Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 HRÓS mitt fær Kristján L. Möller sem viðurkenndi á síðasta ári austur á Seyðisfirði að gerð hefðu verið ein verstu mistök í samgöngu- málum Austfirðinga þegar einbreiðu Odd- skarðsgöngin sem eru með tveim litlum út- skotum voru grafin fyrir meira en þremur áratugum í 620 m hæð og teljast ólögleg samkvæmt reglum ESB og sömuleiðis vegurinn á Fjarðarheiði. Síðustu tvo áratugina hafa verið gerð nokkur jarðgöng sem eru milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, á norðanverðum Vestfjörðum, undir Hvalfjörð, Almannaskarð og milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Stigið hefur verið fyrsta skrefið til að tengja suðurfirðina enn betur við byggðakjarna Mið-Austurlands að loknum framkvæmdum við Fá- skrúðsfjarðargöngin. Lausleg um- ferðarspá sem kynnt var vegna arðsemisútreikninga á þessari leið gerði ráð fyrir að umferðin yrði um 400 bílar á dag. Annað hefur nú komið í ljós þrátt fyrir allar hrakspár sem runnið hafa út í sandinn. Meira en 1000 bílar á sól- arhring hafa farið í gegnum Fá- skrúðsfjarðargöngin sem stytt hafa vegalengdina milli Mið-Austur- lands, Fjarðabyggðar og suður- fjarðanna um 35 km. Þegar Alþingi tók ákvörðun um þessi nýju veg- göng fyrir einum áratug var talið að arðsemi þeirra myndi aukast eftir því sem unnt yrði að spara í öðrum framkvæmdum á móti. Hjá Vegagerðinni fengust þau svör að þetta hefði átt við um Breiðdals- heiði, Hvalnes-, Þvottár- og Vatt- arnesskriður og Öxi sem þykir allt- of snjóþung og illviðrasöm í 530 m hæð. Veðurhæð sem farið getur í meira en 30 metra á sekúndu og sex til tíu m djúp snjóþyngsli er vonlaust að stöðva með upp- byggðum vegi á snjóþungum svæð- um. Sama á við um enn fleiri fjall- vegi hér á landi sem geta staðið 300 til 400 metrum neðar. Sjálfgefið verður það aldrei að hálkan í brekkunni fyrir ofan brúna á Hemru hverfi með þessum heilsársvegi sem fulltrúar fortíð- arinnar taka fram yfir jarðgöng. Hér skal ósagt látið hvort snöggar veðrabreytingar eyðileggja allar tilraunir til að tryggja heils- árstengingu Djúpavogs við Egils- staði og Fljótsdalshérað með upp- byggðum Axarvegi eða ekki. Það leiðir tíminn í ljós. Öll rök mæla nú gegn því að framkvæmdir við 7,8 km löng veg- göng milli Eskifjarðar og Norð- fjarðar sem eiga að leysa af hólmi gömlu Oddskarðsgöngin geti beðið mikið lengur. Þarna verður stigið fyrsta skrefið til að rjúfa alla vetr- areinangrun Fjórðungssjúkrahúss- ins við heimamenn sem búa utan Norð- fjarðar, þótt meira þurfi til. Hugmynd sem til er í Jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar um 4,2 km löng veggöng undir Oddskarð hefur nú verið afskrifuð sem betur fer. Talað var um að þessi göng yrðu tekin úr 340 m hæð Eskifjarðarmegin og kæmu út í 300 m.y.s. í Seldal í Norðfirði. Þá hefði slysahættan af umferðinni í gegnum íbúðarhverfið á Eskifirði þrefaldast þótt vetrarsamband hefði orðið öruggara. Til stóð að veggöngin sem búið er að ákveða í stað gömlu Oddskarðsganganna yrðu 6 km löng. Ákvörðun liggur nú fyrir um að lengja göngin um 1,7 km áður en þau verða grafin vestan við nýja íbúðarhverfið á Eskifirði og úr Fannardal í Norðfirði sunnan Kirkjubóls í 10 til 20 m hæð. Skammarlegt er að fyrrverandi þingmenn Austfirðinga skuli aldrei hafa séð ástæðu til að fylgja þessu máli eftir í samgöngunefnd Alþing- is strax og framkvæmdir hófust í Vestfjarðagöngunum fyrir tæpum tveimur áratugum. Eftir stendur einn farartálmi sem mikilvægt er að losna við til að heimamenn á Egilsstöðum og Héraði fái öruggara vegasamband við Fjórðungssjúkrahúsið. Það er Fagridalur sem þykir alltof ill- viðrasamur, snjóþungur og síður en svo öruggur fyrir snjóflóðum. Í stað Mjóafjarðarganga kæmist Fjórðungssjúkrahúsið fyrr í örugg- ari heilsárstengingu við Egils- staðaflugvöll ef grafin yrðu 6 km löng jarðgöng undir Eskifjarð- arheiði sem kæmu út í Tungudal á Héraði hvort sem byggð í Mjóa- firði leggst af eða ekki. Ný Norðfjarðargöng strax Eftir Guðmund Karl Jónsson » Öll rök mæla nú gegn því að fram- kvæmdir við 7,8 km löng veggöng milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar ... geti beðið mikið leng- ur. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Stórfréttir í tölvupósti Sett upp í samstarfi við: SAGA SEM VERÐUR AÐ SEGJA! MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200, Á WWW.LEIKFELAG.IS OG Á WWW.MIDI.IS MAGNAÐ VERK EFTIR JÓN GUNNAR ÞÓRÐARSON BYGGT Á SÖNNUM ATBURÐUM. ÓTRÚLEG SAGA UM BÖRN, FÁTÆKT, VÆNDI, ÁST OG SVIK NÆSTU SÝNINGAR Fös. 09. okt. kl. 20.00 - Uppselt lau. 10. okt. kl. 20.00 - Uppselt Sun. 11. okt. kl. 20.00 - Uppselt Fim. 15. okt. kl. 20.00 - Uppselt Fös. 16. okt. kl. 20.00 - Uppselt Lau. 17. okt. kl. 20.00 - Uppselt Sun. 18. okt. kl. 20.00 - Uppselt Fim. 22. okt. kl. 20.00 - Uppselt Fös. 23. okt. kl. 20.00 - Uppselt Lau. 24. okt. kl. 20.00 - Uppselt Sun. 25. okt. kl. 20.00 - Uppselt Fös. 30. okt. kl. 20.00 - Uppselt Lau. 31. okt. kl. 20.00 - Uppselt ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.