Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is © IL V A Ís la n d 20 0 9 Fjöldi afmælistilboða Komdu og gerðu frábær kaup Afmælishátíðinni lýkur sunnudaginn 11. október Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 300 MANNS tóku á rás klukkan átta í gærkvöldi við gervigrasvöll Fylkismanna þegar ræst var í svokölluðu Powerade-hlaupi. Þessir vösku hlauparar þurftu sannarlega að setja undir sig hausinn því veðrið var fremur slæmt, hvassviðri, slydda og skítakuldi eins og sumir orðuðu það. En hluti af hlaupaánægjunni er að takast á við Kára, í hvaða skapi sem hann er, og ekkert nema hressandi að láta rokið rífa almennilega í sig. Vetrarveður stoppaði ekki keppendur í Powerade-hlaupinu í gærkvöldi Morgunblaðið/Árni Sæberg Bleytukafald og vindveggur mættu hlaupurum FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Í LJÓSI þess að ekki hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á lögum um framleiðslu, sölu og verð- lagningu búvara um niðurfellingu Fóðursjóðs telur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að leggja þurfi sjóðnum til 1.285 milljónir króna. Þetta kemur fram í grein- argerð ráðuneytisins með frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2009. Í fjárlögum fyrir árið 2008 var gert ráð fyrir að Fóðursjóður yrði lagður niður í áföngum á þremur árum. Fjárheimild til fóðursjóðs var 615 milljónir árið 2007 en 300 millj- ónum lægri árið eftir. Í fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir lækkun frá fyrra ári um 200 milljónir og var heildarframlagið því 115 milljónir. Gert er ráð fyrir því að innflutn- ingsgjöld af fóðri verði 1.400 millj- ónir á ári. Þá er lagt til að fjárheimild vegna verðtilfærslugjalds á mjólk verði hækkuð um 312 milljónir. Frum- varp Jóns Bjarnasonar, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, um niðurfellingu verðtilfærslugjalda hefur ekki náð fram að ganga á Al- þingi „og því þarf að hækka fjár- heimild liðarins sem nemur áætl- uðum tekjum af gjöldunum“ eins og orðrétt segir í greinargerð ráðu- neytisins. Í frumvarpinu kemur fram að ráð sé fyrir því gert að fjárheimildir rík- issjóðs vegna þessa árs verði aukn- ar um 26,9 milljarða. Það er nokkru minna en árið 2008 en þá voru fjár- heimildir ríkissjóðs auknar um rúm- lega 33 milljarða króna. Stærsti einstaki liðurinn sem tal- inn er kalla á frekari útgjöld rík- isins eru vextir. Í greinargerð með frumvarpinu segir að aukna vaxta- byrði megi rekja til endurfjármögn- unar bankanna, sem gert er ráð fyr- ir að verði fjármagnaðir með útgáfu nýrra ríkisskuldabréfa. 1,6 milljarða króna hækkun  Fóðursjóður þarf 1.285 milljónir í viðbót og 312 milljónir þarf vegna verðtilfærslugjalds á mjólk  Stærsti einstaki liðurinn í frumvarpi til fjáraukalaga er 17 milljarðar vegna vaxtabyrði „MÉR finnst allt benda til þess að Aðalsteini [Baldurssyni] verði gert að víkja sem formaður matvæla- sviðsins. Hann hefur staðið sig gríð- arlega vel. Það er forkastanlegt ef forystan [í verkalýðshreyfingunni, innsk. blm.] ryður honum burtu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness. Líklegt er talið að Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðs- félagsins Framsýnar á Húsavík og sviðsstjóri matvælasviðs Starfs- greinasambands Íslands (SGS), muni láta af síðarnefnda embættinu á þingi SGS í dag. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bárunnar á Sel- fossi, hefur verið orðuð við stöðuna. Sérstök uppstillingarnefnd, sem í sitja Guðmundur Þ. Jónsson frá Eflingu, Hjördís Þóra Sigurþórs- dóttir frá Afli, Ásgerður Pálsdóttir frá Samstöðu og Kolbeinn Gunn- arsson frá Hlíf, mun gera tillögu um helstu forystumenn um hádegisbil í dag. Uppstillingarnefndin gerir tillögu um forystumenn allra sviða sam- bandsins. Vilji þingfulltrúar bjóða sig fram í kosningum á móti þeim sem nefndin gerir tillögu um þá fara þær fram eftir að niðurstöður nefndarinnar hafa verið kynntar. Matvælasvið SGS hefur verið nokkuð áberandi í umræðu um verkalýðsmál að undanförnu en samtals heyra um 10 þúsund starfs- menn fyrirtækja í landinu undir sviðið. Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann hygðist bjóða sig fram til áframhaldandi starfa fyrir SGS þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi.|16 „Forkastanlegt ef forystan ryður honum burtu“ Spenna vegna fyrirhugaðra breytinga hjá SGS Morgunblaðið/Kristján Í fiski Starfsfólk í fiskvinnslu heyrir undir matvælasvið SGS. „ÞEIR [sósíal- demókratar] leggja áherslu á að það hafi aldrei komið nein form- leg beiðni frá rík- isstjórn Íslands, hvorki nú né áð- ur, um að fara aðra leið en þessa AGS-leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, í samtali við mbl.is í gær. Hann er nú staddur í Noregi ásamt Höskuldi Þórhallssyni, þing- manni flokksins. Þeir hafa hitt full- trúa allra flokka á norska þinginu til þess að kanna hug þeirra til mögu- legrar fjárhagsaðstoðar við íslenska ríkið. Viðbrögðin hafa verið jákvæð, að sögn Sigmundar. Hann segir ljóst að jafnaðarmennirnir norsku, þ.e. sósíaldemókratarnir, bíði eftir frum- kvæði frá félögum sínum hér heima á Íslandi í Samfylkingunni. Ljóst sé að ríkisstjórn Noregs muni ekki taka það upp að eigin frumkvæði að bjóða Íslendingum lán. Engin beiðni Sigmundur D. Gunnlaugsson Jákvæðar viðtökur flokka í Noregi Í fjárlögum fyrir árið 2009 var ráð fyrir því gert að at- vinnuleysi yrði 5,4 prósent á árinu og framlög ríkisins í At- vinnuleysistryggingasjóð yrðu eftir því. Áætlanir gera nú ráð fyrir að atvinnuleysið á árinu verði að meðaltali 8,6 prósent. Samkvæmt frum- varpi til fjáraukalaga þarf því um 7,7 milljarða króna til við- bótar í sjóðinn. Þetta er stærsti einstaki liðurinn í frumvarpinu að undan- skildum útgjöldum vegna aukinnar vaxtabyrði. Atvinnuleysi meira Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Í sveitinni Auka þarf framlög til landbúnaðarmála mikið. Rúmlega 1,6 milljarða þarf til við- bótar í liði sem eru undir sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu. Í heild þarf 26,9 milljarða til allra málaflokka skv. fjáraukalagafrumvarpi 2009.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.