Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 ✝ Anna GuðbjörgSigfúsdóttir fædd- ist á Staffelli í Fellum 12. apríl 1942. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 28. september sl. Foreldrar hennar voru Sigfús Jón Odds- son, f. 1917, d. 1994, og Þorbjörg Eiríks- dóttir, f. 1916, d. 1997. Systkini Önnu eru Sigríður Petra, f. 1. júní 1943, Oddur, f. 2. október 1948, og Ei- ríkur Egill, f. 2. október 1955, öll eru þau búsett á Fljótsdalshéraði. Hinn 6. júlí 1968 giftist Anna Ein- ari Long Bergsveinssyni frá Norð- firði, f. 10. júní 1942, d. 8. mars 1999 eftir veikindi. Foreldrar hans voru Brynhildur Sigurðardóttir, f. 1918, d. 1976, og Bergsveinn Sigmundur Long Stefánsson, f. 1909, d. 1993. Anna eignaðist fimm börn. Fyrri Long Ómarsdóttir, f. 26. apríl 2003. 3) Valdís Vera, f. 29. ágúst 1972, leik- og grunnskólakennari, maki Atli Már Sigurjónsson, f. 28. febrúar 1973, sýningastjóri. Barn Valdísar er Laufey Mattíana Long Sum- arliðadóttir, f. 25. október 2000. Börn Valdísar og Atla eru a) Stein- unn Mardís, f. 31. október 2005, og b) Björgvin Hafliði, f. 3. mars 2008. Fyrir átti Atli Þórhall Ingimar, f. 1989, og Sigurjón Elías, f. 1993, 4) Sigfús, f. 5. mars 1975, d. 26. sept- ember 1975. 5) Óskar Long, f. 13. desember 1976, starfsmaður Ice- landair, maki Agnieszka Nowak, f. 20. febrúar 1980, arkitekt. Á árunum 1959-1966 bjó Anna í Reykjavík að mestu leyti. Hún vann þar á Landspítalanum og Klepps- spítala. Anna og Einar bjuggu á Ak- ureyri allt frá árinu 1967. Anna starfaði yfir 20 ár á Hótel KEA en síðastliðin ár á Dvalarheimilinu Hlíð. Anna var mikil hannyrðakona og henni voru andleg málefni afar hugleikin. Hún var virkur félagi í Geðverndarfélagi Akureyrar til margra ára. Útför Önnu Guðbjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. októ- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. barnsfaðir Önnu er Guðmundur Frímanns- son, f. 1940 og áttu þau 1) Guðbjörgu, f. 1. jan- úar 1962, leiðsögu- mann, maki Sigurður Kristinn Einarsson, f. 22. júlí 1954, húsasmið- ur, börn þeirra eru a) Ýmir, f. 22. febrúar 1991, d. 27. febrúar 1991, og b) Óðinn, f. 11. nóvember 1992. Fyrir átti Sigurður a) Einar Örn, f. 1977, eig- inkona hans er Elín Björk og eiga þau tvær dætur, og b) Hörð Heimi, f. 1982. Börn Önnu og Einars eru 2) Þorgerður, f. 5. ágúst 1967. Börn hennar eru a) Einar Long Gissurarson, f. 9. desember 1986, unnusta Sigurbjörg Bára og eiga þau Hildi Þóru, f. 27. maí 2009, b) Katrín Rut Jóhannsdóttir, f. 26. júní 1990 og á hún Kára Stein, f. 19. októ- ber 2007, og c) Bentína Matthildur Þegar litið er um öxl við fráfall móður minnar koma ótal minninga- brot upp í hugann. Ein fyrsta minning mín tengd mömmu er frá árunum okkar saman í Reykjavík. Það er vetur, snjóflygsur líða hægt til jarðar og við erum að bíða eftir strætó, ég er þreytt og hjúfra mig í hálsakot hennar, þessi ljúfa bernskuminning hefur fylgt mér alla tíð. Síðan eru liðin mörg ár og í sl. viku þegar við systkinin vorum samankomin á FSA heima á Ak- ureyri til að kveðja mömmu í veik- indum hennar fór að snjóa og ég hvarf eitt andartak til þessarar stundar. Elsku mamma mín, það er svo sárt að hugsa til þess að eiga ekki framar samleið með þér hérna megin, en jafnfram vitum við öll að þú varst leyst frá þjáningum og varðst að lúta í lægra haldi fyrir krabbameininu. Það er víst sagt að öll él birti upp um síðir, góðar minningar verða vonandi smyrsl á sárin. Mamma var margbrotinn per- sónuleiki á margan hátt. Hún var frekar fastheldin og jarðbundin í aðra röndina en svo gat hún farið á mikið flug ef sá gállinn var á henni. Hún átti oft erfitt og háði glímu við andleg veikindi sem mörkuðu líf hennar og þar gátu skipst á skin og skúrir. Lífið hefur heldur ekki allt- af farið mjúkum höndum um hana, barnsmissir og fráfall pabba sem einnig dó úr krabbameini. Seinni árin fannst mér mamma vera búin að skapa sér gott líf þrátt fyrir að vera ein á báti sl. tíu ár. Þannig var hún t.d. farin að vera duglegri að koma í heimsóknir suð- ur til okkar barnanna hennar. Einnig fór hún í mörg skemmtileg ferðalög innanlands, bæði ein í för austur á land á æskuslóðirnar eða með einhverjum öðrum, þá helst með Valdísi og hennar börnum. Mamma var sannarlega litríkur persónuleiki, hafði gaman af fal- legri tónlist og litum! Heimilið hennar mömmu ber þess merki, öll skrautblómin, seríurnar og engl- astytturnar áttu þar sinn fasta sess. Hún hafði mikinn áhuga á andlegum málefnum og hugsaði mikið til þeirra sem voru farnir yfir móðuna. Hún nostraði oft vel og lengi við það sem henni var kært og var t.d. myndarleg í höndunum, var dugleg að sauma á okkur börnin þegar við vorum lítil og prjónaði marga sokka og vettlinga á barnabörnin. Í sumar náði hún að eiga margar góðar stundir sem betur fer, sum- arbústaðaferð austur á Hérað og ferming í sveitinni í leiðinni og viku orlofsdvöl á Sólheimum á vegum Bergmáls, vina- og líknarfélags, gerðu henni gott. Og ekki má gleyma kraftinum í henni þegar hún dreif sig í því ásamt Ingsu vin- konu sinni að tyrfa Ráðhústorgið á Akureyri. Elsku mamma, nú er komið að leiðarlokum. Það er svo margt að þakka, ferðirnar okkar Óðins norð- ur á öskudeginum í gegnum árin. Samverustundir sem gáfust hjá okkur mæðgunum þegar ég var með ferðamenn á Akureyri, en við reyndum þá alltaf að hittast og svo ótal margt fleira. Þú situr á stólnum þínum við eld- húsgluggann, ég sit við eldhúsborð- ið að leggja kapal og við spjöllum, þetta eru litlu dýrmætu stundirnar sem skipta mestu máli þegar upp er staðið. Hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Guðbjörg. Elsku mamma mín. Ég er enn að átta mig á þeirri staðreynd að hún sé látin eftir stutta en erfiða veikindabaráttu. Þrátt fyrir að við mamma byggjum í sitthvorum landshlutanum þá vor- um við nánar og heyrðumst mjög oft í síma. Leiðir lágu saman ýmist á Akureyri, hér syðra eða í ein- hverjum bústað úti á landi og þá í drjúgan tíma í senn. Mamma náði að vera þátttakandi í mínu lífi, hún kom suður á dýrmætum stundum. Hún var til staðar þegar við flutt- um í Jörfabakkann viku fyrir jól og var algjör klettur í öllu tilstandinu, enda sátu hér 11 manns til borðs á aðfangadagskvöld. Mamma var ævintýraleg kona sem hafði alla sína hluti á hreinu, var trygg vinum sínum og fjöl- skyldum, ótrúlega vandvirk að eðl- isfari en frekar fastheldin að upp- lagi. Hún stríddi við geðræn veikindi frá unga aldri sem setti mark sitt á allt hennar líf. Eftir að pabbi lést hefur mamma búið ein í íbúðinni sinni og verið sátt við sína tilveru. Systur pabba sem búa á Akureyri hafa verið henni mikil stoð og stytta og reglulega hefur hún heimsótt börnin sín fjögur á höfuðborgarsvæðinu og systkinin sín þrjú á Héraði. Vinnan var mömmu mikilvæg og hún bar mikla virðingu fyrir henni. Það var ósjaldan sem ég skottaðist til hennar á hótelið, sníkti franskar og fylgdist með spennandi eldhús- lífinu. Ég vann á hótelinu líka um tíma þannig að ég kynntist tilveru hennar þar enn frekar sem varð til þess að styrkja böndin okkar á milli. Seinna átti ég eftir að vinna lengi á veitingahúsum þannig að starfsval mömmu mótaði líf mitt að mörgu leyti. Mamma var óskaplega hlý kona og vön að taka því sem að höndum bar með æðruleysi og alúð. Hún var líka ótrúlega hagsýn kona sem fór vel með alla fjármuni og hluti. Ég man eftir því hvað ég var gáttuð á því þegar hún gerði helj- arinnar leit að einni teskeið sem hún saknaði, ég skildi þetta ekki þá en nú stend ég mig að því að spyrja börnin mín hvar teskeiðarnar séu niðurkomnar. Ég lærði það líka af mömmu að borga reikninga á rétt- um tíma og eyða ekki um efni fram. Mamma fór einu sinni utan en það var sumarið 2001 með okkur Laufeyju og vorum við að vinna á sveitaveitingastað á eyjunni Fårö í fimm vikur og passaði mamma fyr- ir mig fyrstu tvær vikurnar. Sum- arið þremur árum síðar var okkur mömmu líka sérstaklega minnis- stætt en þá dvöldum við Laufey í Mývatnssveit og því um skemmri veg að fara til að hittast. Eitt sinn þegar mamma gisti hjá okkur í sveitinni hrasaði hún niður stigann með miklum tilburðum, meiðsl urðu þó ekki alvarleg en atvikið verður alltaf í minnum haft. Við höfum oft rætt þessar góðu stundir sem við áttum að sumarlagi og þeirra minnst með blik í augum. Tilveran verður öðruvísi á næstunni, Laufey mun sakna skrýtinna jólagjafa frá ömmu, Steinunn mín syngur ekki lengur „Leiddu mína litlu hendi“ í símann fyrir ömmu á Akureyri og Björgvin sem var nýbyrjaður að þekkja ömmu sína með nafni fær að heyra margbrotnar sögur af henni eftir því sem hann eldist. Ég á eftir að sakna hennar sárt en þakka henni jafnframt fyrir allt sem hún hefur gefið mér og kennt mér. Valdís Vera. Ég man þegar við mamma kom- um alltaf í heimsókn norður á ösku- daginn, nánast hvert ár frá þriggja til tólf ára aldurs, fyrir utan tvö ár og þá vantaði nú sko eitthvað. Ég söng með Arnari frænda mínum og þú rúntaðir með okkur um bæinn, þú saumaðir líka stundum á mig búninga. Þú mættir með fullt af kleinum þegar ég var að keppa í fótbolta á Essó mótinu. Þú hjálpaðir til við handboltaferðirnar, keyrðir okkur strákana í bíó og bjóst til pasta- salat með mömmu handa okkur í KA-heimilinu. Ég hef oft verið að keppa þar og þá var gott að vita af Hjallalundi og ömmu í nágrenninu. Þegar við svo pabbi og mamma renndum í hlaðið á Hjallalundi þeg- ar við komum í heimsóknir norður og þar beiðst þú eftir okkur, sama hvað klukkan var. Það var mjög fyndið í seinasta jólafríi þegar við vorum að koma að austan og þú ætlaðir að keyra á móti okkur að Ljósavatni, en varst svolítið sein og ætlaðir þá bara að bíða á útsýn- ispallinum við Vaðlaheiði, en samt brunaðir þú áfram framhjá okkur og við snérum við og keyrðum alla leið upp að Ljósavatni, en þú hafðir séð okkur og snúið líka við og beiðst brosandi á pallinum þínum eftir okkur. Ég var farinn að hlakka til þegar ég fengi bílpróf að geta keyrt norður til þín. Þegar við vorum með þér í bú- stað ásamt Valdísi frænku, oftar en einu sinni og áttum góðar gleði- stundir þar saman. Takk fyrir allt elsku amma, þinn Óðinn. Elsku Anna Það hafa verið forréttindi að fá að umgangast svo góða konu í öll þessi ár og fyrir það verð ég æv- inlega þakklátur. Fyrir allt langar mig að senda þér og þínum þetta ljóðkorn og kveðju úr Hafnarstræt- inu: Þræld sú hugsun þaut af stað og þeyttist yfir sjáinn, er hrökkva orð á hvítast blað og hverfa út í bláinn. Þá heyr’ ég vindinn hvísla um hlað af harmi að þú sért dáin. Að skilja það að skilja við er stendur allt í blóma. Að ganga um opið garðsins hlið, sjá gleðibrunna tóma. Að geta ei hlýtt á höfgan nið né helga skapadóma. Að geta ei séð af svölunum og starað yfir sviðið eða dvelja í dýpstu dölunum er drunginn sigldi miðið. Að læra það hjá Völunum að nú sé lífið liðið. Í minni sálu á mikinn sess þín minning sem mig gleður. Þó biturt sé að segja bless, er birtan fjarri veður. En það er eina huggun þess er góða vini kveður. (Vilhjálmur Bragason.) Vilhjálmur Bergmann Bragason. Anna móðursystir okkar hefur yfirgefið þessa tilveru eftir stutta sjúkralegu. Ætli hún sé ekki núna einhvers staðar á árbakka með Einari sínum að renna fyrir silung eða þá lax. Anna og Einar voru jafnan nefnd í sömu andrá innan fjölskyldunnar. Þau bjuggu á Ak- ureyri eftir að við fórum að muna eftir okkur. Bæði voru þau að aust- an og komu því austur á Hérað á hverju sumri og stundum oftar ef tækifæri gafst. Það var oft glatt á hjalla þar sem þau komu hvort sem það var heima á Krossi eða á Staffelli hjá afa og ömmu. Anna þó jafnan hæg en Ein- ar kátur og brattur. Trygglyndi Önnu kom vel í ljós í þessum heim- sóknum austur því hún tók víða hús á skyldfólki og vinum. Einar féll frá fyrir áratug. Frá- fall hans var Önnu mikill missir en hún hélt sínu striki. Hún átti oft erfiða daga, af ýmsum orsökum, en þegar á reyndi var hún jafnan eins og klettur í hafinu. Hún var öllum góð og trygg. Anna og Einar höfðu búið sér og börnum sínum heimili á Akureyri. Þar áttum við jafnan vísan stað til að gista í fyrstu heimsóknum okkar til Akureyrar. Fyrir það og alla góða greiða erum við þakklát. Anna og mamma voru góðar systur og samband þeirra náið. Þær höfðu líka fylgst að frá því þær voru litlar stelpur heima á Staffelli. Þar átti Anna sínar rætur þó Akureyri yrði hennar heimili. Við þökkum Önnu samfylgdina við leiðarlok og vottum börnum hennar, afkomendum, systkinum og öllum öðrum, sem syrgja hana, samúð okkar. Systkinin frá Krossi, Sigfús, Einar, Þorbjörg Jóna og Hugi. Anna Guðbjörg Sigfúsdóttir ✝ Ástkær móðir mín, ÓLAFÍA GUÐRÚN BLÖNDAL, Lóa, Hverafold 27, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 1. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 12. október kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Anna María Hákonardóttir Blöndal. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar, INGUNN LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Holtsgötu 20, Njarðvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 5. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 13. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð HSS. Guðjón Baldvin Baldvinsson, Rósa María Guðjónsdóttir, Gyða Kolbrún Guðjónsdóttir, Halla Karen Guðjónsdóttir, Arnar Ingi Tryggvason, Jóhanna Lilja Guðjónsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÆVARR HJARTARSON ráðunautur, Furulundi 33, Akureyri, lést miðvikudaginn 7. október. Freydís Laxdal, Hrafnhildur L. Ævarsdóttir, Stefán S. Ólafsson, Harpa Ævarsdóttir, Haraldur B. Ævarsson, Elín S. Ingvarsdóttir, Andri Fannar, Alma, Atli Snær, Ævarr Freyr og Jóhanna Margrét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.