Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 25

Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 REYKJAVÍK- URBORG hleypir af stokkunum „Ljómandi borg“ í dag. Markmiðið með verkefninu er að vekja athygli almennings á fallegum stöðum og forvitnilegum tækifær- um til samveru í mið- borginni og öðrum hverf- um borgarinnar í vetur. „Ljómandi borg“ er óbeint framhald af verk- efninu „Bjarta Reykjavík“ frá því í sumar. Meginmarkmið „Björtu Reykjavíkur“ var að vekja athygli fólks á perlum í miðborginni. Grænni ásýnd Lækjartorgs, ný torg við Laugaveginn, kaffihús í Hljómskálanum og fleiri þættir úr því verkefni eru mörgum enn í fersku minni. Með verkefninu „Ljóm- andi borg“ er framtakið fært út í hverfi borgarinnar. Borgarbúar eru hvattir til að taka þátt í verkefninu í sínu eigin hverfi, m.a. með samkeppni um ljósa- skreytingar og viðburðum í sundlaug- um, á bókasöfnum, lista- söfnum og fleiri samverustöðum í hverf- um borgarinnar. Þema „Ljómandi borgar“ er ljósin í borginni, vatnið og veturinn. Lýsing verður nýtt til að vekja athygli á forvitnilegum hliðum borgarinnar, mannvirkjum og nátt- úru. Dæmi um aðra við- burði eru útsending sin- fóníutónleika á ákveðnum sundstöðum Reykjavíkurborgar, samkeppni um snjólistaverk, tónlist- arhátíð, upplýst skautasvell í miðborg- inni, útimarkaðir og kaffihús í Hljóm- skálanum á aðventunni, svo fátt eitt sé nefnt. Atburðir þessa verkefnis munu síð- an birtast borgarbúum vel undirbúnir eða óvæntir allan næsta vetur og hafa þann tilgang einan að gleðja íbúa og gera borgina okkar hlýlegri, skemmti- legri og enn betri. Kveikt verður á Friðarsúlu listakon- unnar Yoko Ono í Viðey á afmælisdegi John Lennon í dag, föstudaginn 9. október. Af því tilefni býður Yoko upp á fríar ferðir í Viðey í dag og um helgina. Ég vil nota tækifærið til að hvetja almenning til að þiggja boð Yoko um siglingu út í Viðey og tón- leika í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 22. Um leið og kveikt verður á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey fagnar Reykjavík- urborg vetrinum með því að kveikja á sama tíma hvít ljós víða um miðborg- ina og á samkomustöðum í hverfum borgarinnar. Borgarbúar eru hvattir til að taka þátt í þessum viðburði með því að kveikja á kerti eða hvítum ljós- um í nærumhverfi sínu á þessum tíma. Vonandi eiga allir eftir að finna eitt- hvað við sitt hæfi, ýmist í miðborginni eða sínu eigin hverfi í ljómandi Reykjavík í vetur. Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur » Þema „Ljómandi borgar“ er ljósin í borginni, vatnið og vet- urinn. Lýsing verður nýtt til að vekja athygli á forvitnilegum hliðum borgarinnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarstjóri. Ljómandi Reykjavík Í GÆRMORGUN hlaust mér sú upphefð að fá yfir mig skæðadrífu stak- steina Morgunblaðsins. Grjótkastarinn í Hádeg- ismóum var þó ekkert sér- lega hittinn. Efnislega er ég sakaður um að hafa hót- að þjóðinni uppsögn á EES-samningnum sam- þykki hún ekki Icesave, sem ég á víst að vera alveg hreint sérstakur áhuga- maður um að Íslendingar samþykki, að því er virðist af þeirri ástæðu að ég ku vera svo sólginn í embættismannastarf í stofnunum ESB. Allt er þetta kolrangt. Í fyrsta lagi hef ég engum hótað. Ég var inntur eft- ir því í fjölmiðlum hvað myndi gerast með EES-samninginn ef Íslendingar myndu hafna Icesave og segja sig úr efnhagsáætlun AGS. Ég svaraði sem rétt er, að þá myndi líkast til vera úti um ESB-umsóknina og að erfitt yrði að aflétta gjaldeyrishöftunum í bráð, það gæti svo aftur leitt til þess að EES- samningurinn myndi á endanum rakna upp. Þetta er samdóma álit flestra fræðimanna og til að mynda útskýrt í grein á vefsvæði mínu: eirikur.eyjan.is Ýmsir staksteinadrit- arar þessa þjóðfélags hófu auðvitað um leið að teygja, toga og rangtúlka ummæli mín og gera mér upp ann- arlegar hvatir. Ég var hins vegar einvörð- ungu að miðla þeirri þekkingu sem ég hef á evrópsku samstarfi eftir áratugs rann- sóknir á þessu app- írati, en samkvæmt staksteinum má það má víst ekki á Íslandi í dag. Sannleik- urinn er víst ekki af öllum álitinn sagna verður. Í öðru lagi hef ég frá upphafi varað við þessum árans Icesave-samningi, hroðaleg hrákasmíð þessi nauðungar- samningur. Til að mynda lagði ég strax í upphafi til að settir yrðu afgerandi fyrirvarar við þennan ólánssamning, að vísu var svo gengið allt of langt í þeim efnum og málið eyðilagt í þinginu. Í þriðja lagi hryllir mig hreinlega við þeirri tilhugsun að verða bjúrókrati í Brussel, það langar mig alls ekki. Á meðan ég má vera fræðimaður á Ísland þá vil ég það, ef ég má. Um skeið starf- aði ég sem upplýsingafulltrúi í sendi- ráði ESB í Ósló, mér leiddist og vissi um leið að ég hef engan áhuga á svo- leiðis störfum, sagði því starfi mínu lausu og flutti heim. Síðan ég ég unnið að fræðistörfum og vil halda þeim áfram, ef ég má. Í skæðadrífu Staksteina fljúga fleiri og enn furðulegri hlutir. Á einhvern undarlegan hátt tekst grjótkast- aranum í Hádegismóum að þvæla 70 óspjölluðum meyjum inn í spilið, sem ég er sagður hafa einhverja löngun til. Hvernig svarar maður eiginlega svona ummælum? Hvað er hér eiginlega á ferðinni? Þetta er ekki eina sendingin sem ég hef fengið frá Morgunblaðinu eftir að blaðamenn óskuðu eftir áliti mínu á afdrifum EES-samningsins. Seinni partinn á miðvikudag barst mér nafnlaus póstur úr netfanginu frsend- @mbl.is. Bréfritari fer fram á að ég þagni og endar reiðilestur sinn á eft- irfarandi hvatningu til mín. „Geturðu ekki bara flutt og látið okkur í friði?“ Er þetta hótun? Hver ber ábyrgð á svona póstsendingum? Eftir Eirík Bergmann » Sannleikurinn er víst ekki af öllum álitinn sagna verður. Eiríkur Bergmann Einarsson Höfundur er stjórnmálafræðingur. Hverju er verið að hóta? Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 4. október, birtist heilsu- auglýsing vegna fót- boltakeppni, sem kennd er við Visa- bikarinn. Þar stóðu tvær upplitsdjarfar konur í keppnisbún- ingum sínum, með fót- bolta á milli sín og hægri hönd á hjarta- stað. Sannarlega var ljósmyndinni ætlað að draga fram einhvers konar tilfinningaþrungna stemningu: Hafði einhver dáið? Fengu þær samtímis sting í hjartað yfir ein- hverju sem ljósmyndarinn sagði í þann mund er hann smellti af? Eða hvað á þessi handstaða eiginlega að merkja? Ekki þarf lengi að leita svara við því. Þannig er að Bandaríkjamenn leggja gjarnan hönd að hjartastað þegar þjóðsöngur þeirra er fluttur opinberlega, og gildir þá einu hvort um er að ræða íþróttakappleiki eða aðra viðburði. Þetta er falleg og ein- læg hegðun hinnar bernskulegu tröllþjóðar, sem lætur ekkert tæki- færi ónotað til að viðra þjóðernis- stolt sitt. Svo handsetning þessi er eðlileg – ef maður er Bandaríkja- maður að hlusta á „Star spangled banner“. Ég upplifði skrýtinn hlut, eitt sinn í íslenskum menntaskólabekk, þar sem ég lauk heimsókn minni með því að syngja tvö ættjarðarlög með hinum ungu Íslendingum. Svo vel tókst upp hjá okkur að kenn- arinn lagði til að við tækjum þjóð- sönginn, sem var við hæfi þar sem þetta var á Degi íslenskrar tungu. Og viti menn. Nokkrir í bekknum lögðu þegar hönd á hjartastað, svo ég spurði hvað menn héldu að þeir væru að gera. Svörin voru loðin og óljós í meira lagi, enda er erfitt að svara fyrir hegðun sem tekin er upp, ómeðvitað, úr þúsund amerísk- um bíómyndum, og engin hefð er fyrir hér á landi. Hin bernskulega þjóðerniseinlægni Ameríkana fer okkur Íslendingum ákaflega illa. Nú hlýt ég að gera ráð fyrir að íþróttahreyfingin hafi í einhverju unglingslegu meðvirkniskasti tekið upp þennan ameríska sið, án þess að spyrja sig að merkingu. Kannski finnst mönnum þetta ofboðslega flott, jafnvel töff og svolítið „eins og best gerist erlendis“, sem löngum hefur ver- ið afsökun okkar Ís- lendinga fyrir að herma eftir öðrum þjóðum, án þess að hafa hugmynd um eðli, tilgang og rætur þess sem við erum að apa eftir hugsunarlaust. Og úr því að land- liðsfreyjur eru farnar að taka upp þennan sið má fastlega reikna með að áhorfendur á leikjum hermi þetta eftir, ekki síst yngri kynslóðir, í þeirri trú að „svona eigi maður að gera“ þegar þjóðsöngurinn er flutt- ur opinberlega. Við eigum ekki margar hefðir eða siði, allra síst í tengslum við sam- komur og viðburði sem tengjast þjóðarsjálfsmynd okkar. Þeim mun meiri áherslu ættum við að leggja á að viðhalda þeim fáu en góðu hefð- um sem við þó eigum, og færa þær á milli kynslóða af jafn djúpri virð- ingu og við kennum börnum okkar íslenskar bænir eða ættjarðarljóð. Ég vil benda íþróttahreyfingunni á „pósu“ glímumanna og fim- leikaflokka, sem sjá má á mörgum ljósmyndum frá því um aldamótin 1900. Sannarlega falleg líkams- staða, er birtir hvoru tveggja: heil- brigt stolt og mannlegan virðuleika. Vegna þess að framkoma íþrótta- manna hefur mikil áhrif á ungt fólk ætti þróttahreyfingin að ráða sér siðameistara, sem gæti skipulagt hvernig keppendur í hinum ýmsu greinum beri að hegða sér, t.d. við flutning þjóðsöngsins, hvort sem er á leikjum utanlands eða innan. Ég efast ekki um að íþróttahreyfingin hafi peninga til þess, jafnvel á þess- um síðustu og verstu tímum. Að minnsta kosti ætti hún að sjá sóma sinn í því að vera ekki að stuðla að jafn afkárlegri samfélagsmengun á borð við þá sem blasti við í um- ræddri auglýsingu. Nema að hreyf- ingin sé leynt og ljóst að leggja til að við tökum upp nýjan þjóðsöng. Eftir Friðrik Erlingsson » Svo handsetning þessi er eðlileg – ef maður er Bandaríkja- maður að hlusta á „Star spangled banner“. Friðrik Erlingsson Höfundur er rithöfundur. Samfélagsmengun; óvart eða viljandi? Fagnað Kvennaskólinn og Menntaskólinn við Hamrahlíð mættust í gær í mambói á Miklatún sem eru einskonar íþróttaleikar. Hér leggur fulltrúi MH einn úr Kvennó að velli í puttastríði. Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.