Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 Svo af erlendu blöð- unum var Bravo voða vinsælt þegar ég var unglingur 44 » ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ frumflytur Guð blessi Ísland eftir Símon Birgisson og Malte Scholz á morgun kl. 14. Í leik- ritinu er notaður stíll heimilda- leikhússins til að fjalla um fjár- malahrunið. Sögusviðið er bær á Íslandi. Glæpur hefur verið framinn og þeir seku ganga enn lausir. Bæjarbúar hafa all- ir sínar hugmyndir um glæp- inn. Í Bæjarleikhúsinu er verið að sýna Karde- mommubæinn og Milljarðamærin snýr aftur – sem fjallar líka um glæp, siðferði og mannlegt eðli. Leikritið er rauði þráður sögu bæjarbúa sem standa frammi fyrir erfiðum valkostum þegar lífs- grundvelli þeirra er ógnað. Leiklist Guð blessi Ísland í Útvarpsleikhúsinu Guð blessi Ísland. MATTHÍASAR Jochumssonar verður minnst á þrennum tón- leikum næstu daga. Á morgun verða tónleikar í Eyrarbakka- kirkju kl. 16, og í Stóra-Núps- kirkju kl. 20.30. Þriðju tónleik- arnir verða í Kristskirkju, Landakoti á þriðjudagskvöld kl. 20. Flytjendur á tónleikunum eru Gerður Bolladóttir sópran, Victoría Tarevskaia sellóleik- ari og Hilmar Örn Agnarsson organisti og flytja þau 12 fegurstu sálma Matthíasar í hefðbundnum og nýjum útsetningum eftir þá Smára Ólason og Hilmar Örn Agnarsson. Á milli sálma Matthíasar verða leikin trúarleg verk. Tónlist Matthíasarminning í sálmasöng og leik Matthías Jochumsson SÝNINGIN Lýðveld- ið við lækinn verður opnuð í dag kl. 14, í húsnæði gömlu ull- arverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvos. Sýningin er hluti af þríþættu sýningar- verkefni sem hverfist um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt um- hverfi þriggja sýningarstaða. Fyrsta sýningin var haldin í vor við Mývatn, önnur á Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum. Listamennirnir sem sýna eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jóns- dóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgríms- dóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Myndlist Lýðveldið við lækinn á Varmá Við Álafoss. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „HÉR er bók strax orðin gömul í janúar, þótt hún hafi komið út í desember. Hún gleymist, fólk bíður bara eftir nýjum skammti. Svona virðist fólk ekki hugsa í Bretlandi,“ segir Friðrik Erlingsson. „Það er eins og Bretar hafi meira úthald og þolinmæði til að njóta þess að lesa góða bók, burtséð frá því hvenær hún var skrifuð eða gefin út.“ Friðrik er nýkominn frá Bretlandseyjum þar sem hann tók þátt í kynningu á nýrri þýðingu á bók sinni Góða ferð, Sveinn Ólafsson (Fish in the Sky), ásamt ensku forlagi sínu og Out- side In, félagi sem kynnir erlendar barna- og unglingabækur í enskri þýðingu og vekur athygli á þeim. Friðrik las upp á Edinborgarhátíðinni og hélt þar „master-class“. Í sendiráði Íslands í London var móttaka fyrir lykilfólk í bókabransanum og hann fór í ýmis viðtöl. Nýjar bækur í farvatninu „Það var gaman að hitta allt þetta fólk, sem sýndi mikinn áhuga og velvilja,“ segir Friðrik. Hann heimsótti einnig tvo unglingaskóla. „Í Sussex var ég með lítið „master-class“- námskeið fyrir unglinga sem höfðu öll lesið Fish in the Sky og Benjamín dúfu. Þau voru mjög áhugasöm og höfðu gaman af að ræða málin. Börn í Bretlandi virðast fá gagnbetri menntun en börn hér, hvað varðar að þau virðast eiga auðveldara með að tjá sig og skiptast á skoðunum. Svo fór ég í skóla í London sem var allt annarrar gerðar. Krakkarnir höfðu hvoruga bók- ina lesið en ekki var síður áhugavert að vinna með þeim. Það voru magnaðir textar sem komu út úr námskeiðinu þar, kannski ekki síst vegna þess að börnin þekkja erfiðar heim- ilisaðstæður á eigin skinni, betur en börnin í Sussex, og þau voru alls óhrædd við að nýta það í skáldskap. Það var mjög gaman að ræða við börnin sem höfðu lesið Fish in the Sky en þau virtust tengjast aðalpersónunni vel. Sagan er um strák sem vaknar upp á 13 ára afmælisdaginn og uppgötvar að þó að ekkert hafi breyst í kringum hann þá hefur allt breyst. Það gerist hjá öllum, hvar sem er, allir þekkja þetta erfiða tímabil.“ Þegar Friðrik er spurður að því hvort nýjar bækur séu í farvatninu svarar hann hikandi að svo sé. „Vonandi á næsta ári. Það er ekki í boði annað en að halda áfram að skrifa, hvað svo sem úr því verður.“ „Er ekki annað í boði“  Friðrik Erlingsson kynnti nýja enska þýðingu á bók sinni víða í Bretlandi  „Það er eins og Bretar hafi meira úthald og þolinmæði,“ segir hann Ljósmynd/A. Strick Höfundur og lesendur Friðrik Erlingsson og nemendurnir sem hann las fyrir og vann með í Sussex á Englandi. „Þau voru mjög áhugasöm og höfðu gaman af að ræða málin,“ segir Friðrik. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SUÐURAMERÍSKUR seiður verður framinn á Kjarvalsstöðum í kvöld, þegar kammerhóp- urinn Elektra Ensemble heldur þar tónleika með verkum eftir Hector Villa-Lobos og Astor Piazzolla. „Okkur langaði að halda tónleika sem væru ekki með alveg hefðbundinni klassískri tón- list,“ segir Emilía Rós Sigfúsdóttir, flautuleik- ari hópsins. Tvö verkanna eftir Villa-Lobos eru fyrir óvenjuleg pör hljóðfæra, flautu og klarinettu annars vegar og flautu og selló hins vegar. Þriðja verk hans er hins vegar píanó- verk; Svíta nr. 1, sem ber það kærleiksríka nafn Fjölskylda barnsins. Nýjar útsetningar á Árstíðum Piazzolla „Eftir hlé spilum við Árstíðirnar eftir Piaz- zolla, en við fengum Hrafnkel Orra Egilsson sellóleikara til að útsetja verkið fyrir okkur. Það verður fjör; kaflarnir eru fjórir, hver fyrir sína árstíð, fjórir tangóar.“ Elektra Ensemble hlaut styrk Reykjavíkurborgar í ár sem tón- listarhópur borgarinnar, og tónleikarnir eru liður í reisu hópsins um lönd og höf, þar sem eitt landsvæði er tekið fyrir í einu. Ekki öll þar sem hún er séð Elektra er skipuð fimm ungum konum, auk Emilíu þeim Ástríði Öldu Sigurðardóttur pí- anóleikara, Helgu Björgu Arnardóttur klarín- ettuleikara, Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðlu- leikara og Margréti Árnadóttur sellóleikara. En Elektra er þó ekki öll þar sem hún er séð. „Okkur finnst fínt að hafa þennan fasta kjarna. Stundum getum við ekki verið allar með, eins og Helga Þóra sem er í útlöndum núna, og stundum bætum við við aukafólki. Þess vegna vinnum við ekki eins og t.d. strengjakvartett þar sem sömu fjóru ein- staklingarnir spila alltaf saman. Það var ein- mitt hugmyndin á bak við Elektru að hafa hópinn fjölbreyttan og að við héldum ekki bara eina tónleika á ári heldur gætum við tek- ið þátt í fleirum, án þess að það tæki marga mánuði að undirbúa þá.“ Bestu kammerhópar heims eru þekktir fyrir sinn persónulega og sérstaka hljóm, sem náðst hefur með áratuga samspili. Hvernig skyldu ungu konurnar í Elektru slípa til sinn eigin sanna tón? „Við erum ekki eins og strengja- kvartett sem leitar að sínum eina sanna tóni. En samvinnan hefur orðið skemmtileg vegna þess að þrátt fyrir að við séum alltaf að spila í mismunandi hljóðfærasamsetningum, þá erum við alltaf að spila saman. Við reynum að spila það sem okkur finnst skemmtilegt vegna þess að við teljum að þá spilum við best.“ Suðuramerískur seiður Kammerhópurinn Elektra Ensemble leikur verk eftir Villa-Lobos og Piazzolla á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20 Morgunblaðið/Árni Sæberg Elektra Með útsetjaranum Hrafnkeli Orra; Ástríður Alda, Margrét, Helga Björg og Emilía Rós. ÍSLENSKI dansflokkurinn fer á vetrarkreik á morgun með nýrri fjöl- skyldusýningu. Eins og venjulega í fjölskyldusýningum Dansflokksins eru sett saman brot úr sex skemmti- legum og vinsælum verkum frá síð- ustu árum. Það kennir því ýmissa grasa á sviðinu og meðal annars er sýnt úr verkinu „The Match“ þar sem umfjöllunarefnið er fótbolti, kómísk saga af eldri borgurum sem endar í allsherjar matarslag úr „Endastöð“ og rómantískur og fal- legur dúett úr „Svaninum“. Sýningin er ætluð allri fjölskyld- unni og er markmiðið að kynna nú- tímadans fyrir fólki og þá sér- staklega yngri kynsóðinni. Þess vegna býður Íslenski dansflokk- urinn börnum 12 ára og yngri ókeypis inn á sýninguna og 13-16 ára fá miðann á hálfvirði. Sýningin hefst kl. 14 í Borgarleik- húsinu, en að þessu sinni verða að- eins fjórar sýningar. Dansað fyrir fjölskylduna Íslenski dansflokk- urinn hefur starfs- árið á morgun Dans Úr verkinu Station Gray. GÍTARGOÐIN Eric Clapton og Jeff Beck hafa tilkynnt að þeir muni halda saman tónleika á 02 Arena í London 13. febrúar á næsta ári. Það fylgdi tilkynningunni að þeir fingra- fimu hlökkuðu reiðinnar býsn til samstarfsins. Clapton og Beck hafa komið fram saman á ýmiss konar góðgerðartón- leikum ásamt fleirum, en nú er runn- inn upp sá tími er kapparnir tveir vilja eiga sviðið sjálfir án þess að þurfa að deila því með öðrum. Clapton og Beck saman Friðrik Erlingsson rithöfundur er nýkom- inn úr ferð um Bretlandseyjar þar sem hann kynnti bók sína Fish in the Sky, sem er nýkomin út á ensku hjá Meadowside Children’s Books-forlaginu. Bókin heitir Góða ferð, Sveinn Ólafsson og kom hér út árið 1998. Áður hefur forlagið gefið út enska þýðingu á Benjamín dúfu, sem kom út hér árið 1992, og væntanleg er þýðing á Bróður Lúsífer, frá 2000. Höfundarverk Friðriks er æði marg- breytilegt. Hann gat sér orð sem gít- arleikari hljómsveitanna Purrks Pilnikks og Sykurmolanna en hefur um árabil ein- beitt sér að skrifum. Hann hefur sent frá sér skáldsögur fyrir börn og fullorðna, skrifað ævisögur, kvikmynda- og sjón- varpshandrit. Þá hefur Friðrik þýtt bæk- ur, skrifað dægurlagatexta og gert mynd- skreytingar í barnabækur. Margbreytilegt höfundarverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.