Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 37

Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is FEB Stangarhyl Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 21.9. Spil- að var á 12 borðum, Meðalskor 312 stig. Árangur N/S: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 280 Sigurður Jóhannss. – Siguróli Jóhannss. 248 Rafn Kristjánss. – Óskar Karlsson 237 Árangur A/V Pétur Antonsson – Jóhann Benediktss. 273 Ragnar Björnss. – Guðjón Kristjánsson 266 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 235 Bridsfélag Reykjavíkur Það er hafinn þriggja kvölda Butl- er-tvímenningur. Úrslit fyrsta kvölds: Stefán Stefánss. – Vignir Hauksson 52 Jón Ingþórss. – Vilhjálmur Sigurðss. 36 Haraldur Ingas. – Þórir Sigursteinsson 33 Kristinn Kristinss. – Halldór Halldórss. 30 Guðjón Sigurjónss. – Ísak Sigurðss. 28 Miðvikudagsklúbburinn Miðvikudaginn 24. september var spilaður eins kvölds Monrad-baróme- tertvímenningur með þátttöku 18 para. Unnar Atli Guðmundsson og Hafliði Baldursson voru efstir með glæsilegt skor, 63,4%. Efstu pör voru: Hafliði Baldurss. – Unnar Guðmss. 60 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þorvaldss. 46 Björn Arnarss. – Garðar V. Jónsson 37 Birna Stefnisd. – Aðalsteinn Steinþórss. 31 Stefán F. Guðmss. – Sig. P. Steindórss. 22 Bronsstigahæstu spilarar eftir þrjú spilakvöld: Hafliði Baldursson 40 Jóhann Stefánsson 30 Birkir Jón Jónsson 30 Unnar Atli Guðmundsson 30 Miðvikudagsklúbburinn spilar öll miðvikudagskvöld og byrjar spila- mennska kl. 19.00. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 24. september hófst þriggja kvölda tvímenningur hjá félaginu. Tuttugu pör mættu til leiks og er staðan eftir fyrsta kvöldið þannig í N/S: Sigurður Sigurjónss. – Ragnar Björnss. 287 Baldur Bjartmarss. – Sigurjón Karlss. 262 Ragnar Ö Jónss. – Arnar Arngrímss. 236 A/V: Unnar A. Guðmss. – Kristj. B. Snorras. 251 Halldóra Magnúsd. – Arngunnur Jónsd. 239 Bernódus Kristinss. – Birgir Ö. Steingrss. 235 Keppnin heldur áfram fimmtudag- inn 1. október. Spilað verður í félags- heimilinu Gjábakka í Fannborg 8. Spilamennska hefst kl. 19 og eru spil- arar hvattir til að mæta tímanlega. Bridsfélögin á Suðurnesjum Miðvikudaginn 16.september hófst starfsemi hjá bridsfélögunum á Suð- urnesjum og spilum við í okkar hús- næði að Mánagrund sem við eigur 50% á móti Hestamannafélaginu Mána. Í sumar hafa verið gerðar miklar endurbætur á húsinu undir verk og handleiðslu Jóhannesar Sig- urðssonar (Jóa Sig) svo sem teppum skipt út fyrir flísar, nýtt teppi á sviðið, hurð og gluggar að utan málaðir og ýmislegt annað innanhúss sem er ekki sjáanlegt svo sem lagnir og fl. Ekki er hægt að segja annað en að heiðursfélagi Bridsfélagsins Munins- ,Karl Einarsson (Kalli í Klöpp) mæti heitur undan sumri því að hann var í 1.sæti fyrsta kvöldið 16. sept. og 2. sæti annað kvöldið 23. sept. En úrslit á fyrsta kvöldi vetrarins 16.sept var sem hér segir: Karl Einarsson – Arnór Ragnarsson 59.5 % Jóhannes Sigurðss. – Svavar Jensen 53.6 % Bjarki Dagss. – Dagur Ingimundars. 50.6 % Grétar Sigurbjss. – Guðjón Óskarss. 49.9 % Annað kvöldið sem var 23.sept varð lokastaða þessi: Jóhannes Sigurðss. – Svavar Jensen 63.6 % Karl Einarsson – Eyþór Jónsson 56.8 % Garðar Garðarss.– Gunnl. Sævarsson 55.0 % Bjarki Dagss. – Dagur Ingimundars. 50.6 % Kristján Pálsson – Guðni Sigurðss. 50.6 % Erla Gunnlaugsd. - Grethe Iversen 50.6 % Næsta miðvikudag 30.sept hefst þriggja kvölda tvímenningur þar sem að tvö betri kvöldin ráða. Mæting er kl.19 og spilamennska stundvíslega kl.19:15 og eru allir hvattir til að koma og spila og við aðstoðum við myndun para fetir bestu getu. Heitt á könn- unni og allir velkomnir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast ömmu á Selásnum. Amma var létt í lund og hafði skemmti- legan húmor. Hún var opinská í tali og orðaði hlutina oft skemmtilega. Hún var líka mjög klár og maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni. Hún var alltaf til í að hjálpa manni og reyndi oftar en einu sinni á það fyrir þýskupróf. Þegar ég kom í heimsókn gaf hún sér alltaf tíma til að setjast niður og spjalla þó svo að það væri mikið annríki. Oftar en ekki tókum við í spil og þá var kasína í miklu uppáhaldi. Þegar ég var á ferð um bæinn kom ég stundum við hjá ömmu á skrifstofunni og það var eins, alltaf gat hún aðeins litið upp og slegið á létta strengi. Það var sama hvenær maður kom við, alltaf átti hún til eitthvað heimabakað og þá var það nú oftar en ekki hjónabandssælan hennar fræga. Hún hafði gaman af því að stússa í eldhúsinu, bæði að mat- reiða og baka. Ég furðaði mig oft á því hvernig hún færi að því að baka og elda án þess að sæist að verið væri að vinna í eldhúsinu. En þann- ig var heimilið líka, þar einkenndist allt af snyrtimennsku og þar voru hún afi heldur betur samhent. Allt- af hver hlutur á sínum stað. En heilsan hjá ömmu var ekki góð síð- ustu árin, fyrst var það sjónin sem fór að gefa sig. Þá sýndi amma ótrúlega þrautseigju og hélt í já- kvæða hugarfarið þótt maður vissi Sigrid Toft ✝ Sigrid Luise Sol-veig Elisabet Toft fæddist í Reykjavík 12. desember 1924. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Austurlands á Seyðisfirði þriðju- daginn 15. september sl. Útför Sigrid fór fram frá Egilsstaða- kirkju 25. september sl. að ekki væri hún sátt. Hún hélt til að mynda áfram að fara í sund eins og hún var vön og veit ég að margir dáðust að eljunni í henni. Eftir að veikindi ömmu ágerðust sinnti afi henni af einstakri alúð. Hann lagði til að mynda mikið upp úr að hún væri alltaf fín og snyrtileg. Efst í huga mér er þó ótrú- legur styrkur, þraut- seigja og ástin á milli hennar afa. Ekkert fannst mér fallegra en að sjá ömmu og afa haldast í hendur og brosa hvort til annars. Ég minn- ist ömmu með innilegu þakklæti fyrir samveruna og reyni að til- einka mér jákvæða hugarfarið hennar. Helga Lyngdal. Elsku systir og mágkona. Komið er að kveðjustund og við lítum til baka með þakklæti fyrir að hafa átt þig að, þú varst gleðigjafi með þína léttu lund, skapfestu og dugnað. Með óskiljanlegri elju komst þú í gegnum brimgarða lífsins. Þú misstir Helgu þína eftir erfið veikindi og gekkst á sama tíma gegnum erfiðan skilnað. En svo fannstu hann Magga þinn, sem hefur borið þig á höndum sér síðan, stutt þig í þínum veikindum eins og honum er einum lagið. Það var gaman að koma í heim- sókn til ykkar á Selásinn og seinni árin er veikindi þín ágerðust var yndislegt að heimsækja þig á Seyð- isfjörð, en um leið dapurlegt að upplifa hvernig þessi erfiði sjúk- dómur smám saman tekur þá sem maður elskar frá manni. En nú ertu laus úr viðjum sjúkdómsins erfiða. Við vottum Magga, börnum og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Sigga mín, hafðu þökk fyrir allar gleðistundir sem við áttum með þér og Magga og hafðu þökk fyrir að leyfa börnum okkar að kalla þig ömmu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Margrét og Björn Þór. Það verður þreyttri móður mætast hnoss að mega faðma litla vini sína. Á rjóða vanga rétta mjúkan koss og reyfa þá í móðurelsku þína. Þá hverfur lúin, lífið verður bjart og ljúfar vonir fylla móður huga. Því ástin burtu hrekur húmið svart, með hlýjum straumum. Þá er hægt að buga. (Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir) Kæra vinkona. Þá ert þú farin yfir móðuna miklu og líður nú vonandi betur. Fjölskylda mín vill þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég kom til ykkar hjóna í Keflavík haustið 1952, og var hjá ykkur mitt fyrsta ár að heiman. Ég vil þakka þér fyrir þær góðu stund- ir sem ég átti með þér og þínum. Þú áttir þínar góðu og erfiðu stund- ir. Góðu þegar allt lék í lyndi, börn- in döfnuðu og afkoman var góð. En svo skall hremmingin yfir, Helga dóttir þín veiktist og þú varðst að fara til Danmerkur með hana til lækninga. Þá hrundi allt, hún dó og skilnaður varð í hjónabandinu. En þú stóðst þig sem hetja, barðist áfram og sigraðir. Lánið var með þér og þú kynnt- ist Magnúsi Pálssyni, sem varð þinn lífsförunautur til æviloka. Magnús er slíkur öðlingsmaður að leitun er að öðrum betri manni, enda reyndist hann þér í alla staði traustur til æviloka. Við viljum þakka ykkur Magga fyrir alla þá vinsemd og hlýhug sem þið hafið alla tíð sýnt okkur. Ógleymanlegar móttökur er við höfum komið til Egilsstaða. Við viljum votta Magnúsi og hans fjölskyldu, börnum þínum og fjölskyldum þeirra og systrum þín- um Írmý, Margréti og Önnu og fjölskyldum þeirra innilega samúð við fráfall þitt. Blessuð sé minning þín. Þinn mágur og fjölskylda, Guðjón Þorsteinsson. Nú þegar afar góð og trygg vin- kona mín er fallin frá eftir langvar- andi veikindi langar mig að kveðja hana með nokkrum orðum og þakka henni tryggð og vináttu lið- inna ára. Mín fyrstu kynni af Siggu hófust í Verslunarskólanum árið 1939, þegar ég kom þar til náms, og urð- um við fljótlega vinkonur upp úr því. Við áttum báðar heima á Leifs- götunni og urðum því oft samferða í skólann. Við lukum skólagöngu árið 1942, og þó að leiðir okkar lægju ekki saman hélst vináttan ætíð síðan. Eftir að Sigga giftist Einari fluttu þau til Keflavíkur og heim- sóttum við hjónin þau oft ásamt börnum okkar. Var þá alltaf glatt á hjalla enda góðar móttökur. Sigga var kát og skemmtilegur félagi. Hún var traustur vinur í raun og kom það bersýnilega í ljós þegar á reyndi í mínu lífi. Ég sendi eiginmanni, Magnúsi Pálssyni, og öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Siggu, mannkostum henn- ar og vinarþeli. Jóhanna Björnsdóttir (Dídí). Margar minningar koma upp nú þegar komið er að leiðarlok- um hjá elskulegum afa mínum Stefáni Egilssyni. Elsta minningin mín um Stefán afa er frá því að ég var mjög ung. Ég hafði gist á Hafn- argötunni hjá honum og ömmu, það var morgunn, hann var að hræra í raksápuskálinni. Af aðdá- unarverðu öryggi sápaði hann sig og tók svo fram sköfuna. Eftir raksturinn var það hárið sem hann vatnsgreiddi og lagði í fallega bylgju. Hvert hann var að fara vissi ég ekki en ég vissi að þegar hann kæmi heim í hádeginu myndi hann svara nafninu sínu glettinn: „Allt á kafi.“ – Enda var kallað Afi. Afi var myndarlegur maður og gamansamur og hafði sínar skoð- anir, jafnframt var hann hæversk- ur og duglegur. Tranaði sér ekki fram eða hafði hátt um menn og málefni sem honum líkaði ekki. Hann var ljúfur og yfir honum birta sú sem stafar af jákvæðu og hugrökku fólki. Það má segja að Stefán afi hafi alltaf verið ungur, bæði í anda og að líkamlegu atgervi. Það er að segja þar til hann missti ömmu og hálfpartinn lífsþróttinn um leið. Eftir að hann hætti að búa sjálfur fyrir um það bil tveimur árum Stefán Egilsson ✝ Stefán Egilssonfæddist 4. mars 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 17. sept- ember síðastliðinn. Útför Stefáns fór fram frá Keflavík- urkirkju 25. sept- ember sl. hrakaði andlegu þreki hans mjög hratt og ég held að hann kveðji sáttur, hvíldinni feginn. Hann ólst upp á miklum erfiðistímum og kom sér til manns á dugnaðin- um og lífsviðhorfinu. Hann var okkur barnabörnunum góð- ur, hjartahlýr og glettinn. Hann var skotinn í ömmu og reyndist henni sér- staklega tryggur og umhyggju- samur lífsförunautur. Eftir að hennar heilsa brást stóð hann eins og klettur við hlið hennar og hugsaði um hana af einstakri alúð. Fyrir utan okkur mannfólkið hélt hann mikið upp á íslensku sauð- kindina, handbolta, fótbolta, golf og ekki má gleyma Skoda. Hann var heppinn í spilum og mikill keppnismaður. Afi hafði mikinn áhuga á fjárbú- skap. Við ræddum oft fjáreign fjölskyldunnar hin síðari ár. Hann tók þetta nú mjög hátíðlega, en ef til vill var það líka stríðni þegar hann spurði hvort það væri byrjað að bera eða hvort féð væri enn úti. Það er nú ekki ólíklegt að hann hafi verið að stríða mér því hann var mikill húmoristi. Hló einlæglega að þessu með mér. Hann vissi vel að ég stundaði fjarbúskap fremur en fjárbúskap þó svo að við létum það heita svo. Tvö atvik tengd afa eru mér sérstaklega kær. Það er þegar hann signdi yfir nýfæddu dreng- ina mína þar sem þeir lágu með tveggja ára millibili nýfæddir í vöggu. Dags daglega var hann ekki bersýnilega trúrækinn þó svo að kærleikur og hlýja hafi ávallt streymt frá honum. Í þessi skipti tengdi hann á táknrænan hátt yngstu meðlimi fjölskyldunnar við eigin barnatrú, einnig þær kyn- slóðir sem horfnar eru og tengjast fjölskyldu okkar. Mikið held ég að það verði yndislegir fagnaðarfundir á himni þegar þau hittast amma og afi, ég er viss um að hann býður henni upp um leið og einlægur hlátur hans heyrist. Með þakklæti kveð ég góðan mann sem kenndi margt með góðsemi sinni og hláturmildi. Svandís Egilsdóttir. Ég á margar góðar minningar um afa minn Stefán frá því að ég man fyrst eftir mér í Keflavík og allt þar til hann lést núna í sept- ember. Ég man snemma eftir honum úr versluninni Breiðabliki í Keflavík sem hann og amma ráku saman. Þar var margt að skoða: hangikjöt á krókum með gamla laginu, salt- fiskur í tunnum og margt annað er kveikti forvitni ungs drengs. Ég man vel hversu Stefán afi og Ágústa amma voru dugleg við að ferðast um landið. Þau fóru ekki alltaf langt en nýttu stóran hluta frítímans til útiveru. Reykjanesskaginn og Reykjanes- fólkvangur var vel nýttur til úti- veru eða farið í lengri ferðir. Ég flæktist heilmikið með afa og ömmu og dvaldi iðulega í góðu yf- irlæti uppi í sumarbústað með þeim. Afi hafði ákaflega gaman af náttúrunni og dýrunum og fylgd- ist vandlega með því þegar fugl- arnir komu og varpið fór af stað og hvernig til tókst. Hann fór með okkur í réttir og í smölun og fræddi okkur um dýrin, miðin og landið. Afi var jafnaðarmaður en hann ræddi þó ekki stjórnmál við okk- ur. Hann var verkamaður lengi og síðar sjálfstæður atvinnurekandi en ekki fyrir svo löngu rifjaði hann upp ástandið í Hafnarfirði þegar hann var ungur og atvinnu- leysið sem þá var. Hann sagði mér frá því þegar bátarnir komu inn og verkamennirnir biðu á bryggjunni til að fá vinnu við uppskipun. Þá fengu þeir störfin sem höfðu skrifað mest hjá kaup- manninum en hinir síður. Kannski sveið honum þetta óréttlæti ennþá, vel yfir hálfri öld síðar. Afi eyddi ekki miklum tíma í að ræða fortíðina, hann hafði meiri áhuga á málefnum líðandi stundar held ég. Afi var jákvæður að eðlisfari og oft hrókur alls fagnaðar. Hann var heilmikill dansari en hann og Ágústa amma dönsuðu gömlu dansana afburða vel allt til gam- alsaldurs og nýttu mörg tækifæri til þess. Afi hafði alltaf nóg að gera og sérstaklega var eftirtekt- arvert hversu hann sinnti ömmu af mikilli alúð síðustu árin henn- ar. Þetta var heilmikið afrek af honum þar sem hann var sjálfur kominn vel yfir áttrætt og heil- mikil vinna að hugsa um heimilið, elda, versla, keyra og sjá um að allt væri í góðu lagi. Þetta álag kom þó ekki í veg fyrir að hann púttaði, fylgdist með handboltan- um og öðrum íþróttum og aðstoð- aði eins og hægt var við dýrahald hjá félögum sínum eða ræktaði fólkið sitt með heimsóknum. Síðustu ár hittumst við reglu- lega og tók afi alltaf vel á móti okkur. Iðulega komu börnin með í þessar heimsóknir og höfðu þau gaman af því að sækja afa sinn heim. Nýttum við afi þá tækifærið til að fara í stuttar ferðir, skoða sveitirnar, fara í kaffi eða heim- sækja kunningja hans. Undir lok- in var afi orðinn ansi þreyttur á ellinni og var hann eflaust hvíld- inni feginn. Ágúst Sverrir Egilsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.