Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 42
42 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„JÁ, ég ætla að reyna að kíkja,“ svarar lista-
konan Yoko Ono þegar blaðamaður spyr hvort
hún ætli að mæta á tónleika til heiðurs John
Lennon í Hafnarhúsi í kvöld. Ono er furðu-
hress miðað við að hafa þegar veitt íslenskum
fjölmiðlum tvö viðtöl og vera um það bil að
hefja það þriðja þegar blaðamaður mætir á
svæðið. Aðstoðarkona Ono kemur aðvífandi
með skál af girnilegum, íslenskum jarðar-
berjum og listakonan lifnar öll við, fer að tína
upp í sig berin. Í kvöld kl. 20 verður Friðar-
súlan tendruð í Viðey, á afmælisdegi Lennon,
og Ono er að sjálfsögðu komin til að fylgjast
með því.
Ekki dómsdagur
Þið Lennon börðust ötullega fyrir friði á
tímum Víetnamstríðsins og nú er þetta merki-
lega friðartákn komið út í Viðey. Finnst þér
mannkynið einhverju nær friði núna en þá?
„Já, það er engin spurning. Það er margt
skelfilegt að gerast núna og fólk veinar og seg-
ir dómsdag kominn (Ono leikur það með til-
þrifum). Það er undir okkur komið hvort
dómsdagur er upp runninn, hann þarf ekki að
vera það. Það er svo margt fallegt að gerast
núna sem var ekki að gerast á 7. áratugnum.
Við höfum komist að ýmsu um stofnfrumur,
kjarnsýrur og að við getum klónað fólk út frá
einu hári,“ svarar Ono, innblásin af framþróun
í vísindum. Hægt sé að nýta sér tækniþekk-
ingu til góðra verka, t.d. nýta jarðvarma til
orkuframleiðslu í stað þess að beita aðferðum
sem valda mengun.
Nú hefurðu persónulega reynslu af stríði,
þú varst í Japan þegar Bandaríkjamenn vörp-
uðu sprengjum á Hiroshima og Nagasaki …
„Og það skrýtna er að John fæddist í miðri
loftárás,“ bætir Ono við. „Ég var í Japan og
gekk í gegnum margt skrítið en þegar maður
er barn er það eini veruleikinn sem maður
þekkir og því líður manni ekkert of illa yfir
því. Þetta er bara lífið.“
Bjó í fílabeinsturni
Þú hefur upplifað margt dramatískt um æv-
ina, heldurðu að það hafi haft mikil áhrif á
verk þín?
„Ég ætla svo sannarlega að vona það,“ segir
Ono og hlær. „Ég vona að ég hafi ekki verið
svo tilfinningalaus að leiða hjá mér eigin ævi,“
heldur hún áfram og hlær og blaðamanni líður
hálfkjánalega að hafa spurt hana að þessu.
Hefur viðhorf þitt til lista breyst með ein-
hverjum hætti frá því þú varst að hefja feril
þinn fyrir mörgum áratugum?
„Já, þegar ég var að byrja var ég elítisti, bjó
í fílabeinsturni. Ef einhver var að búa til tón-
list sem mér fannst óáhugaverð þá lítilsvirti ég
hana. Núna er ég hins vegar þakklát öllum
sem búa til tónlist..“
Umburðarlyndari?
„Umburðarlyndari, já.“
Þú hefur verið iðin við gjörningalist og tón-
leikarnir sem þú heldur með hljómsveit þinni
sverja sig nokkuð í ætt við gjörninga …
„Já og auðvitað er Friðarturninn gjörn-
ingur, Óskatréð er gjörningur o.s.frv. Það er
mjög mikilvægt að við gerum ekki innhverfa
íhugun að einhverju sérstöku, að maður þurfi
að sitja á stórum púða og sitja með krosslagða
fætur í tvær klukkustundir. Asísk menning
byggist á íhugun, þar er alltaf verið að íhuga,“
bendir Ono á og vísar í fósturjörð sína, Japan.
„Bænin er hluti af lífi okkar. En maður get-
ur líka íhugað á meðan maður borðar; að
snæða felur í sér íhugun, að ganga felur í sér
íhugun, að hugsa felur í sér íhugun. Ef þú tal-
ar við Asíubúa, spyrð hann að einhverju en
svarið kemur ekki alveg strax, þá er ástæðan
sú að hann er að íhuga. Það er í fínu lagi.“
Það er ágætt að hugsa áður en maður talar.
„Já, já, ég geri ekki nóg af því,“ segir Ono
kímin.
Telurðu að hið skapandi, listræna ferli sé til-
finningalegt og þarfnist engra útskýringa við?
„Að skapa eitthvað er tilfinningaleg þörf og
því læturðu þörfina stjórna þér.“
Ono segir líf sitt hafa verið eina heljarinnar
rússíbanareið en hún hafi getað skýlt sér fyrir
árásum og áreiti með því að einbeita sér að
vinnu sinni. „Ég var í mínum eigin heimi þann-
ig að þetta var ekki eins sárt og það hefði get-
að verið,“ segir hún og vísar m.a. í ásakanir
þess efnis að hún hafi splundrað Bítlunum.
Þær séu alrangar.
„Já“ frekar en „nei“
Nú kynntust þið Lennon í kjölfar þess að
hann lét heillast af verki þínu „Ceiling Paint-
ing“, klifraði upp tröppur og notaði stækkun-
argler til að lesa orðið „yes“ áletrað í loftið.
Hann langaði að kynnast listamanninum …
„Hann sagði að ef það hefði staðið „nei“
hefði honum ekki líkað verkið. Þetta voru nátt-
úrlega ekki persónuleg, rómantísk skilaboð til
Johns,“ segir Ono og hlær.
En það er gaman að velta því fyrir sér að
þetta orðaval, að velja já frekar en nei, hafi
haft þetta mikil áhrif á líf ykkar.
„Já, það er áhugavert, ekki satt?“ segir Ono
og virðist hugsi.
Af hverju valdirðu „já“?
„Af því ég vildi fá leyfi frá almættinu.“
Leyfi fyrir hverju?
„Leyfi fyrir lífinu almennt.“
Mojo kom á óvart
Ono er önnum kafin kona, orðin 76 ára en
lætur engan bilbug á sér finna, flakkar um
heiminn og kemur fram á tónleikum og mynd-
listarsýningum auk þess að berjast fyrir friði.
Ono hlaut tvenn verðlaun í ár fyrir ævistarfið,
heiðursverðlaun Feneyjatvíæringsins fyrir
myndlist og tónlistartímaritið Mojo veitti
henni verðlaun fyrir tónlistarsköpun.
Ono segir verðlaunin á tvíæringnum gríð-
arlega mikinn heiður en hún hafi vart trúað
því þegar hún heyrði að Mojo ætlaði að heiðra
hana, í ljósi neikvæðra skrifa um hana í gegn-
um árin í ýmsum tónlistarritum. Að því leyti
hafi Mojo-verðlaunin verið gleðilegri en hin.
Í september sl. kom út breiðskífa með Ono
og hljómsveitinni The Plastic Ono Band, Bet-
ween My Head and the Sky, en seinasta hljóð-
versskífa hennar með þeirri sveit kom út fyrir
margt löngu, árið 1973. Sonur hennar Sean
leiðir sveitina og framleiddi plötuna. Platan
hefur fengið glimrandi dóma í virtum tónlist-
artímaritum, fullt hús stiga nánast alls staðar.
Þetta er þrælgóð plata og hljómsveitina
skipa virkilega færir tónlistarmenn …
„Já, ég veit. Ég er mjög heppin með hvað
sonur minn er góður tónlistarmaður og tónlist-
arframleiðandi, hann kallaði það besta fram í
sveitinni,“ segir Ono, stolt af syninum. Blaða-
maður bendir á að líkurnar á því að tveir hæfi-
leikaríkir listamenn eignist barn með listræna
hæfileika séu þónokkrar. Ono tekur undir það.
Eilíft líf
Ætlarðu að halda áfram að gefa út plötur
næstu áratugi?
„Ég vona það,“ svarar Ono og veltir því fyr-
ir sér í kjölfarið hvort fólk muni hafa þann
möguleika í framtíðinni að lifa að eilífu, í ljósi
stofnfrumurannsókna og annarrar þróunar í
læknavísindum sem er henni greinilega hug-
leikin.
„Ef við vildum gætum við haldið okkur ung-
um og lifað að eilífu. Ég hef enga ástæðu til
þess að vilja það ekki, ég held að það væri frá-
bært að lifa að eilífu,“ svarar Ono, spurð að því
hvort hún hafi áhuga á eilífu lífi.
Hvaðan færðu alla þessa orku, þú ert á sí-
felldum þeytingi. Eru það jarðarberin?
„Já, kannski eru það jarðarberin. En veistu
hvað heldur mér líka gangandi? Fólk er alltaf
að kvarta yfir rigningu og roki og hinu og
þessu. En hvað er meira heillandi við norðrið
en stormurinn og regnið? Ég nýt þess. Og
jarðarber, veistu að maður fær þau ekki á Ta-
hítí? Þetta er mjög norrænt.“
Morgunblaðið/Kristinn
Ono í Reykjavík „Að skapa eitthvað er tilfinningaleg þörf og því læturðu þörfina stjórna þér,“ segir Ono um listsköpun en hún hlaut í sumar heiðursverðlaun Feneyjatvíæringsins fyrir ævistarfið.
Leyfi frá almættinu
Listakonan og friðarsinninn Yoko Ono segist umburðarlyndari í garð listarinnar en hún var
á árum áður Telur að það væri frábært að lifa að eilífu og sækir sér orku í íslensk jarðarber
Yoko Ono fæddist 18. febrúar 1933 í Tókýó í
Japan. Eftir að seinni heimsstyrjöld lauk
flutti hún með fjölskyldu sinni til New York.
Þar dróst hún að listamönnum borgarinnar
og bóhemlífi þeirra. Ono var í hópi áberandi
framúrstefnulistamanna í borginni í upphafi
7. áratugarins, listamanna sem lögðu meiri
áherslu á að vekja upp spurningar en að búa
til áþreifanleg listaverk. Þessi hópur fékk síð-
ar heitið Fluxus en þó var ekki um eiginlega
hreyfingu að ræða þar sem engin var stefnu-
yfirlýsingin. Ono var nýverið heiðruð á Fen-
eyjatvíæringnum fyrir ævistarfið og sögð ein
af frumkvöðlum konseptlistarinnar og áhrifa-
mikil þykir hún þegar kemur að gjörningalist.
Af gjörningum Ono má nefna „Cut Piece“
sem hún flutti árið 1964 í Sogetsu-lista-
miðstöðinni í Tókýó. Verkið fólst í því að hún
leyfði áhorfendum að klippa utan af sér fötin
þar til hún stóð nakin eftir, krjúpandi á gólf-
inu. Ono hefur fengist við ýmsar listgreinar,
ekki aðeins myndlist heldur einnig kvik-
myndagerð og tónlist, þó svo að mörkin á
milli séu oft óljós. Síðast en ekki síst var hún
eiginkona Bítilsins Johns Lennons og vann að
tónlist með honum á fjölda platna.
Leyfði áhorfendum að klippa fötin utan af sér
AP
Lennon og Ono í New York árið 1980.