Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 6

Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 ÁTTA sýktust af völdum E. coli- baktería undir lok september. 2-3 þessara til- fella reyndust vera innbyrðis tengd en hin ekki. Fulltrúar landlæknis, Um- hverfisstofnunar og Matvælastofnunar funduðu um málið í fyrradag. Þar kom fram að ekkert hefði fundist í matvælum sem skoðuð voru og engin ný til- felli komið fram. Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði að sýni hefðu verið send til sóttvarnastofn- unar ESB til nákvæmrar grein- ingar. Þegar niðurstaðan berst kann að finnast tenging við E. coli- smit annars staðar í Evrópu. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÍU hafa þurft að leggjast á sjúkrahús hér á landi vegna A(H1N1)-inflúensunnar, svína- inflúensu, það sem af er. Þar af hafa 6-7 tilfelli komið upp á síð- ustu tveimur vikum, að sögn Har- aldar Briem sóttvarnalæknis. Tveir af þessum níu hafa þurft á gjörgæsluvist að halda og annar er nú á gjörgæslu. Haraldur segir þá sem hér um ræðir vera allt frá eins árs aldri til 64 ára. Yfirleitt er fólkið með undirliggjandi sjúkdóma. Leggst á yngra fólk Haraldur hélt í gær hádegisfyr- irlestur í Háskóla Íslands um heimsfaraldur inflúensu 2009 og vöktun og viðbrögð hans vegna. Hann sagði þar meðal annars að inflúensufaraldurinn væri í raun að hefjast nú og væri langt frá því að vera yfirstaðinn. Hann benti á að það sem skildi heimsfaraldur frá árstíðabundinni inflúensu væri það hversu miklu fleiri veiktust í heimsfaraldri. Að jafnaði fá um 5% fólks árstíðabundna flensu en í heimsfaraldri getur helmingur fólks eða jafnvel hærra hlutfall veikst. Jafnvel þótt inflúensa legg- ist ekki þyngra á fólk í heimsfar- aldri en árstíðabundna flensan, þá veikjast svo miklu fleiri í heims- faraldri að vandamálin verða fleiri. Árstíðabundna flensan leggst fyrst og fremst þungt á gamalt fólk. Heimsfaraldursflensan leggst hins vegar frekar á yngra fólk. Bóluefni væntanleg Um níu af hverjum tíu sýnum sem nú berast vegna inflúensu eru vegna svínainflúensu. Því eru afar miklar líkur á því að þeir sem nú fá inflúensulík einkenni hafi smit- ast af A(H1N1)-veirunni. Bóluefni gegn svínainflúensunni er væntanlegt hingað til lands undir lok mánaðarins. Haraldur sagði að bólusetning myndi hefjast í byrjun nóvember. Fólki verður forgangsraðað við bólusetninguna. Í fyrsta mark- hópnum sem verður bólusettur eru um 70 þúsund manns. Þar á meðal eru allir sex mánaða og eldri sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, allar þungaðar konur, heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem viðhalda nauðsynlegri samfélags- þjónustu, til dæmis lögregla, hjálparsveitir, slökkvilið og sjúkraflutningamenn. Haraldur telur líkamann vera búinn að byggja upp varnir gegn inflúensuveirunni 10-14 dögum eftir bólusetningu. Svínaflensan er rétt að byrja Níu hafa lagst á sjúkrahús hér vegna svínaflensu, þar af tveir á gjörgæslu á 100 þús. íbúa skv. skráningu heilbrigðisþjónustu 29. júní 4.okt. 100 80 60 40 20 0 Inflúensulík einkenni frá lokum júní HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDSBYGGÐIN Í KJÖLFAR væntanlegra manna- breytinga í íslensku utanríkisþjón- ustunni á næstunni munu nokkrir sendiherrar láta af störfum og nýir taka við. Þeirra á meðal er Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í Frakklandi, sem mun láta af störf- um um næstu mánaðamót vegna aldurs. Þórir Ibsen, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofu, mun taka við stöðunni. Hann- es Heimisson, sendiherra í Finn- landi, mun snúa aftur til Íslands til að starfa hjá utanríkisráðuneytinu, en Elín Flygenring, sem var fasta- fulltrúi hjá fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg, mun taka við sendiherrastöðunni í Hels- inki. Sveinn Björnsson, sendiherra Íslands í Vín í Austurríki, mun láta af störfum vegna aldurs. Stefán Skjaldarson tekur við af honum. Sendiráð Íslands á Indlandi hefur verið sendiherralaust í nokkra mánuði en Gunnar Pálsson, sem var sendiherra þar, fór til New York, þar sem hann er nú fastafulltrúi Ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum. Guðmundur Eiríksson, sem hefur starfað í utanríkisráðuneytinu, mun taka við embætti sendiherra Íslands á Indlandi. Benedikt Jóns- son, sem verið hefur ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, hef- ur tekið við sendiherrastöðunni í London. Sverrir Haukur Gunn- laugsson, fyrrverandi sendiherra í London, fer til Brussel þar sem hann mun starfa hjá Fríversl- unarsamtökum Evrópu (EFTA). Morgunblaðið/Einar Falur Tilfæringar Nokkrar mannabreyt- ingar verða í utanríkisþjónustunni. Breytingar í utanríkis- þjónustu Tveir sendiherrar munu láta af störfum Í VIKUNNI hófust framkvæmdir við byggingu tæplega 1.400 fermetra geymsluhúss Samgöngu- minjasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum. Húsið nýja leysir úr brýnni þörf safnsins fyrir geymslu- húsnæði og skapar sömuleiðis möguleika á því að skipta út einstaka munum fyrir aðra sem gera ætti sýningarhald fjölbreyttara, en í samgöngu- safninu má meðal annars sjá vinnuvélar, tal- stöðvar og bíla, auk þess sem sögu og starfi björgunarsveitanna eru gerð sérstök skil. Sökkl- ar verða steyptir í vetur og húsið svo reist næsta sumar. Allt verður unnið á staðnum en hugsunin með því er að skapa sem mesta vinnu fyrir þá sem að þessum framkvæmdum koma, sem eru allt heimamenn undir Eyjafjöllum. Stækka Samgönguminjasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum Morgunblaðið/RAX Geymsla fyrir gullmolana CATALINA Mikue Ncogo neitaði sök þegar op- inbert mál gegn henni var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Bornar eru sakir á hana um að hafa stundað mansal, hótanir og nauðung þegar hún notfærði sér útlenda konu kynferðislega. Einn- ig að hafa haft atvinnu eða viðurværi sitt af vændi. Catalinu er gefið að sök að hafa fengið útlenda konu til landsins með ólögmætum blekkingum í júní 2008. Það gerði hún undir því yfirskini að kon- an væri að koma hingað í frí. Hún hýsti konuna á tveimur stöðum í Hafnarfirði og neyddi hana til að stunda vændi með líflátshótunum, líkamsmeiðing- um og því að taka af henni föt og skilríki. Catalina er einnig ákærð fyrir að hafa haft at- vinnu eða viðurværi af vændi ofangreindrar konu og fleiri kvenna á árunum 2008-2009. Þá hafði hún milligöngu um að fjöldi manna hafði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar gegn 20-25 þús- und króna greiðslu. Catalina leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í Hafnarfirði og Reykjavík undir vændið. Þá lét Catalina taka myndir af umræddum konum og auglýsti vændi þeirra á vefsíðum. Íslenskur karlmaður er ákærður fyrir hlutdeild í brotum Catalinu með því að hafa uppfært auglýs- ingar um vændið á vefsíðum og að hafa tekið ljós- myndir af konunum. Fyrir það þáði hann peninga frá Catalinu. Hann neitaði sök. Þrír brotaþolar gerðu kröfu um miskabætur frá Catalinu, að upphæð 800 þúsund krónur hver. Ca- talina hafnaði bótakröfunum. gudni@mbl.is Kona ákærð um hórmang og mansal neitaði sök fyrir dómi Þrír brotaþolar ákærðu krefjast miskabóta upp á 800.000 krónur hver Í HNOTSKURN »Catalina var handtekin vegna grunsum vændisstarfsemi í febrúar síðast- liðnum. Þá lék grunur á að hún hefði gert út konur um nokkurn tíma og hafði verið fylgst með konunni og starfsemi hennar. Hún var síðar úrskurðuð í farbann. »Aðalmeðferð málsins hefst 20. októbernæstkomandi. Einn brotaþola mun hafa óskað eftir lokuðu þinghaldi og verður tek- in afstaða til þess síðar. Enn er leitað upp- runa nýlegra sýk- inga vegna E. coli Haraldur Briem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.