Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 32

Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 32
32 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 ✝ Gunnar ÞórSveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 3. september 1948. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 29. sept- ember sl. Foreldrar hans voru Þóra Jó- hanna Sigurð- ardóttir og Þórður Sveinbjörn Dav- íðsson, bæði látin. Albróðir Gunnars Þórs er Sveinbjörn, systkini sammæðra eru Erla, Alma, látin, og Kristín; samfeðra Svanberg, látinn, Hrafn og Íris. Gunnar Þór kvæntist 3. sept- ember 1977 Erlu Sigríði Sveins- dóttur. Foreldrar hennar eru Anna Pála Sigurðardóttir og Sveinn Ólafsson Ormsson. Synir Gunnars Þórs og Erlu Sigríðar eru Sigurður Árni, unnusta hans er Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir, son- ur þeirra er Viktor Magni. Sonur Sig- urðar Árna og Gunnhildar Brynj- ólfsdóttur er Árni Steinn. Magnús Þór, unnusta hans er Kristjana Arnars- dóttir, þeirra sonur er Jakob Máni. Dótt- ir Gunnars Þórs er Sveinbjörg Þóra, gift Sævari Leifs- syni, börn þeirra eru Elísabet Ester, Sigurður Gunnar og Viktoría Sól. Gunnar Þór lærði húsasmíði og vann sem trésmiður, lengst af hjá Keflavíkurverktökum og Íslensk- um aðalverktökum. Útför Gunnars Þórs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 9. október, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Þegar mér bárust fregnir af láti Gunnars, míns kæra bróður, var mér bilt við, þrátt fyrir að ég ætti von á því. Ég fór að hugsa um fyrstu árin okkar sem við vorum saman það var þegar ég kom í Innri Njarðvík til að læra vélvirkjun. í Vélsmiðju Njarð- víkur þar sem pabbi var verkstjóri. Gunnar var þá að byrja í barnaskóla. Stundum var hann að stelast með Sveinbirni yngri bróður sínum niður í smiðju. Þá sendi pabbi mig með þá heim til sín því hætturnar voru alls- staðar á svona vinnustað. Hann var snemma farinn að hafa áhuga á bíl- um og vélum. Ég man eftir fyrsta sjónvarpinu sem hann eignaðist til að horfa á Kanasjónvarpið, hann vann fyrir því á verkstæðinu hjá okkur pabba. Þess vegna varð ég svolítið hissa þegar hann valdi húsasmíði er kom að því að velja framtíðarstarf. En það var rétt ákvörðun. Hann var maður sem gat gert allt sem hann vildi. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur bræðrunum, þegar við vorum að breyta og bæta. Þá var ekki spurt um hvað fæ ég í staðinn, heldur hve- nær þurfum við að vera búnir? Ég gæti talið upp óteljandi dagsverk sem hann gaf mér bæði í Njarðvík og í sumarbústaðnum sem við byggðum í Borgarfirðinum. Svo voru ferðirnar á gamla Wee- poninum með pabba í Ásbjarnar- vötn, ásamt veiðihópi úr Keflavík, al- veg ógleymanlegar, þar fékk hann óslökkvandi veiðiáhuga. Hann fékk fisk þegar aðrir gáfust upp og snéru sér að öðru. Þá sagði hann mér oft skemmtilegar veiðisögur úr ferðum með Sveini, tengdaföður sínum. Þeir áttu margar sælustundir saman Kveðjustund bræðra er erfið, ótal minningar koma fram í hugann. Minningin um góðan bróður stendur öllu ofar. Aðdáunarverð var hin mikla umhyggja sem Erla mágkona mín sýndi manni sínum í veikindum hans. Við Elín flyjum henni og allri fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðjur Hrafn Sveinbjörnsson. „Nei, Ólsi, hvað ert þú að ves- enast?“ Þetta var kveðja sem Gunni vinur minn kastaði gjarnan á mig er ég átti leið upp á skrifstofu um helg- ar eða á kvöldin þegar hann var að vinna á símanum hjá okkur. Ég er viss um að þetta verður það sem ég heyri þegar leiðir okkar liggja saman aftur síðar. Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns Gunnars Þórs Sveinbjörnssonar. Við Gunni höfum verið vinnufélag- ar í yfir þrjátíu ár. Byrjuðum að starfa saman 1975 í sjálfstæðum rekstri við smíðar ásamt félaga okk- ar Ottó G. Ólafssyni, síðan hjá Kefla- víkurverktökum og núna síðast hjá ÍAV þjónustu. Ég held að ég geti tal- að fyrir hönd okkar vinnufélaga í gegn um tíðina að ljúfari vinnufélaga var ekki hægt að hugsa sér. Það væri hægt að segja margar skemmtilegar sögur frá þessum tíma en verða ekki sagðar hér. Gunni var ávallt léttur og skemmtilegur félagi með sérstök og skemmtileg orð yfir hluti sem við vorum að vinna með. Hann stílfærði líka gjarnan á skemmtilegan hátt nöfn okkar vinnufélagana. Hann var mjög hjálpsamur og óeigingjarn þegar það átti við. Sem dæmi þegar Gunni bróðir var að gera upp æskuheimili okkar var ég að hjálpa honum, þá birtist Gunni óum- beðinn í parketið með mér. Hann hafði mjög mikinn áhuga á gömlum bílum og var langt kominn með að gera upp einn slíkan en því miður náði hann ekki að klára gripinn. Við vorum báðir með mikla jeppadellu og í þá daga var ekki hægt að kaupa breytingar í búð, þetta var mix og aftur mix, og þar var Gunni algjör- lega á heimavelli. Hann smíðaði sér forláta Willys jeppa sem hann var mjög stoltur af, tók þátt í nokkrum torfærukeppnum með ágætum ár- angri, einnig var ferðast mikið á gripnum. Ég var ávallt velkominn á heimili Gunna og Erlu, fyrst á Mávabraut- ina síðan á Vatnsnesveginn, þar var ávallt gestkvæmt og margt skemmtilegt brallað. Þá verður að minnast allra ferðanna sem við fór- um saman, borgarferðir til Evrópu og Ameríku, árshátíðirnar, jeppa- ferðirnar, veiðitúrar og fleira. En það er eins og gengur að með ár- unum minnkar samgangurinn en vináttan hefur alltaf verið til staðar, hún hverfur aldrei. Gunni var mikill áhugamaður um körfubolta og fylgdi syni sínum, Magga Gunn, í Keflavíkurliðinu og núna í Njarðvík á alla leiki sem hann mögulega gat. Ég hitti Magga hjá Gunnar Þór Sveinbjörnsson Ástkær tengdasonur okkar er fallinn frá eftir stutta bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Hann skilur eftir sig stórt skarð í okkar litlu samhentu fjölskyldu. Gunni var alltaf léttur og kátur og hjálpsamur með eindæmum. Við yljum okkur við góðar minningar um Gunna þegar við hugsum til baka, ferðirnar í sumarbú- staðinn, veiðina og til Kanarí svo eitthvað sé nefnt. Við kveðjum Gunna með söknuði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínir tengdaforeldrar, Anna Pála og Sveinn. Til elsku afa frá Árna Steini. Þú fórst alltaf í asna með mér og vannst mig alltaf og í sumarbústaðnum fórstu í golf við mig og þú vannst allar hol- urnar nema tvær og ég vann alltaf holu átta og níu. Þú varst bara besti afi í heimi og Guð blessi þig. Árni Steinn. HINSTA KVEÐJA ✝ Friðbjörg Stein-þórsdóttir fæddist á Flögu í Þistilfirði 26. febrúar 1917. Hún lést á St.Franciskus- spítala í Stykkishólmi 1. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Svein- björg Pétursdóttir og Steinþór Pálsson. Systkini Friðbjargar voru, Þórhallur garð- yrkjubóndi í Hvera- gerði, f. 29.1. 1914, d. 9.3. 1986. Eiginkona hans var Steinunn Guðrún Helga- dóttir, f. 15.8. 1911, d. 29.6. 1988. Steinunn, f. 5.1. 1919, dó um eins hans var Elsa Georgsdóttir, f. 31.8. 1937, d. 12.5. 2003. Friðbjörg ólst upp hjá föð- ursystur sinni Láru Pálsdóttur og manni hennar Tryggva Hjart- arsyni,13 ára fer hún sem matvinn- ungur og síðan vinnukona að Snart- arstöðum í Núpasveit, eftir 6 ár þar ræður hún sig í vist, fyrst á Húsavík og síðan á Akureyri. Árið 1941 flyt- ur hún til Reykjavíkur, og starfar í Iðunnarapóteki til 1949 en þá ræð- ur hún sig til starfa í Reykjavík- urapóteki, þar vinnur hún næstu 29 árin. Hún lauk starfi í Breiðholt- sapóteki 1986 er hún flutti til Stykkishólms, mágkonu sinni Stein- unni til aðstoðar. Bjó Friðbjörg næstu 14 árin á Ægisgötu 1 í Stykk- ishólmi, þar til hún flutti í þjón- ustuíbúð á Skólastíg 14, og síðan á Dvalarheimilið. Útför Friðbjargar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 9. októ- ber og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar árs gömul. Steinunn Sesselía, f. 29.3. 1921, d. 25.3. 2007. Eig- inmaður hennar var Leó Jósepsson, f. 17.6. 1913, d. 7.3. 2000. Systkini Friðbjargar sammæðra, Lilja Kristjánsdóttir, f.12. 2. 1929. Eiginmaður hennar er Már Ár- sælsson. Fjóla Krist- jánsdóttir, f. 28.10. 1931 d. 23.8. 1975. Eiginmaður hennar var Karl Andreas Maríusson, f. 21.4. 1925, d. 21.3. 1962. Pálmi Kristjánsson, f. 20.6. 1933, d. 17.11. 1997. Eiginkona Ein af mínum fyrstu minningum um frænku, en þannig vildi hún gjarnan vera ávörpuð af þeim sem henni voru nánir, er þegar ég hef trúlega verið 3-4 ára gamall og í mér var einhver leiði, þá tók frænka mig í fangið, huggaði og sagði mér söguna af Búkollu, og mörg ævintýrin átti ég eftir að heyra frá frá henni því frænka var ættrækin og heimsótti fósturföður minn Þórhall bróðir sinn og Stein- unni konu hans eins oft og hún gat með góðu móti, og alltaf átti hún eitthvað gómsætt til að stinga upp í okkur bræðurna þegar hún birtist. Ætíð heimsóttum við frænku þegar farið var til Reykjavíkur bæði á vinnustaðinn sem var Reykjavíkurapótek, á Tjarnargötu 10 meðan hún bjó þar og síðan á Friðbjörg Steinþórsdóttir MÁNUDAGINN 5. október, þegar Evr- ópuþingið kom saman í Brussel, stóð Evr- ópusamband flug- manna fyrir mótmæl- um gegn illa unninni reglugerð um flug-, vakt- og hvíldartíma flugáhafna. Reglugerðin tók gildi 1. febrúar 2009 hér á landi eftir að hafa verið þýdd á íslensku. Regluverkið kemur frá Brussel og við tökum reglugerðina upp þó stjórnvöld hér heima geti fyllt inn í reglugerðina með því að þrengja hana í öryggisátt. Það var ekki gert af okkar samgönguyfirvöldum og eftir samanburð við önnur Evrópu- ríki kom í ljós að hvergi er leyft ann- að eins vinnuálag á flugmenn og hér á landi. Til að mynda voru tillögur Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Flugmálastjórnar varðandi skerðingu á vakttíma eftir að flug- maður hefur staðið varavakt teknar út í samgönguráðuneytinu á síðasta degi fyrir staðfestingu ráðherra af einhverjum ástæðum. Það er allt við sama heygarðshornið í flugmálum á Íslandi, en Félag íslenskra atvinnu- flugmanna (FÍA) hefur um árabil barist fyrir opnun brautar 25/07 á Keflavíkurflugvelli, sem var lokað í sparnaðarskyni fyrir nokkrum árum og fyrrverandi samgönguráðherra lofaði félagsmönnum að opna, í há- tíðarræðu á 60 ára afmæli FÍA. Þessi braut er afar mikilvæg svo ekki þurfi að lenda í miklum hlið- arvindi. Þess má geta að nú hefur Akureyrarflugvelli verið lokað á næturnar í sparnaðarskyni og einnig Reykjavíkurflugvelli og er Egils- staðaflugvöllur eini varaflugvöll- urinn á næturnar ef Keflavík- urflugvöllur lokast hér í okkar veðravá. Evrópska flugmannasambandið (ECA) samanstendur af 35.000 flug- mönnum allstaðar að úr Evrópu. Samtökin beita sér fyrir flugöryggi, hagsmunamálum flugmanna og hagsmunum greinarinnar í heild. Mánudaginn 5. október var mót- mælt fyrir framan Evr- ópuþingið og á öllum helstu flugvöllum álf- unnar og upplýs- ingaritum verður dreift til flugfarþega og sjón- armið samtakanna kynnt. EASA (Flug- málastjórn Evrópu) fékk virt og óvilhallt teymi vísindamanna til að rannsaka þreytu flugmanna (Moebus Report) og gera tillögur að hámarks flug- og vaktíma. Samkvæmt núgildandi reglugerð er heimilt að halda flugmönnum á vakt í 14 klukkustundir á daginn og 11.45 klukkustundir yfir nóttina. Vísindateymið telur þetta of langar vaktir og telur þetta fyrirkomulag ógna flugöryggi. Þess er skamms að minnast að þota fór fram af braut á Keflavíkurflugvelli haustið 2008 en ekki hlaust manntjón af í það skipt- ið. Flugmennirnir voru allir komnir að ystu mörkum reglna um flug- og vakttíma og niðurstaða rannsókn- arnefndar flugslysa um þessa at- burði var að flugmennirnir hefðu verið úrvinda af þreytu. Til samanburðar má nefna að yfir- keyrðum einstaklingi (fatigued) hef- ur verið líkt við annan ölvaðan. Út- keyrður flugmaður getur tapað allt að 80% af athyglinni og 70% við- bragðshraða. Vonandi vaknar þurs- inn í Brussel og sníður okkur reglu- verk sem ekki ógnar flugöryggi og lætur ekki hagsmunapot ráða för. Flugfarþegar eiga rétt á því að áhafnir séu hvíldar þegar þær koma til starfa. Hafi lesendur frekari áhuga má benda á www.dead-tired.eu. Ofþreyta flugáhafna Eftir Þorstein Kristmannsson Þorsteinn Kristmannsson »Evrópskir flugmenn mótmæla reglum um flug- og vakttíma flugáhafna. Ekki er tek- ið mark á niðurstöðum vísindamanna. Höfundur er flugstjóri og formaður alþjóðanefndar FÍA. JÓN Bjarnason, landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra, heldur því fram hér í Morgunblaðinu 7. október að raf- orkuframleiðsla fyrir stóriðju hafi verið „stórlega nið- urgreidd“. Samorka óskar eftir að ráð- herrann færi rök fyrir þessari staðhæfingu sinni, eða dragi hana ella til baka. Um 80% raforkunnar í landinu fara nú til stóriðju en um 20% á al- mennan markað. Að jafnaði hefur raforkuverð á almennum markaði hérlendis farið lækkandi svo árum skiptir, að teknu tilliti til vísitölu neysluverðs, og er nú með því allra lægsta sem þekkist á Vesturlöndum. Á sama tíma hefur raforkufram- leiðsla til stóriðju aukist hér stór- lega. Varla getur ráðherrann lesið úr þessu að almenni markaðurinn, með sín 20 prósent á svo lágu verði, sé að niðurgreiða hin 80 prósentin sem fara til stóriðju? En hver er þá að niðurgreiða þessa raforku, að mati ráðherrans? Lægra almennt orkuverð vegna stóriðjunnar Á dögunum kom fram í skýrslu Atvinnu- LífsinsSkóla að dæmi- gerð raforkunotkun heimila hefði lækkað um 30% í verði frá árinu 1997, á föstu verðlagi, að stórum hluta vegna aukinnar raforkufram- leiðslu fyrir stóriðju. Þá mat Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands það nýlega svo að stóriðjan hér á landi væri að borga í meðallagi hátt verð, á heimsvísu, fyrir rafork- una. Hvað á ráðherrann við þegar hann fullyrðir að hér sé verið að nið- urgreiða orkuna til stóriðju? Hvað á ráðherrann við? Eftir Gústaf Adolf Skúlason Gústaf Adolf Skúlason » Samorka óskar eftir að ráðherrann færi rök fyrir þessari stað- hæfingu sinni, eða dragi hana ella til baka Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.