Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 18

Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is TOGARINN Lómur II hefur legið í Kópavogshöfn síðan í júní í fyrra. Rafmagn hefur nú verið tekið af skip- inu vegna vangoldinna hafnargjalda, en skuldin nemur um hálfri annarri milljón. Hætta er á að skemmdir verði á skipinu í vetrarkuldum, en það er mjög skuldsett. Í fyrrahaust virtust samningar um sölu skipsins vera klárir en þá hrundi bankakerfið. Guðmundur Svavarsson útgerðar- maður, segir að í fyrrasumar hafi bil- un orðið í vél skipsins samhliða því að olíuverð hækkaði upp úr öllu valdi. Landsbankinn, sem var viðskipta- banki hans, fann síðsumars kaupanda að skipinu í Kanada og var kaupverð- ið um 320 milljónir króna. Lán sem hvíldu á skipinu, alls um 170 milljónir, áttu að fylgja með skip- inu og Landsbankinn ætlaði jafn- framt að fjármagna kaupendur. „Síð- an dróst að ganga frá þessu eins og gengur og síðan einfaldlega hrundi bankinn yfir skipið og þar með þessi viðskipti,“ segir Guðmundur Svav- arsson um sína hlið á málinu. Hann segir að nú séu lánin sem hvíli á skipinu komin í tæplega 300 milljónir vegna gengisbreytinga, við- skiptin við Kanadamennina séu löngu fyrir bí og það sé alveg á mörkum að hægt sé að selja skipið upp í skuldir, finnist þá kaupandi. Lómurinn hefur í tíu ár verið skráður í Tallinn í Eist- landi og sótti rækju á Enginn hefði hagnast meira en bankinn Guðmundur segir að hann hefði viljað halda til veiða í janúar. „Ef bankinn hefði greitt fyrir því hefði skipið verið búið að veiða fyrir meira en hálfan milljarð í ár og enginn hefði hagnast meira á því en bankinn,“ seg- ir Guðmundur. Hann segist líka hafa verið með verkefni í Grænlandi, en bankinn hafi fryst allt slíkt. Lómur II er um fimmtíu ára gam- alt skip, en það hefur verið mikið endurbyggt frá kili og upp úr. Síðast í Póllandi árið 2005 er nýtt stál var sett í dekkið. Skipið fór mest átta túra á ári og aflaði yfir þrjú þúsund tonna. Eftir hvern túr var landað yfir 400 tonnum af frystum afurðum. Sjálfur segist Guðmundur vera búinn að leggja 150 milljónir króna með skip- inu og hluti af skuldunum var tryggð- ur með bakveði í öðrum eignum hans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogshöfn Lómur hefur verið bundinn við bryggju síðan í júní í fyrra. Nú hefur rafmagn verið tekið af skipinu. Hrunið lenti á Lómnum  Búið var að selja skipið í fyrra  Viðskiptin fyrir bí og skuldir safnast upp  Skráð í Tallinn og sótti rækju á Flæmska hattinn Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Miklar vonir eru bundn- ar við menntasetur á Þórshöfn. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra opnaði setrið með form- legum hætti. Meðal viðstaddra voru Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra, starfsfólk Þekkingarset- urs Þingeyinga og Framhaldsskól- ans á Laugum auk heimamanna. Menntasetrið er staðsett í við- byggingu félagsheimilisins og er samstarfs- og þróunarverkefni Langanesbyggðar, Þekkingarseturs Þingeyinga og Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal. Með mennta- setrinu opnast nýir menntunar- möguleikar fyrir íbúa í Langanes- byggð en Þekkingarsetur Þing- eyinga er þar einnig með nýja starfsstöð og verkefnastjóra, Grétu B. Jóhannesdóttur. Þekkingarsetrið mun standa fyrir námskeiðum, há- skóla- og rannsóknarþjónustu og ýmsir möguleikar eru í boði fyrir fyrirtæki og einstaklinga til sam- starfs eða aðstoðar vegna verkefna og annarra hugmynda, að sögn Grétu. Öflug nettenging brúar einn- ig fjarlægðir og býður upp á mögu- leika til stærri fjarfunda og nám- skeiða, sem um leið sparar þeim sem nýta sér það umtalsverðan ferða- kostnað. Framhaldsnám í heimabyggð Stærsti áfanginn í huga margra er þó sá að á menntasetrinu hefur verið opnuð deild frá Framhaldsskólanum á Laugum þar sem nemar á fyrsta ári stunda nú framhaldsnám sitt í heimabyggðinni. Valgerður Gunn- arsdóttir, skólameistari á Laugum, greindi frá aðdraganda þess að Þórs- hafnardeildin var stofnuð en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Sagðist hún hafa fulla trú á því að framhald yrði á verkefninu og starfið hingað til lofi mjög góðu. Heimafólk bindur vonir við það að fyrsta árið sé aðeins byrjunin og núverandi nem- endur framhaldsdeildarinnar geti einnig sinnt næsta námsári hér heima. Það hefur alltaf verið mik- ilvægt að unglingar geti sinnt námi sínu í heimabyggð í stað þess að þurfa að fara að heiman með þeim mikla tilkostnaði sem því fylgir, auk þess sem hætturnar leynast víða, eins og kom fram í máli Valgerðar. Ráðherrarnir Katrín og Stein- grímur tóku undir þá skoðun og sagði Steingrímur það m.a. stuðla að bættum búsetuskilyrðum ef nem- endur gætu stundað framhaldsnám sitt fyrstu tvö árin á heimaslóðum jafnframt því að það sé í raun hluti af mannréttindum að eiga þess kost. Sex nemendur í Langanesbyggð eru nú við nám í Þórshafnardeild Framhaldsskólans á Laugum í dag- skóla undir handleiðslu verkefn- isstjóra síns, Önnu Þorsteinsdóttur, en eina viku í mánuði fara bæði nem- endur og verkefnisstjóri í Lauga- skóla og ganga þar inn í skólastarfið, svo þarna er bæði um að ræða stað- og fjarnám. Þessi nýja framhalds- skóladeild á Þórshöfn vekur upp spurningar um kostnað hins op- inbera vegna þess en vissulega er hann einhver, þó ekki stórvægilegur þar sem á móti koma kostnaðarliðir sem falla út. Binda miklar vonir við menntasetur á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðard Fagna nýju Menntasetri Ráðherrarnir tveir fagna ásamt starfsfólki. Málefni útgerðar Lómsins ll eru til meðferðar hjá Skilanefnd Landsbankans. Páll Benedikts- son, upplýsingafulltrúi, sagði í gær að málið væri í eðlilegu ferli og sagðist ekki tjá sig um það efnislega fyrr en einhver niður- staða fengist. Hann sagðist hafna því að málið hefði tekið óeðlilega langan tíma, það hefði verið í gamla bankanum og væri flókið viðfangs. Í eðlilegu ferli – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður: Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna. Góðir skór fyrir veturinn. Húfur, vettlingar, treflar, lopapeysur og fl. Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra húð. Flensuundirbúningur, lýsi, vítamín og fl. Ferðalög erlendis. Vetrarferðir innanlands. Bækur á köldum vetrardögum. Námskeið og tómstundir í vetur. Heitir pottar og sundlaugar góð afslöppun Bíllinn tekinn í gegn. Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying. Útilýsingar – góð ljós í myrkrinu. Þjófavörn fyrir heimili og sumarbústaði. Mataruppskriftir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 23. október. Vertu viðbúinn vetrinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.