Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÁKVARÐANIR um kaup á skuldabréfum út úr peningamark- aðssjóðum fyrir samtals 83,3 millj- arða króna áður en sjóðfélagar, þ.e. eigendur hlutdeildarskírteina, fengu greitt út úr sjóðunum voru teknar af bráðabirgðastjórnum nýju ríkisbank- anna, Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Samtals fóru 63 milljarðar hjá Landsbankanum í að kaupa bréf úr peningamarkaðssjóði bankans, 12,6 milljarðar hjá Íslandsbanka og 7,8 milljarðar hjá Kaupþingi. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hafa Landsbankinn og Íslands- banki afskrifað um 50 milljarða króna vegna uppkaupa þeirra á bréfum úr peningamarkaðssjóðum sem bank- arnir ráku. Ekki hafa fengist upplýs- ingar frá Kaupþingi um hversu mikið hefur verið afskrifað. Allt útlit er fyrir að það verði eig- endur ríkisbankanna, þ.e. skattgreið- endur, sem beri tjónið vegna þessa. Landsbankinn hefur afskrifað um 40 milljarða króna af þeim 63 millj- örðum króna sem bankinn greiddi fyrir bréfin. Íslandsbanki hefur af- skrifað tíu milljarða af þeim 12,6 milljörðum sem fóru í að kaupa skuldabréf úr Sjóði 9. Um er að ræða kaup á skuldabréfum þegar bankinn var orðinn ríkisbanki og eru kaup á skuldabréfum FL Group/Stoða, sem áttu sér stað í tíð fyrri stjórnar, ekki inni í þeirri tölu. Skipuðu bráðabirgðastjórnir Áður en stjórnir ríkisbankanna tóku við eftir setningu neyðarlaganna voru sérstakar bráðabirgðastjórnir settar yfir bankana í október 2008 af Björgvini G. Sigurðssyni, þáverandi viðskiptaráðherra, og Árna Mathie- sen, þáverandi fjármálaráðherra. Voru þessar bráðabirgðastjórnir að mestu skipaðar embættismönnum úr ráðuneytum. Þeir sem báru í reynd ábyrgð á því að skuldabréf voru keypt úr peningamarkaðssjóðunum voru bankastjórar bankanna, stjórn- armenn í bráðabirgðastjórnum bank- anna og ráðherrarnir sem skipuðu þessar sömu stjórnir. Elín Sigfús- dóttir var bankastjóri Landsbankans á þessum tíma og Birna Einarsdóttir stýrði Íslandsbanka, sem hún stýrir enn. Formennirnir embættismenn Formaður bráðabirgðastjórnar Nýja Landsbankans var Þórhallur Arason, skrifstofustjóri eigna- og fjárreiðuskrifstofu í fjármálaráðu- neytinu. Þóra M. Hjaltested, lögfræð- ingur í viðskiptaráðuneytinu, var stjórnarformaður bráðabirgða- stjórnar Íslandsbanka. Þóra M. Hjaltested vildi ekki svara spurningum Morgunblaðsins símleið- is í gær. Ekki barst síðan frá henni svar við skriflegri fyrirspurn um mögulega ábyrgð bráðabirgða- stjórnar Glitnis banka. Ekki náðist í Þórhall Arason í gær. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur rannsóknarnefnd Alþingis kallað sérstaklega eftir upp- lýsingum frá bönkunum um rekstur peningamarkaðssjóðanna. Má því bú- ast við að einhver hluti skýrslu nefnd- arinnar fjalli sérstaklega um málefni sjóðanna. Almenningur borgar vegna ákvarðana embættismanna Tap vegna kaupa á skuldabréfum lendir á skattgreiðendum Á endanum eru það eigendur rík- isbankanna, þ.e. skattgreið- endur, sem borga brúsann vegna þeirra 50 milljarða króna sem þarf að afskrifa vegna kaupa á bréfum úr peningamarkaðs- sjóðum í október 2008. Árni Mathiesen Þórhallur Arason Elín Sigfúsdóttir Þau báru ábyrgð Landsbankinn Þóra Margrét Hjaltested Birna Einarsdóttir Glitnir/Íslandsbanki Björgvin G. Sigurðsson ÞETTA HELST ... ● Velta með hlutabréf í Kauphöllinni í gær var 218 milljónir króna. Alls voru viðskipti með bréf Össurar fyrir 144,5 milljónir króna og lækkuðu bréf félags- ins um 2,04 prósent. Velta með bréf Marels var 65,3 milljónir króna og lækk- uðu bréf félagsins um 1,37 prósent. Skuldabréfaveltan var einnig þó- nokkur eða 13,7 milljarðar króna. thorbjorn@mbl.is Velta með hlutabréf 218 milljónir króna í gær ● ENGAR breyt- ingar verða gerðar á stýrivöxtum Seðlabanka Evrópu en þeir eru 1% og hafa aldrei verið jafn lágir. Fyrr í dag var tilkynnt um að stýrivextir Eng- landsbanka yrðu áfram 0,5%. Ákvarðanir seðlabankanna undirstrika þá óvissu sem enn ríkir um ástand efnahagsmála í álfunni. Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóri Evrópu, varaði í gær við því að vegurinn framundan væri holóttur. Ef miðað er við síðustu tólf mánuði er 0,3% verðhjöðnun á evrusvæðinu, en seðlabankinn er með 2% verðbólgu- markmið. bjarni@mbl.is Óbreyttir stýrivextir í Evrópu og Bretlandi Jean-Claude Trichet ● Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á yfirtöku Landsbankans á Teymi, móðurfélagi Vodafone, Tals, EJS, Skýrr o.fl. félaga. Telst yfirtakan á Teymi vera samruni Vestia, dótturfélags Landsbankans, og Teymis í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Segir í úrskurði Samkeppniseftirlitsins að Vestia og Teymi séu ekki keppinautar, né sé um að ræða lóðréttan samruna milli þess- ara fyrirtækja. Því sé ekki um það að ræða að starfsemi þessara fyrirtækja skarist með beinum hætti. Þá fær Samkeppniseftirlitið ekki heldur séð að skaðleg samsteypuáhrif geti leitt af samrunanum. thorbjorn@mbl.is Gefur grænt ljós á yfirtökuna á Teymi ● Samkeppniseftirlitið hefur með nýj- um úrskurði sínum sett ákveðin skil- yrði fyrir yfirtöku Íslandsbanka á 42 prósent eignarhlut í Icelandair Group, en Samkeppniseftirlitið lítur svo á að um samruna sé að ræða í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftir- litið telur ekki að ógilda þurfi samrun- ann en m.a er þess krafist að Íslands- banki tryggi að viðkvæmar upplýsingar sem bankinn búi yfir um keppinauta og viðskiptavini Icelandair berist ekki til fyrirtækja innan samstæðunnar. Ís- landsbanki skal jafnframt ekki grípa til neinna ráðstafana sem með beinum eða óbeinum hætti er ætlað að hafa áhrif á viðskiptakjör fyrirtækja, sem er í eigu bankans að hluta eða öllu leyti, sem selja Icelandair vörur eða þjón- ustu. thorbjorn@mbl.is Setur vissi skilyrði fyrir yfirtöku á Icelandair HAGAR hf., móðurfélag Hagkaupa, Bónuss, 10-11 o.fl. verslana, hafa undirritað drög að samkomulagi við Nýja Kaupþing og Landsbank- ann um endurfjármögnun félagsins með fyrirvara um áreiðanleika- könnun og samþykki lánanefnda bankanna. Um er að ræða endurfjármögnun á skuldabréfaflokki sem er á gjald- daga hinn 19. október næstkom- andi. „Skuldabréfaflokkurinn var upphaflega sjö milljarðar og er milli tíu og ellefu milljarðar króna uppreiknaður,“ segir Finnur Árna- son, forstjóri Haga. Að sögn Finns eru skuldabréfin fjármögnuð með lánum frá bönkunum tveimur og skiptast þau tiltöluega jafnt á milli þeirra. „Megnið af langtíma- fjármögnun fyrirtækisins var um- ræddur skuldabréfaflokkur,“ segir Finnur. Ekki er um að ræða endur- fjármögnun móðurfélags Haga, 1998 ehf., en það félag skuldar Nýja Kaupþingi um þrjátíu milljarða króna vegna kaupa á Högum frá Baugi Group í júlí 2008. 1998 ehf. á 95,7 prósent hlut í Högum en félag- ið er dótturfélag Gaums sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. thorbjorn@mbl.is Hagar fyrir horn Ná samkomulagi við Landsbankann og Nýja Kaupþing um endurfjármögnun Morgunblaðið/Sverrir Hagkaup Hagar hafa skrifað undir drög að fjármögnun skuldabréfa. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Peningamarkaðssjóðum viðskipta- bankanna, Landsbankans, Glitnis og Kaupþings, var heimilt að binda meira en tíu prósent af eignum sínum í skuldabréfum útgefnum af sama að- ila. Í frétt Viðskiptablaðs Morgun- blaðsins í gær kom fram að sjóðunum væri þetta óheimilt. Það er rangt. „Fjárfestingarsjóðum er heimilt að binda allt að 20% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðs- skjölum útgefnum af sama útgefanda. Þó er heimilt að binda allt að 35% af eignum sjóðs í skráðum verðbréfum í kauphöll og peningamarkaðsskjölum útgefnum af sama útgefanda enda sé fjárfesting yfir 20% aðeins í einum út- gefanda,“ segir í lögum um verð- bréfa- og fjárfestingarsjóði. Peninga- markaðssjóðir voru skilgreindir sem fjárfestingarsjóðir. „Ekki var því um brot á lögum um fjárfestingarheimildir að ræða eins og haldið er fram í fréttinni,“ segir í yfirlýsingu sem Landsvaki, rekstrar- félag sjóða Landsbankans, sendi frá sér í gær. Sigurður G. Valgeirsson, upplýs- ingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins sendi líka inn yfirlýsingu í kjölfar fréttar- innar: „Blaðamaður Morgunblaðsins hafði réttilega eftir mér í gær að rannsóknir Fjármálaeftirlitsins á peningamarkaðssjóðum stæðu enn yfir og að vonandi væri niðurstaðna að vænta á næstu vikum. Ég vil þó taka fram að þetta var almennt svar við spurningu um hvað væri að frétta af rannsóknum á peningamarkaðs- sjóðum en sneri ekki að fjárfestingum þeirra eins og mögulega má skilja af lestri greinarinnar,“ segir í yfirlýs- ingunni. Þá er ítrekað að aðrar upp- lýsingar í fréttinni komi ekki frá FME. Sjóðir innan lagaheimilda Mega binda 20% eigna í einum aðila Löglegt Bönkunum var heimilt að binda meira en 10 prósent í skulda- bréfum sama útgefanda. ÁKVÖRÐUN um að taka tillit til vaxtagjalda í þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins vegna ábyrgðar íslenska ríkisins á Icesave- reikningum var tekin skömmu fyrir birtingu spárinnar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafði ekki verið tekin ákvörðun um málið þegar vorspá fjármálaráðuneytisins kom út í maí. Var það bæði vegna óvissu um úr- slit Icesave-málsins og einnig vegna þess að önnur mál þóttu brýnni. Þá settu kosningarnar í apríl strik í reikninginn. Eins og margoft hefur komið fram mun íslenska ríkið ábyrgjast skuld tryggingasjóðs innstæðueig- enda við hollenska og breska ríkið, en greiðslur eiga ekki að hefjast fyrr en eftir sjö ár. Þá munu eignir gamla Lands- bankans ganga upp í skuldirnar. Vextir af hollensku og bresku lán- unum til sjóðsins eru hins vegar ekki forgangskröfur í þrotabú bankans og munu þær því að öllum líkindum lenda á sjóðnum og þar með íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að sjóðurinn muni ekki þurfa að greiða af lánunum fyrr en eftir sjö ár þótti rétt að gera ráð fyrir þessum vaxtagreiðslum og áhrifum þeirra á ríkisreikninginn í þjóðhagsspánni. Hins vegar sé ekki útséð um hvort greiðslurnar verði færðar sem vaxtagjöld eða framlög til tryggingasjóðsins. Ekki hefur enn verið gert ráð fyrir þeim í frumvarpi til fjárlaga. Einn heimildarmaður Morgun- blaðsins innan stjórnkerfisins segir að heppilegast sé að hefjast þú þeg- ar handa við að safna fénu saman því á endanum muni koma að skuldadögum. bjarni@mbl.is Taka þurfti tillit til vaxta ● LÁNASJÓÐUR sveitarfélaga hefur ákveðið að efna til skuldabréfaútboðs á bréfum sem verða á gjalddaga árið 2024. Er gert ráð fyrir því að tilboðum verði tekið fyrir allt að 500 milljónum króna að nafnvirði, en upphæðin gæti þó orðið hærri eða lægri. Lánasjóðurinn er í eigu sveitarfélag- anna og hefur það hlutverk að lána ein- stökum sveitarfélögum lán eða ábyrgðir á lánum. Þá er sjóðnum ætlað að hafa áhrif á kjör, sem sveitarfélögum bjóðast frá öðrum lánveitendum með því að skapa samkeppni. bjarni@mbl.is Lánasjóður býður skuldabréf til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.