Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 Tebollur með rúsínum og með súkkulaðibitum Íslenskur gæðabakstur ný tt Fara yfir viðbrögð við áreiti  Viðbragðskerfi þegar upp koma ásakanir um kynferðisofbeldi á meðferðarheimilum verður yfirfarið  Eftirlit Barnaverndarstofu fær góða umsögn í skýrslu félagsmálaráðuneytisins um rannsókn á Árbót Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is EFTIRLIT Barnaverndarstofu með líðan og aðbúnaði barna á Árbót, meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegar hegðunarraskanir, fær góða umsögn í úttekt Urðar Njarðvík sálfræð- ings, sem telur þó ýmislegt ámælisvert. Þetta kemur fram í greinargerð félagsmála- ráðuneytisins um starfsemi heimilisins og eftirlit með því, sem unnin var vegna kvörtunar Félagsþjónustu Kópavogs (FK) um starfshætti Barnaverndarstofu í kjölfar meints brots starfsmanns þess gegn stúlku sem þar var vist- uð á vegum FK. Áður hafði ríkissaksóknari lát- arstofu. Enn fremur hafi staðsetningin áhrif á möguleika heimilisins á að „ráða fjölbreyttan hóp starfsmanna“. Starfsfólk sé flest ófaglært og karlar. Hvort tveggja óæskilegt. Verndarákvæði og réttur togast á Með greinargerðinni fylgir álit Láru V. Júlíusdóttur lögfræðings en í umsögn hennar segir að verndarákvæði barnaverndarlaga og réttur starfsmannsins togist á í málinu. Maðurinn hefði getað átt bótakröfu vegna ólögmætrar uppsagnar hefði honum verið vikið úr starfi. Viðbrögð Barnaverndarstofu hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur, og tek- ur félagsmálaráðuneytið undir þetta álit. Félagsþjónustu Kópavogs og harmar ráðu- neytið að þau hafi ekki verið sem skyldi. Urður gagnrýnir einnig að endurmenntun, þjálfun og handleiðslu starfsfólks Árbótar skuli hafa verið „afar illa sinnt síðastliðin ár og eftirlit með því brugðist“. Barnaverndarstofa er sögð taka undir margar athugasemdir sál- fræðingsins og vinna að úrbótum í samvinnu við forstöðumenn í Árbót, þótt hún dragi „fram nokkuð aðra mynd af fræðslustarfinu“. Í framhaldi er bent á að Árbót er staðsett úti á landi – í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu – og því séu tækifæri starfsfólks til að sækja námskeið um þarfir barna og tilfinningalíf þeirra að miklu leyti bundin við námskeið Barnavernd- ið ásakanir tveggja stúlkna um kynferðisbrot mannsins gegn sér niður falla. Urður finnur að því að ekki sé fylgt eftir þeirri reglu að upplýsingar úr sakaskrá liggi fyrir um alla starfsmenn heimilisins. Viðbragðsáætlun verði endurskoðuð Þá gerir hún athugasemdir við leiðbeiningar í Handbók Barnaverndarstofu um meðferðar- heimili um hvernig brugðist skuli við þegar upp komi ásakanir um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni á meðferðarheimilum, og tekur ráðu- neytið undir það álit hennar. Þessi viðbrögð þurfi að endurskoða í samstarfi við Barnahús. Vikið er að samskiptum Barnaverndarstofu og HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað barnsmóður sinni. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir mann- inum, sem einnig var dæmdur til að greiða konunni 1,2 milljónir króna í bætur. Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni nótt eina í mars á síðasta ári, og hrint henni í stofugólfið þar sem hann sparkaði í hana, veitti henni fjölda hnefahögga í höfuð og líkama, reif í hár hennar og sló höfði hennar ítrekað í gólfið. Þá þvingaði hann hana til samræðis með ofbeldi. Þá var maðurinn ákærður fyrir lík- amsárás að morgni sama dags þegar hann veittist að konunni á ný í eldhúsi og sló hana mörgum hnefahöggum, einkum í kvið, bak og höfuð, auk þess að trampa á henni þar sem hún var í hnipri á eldhúsgólfinu. Við þetta hlaut hún fjölda áverka. Hæstiréttur taldi að frásögn kon- unnar fyrir dómi hefði verið í öllum atriðum á sama veg og hjá lögreglu, neyðarmóttöku og þeim lækni, sem skoðaði hana strax næsta dag eftir að atburðirnir áttu sér stað. Var fram- burður hennar metinn trúverðugur en framburður mannsins, sem neitaði sök, ótrúverðugur. Taldi dómurinn að lögfull sönnun hefði verið færð fram um að maðurinn hefði gerst brotlegur eins og ákæra sagði til um. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn braut gegn konunni á heimili hennar og árásin stóð yfir í langan tíma. Miklir áverkar voru á konunni eftir árásina, sem var hrotta- leg og unnin á heimili hennar að nóttu til, og var henni haldið þar nánast í gíslingu með rétt ársgamalt barn sitt. Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Morgunblaðið/Kristinn MAÐUR, sem hafði verið vísað úr landi og var í fimm ára end- urkomubanni, komst inn í landið í vor og þáði síðan atvinnuleysis- bætur í fjóra mánuði hér á landi í sumar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, sagði að maðurinn hefði komist inn í landið í apríl og í framhaldi af því hefði hann sótt um atvinnuleysisbætur. Hann hefði framvísað vinnuveitendavottorði, skattkorti og öðrum nauðsynlegum gögnum og fengið réttindi sín stað- fest og bætur í fjóra mánuði. Þá hefðu Vinnumálastofnun bor- ist upplýsingar frá lögreglu um ólöglega dvöl hans hér á landi og í framhaldi af því hefði verið gripið til viðeigandi ráðstafana gagnvart manninum. Gissur sagði að þetta mál hefði leitt til aukinnar samvinnu lögreglu og Vinnumálastofnunar. Meðal annars hefði verið kannað hvort hugsanlega væru fleiri dæmd- ir brotamenn á atvinnuleysisbótum, en svo hefði ekki verið. Var í banni en fékk greiddar bætur. Ólöglegur í landinu fékk bætur í 4 mánuði ÞEIR gengu rösklega og undir fríðum fánum þátttakendurnir í göngunni sem Gigtarfélagið stóð fyrir í miðbæ Reykjavíkur í gær. Gengið var frá Lækjartorgi upp á Skólavörðu- holt undir kjörorðinu „Vinnum saman“ til að vekja athygli á því að ungir jafnt sem aldnir glími við gigtarsjúkdóma. Gangan endaði við Hallgrímskirkju þar sem hlustað var á orgelspil. Gigtarfélagið segir rannsóknir á gigtarsjúk- dómum undirstöðu bættra úrræða fyrir sjúk- linga en í tilkynningu frá félaginu segir að 10 til 14 börn greinist með alvarlega gigtarsjúkdóma á ári. Úrræði við gigtarsjúkdómum séu fjárfest- ing, enda atvinnuþátttaka gigtarsjúklinga á Norðurlöndunum hvergi meiri en á Íslandi. Gigtarfélagið minnir á góðan árangur Undir blaktandi fánum í þágu málstaðarins Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.