Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 22
milli kl. 10 og 13 með börn sín sem eru að stíga sín
fyrstu skref í íþróttinni. Þá geta þau lært á hjóla-
bretti í friði og fengið leiðsögn.
Hjólabrettagarður Reykjavíkur er opinn milli
kl. 17 og 22 alla virka daga og um helgar
frá 13-18. Aðgangseyrir er 500 kr. en
meðlimir í félaginu geta keypt
mánaðarkort og þá kostar
skiptið 390 kr. Hægt er
að afla sér upplýsinga
um allt sem er að
gerast í Bretta-
félagi Reykjavíkur
og Snjóbretta-
sambandi Íslands
inn á brettafelag.is.
H
jólabrettagarður Reykjavíkur var opnaður
aftur síðasta laugardag eftir sumarlokun.
Garðurinn er við Loftkastalann í Héðins-
húsinu en hann er á vegum Brettafélags
Reykjavíkur. „Fólkið sem mætir er allt frá
grunnskólakrökkum upp í menntaða tannlækna og
markaðsfræðinga,“ segir Ingólfur Már Olsen, með-
limur í stjórn Brettafélagsins.
Ingólfur segir að garðurinn hafi verið starfræktur í
mörg ár á hinum og þessum stöðum. Félagið fékk af-
hent húsnæðið í Héðinshúsinu þarsíðasta sumar og við
tók mikil smíðavinna og endurbætur. Garðurinn var
opnaður í febrúar sl., hjólabrettaunnendum til mikillar
ánægju, en að sögn Ingólfs hefur alltaf vantað al-
mennilega aðstöðu fyrir fólk sem vill renna sér innan-
dyra.
ÍTR styrkir Brettafélagið sem nemur kostnaði við
leigu og rafmagn en öll smíðavinna er unnin í sjálf-
boðavinnu. „Áður en við gátum opnað garðinn sl. febr-
úar vorum við í sjálfboðavinnu 2-3 sinnum í viku í fjóra
mánuði,“ segir Ingólfur og enn er smíðavinnunni ekki
lokið því eftir er að leggja lokahönd á stærsta ramp-
pallinn sem Ingólfur segir alla bíða eftir. Vonast er til
að hann verði tilbúinn fyrir jól en vinnan við hann hef-
ur tafist vegna þess hve byggingarefni er dýrt.
Eins og fyrr segir var garðurinn lokaður í sumar. „Á
sumrin er fólk meira úti að leika sér og það tekur því
ekki að reyna að reka húsnæði þegar svo fáir nýta að-
stöðuna. Það stendur hinsvegar til að reyna að gera
eitthvað með garðinn á sumrin, t.d. halda þar leikja-
námskeið fyrir krakka sem hafa gaman af öðru en
boltaíþróttum.“
Til stendur að vera með „old boys“-kvöld, fyrir 25
ára og eldri, einu sinni í viku í brettagarðinum. Þá geta
foreldrar komið á laugardags- og sunnudagsmorgnum
Á ferð og flugi Það er
mikið líf í húsnæði Bretta-
félags Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Golli
Rúllað á römpum
í brettagarði
Kúnstir Í brettagarðinum má sjá
fólk á öllum aldri leika listir sínar.
Það er ekkert grín þegar
maður viðurkennir að mað-
ur hefur ekki gaman af
flestu því
sem aðrir
hafa gaman
af. Ég hef séð
fólk breytast í eitt
stórt spurningamerki og setja upp skrýtinn svip
þegar ég segi að mér finnist bjór bragðast eins og
skólp á bragðið (ekki það að ég hafi drukkið skólp,
en þið skiljið hvað ég meina), að ég hafi hvorki horft
á Næturvaktina né Dagvaktina (þó ég viðurkenni að
hafa smitast af „sæll!“-frasanum enda erfitt að forð-
ast það) og loks það síðasta, sem yfirleitt er erfiðast
að viðurkenna fyrir fólki, að mér finnst sumarið
ekki neitt sérstaklega skemmtileg árstíð.
Þá er það orðið opinbert. Mér finnst sumarið
ofmetið, svona svipað og áramótin og bjór, og er
fegin þegar haustið mætir í allri sinni dýrð. Þó
ástæðurnar fyrir þessari skoðun minni skipti ekki
öllu máli get ég talið nokkrar upp: Ég er ekki hrifin af miklum
hita, það er of bjart á sumrin og maður má ekki slaka á innandyra
án þess að fá samviskubit yfir því að vera ekki úti og nýta góða
veðrið, þar sem það er svo fátítt á þessu landi okkar.
Það er nánast ætlast til þess að maður eyði hverri
helgi í sumarbústað eða tjaldi, ferðist út á land, klífi
fjöll, fari í göngur og eyði hverri sólarstund í sund-
laug svo fæturnir breytast næstum í sporð og tálkn
byrja að myndast í andlitinu.
Það sem skiptir hinsvegar máli er að fólk nánast
sættir sig ekki við þessa skoðun mína og tekur
ástæðurnar ekki gildar (m.a.s. við skrif þessa pistils
var ég vænd um að vera „klikkuð“ og afstaða mín
sögð „sjúk“!). Það myndi gleðja mig mikið ef fólk
hætti að spyrja mig hvort ég vildi ekki vera frekar
úti, þegar ég segist vilja vera inni, hvort ég vilji
ekki verða brún, þegar mig langar ekki í sund,
eða hví ég ætli ekki úr bænum, þegar ég vil halda
mig heima. Maður er nú einu sinni orðinn fullorð-
inn, ef mig langaði að gera eitthvað þá væri ég full-
komlega fær það. Og hananú!
HeimurYlfu
’Mér finnst sum-arið ofmetið,
svona svipað og
áramótin og bjór
22 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
Annað kvöld ætlar hópur af dubstep
tónlistarmönnum og plötusnúðum að
halda opnunarpartí fyrir heimasíðuna
Dubstep.is á Akranesi. Plötusnúð-
arnir Maggi B, Gunni Ewok og Árni
Skeng ásamt ofurhljóðkerfi sjá um að
halda partíinu gangandi og fólkinu
sveittu fram til 4 um nóttina.
Að sögn Árna Skeng er dubstep
tónlistarstefna frá London sem hefur
verið að þróast hratt á seinustu fimm
árum og er nú í dag orðin mjög vin-
sæl meðal ungmenna hér á landi. Auk
þess að halda úti heimasíðunni ætla
þeir félagarnir í vetur að gefa tónlist
og halda klúbbakvöld víðsvegar um
landið.
Rúta ferjar mannskapinn upp á
Skaga um kl. 22 og kostar 1.000 kr. í
hana, fram og tilbaka. Ballið byrjar
svo kl. 23 og kostar 500 kr. inn. Ald-
urstakmark er 18 ár.
Dubstep partí á Akranesi
Lofa sveittu
dubstep partíi
Alice In Chains Tribute tónleikar
verða haldnir í kvöld á Sódóma
Reykjavík. Um söng sjá Jens Ólafsson
(Brain Police) og Kristófer Jensson
(Lights on the Highway), á gítar eru
Franz Gunnarsson (Dr. Spock), Bjarni
Þór Jensson (Cliff Clavin) og Emil
Rafn Jónsson, Þórhallur Stefánsson
(Lights on the Highway) sér um
trommusláttinn og Jón Svanur
Sveinsson (Númer Núll) plokkar
bassann.
Þá munu einnig troða upp hljóm-
sveitirnar Hoffman, Cliff Clavin og
Shogun. Húsið opnar kl. 21 en tón-
leikarnir hefjast kl. 22:30. Miðar
kosta 1.500 kr. í forsölu í versluninni
Havarí í Austurstræti en 2.000 kr. að-
gangseyrir sé borgað í hurðinni. Að-
göngumiðinn á þessa tónleikaveislu
er í senn happdrættismiði. Aldurs-
takmark er 18 ár.
Tribute tónleikar á Sódómu
Rokka eins og
Alice in Chains
Læknirinn David
Henry tekur á
móti tvíburunum
sínum, dreng og
stúlku. Hann
fagnar heil-
brigðum syni en
bregður illilega
þegar hann sér að
stúlkan er með
Downsheilkenni.
Semsagt gallað
eintak af manneskju, telur læknirinn.
Til að hlífa konu sinni við áfallinu tek-
ur hann þann kost að segja henni að
dóttir þeirra hafi dáið. Dóttirin elst
síðan upp annars staðar.
Dóttir myndasmiðsins eftir Kim
Edwards er dramatískt en um leið
einkar læsilegt verk um afdrifaríka
ákvörðun sem leiðir ekki til góðs. Bók
sem vekur ótal siðferðilegar spurn-
ingar hjá lesandanum.
Þessi fyrsta skáldsaga höfund-
arins rataði á metsölulista New York
Times og hlaut lesendaverðlaun í
Bretlandi á síðasta ári.
kolbrun@mbl.is
Bækur
Gallað eintak
af manneskju?
Áhugaverð bók.
Hvað viltu lesa? Sendu okkur
tölvupóst á daglegtlif@mbl.is