yngst 8 barna
þeirra Steinunnar Helgu og Stef-
áns í Litla-Hvammi. Sjálfsagt
hvíldinni fegin eftir langvarandi
veikindi. Sjálf hafði hún setið við
dánarbeð systkina sinna, oft með
prjónana sína, nálæg á sinn hljóð-
láta hátt, tilbúin að hlúa að sínu
fólki, standa vaktina og hverfa jafn
hljóðlega er annar mætti á staðinn
Bogga frænka eins og hún var
kölluð af fjölskyldunni var glæsileg
kona, há og grannvaxin, alltaf fal-
lega klædd án þess að berast á.
Þær móðir mín og hún voru jafn-
öldrur, æskuvinkonur og skólasyst-
ur og böndin tengdust enn er þær
urðu mágkonur. Það sem þær gátu
spjallað og hlegið dátt, stundum
tóku þær lagið og söng þá Bogga
millirödd. Pabbi var oft þátttak-
andi í umræðunum og var þá
gjarnan vitnað í skáldin, Stefán G.
og Davíð frá Fagraskógi sem voru
í miklu uppáhaldi. Landsmálin
voru rædd af lifandi áhuga, þau
voru róttæk og höfðu sterkar skoð-
anir í pólitík. Ég efast ekki um að
foreldrum mínum hafi þótt frænka
mín ganga fulllangt til hægri
seinna meir, eftir að hún giftist
Jóni Kjartanssyni. Bogga taldi sig
hafa þroskast í pólitík með árun-
um, en ekki held ég að bróðir
hennar hafi verið á sama máli.
Bogga var mikill húmoristi og
sögumaður. Gerði hún óspart grín
að sjálfri sér ef svo bar undir. Hún
dvaldi um tíma á heimili foreldra
minna og þar fæddist eldri dóttir
hennar. Minnisstæð er stund frá
þeim tíma er litla stúlkan var skírð
ásamt næstelsta bróður mínum í
stofunni á Vatnsskarðshólum og
hlutu þau nöfn ömmu og afa, Stein-
unn Helga og Stefán. Það er bjart
yfir þeirri minningu. Síðar varð
Bogga sýslumannsfrú í Vík og var í
mörg horn að líta á stóru heimili í
þjóðbraut. Þar var opið hús fyrir
frændfólk og vini, fólkið í sveitinni,
þingmenn, ráðherra og forseta lýð-
veldisins, hvort heldur menn áttu
leið um veginn ýmissa erinda eða í
opinberri heimsókn. Merkasta tel
ég þó hiklaust komu yngri dótt-
urinnar í húsið en þar fæddist Sól-
rún og bar nafn með rentu. Bogga
var stolt af sínu fólki enda ærin
ástæða til. Gaman var að heyra hve
vel hún fylgdist með barnabörn-
unum og gladdist yfir hverjum
áfanga.
Margs er að minnast. Ég er
þakklát frænku minni fyrir sam-
fylgdina og bið henni og fjölskyldu
hennar Guðs blessunar.
Margrét Steina Gunnarsdóttir.
Hún Bogga frænka var ein
þeirra góðu ættingja minna frá
Litla Hvammi sem studdu mig út í
lífið. Hún tók mig inn á sitt heimili
í Vík svo ég gæti haldið áfram í
skóla eftir að skyldunámi lauk í
sveitinni. Bogga var þá nýlega gift
Jóni Kjartanssyni sýslumanni í Vík
og var Sólrún dóttir þeirra á fyrsta
ári og Steina dóttir Boggu að byrja
í barnaskóla. Á þeim tíma var nóg
að gera hjá frænku minni. Ég
gerði mér enga grein fyrir því í þá
daga hve mikil vinna lá að baki því
atlæti sem ég naut á heimili henn-
ar. Hún var sívinnandi og allt lék í
höndum hennar. Húsið ilmaði seint
og snemma af matseld og bakstri,
stofur og gangar gljáðu af hrein-
læti og oft var betra að fara var-
lega í bónuðum stigunum. Þegar
þess er gætt að Bogga gekk ekki
heil til skógar vegna lömunarveiki
sem hún fékk á sínum yngri árum
vaknar sú spurning hvort hún hafi
ekki oft og einatt gert of miklar
kröfur til sjálfrar sín. En hún var
hörkudugleg og kvartaði aldrei. Ég
naut þess að vera á þessu mynd-
arheimili og ekki spillti að hafa
Steinu og Sólrúnu nálægar. Betri
frænkur var og er enn ekki hægt
að hugsa sér. Jón eiginmaður
Boggu féll frá þegar þær systur
voru enn á barnsaldri. Á þeim
tímamótum tók Bogga þá ákvörðun
að flytja með dætur sínar til
Reykjavíkur og keypti hún sér
íbúð á Kleppsveginum þar sem hún
bjó síðan alla tíð eftir það. Nota-
lega heimilið þeirra varð síðan mitt
annað heimili um tíma. Það var
mér dýrmætt.
Nú hafa systkinin frá Litla
Hvammi öll kvatt. Þessi stóri hóp-
ur sem átti svo margt sameigin-
legt. Þau voru bæði lík og ólík en
eitt einkenndi þau flest og það var
stóra skapið. Þau höfðu hvert sínar
ákveðnu skoðanir bæði í pólitík og
trúmálum sem og mörgu öðru og
stundum var hávaðinn og hitinn
svo mikill í gamla bænum að mér
barninu var um og ó. Þrátt fyrir
þetta var alltaf mikill kærleikur á
milli systkinanna, ekki síst þegar
aldurinn fór að segja til sín. Þá
sýndu þau hvert öðru einstaka alúð
og gæsku. Kjarkur, hugrekki og
dugnaður var það sem var áber-
andi í fari Boggu frænku. Hún
endurnýjaði bílprófið sitt komin á
sjötugsaldur og hafði þá ekki ekið
bíl í áratugi.
Hún hafði mikla ánægju af úti-
vist og göngur um óbyggðir lands-
ins stundaði hún um tíma og svo
síðustu árin gekk hún mikið um
sitt nánasta umhverfi meðan heils-
an leyfði. Hún var hjartahlý við þá
sem henni þótti vænt um og þá
sem áttu erfitt. Gamalt fólk og las-
burða átti hauk í horni þar sem
Bogga var og þar í hópi var móðir
mín, Árný systir hennar sem
Bogga sýndi alltaf einstaka hlýju
og umhyggju. Dætur hennar
Steina og Sólrún nutu ástúðar
hennar í ríkum mæli á sínum
æskuárum og þegar Bogga sjálf
var orðin lasburða var ekki hægt
að hugsa sér betri og skilningsrík-
ari umönnun en þær systur létu
mömmu sinni í té. Barnabörnin,
þau Silja, Kári og Ægir, voru stolt-
ið hennar. Silja var lengi vel eina
barnabarnið hennar og var fallegt
að sjá hve nánar þær voru alla tíð.
Að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skylda mín öll þakka Boggu
frænku samfylgdina. Guð blessi
minningu hennar.
Jóna Sigríður Jónsdóttir.
Nú er Bogga frænka farin frá
okkur, litla systir Árnýjar ömmu. Í
huganum geymi ég ótal góðar
minningar um hana. Bogga sem
kom með ferskan anda í sveitina á
sumrin. Bogga sem hjálpaði
mömmu að taka slátur á haustin.
Bogga sem hélt alltaf frábærar
matarveislur á jólunum. Ein síð-
asta minningin sem ég á um hana
er þegar hún kom í heimsókn til
okkar Ping fyrir um ári til að kíkja
á nýfædda dóttur okkar.
Þrátt fyrir háan aldur fylgdi
Boggu sami andi léttleika, hlýju og
væntumþykju og alltaf hefur stafað
frá henni og sem Árný litla Wang
var svo heppin að fá að kynnast
líka. Ég hefði gjarnan viljað vera
við jarðarför Boggu og fylgja henni
þannig síðasta spölinn, en þar sem
við fjölskyldan erum stödd í Pek-
ing er það ekki hægt.
Við sendum Steinu, Sólrúnu,
Silju, Kára og Ægi okkar bestu
samúðarkveðjur.
Stefán Úlfarsson.
Vilborg Stefánsdóttir
Ég varð mjög glöð
þegar Þóra frænka
mín fæddist og flutti
með mömmu sinni tímabundið til
okkar afa og ömmu, því nú átti ég
loksins systur. Ég var þriggja ára
og þóttist vera rosa veraldarvön. Ég
varð samt svolítið hissa þegar ég
áttaði mig á að hún ætti pabba sem
ég þekkti ekki neitt og þegar hann
birtist mér í fyrsta skipti með risa-
stóran tuskuhund handa henni
fannst mér hann flottastur af öllum.
Ég setti hann í sama flokk og pabba
hennar Línu Langsokks, því hann
sigldi út um heimsins höf og hafði
frá mörgu að segja. Ég man samt
ekki til þess að ég hafi spurt hann
um sjóræningja eða beðið hann um
að sýna mér hve sterkur hann væri,
en aðdáun mína átti hann ósvikna.
Mér fannst hann ekki jafnspenn-
andi þegar á unglingsárin var komið
þegar við hófum skoðanaskipti og
ræddum meðal annars fjármál. Þá
Þórir Bjarnason
✝ Þórir Bjarnason,eða Tóki eins og
hann var oft kallaður,
fæddist í Reykjavík 6.
október 1931. Hann
lést á heimili sínu í
Sóltúni 2 hinn 18.
september sl.
Útför Þóris fór
fram frá Áskirkju
25. september sl.
fannst mér hann sér-
lega gamaldags og
engan veginn í sama
flokki og hr. Lang-
sokkur. En þegar á
fullorðinsár var komið
kunni ég betur og bet-
ur að meta hann og
fannst óviðjafnanlegt
að ræða við hann um
menn og málefni því
maður kom aldrei að
tómum kofunum hjá
Tóka. Það er nefni-
lega hollt að eiga
Hauk í horni sem
skiptir ekki um lið eða breytir um lit
eftir því hvernig vindar blása. Það
er gott að búa við stöðugleika og
vita hvernig landið liggur og þannig
var það með Tóka. Við fjölskyldan
höfum oft mælt okkur út frá Tóka,
spurt okkur hvort það væri Tóki í
viðkomandi, hvort að þetta eða hitt
sé Tókalegt o.s.frv. Þannig höfum
við sett viðmið sem gott og hollt er
að mæla sig við. Við höfum oft sagt
þetta í léttum dúr með alvarlegum
undirtóni þó, því við vitum ætíð
hvaða eiginleika við erum að mæla
og misskiljum aldrei niðurstöðuna.
Ég dáðist oft að Tóka, hvernig
hann tók örlögum sínum. Það hefur
ekki verið auðvelt hlutskipti að tak-
ast á við veikindi Palla og missa
konuna sína í ofanálag. En aldrei
heyrði ég hann kvarta heldur heyrði
ég rödd sannfæringar, heiðarleika
og skynsemi í öllu sem viðkom Palla
og málefnum hans. Tóka fannst
gaman á mannamótum, var höfðingi
heim að sækja og sá til þess að gesti
hans skorti aldrei neitt. Hann hafði
yndi af eldamennsku, garðyrkju,
ferðalögum og bókum. Hann var
líka skemmtilega vanafastur, svo
vanafastur að síðasta árið sem hann
keyrði held ég hreinlega að hann og
jeppinn hafi ratað á vananum einum
saman.
Það er gott og hollt að geta gripið
í dæmisögur af manni eins og Tóka,
því réttsýnar og heiðarlegar eru
þær. Hann mun því lifa í minning-
unni um ókomna tíð.
Ingibjörg Gréta Gísladóttir.
Ég sit hér og rifja upp allar þær
minningar sem ég á um hann afa
minn. Sem persóna var hann góð-
viljaður og rólegur, einmitt þeir
mannkostir sem ég kann best að
meta í fari fólks. Ég minnist allra
heimsóknanna í Lambastekkinn, að
leika sér úti í garði við rifsberj-
arunnana á sólríkum sumardegi.
Fara svo í ísbíltúr með afa, á rauða
jeppanum sem oftar en ekki var ný-
þrifinn. Minnisstætt atvik var þegar
ég hélt upp á sjö ára afmælið mitt.
Ég var í boltaleik í garðinum og
boltinn skoppaði svo í átt til afa. Afi
var ekki seinn að skila boltanum
með laglegri hælspyrnu, kominn á
sjötugsaldur!
Í dag kveð ég afa minn með djúp-
um söknuði.
Þinn dóttursonur,
Björn Már.
✝
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BJARGAR BOGADÓTTUR,
Hverafold 19,
Reykjavík.
Stefán Stefánsson,
Elín Pálsdóttir, Vigfús Þór Árnason,
Karólína Sigfríð Stefánsdóttir, Þórður Björgvinsson,
Stefán Bogi Stefánsson,
ömmu- og langömmubörn.