Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 33

Morgunblaðið - 09.10.2009, Side 33
mömmu sinni fyrir úrslitaleikinn við Grindavík þar sem Maggi sagði mér að hann ætlaði að halda áfram að gera pabba sinn stoltan. Elsku Erla, Siggi, Maggi og fjöl- skyldur ykkar, við Begga vottum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Kveðja Ólafur Eyjólfsson. Það voru þung spor þegar við gengum út af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. september sl. þegar Gunni hafði lokið sinni stuttu þraut- argöngu, hann hafði ekki betur í bar- áttunni sem er miður. Fyrsta sem kemur upp í hugann er reiði, svo koma margar spurningar og mörg „ef“. En það þýðir ekki að staldra þar við heldur látum við hugann reika til baka og margar góðar minn- ingar koma upp í hugann. Gunni var einstakur, eins og Haf- liði sagði, þetta er ekki bara Gunni, þetta er Gunni Svei.! sem eru orð að sönnu, hann var einn af þeim sem gat „minglað“ við alla, alltaf léttur og kátur og ungur í anda. Hver man ekki eftir Gunna að „djösta“ hitt og þetta, fá sér „heavy duty“-blöndu, heilsa krökkunum „hi kid“ og fara í skreppu sem annaðhvort var „mini“ eða „risa“? Margar góðar stundir áttum við í sumarbústaðnum, tókum í spil, fór- um á púttvöllinn og tókum eina keppni, svo var endað á góðu grilluðu læri og blá mjólk drukkin með. Veiðiferðirnar eru ofarlega í huga okkar þar sem Gunni var nú ansi lunkinn við að láta þá bíta á hjá sér, ef hann sá fisk í hyl þá nær undan- tekningarlaust var hann á eftir mikla þolinmæði og þrautseigju og hver man ekki eftir „eigum við að henda út laumu?“, svo þegar fiskurinn var kominn í kistuna í veiðihúsinu, þá þurftu nú allir aðeins að klappa hon- um. Gunni var mjög greiðvikinn, það var alveg sama hvenær maður bað um hjálp, alltaf var hann mættur og oft kom hann óbeðinn til að athuga hvort hann gæti ekki gert eitthvað. Verst þykir okkur að hann skuli ekki getað verið með okkur á pallinum sem hann átti svo mikinn þátt í. Ferðirnar til Kanarí síðustu tvö árin skilja eftir margar góðar minn- ingar, Dunnsy með videocameruna til að festa allt á filmu, Hawai-sam- loka á dúknum, minigolf eða bara tekið eitt „game“. Gunni hafði mikinn áhuga á íþrótt- um, þá sérstaklega körfubolta og fylgdi okkur öllum eins og hann gat, hans verður sárt saknað í stúkunni. Við eigum mjög erfitt með að sætta okkur við að Gunni sé farinn, en verðum að trúa því að honum hafi verið ætlað mikilvægt hlutverk ann- ars staðar. Hann hafði svo þægilega nærveru að við finnum verulega fyrir því að hann vantar. Elsku Gunni, við viljum þakka þér fyrir allt, nú ertu farinn í skreppu og hún er „risa“. Elsku Erla sys, Siggi, Maggi Þór, Þóra og fjölskyldur, megi góður Guð gefa ykkur styrk. Anna María, Brynjar, Hafliði Már og Sigurður Hólm. Orð mega sín lítils þegar sorgin ber að höndum, stórt skarð er höggv- ið í fjölskylduna og vinahópinn. Mig langar að þakka Gunna fyrir hlýju og umhyggju í okkar garð. Fyrir 5 árum lenti ég í erfiðleikum og það var ekki að því að spyrja að Gunni og Erla voru manna fyrst að bjóða mér hjálp- arhönd. Gunni var alltaf tilbúin að koma og hjálpa mér, það sýndi sig vel þegar var næstum kviknað í hjá mér í maí að hann kom fárveikur til að hjálpa til, meira af vilja en mætti. Það er margs að minnast á svona stundum og sorgin tekur öll völd en minningarnar eigum við og þannig lifir þú með okkur alla tíð. Elsku Erla, Siggi, Maggi Þór, Þóra og fjölskyldur, innilegar sam- úðarkveðjur. Þórunn Þorbergsdóttir og fjölskylda. Nú á dögum, þegar allt í heiminum er hverfult, virðast hversdagslegir hlutir falla í gleymsku á hverjum degi. Hraðinn er svo mikill að góð verk mannanna týnast og verða gleymsku að bráð. Því miður er þeim mest hampað sem hæst hafa þó oft glymji þar í tómri tunnu. Inn á milli finnast sem betur fer gæfumenn sem vinna verk sín af kostgæfni án þess að auglýsa það um borg og bí. Þessir menn fara yfirleitt rólega yfir, hugsa um sig og sína og leyfa öðrum að rasa um ráð fram. Þessir menn auglýsa ekki sín góðverk, þurfa ekki umbun samfélagsins, en finnst bara yfirleitt sjálfagt að taka til hendinni þar sem þörf er á hverjum tíma á þess að taka einhverja sérstaka þóknun fyrir það. Gunnar Þór, eða Gunni hennar Erlu, pabbi hans Magga og Sigga, var svona maður sem gerði heiminn betri á hverjum degi. Núna er hann farinn eftir nokkra mánaða veikindi þar sem ekki var kvartað og aldrei gefist upp. Horfinn er á braut maður sem setti mark sitt á samfélagið, hann var vinur vina sinna og sóttist ekki eftir vegtyllum eða verðlaunum. Brosið alltaf til staðar, hreykinn af strákunum sínum og fjölskyldu, tilbúinn að takast á við hvað sem var. Við munum sakna hans, það kem- ur enginn í staðinn fyrir hann Gunna, sómadrenginn þann. Elsku Erla og fjölskylda, guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum en minning um góðan dreng lifir lengi og mun ylja ykkur um langa tíð. Friðjón og Sólveig. Freyjugötuna. Í tryggt leiguhús- næði komst hún þegar hún fékk leigða litla einstaklingsíbúð í Há- túni 10. Árið 1986 lést fóstri minn Þórhallur og þá fluttist Steinunn til okkar Soffíu í Stykkishólm. Ég gerði mér ferð í Breiðholtsapótek en þar vann frænka, og viðraði ég við hana þá hugmynd að hún kæmi til okkar í Stykkishólm og yrði mágkonu sinni til halds og trausts, og 2 mánuðum seinna var frænka flutt ásamt Steinunni fóstru minni að Ægisgötu 1 í litla húsið sem var hennar heimili næstu árin. Eftir að fóstra mín fór á Dval- arheimilið ári seinna búnaðist frænku vel, að henni hændust villi- kettir sem hún gaf að eta, alltaf átti hún handa þeim fiskbita eða mjólkurspón, hún hafði unun af því að elda og ófáar pönnsurnar voru hesthúsaðar í litla eldhúsinu á Æg- isgötunni bæði af mér og dætrum okkar Soffíu, en fyrir þeim sá hún ekki sólina, stundum gistu þær hjá henni og þá var bakað og poppað, drukkið gos og kakó, lesið og sagð- ar sögur, og enginn skemmti sér betur en frænka, því hún bjó yfir þeirri gáfu að varðveita barnið í sjálfri sér. Það var mikil gæfa fyrir okkur Soffíu þegar hún ákvað að koma til okkar í Hólminn, með sinni ljúfu framkomu og hjartagæsku hændi hún að sér alla sem hana umgeng- ust. Nú er lífsins sólin hennar frænku gengin til viðar, en minn- ingin um góða konu sem gaf okkur svo mikið framkallar ósjálfrátt bros, og yljar manni um hjartaræt- ur. Guð blessi minningu Friðbjarg- ar Steinþórsdóttur. Björgvin og Soffía. Elsku Frænka, þú varst alltaf stór hluti af lífi mínu. Sem lítilli stelpu fannst mér fátt skemmti- legra en að heimsækja þig í litla húsið á Ægisgötunni, þú varst allt- af svo hress og kát og áttir iðulega eitthvað gott í lítinn maga. Stofan þín var heill ævintýraheimur þar sem fótaskammelið varð að dýra- garði og gömul pappaspjöld að listaverkum. Aldrei leiddist mér heima hjá þér og þegar ég fór heim fylgdir þú mér alltaf út „svo ég færi nú ekki með vitið úr bænum“. Eitthvað fór nú heimsóknunum fækkandi eftir að þú fluttir upp á dvalarheimili og það þykir mér leiðinlegt. Elsku Frænka, þú varst yndisleg í alla staði. Hrönn Björgvinsdóttir. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 ✝ GunnarHvammdal Sig- urðsson, veðurfræð- ingur, fæddist í Reykjavík 12. febr- úar 1926. Hann lést 5. október sl. For- eldrar hans voru Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Efsta Hvammi í Dýrafirði, og Sig- urður Skúlason kaupmaður í Reykja- vík. Samfeðra var Agnar Sigurðsson flugumferðastjóri, f. 1920, d. 1993. Gunnar ólst upp í bernsku hjá fósturforeldrum sínum, Ástríði J. Einarsdóttur og Finnboga Benón- ýssyni, frá Hæsta Hvammi í Dýra- firði. Gunnar kvæntist 1956 Ástríði Magnúsdóttur, f. 6.6. 1931. For- eldrar hennar voru Magnús Ás- mundsson og Þóra Þórðardóttir. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru 1. Guðrún Ingibjörg, f. 1.9. 1955, maki Willie Jenkins. Börn þeirra eru Elon Thor, Gunnar Dell, Daníel, Inga Elísabet, og Alexandra. 2. Helga, f. 5.6. 1957, maki Val Bracey. Börn þeirra eru Austin Magnús og Elín. 3. Ásta Kristín, f. 17.7. 1961, maki Oddur Björns- son. Börn þeirra eru Hildur, Baldvin og Helga. Gunnar varð stúd- ent frá MR, 1948, Cand.Phil. Háskóla Íslands 1949, og BA próf í veðurfræði frá UCLA, Kaliforníuhá- skóla í Los Angeles, 1953. Gunnar vann á Veðurstofu Íslands frá 1948-1949, var veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í Flugveð- urstofu Íslands á Keflavík- urflugvelli, 1953-1979, og síðan á Veðurstofu Íslands frá 1979-1996. Ættfræði Vestfirðinga og annarra Íslendinga átti hug hans allan og kom hann að útgáfu margra ætt- fræðirita. Hann var einstaklega fróður um fólk og staði í Reykja- vík. Einnig hafði hann unun af því að tefla og var í skáksveitum víða. Síðustu mánuðina dvaldist Gunnar á Landakoti. Útför Gunnars Hvammdal fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, 9. október, og hefst at- höfnin kl.13. Meira: mbl.is/minningar Nú kveð ég elskulegan föður minn, með djúpum söknuði. Það er margs að minnast með þakklæti, gjafmildina, heiðarleik- ann, samviskusemina og hugulsem- ina í hans fasi og öllu sem hann tók að sér. Hann var líka með eindæmum gjafmildur. Pabba var mjög umhugað að við dæturnar hans fengjum gott upp- eldi, ást, öryggi og blíðu. Honum tókst það. Hann var góður og ástríkur faðir. Pabbi vann sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands mestan sinn starfsaldur. Við nutum þess að fara saman í nokkur ferðalög, bæði til Dýrafjarð- ar, þaðan sem hann var ættaður, og einnig í sólarlandaferðir. Ættfræðin átti hug hans allan, og var hann með eindæmum fróður um ættir Vestfirðinga, og Íslendinga. Það var gaman og fróðlegt að labba með honum í miðborg Reykja- víkur, hann gat nánast rakið sögu hvers húss, frá upphafi. Ég gat ekki beðið um betri og fal- legri föður í þessu jarðlífi, en þann sem ég fékk, Gunnar Hvammdal Sigurðsson. Ég kveð þig um sinn, með þökk, eilífðri ást og kærleika. Ó, pabbi minn kæri við kveðjumst um sinn tárin mín hníga hljóð niður kinn. Allt sem þú gafst mér, það þakka ég vil. Skilja nú leiðir, um ómarkað bil. (Bryndís Halldóra Jóns- dóttir.) Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir. Afi Gunnar hefur kvatt okkur hinstu kveðju. Eftir erfið veikindi hans undanfarin misseri sjáum við nú á bak umhyggjusömum föður, tengdaföður og afa. Á vinnáttu okkar Gunnars bar aldrei skugga þann tæpa aldarfjórð- ung er leiðir okkar lágu saman. Fór þar gagnkvæm virðing og væntum- þykja. Var hann alltaf til reiðu að taka þátt í gleði okkar og sorgum og nutum við ætíð nærveru hans. Gunnar fæddist í Reykjavík en ólst upp að Hvammi í Dýrafirði. Minntist Gunnar fósturforeldra sinna ávallt af miklum hlýhug og bar æ síðan sterkar taugar til æsku- stöðvanna. Vitjaði hann liðinna tíma í sveitina sína reglulega á meðan heilsan leyfði. Eftir háskólanám í Reykjavík hélt hann til Bandaríkjanna og lagði stund á veðurfræði við Kaliforníuhá- skóla í Los Angeles. Þrátt fyrir þröngan kost unga námsmannsins ofan af Íslandi á þessum eftirstríðs- árum gerði Gunnar gott úr sínu og átti einkar góðar minningar frá Am- eríkuárunum. Í Hollywood heyrði hann margar af skærustu stjörnum klassískrar tónlistar þess tíma og var aldrei samur eftir. Fátt gladdi hann meira en láta fara vel um sig og hlýða á upptökur gömlu meistara óperuhúsanna. Yfir sherrýtári sát- um við gjarnan og hörmuðum hlut- skipti Toscu í frábærri túlkun dívu Callas. Mátti þá ósjaldan sjá glitta í tár á hvörmum. Börnin voru okkar sameiginlega áhugamál og fylgdist afi Gunnar grannt með uppvexti þeirra og þroska. Hann hafði sérstaklega gaman af að njóta sigra þeirra á tón- listarsviðinu og var ætíð reiðubúinn að ljá þeim eyra þegar glíman við ný verkefnin virtist vera að skila ár- angri. Átti afi þá iðulega í handrað- anum lófatak og hlý hvattningarorð ungu listamönnunum til handa. Börnin kveðja nú vin í raun. Við leiðarlok er afa Gunnari þökk- uð samfylgdin, umhyggjan og kær- leikurinn sem hann umvafði okkur. Góður Guð blessi minningu Gunn- ars Hvammdals Sigurðssonar. Megi hann hvíla í friði. Oddur Björnsson. Gunnar Hvammdal Sigurðsson frá Hvammi í Dýrafirði lést 5. októ- ber sl. Hann yfirgaf ungur æsku- slóðirnar í Dýrafirði, lærði veður- fræði og starfaði sem slíkur. En hann gleymdi ekki heimahögunum. Tómstundum varði hann við ættfræ- ðigrúsk og söfnun heimilda um Dýr- firðinga, lífs og liðna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi verið kominn í flokk með mestu ættfræðingum landsins. Stálminni hans á því sviði var viðbrugðið. Gunnar stundaði ættfræðina af ástríðu og nákvæmni. Hann vildi vita allt um einstaklinginn sem hann fjallaði um hverju sinni. Skipti þá ekki máli hvort hann var að leita upplýsinga um góðbændur eða um- komulaust vinnufólk. Æviferillinn var rakinn frá vöggu til grafar og engin fyrirhöfn spöruð til að öll kurl kæmust á sinn stað. Það gat tekið daga eða vikur að rekja slóð manna sem víða fóru. Það var fátítt að Gunnar gæfist upp við slíkt. Loka- punkturinn var jafnan að finna dán- ardag, dánarstað og helst dánaror- sök. Undirritaður hefur síðustu tíu-tólf árin verið að grípa í að setja saman æviskrár Dýrfirðinga og þá einkum í Dýrafjarðarþingum. Allan þennan tíma hefi ég notið aðstoðar Gunnars Hvammdals við þetta verk. Ég hefi einkum unnið að þessu að vetrinum á heimili mínu í Dýrafirði en Gunnar var í Reykjavík.Við höfðum jafnan samband gegnum síma. Ef mig rak í vörðurnar, vantaði t.d. upplýsingar um Dýrfirðing sem hafði farið í ann- an landshluta eða til útlanda, þá hringdi ég í Gunnar og hann leysti úr málunum, annað hvort strax eða hann hringdi síðar og var þá búinn að finna það sem ég leitaði eftir. Þannig voru okkar samskipti árum saman. Færi ég til Reykjavíkur heimsótti ég Gunnar á Snorrabraut- ina og við ræddum um ættir og lífs- hlaup Dýrfirðinga langtímum sam- an. Gunnar var sjófróður um allt er viðkom Dýrafirði og Dýrfirðingum. Hann sagði skemmtilega frá og kunni urmul sagna um dýrfirska einstaklinga. Í öllum okkar samtöl- um fékk ég að heyra eina eða fleiri skemmtilegar sögur. Sumar hef ég punktað niður en aðrar hverfa inn í móðu gleymskunnar. Gunnar veiktist á síðastliðnu sumri og lá þungt haldinn á Landa- kotsspítala. Ég kom þar til hans nokkrum sinnum, seinast 25. ágúst sl. Mér virtist hann gera sér ljóst að nú væri hann kominn að endastöð, dánarstaðurinn var fundinn, aðeins vantaði dánardaginn svo æviskráin væri fullkomnuð. Þrátt fyrir þetta var létt yfir honum og tal okkar barst fljótlega að áhugamáli okkar beggja, ættfræðinni. Hið ótrúlega minni hans og áhugi var óskert. Þegar ég kvaddi hann var hann glaður í bragði og þannig mun ég minnast hans, því þannig var hann ætíð í öllum okkar samtölum. Ég er þakklátur Gunnari fyrir öll okkar samskipti. Hann hefur lagt drjúgan skerf til ritunar sögu Dýr- firðinga þó lítill hluti þess hafi enn komið fyrir almenningssjónir. Aðstandendum Gunnars færi ég hugheilar samúðarkveðjur. Valdimar H. Gíslason, Mýrum, Dýrafirði. Kveðja frá Vestfirska forlaginu Gunnar S. Hvammdal veðurfræð- ingur unni heimahögunum og sýndi það oft í verki. Hann sparaði hvorki tíma, fé né fyrirhöfn þegar Dýra- fjörður og Dýrfirðingar áttu í hlut. Það má glöggt sjá í bókaflokkunum Frá Bjargtöngum að Djúpi og Mannlíf og saga fyrir vestan. Gunnar var sérfræðingur okkar í ættfræði og var aldrei komið þar að tómum kofunum. Þá var hann ótrú- legur eljumaður að safna gömlum myndum úr mannlífi hér vestra og bjargaði þar menningarverðmætum sem væru nú týnd og tröllum gefin hefði hans ekki notið við. Hann kannaðist við og gat sagt frá mörg- um Dýrfirðingum aftan úr öldum og fram á okkar daga og gat nefnt þá marga með nafni og fæðingar- og dánardegi. Hann var hafsjór af fróð- leik um allt þetta fólk og hefur margt af þeim fróðleik ratað í áð- urnefndar bækur. En nú er skarð fyrir skildi í þeim efnum. Við þökkum þeim góða dreng, Gunnari S. Hvammdal, fyrir samstarfið og allan fróðleikinn og leiðbeiningarnar. Megi hann fá góða heimkomu. Hallgrímur Sveinsson. Gunnar Hvammdal Sigurðsson Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.