Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Það er svomargt, efað er gáð,
sem um er þörf
að ræða. Þessi
sönglína á svo
sem við á öllum tímum en
þörfin er þó ríkari nú en
endranær. En þá bregður
svo við að pukrið hefur
aldrei verið annað eins. Það
lítur helst út fyrir að pukrið
sé pólitísk lífsskoðun þeirra
sem lofuðu gegnsæi og ær-
legri upplýsingagjöf til al-
mennings í upphafi ferils
síns.
Icesave-málið er graf-
alvarlegt mál. En pukrið í
kringum það hefur gert illt
verra, alið á tortryggni og
eyðilagt upplýsta umræðu,
sem er þó brýnni en nokkru
sinni. Á meðan á samninga-
ferlinu stóð var ekkert vitað
hvað fram fór. Samninga-
menn, sem enginn vissi
hvernig voru valdir eða
hvaða umboð höfðu, þreif-
uðu aldrei á viðhorfum
stjórnarandstöðu eða upp-
lýstu hana um eitt eða neitt.
Þegar samningaferlinu var
lokið með fullkominni upp-
gjöf var því haldið fram að
samningslok væru langt
undan. Daginn eftir var
sagt að samningar lægju
fyrir! Þó mætti ekki segja
þingi og þjóð frá hvað í
þeim fælist því Bretar og
Hollendingar bönnuðu það!
Síðar kom á daginn að sú
fullyrðing var ósönn.
Fjöldi gagna fékkst ekki
fram nema með úrtölum og
allt of seint og sum hafa
aldrei verið birt. Tor-
tryggni óx því dag frá degi
og grunsemdir vöknuðu um
að ekki væri allt með felldu.
Fjármálaráðherrann, sem
hafði sagt að „frábærir
samningar“ væru í burð-
arliðnum gældi við að fá
ríkisábyrgð samþykkta við
samninginn óséðan. Sjálf-
sagt hefur það ekki þótt
óeðlilegt því þingflokks-
formaður vinstri grænna
hefur upplýst að rík-
isstjórnin hafi sjálf sam-
þykkt þá án þess að líta á
þá! Og nú er Steingrímur J.
kominn frá Tyrklandi og
spunameistarar ráðuneyt-
isins segja að hann hafi átt
20 fundi með hinum og
þessum, þar á meðal æðstu
mönnum AGS og fjár-
málaráðherrum andstæð-
inganna í Icesave-málinu.
Það er ágætt að ráðuneytið
sýnir að það kann að telja
upp á tuttugu, sem svo sem
var ekki efast um, en hvað
sögðu menn? Og
hvað sagði Stein-
grímur við sína
viðmælendur?
Hann hlýtur að
hafa greint þeim
frá því að hvorki þing né
þjóð vildu samþykkja hinn
„frábæra“ samning. Það er
sjálfsagt snúið að rökstyðja
að fólkið manns frábiðji sér
frábæra samninga! En nú
verður pukrinu að ljúka.
Það verður að upplýsa hvað
fór fram á þessum fundum.
Utanríkismálanefnd verður
þegar í stað að fá að sjá
fundargerðir og minnisblöð
frá þeim því frásagnir ráð-
herrans eru þokukenndar
og yfirborðslegar og mjög
ótrúverðugar. Við bætist að
sporin þeirra Indriða
hræða.
Steingrímur vildi láta
þjóðina ábyrgjast nauða-
samningana óbreytta og
skilyrðislaust. Þegar hann
komst ekki upp með það
sagði hann að fyrirvarar Al-
þingis væru til bóta og rúm-
uðust innan samninganna.
Þegar Bretar og Hollend-
ingar voru á öðru máli lypp-
aðist kappinn niður. Þá var
síðasta úrræðið að koma
heim aftur og kyssa Ög-
mund! Minnti óneitanlega á
annan koss og frægari.
Enn segir fjármálaráð-
herrann að ekki megi segja
frá sjónarmiðum Breta og
Hollendinga. Þeir banni
það. Sú fullyrðing reyndist
röng síðast. Ekki megi
segja frá samtölum við
Rússa. Þeir banni það! Og
það virðist heldur ekki
mega segja frá samtölum
við forystu AGS og ekki
heldur við fjármálaráðherra
Breta og Hollendinga. Hver
bannar það? Framkoma
fjármálaráðuneytisins í
þessu mikla hagsmunamáli
þjóðarinnar er ámælisverð í
ótal atriðum. En þó er
pukrið og læðupokahátt-
urinn verstur. Þar birtast
ótvíræð merki um að trún-
aðarmenn íslensku þjóð-
arinnar hafi vonda sam-
visku og sú tilfinning
vaknar að störf þeirra þoli
ekki dagsins ljós,.
Augljóst var á fréttum
ríkissjónvarpsins sl. mið-
vikudagskvöld að sú frétta-
stofa unir sæl í almyrkva
upplýsingaleysis. En það
gera ekki aðrir og allra síst
þjóðin. Pukrið burt. Það er
það heillaráð sem stjórn-
völd eiga að þiggja. Og
kannski er það ekki of
seint.
Hreinskilni og
gegnsæi vantar.
Því var lofað.}
Pukrið eitrar umræðuna
Líklega hafa fáir Bandaríkjaforsetar verið
jafn umdeildir og George W. Bush. Vissulega
átti maðurinn sína verjendur og stuðnings-
menn, en fjölmargir gagnrýnendur hans
lögðu mikla fæð á hann og stefnumál hans.
Var hann gagnrýndur fyrir að hafa sett á
stofn fangabúðirnar við Guantanamo á Kúbu,
fyrir að hafa ráðist inn í Írak, fyrir að hafa
þráast við að undirrita Kyoto-bókunina og
fyrir að troða fótum skoðanir alþjóðasam-
félagsins og veikja vinabönd við aðrar þjóðir.
Þá var hann gagnrýndur fyrir að hafa við-
haldið svokallaðri „don’t ask, don’t tell“-stefnu
í bandaríska hernum. Sú stefna felur í sér að
samkynhneigt fólk getur ekki þjónað í hern-
um nema það feli kynhneigð sína.
Með kosningu Baracks Obama virtist gagn-
rýnendum Bush sem nýir tímar væru í nánd,
enda var mikið lagt upp úr hugtökunum „von“ og „breyt-
ingar“ í kosningabaráttu Obama.
Lítið hefur þó verið um efndir í mörgum helstu bar-
áttumálum Obama þrátt fyrir að demókratar hafi skot-
heldan meirihluta í báðum deildum þingsins.
Fyrsta verk hans sem forseta var að fyrirskipa lokun
búðanna við Guantanamo, en þær eru ennþá opnar og
allt útlit er fyrir að þær verði það enn um næstu áramót.
Aðalsamningamaður Bandaríkjanna í umhverfismálum
hefur sagt að ekki komi til greina að samþykkja Kyoto-
bókunina óbreytta og notaði hann við það tilefni svipuð
rök og stjórn Bush notaði á sínum tíma.
Obama reitti Pólverja og Tékka til reiði um
daginn þegar hann ákvað að hætta við upp-
byggingu eldflaugavarnakerfis í löndunum.
Ekki bætti úr skák að Pólverjar fengu að vita
af stefnubreytingunni á 70 ára afmælisdegi
innrásar Sovétríkjanna í landið.
Stjórn Obama hefur heldur betur sett í
bakkgírinn hvað varðar „don’t ask, don’t
tell“-stefnuna og sagt forsetann of önnum
kafinn til að geta gert þessa breytingu, í bili
að minnsta kosti. Þá stendur ekki til að af-
nema hina umdeildu patriot-löggjöf, sem
veitir stjórnvöldum umfangsmiklar heimildir
til að fylgjast með borgurunum.
Í kosningabaráttunni lagði Obama áherslu
á að stríðið í Afganistan væri mun mikilvæg-
ara en Íraksstríðið, enda væri þar verið að
berjast við raunverulega hryðjuverkamenn.
Sagðist hann vilja fjölga bandarískum hermönnum í
landinu og knýja fram sigur í stríði, sem nú hefur staðið
yfir í að verða átta ár. Hershöfðingjar í Bandaríkjaher
komu fyrir skömmu fram og sögðu að yrði ekkert að gert
væri raunveruleg hætta á ósigri í Afganistan. Lítið hefur
verið um viðbrögð frá forsetanum, enn sem komið er að
minnsta kosti, þótt mannfall í ár sé það mesta frá því að
stríðið hófst árið 2001. Kannski er ósanngjarnt að gagn-
rýna Obama fyrir að hafa ekki komið fleiru í verk en
raun ber vitni, en athyglisvert er hins vegar hve þöglir
þeir eru sem fyrir ári síðan gagnrýndu Bush fyrir sömu
aðgerðir og aðgerðaleysi. bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Lítið um efndir hjá Obama
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Sameining hjá sam-
göngustofnunum
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
K
ristján L. Möller hefur í
kynningum sínum á
skýrslum nefndanna
talað fyrir sameiningu
Keflavíkurflugvallar
ohf.og Flugstoða ohf. og því að koma
á fót stjórnsýslustofnun samgöngu-
mála, þar sem sameinist Umferð-
arstofa, Flugmálastjórn og stjórn-
sýsluþátturinn úr Vegagerðinni og
Siglingastofnun. Framkvæmdaþátt-
ur Vegagerðar og Siglingastofnunar
verði síðan í einni framkvæmda-
stofnun. Hugmyndin er fyrst og
fremst að bæta þjónustuna og segir
ráðherra að hann sé vongóður um að
hagræðingin hafi ekki í för með sér
uppsagnir starfsfólks, en ekki sé
hægt að útiloka neitt í þeim efnum.
Tæplega 1.200 manns starfa hjá
þessum fyrirtækjunum og stofn-
unum.
Samgönguráðherra segir að
næsta skref sé að starfshópur for-
stöðumanna stofnananna undir for-
ystu Ragnhildar Hjaltadóttur ráðu-
neytisstjóra, með áherslu á þátttöku
og samráð fulltrúa starfsmanna, taki
til starfa og sjái um nánari skilgrein-
ingu og áætlanagerð fyrir verkefnið.
Í því felist að skilgreina hlutverk
breyttra stofnana, meta hagræð-
inguna, setja fram áætlun um hvern-
ig breytingum verði hrint í fram-
kvæmd og tímasetja þær.
Kristján L. Möller leggur ríka
áherslu á að breytingarnar verði
gerðar í fullu samráði við starfs-
menn, því þar sé fólk sem hafi víð-
tæka þekkingu á málum. Þessu fólki
verði gefinn kostur á að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri og marg-
ir hafi þegar nýtt sér það, en starfs-
hópurinn fari yfir allar tillögur.
Sameining sem fyrst
Starfshópurinn sem fjallaði um
mögulega sameiningu Flugstoða og
Keflavíkurflugvallar telur rétt að
stefna að sameiningu sem fyrst og
nefnir komandi áramót í því sam-
bandi. Kristján L. Möller segir að
innan skamms verði nýtt félag stofn-
að og því sett stjórn.
Hópurinn leggur til að rekstrinum
verði skipt í flugvallarsvið, flugleið-
sögusvið og stjórnunar- og fjár-
málasvið.
Lögð er áhersla á að félagið verði
virkur þátttakandi í uppbyggingu
ferðaþjónustu í landinu. Í því sam-
bandi er bent á áður fram komnar
hugmyndir um að Keflavík-
urflugvöllur geti orðið miðstöð fyrir
Grænlandsflug og að skoðaðir verði
möguleikar á auknu samstarfi í sam-
bandi við flug til og frá Færeyjum.
Hópurinn vill afnema skatta af
starfsemi flugvalla og taka þess í
stað upp þjónustugjöld, rétt eins og
starfshópur um fjármögnun flug-
valla hefur lagt til. Gjaldtaka á flug-
völlum verði í samræmi við rekstr-
arkostnað, ríkið greiði fyrir
tilgreinda þjónustu eins og til dæmis
slökkviþjónustu, flugvernd og flug-
umferðarþjónustu, en annar rekstr-
arkostnaður greiðist með þjón-
ustugjöldum notenda.
Fram kemur að með breyttu fyr-
irkomulagi á rekstri flugvalla megi
ná niður kostnaði hins opinbera. Þá
vill hópurinn að gjaldtaka á flug-
völlum verði í samræmi við rekstr-
arkostnaðinn.
Ljósmynd/Jóhannes Tómasson
Kynning Kristján L. Möller samgönguráðherra, Gísli Gíslason, Ragnhildur
Hjaltadóttir og Sigurður Helgason á fundi hjá Flugmálastjórn í gær.
Stefnt er að breytingum á fram-
tíðarskipan samgöngustofnana
og hefur Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra kynnt tillögur
tveggja nefnda í viðkomandi
stofnunum undanfarna tvo daga.
KRISTJÁN L. Möller samgöngu-
ráðherra skipaði tvær nefndir í
byrjun líðandi árs. Annarri þeirra
var falið að meta kosti og galla þess
að sameina opinberu hlutafélögin
Flugstoðir og Keflavíkurflugvöll.
Hinni var gert að koma með til-
lögur að framtíðarskipan stofnana
samgöngumála, þ.e. Siglingastofn-
unar Íslands, Umferðarstofu og
Vegagerðar. Síðar var Flug-
málastjórn einnig tekin til skoð-
unar í nefndinni.
Í nefndinni um sameiningu Flug-
stoða og Keflavíkurflugvallar voru
Jón Karl Ólafsson formaður, Mar-
grét S. Björnsson og Ólafur Nils-
son. Ólafur Nilsson var hópnum til
aðstoðar og ráðgjafar.
Í hinni nefndinni voru Gísli Gísla-
son formaður, Jóhann Antonsson,
Edda Rós Karlsdóttir og Dagný
Jónsdóttir. Sigurður H. Helgason
var verkefnastjóri.
TVEIR
HÓPAR
››