Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 43

Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 TILKYNNT var í Stokkhólmi í gær að þýski rithöf- undurinn Herta Müller hljóti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Müller er fædd í Rúmeníu árið 1953 og er kunn fyrir skáld- sögur, ljóð og greinar þar sem hún hefur iðulega fjallað um lífið og harðræðið í Rúm- eníu undir alræðisstjórn Ceauces- cus. Þá hefur hún verið ötull bar- áttumaður fyrir málfrelsi. Nóbels- nefndin segir í tilkynningu að Müller fá verðlaunin í og með sökum þess hvernig hún hefur skrásett „lands- lag hinna landlausu.“ Móðir Müller var send í sovéskar vinnubúðir, þar sem henni var haldið í fimm ár, og þá var hún sjálf ofsótt af rúmensku leynilögreglunni fyrir að neita að gerast uppljóstrari. Fyrsta bók hennar, smásagnasafnið Nieder- ungen, kom út árið 1982. Þar og í skáldsögunni Drückender Tango, sem kom út tveimur árum síðar, skrifaði hún um kúgun og bælingu í þýskumælandi þorpi í Rúmeníu. Nóbelsverðlaunin nema um 20 milljónum króna. Müller hlýt- ur Nóbelinn Fulltrúi landlausra Rithöfundurinn Herta Müller Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is BLÁA gullið, nýtt íslenskt leikverk um vatn, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á morgun, laugardag. Opið út, sjálfstætt starfandi leikhús, með Charlotte Bøving í broddi fylkingar, setur sýn- inguna upp í samvinnu við Borgarleikhúsið. Leikarar eru þrír, þau María Páls- dóttir, Sólveig Guðmunds- dóttir og Víkingur Krist- jánsson. Markmiðið með sýningunni er að sýningargestir sjái vatn í nýju ljósi; upplifi marg- breytileika, mikilvægi og töfra bláa gullsins. Þrír trúð- ar leiða áhorfendur um sögusvið vatnsins sem hefur verið á stöðugu ferðalagi um jörðina í ár- þúsundir; undir og á yfirborði hennar, í öllu líf- verum og um himingeiminn. Trúðarnir varpa fram ýmsum spurningum um eðli og uppruna vatnsins á fræðandi en trúðslegan hátt. Ragn- hildur Gísladóttir annast hljóðmynd og Gjörn- ingaklúbburinn um leikmynd og búninga. Fylgja vatnsmólikúli gegnum tímann „Það hefur verið spennandi áskorun að búa til leiksýningu um vatn. Ég og leikararnir fór- um í dásamlegan uppgötvunarleiðangur,“ skrif- ar Charlotte í leikskrá, en hún er höfundur verksins ásamt leikhópnum. „Ósk mín var að skapa leikhúsupplifun fyrir börn og foreldra sem væri eilítið frábrugðin því sem við eigum að venjast hér á Íslandi. Lærdómsríka, heim- spekilega og ljóðræna sýningu sem ekkert endilega hefði söguþráð, heldur væri margræð og gæfi kost á að sjá, heyra og skynja vatn frá mörgum sjónarhornum.“ Hún segir að Bláa gullið brotakennda sýningu, en öll atriðin teng- ist vatni, hvort sem um dans, hljóðmynd eða miðaldir, og lendir líka í vatnskeri hjá Jesú,“ segir Charlotta og má vera ljóst að víða er komið við. „Þetta er öðruvísi sýning en fólk er vant að sjá, sýning fyrir níu ára börn sem 99 ára börn,“ segir hún. lýsingu sé að ræða. „Við fylgjum vatnsmólikúli sem heitir HHO og trúðarnir þrír leika þau H, H og O. Trúðarnir fara inn í þetta vatnsmólikúl sem fer í hringrás en líka gegnum tímann. Við byrjum í upphafi tímans og svo fer vatnsmólik- úlið inn í risaeðlu og áfram í tímanum inn í Öðruvísi sýning um vatn  Bláa gullið frumsýnt í Borgarleikhúsinu á morgun  Leikstjórinn og höfund- urinn Charlotte Bøving vildi skapa sýningu sem er ólík því sem fólk á að venjast Leikararnir í Bláa gullinu „Ég og leikararnir fórum í dásamlegan uppgötvunarleiðangur.“ Leikstjórinn Charlotte Bøving Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 12. október, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Magnús Kjartansson Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Og ég er komin á þá skoðun að þetta séu nú bara alveg ágætis plötur. 44 » SMEKKUR bresku þjóðarinnar á skáldskap hefur tekið miklum breyt- ingum á undanförnum árum, ef marka má nýja könnun BBC þar sem spurt var um eftirlætisskáld hlustenda. Árið 1995 varð Rudyard Kipling efstur í sambærilegri könn- un en á þeim 14 árum sem liðin eru virðast Bretar hafa hneigst meira að módernismanum. The Guardian greindi frá því í gær að samkvæmt nýrri könnun sigraði T.S. Eliot „naumlega“ er hann skreið fram úr John Donne. Aðrir sem ná inn á lista þeirra tíu vinsæl- ustu eru „rastafarian dub-skáldið“ Benjamin Zephaniah, sem er eini lif- andi maðurinn á listanum, Wilfred Owen, Philip Larkin, William Blake, William Butler Yeats, John Betj- eman, John Keats og Dylan Thomas. Engin kona var á meðal þeirra vin- sælustu. T.S. Eliot vinsælastur HÖNNUNARSAFN Íslands býður upp á leiðsögn á síðasta degi sýningarinnar í núverandi húsnæði safnsins, á sunnudag- inn, 11. október, klukkan 15. Í leiðsögn um þessa geymslu- sýningu Hönnunarsafnsins mun Arndís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur greina frá helstu áföngum í sögu ís- lenskrar húsgagnasmíði og hönnunar á síðustu öld og tengja við gripi safnsins. Arndís lauk MA prófi í hönnunarsögu frá De Montfort háskólanum í Bretlandi. Hönnunarsafn Íslands er að Lyngási 7 í Garða- bæ. Aðgangur er ókeypis Hönnun Fylgd um Hönnunarsafnið Arndís S. Árnadóttir SÝNINGIN Trommarinn 2009 verður á morgun, laugardag, í sal Tónlistarskóla FÍH við Rauðagerði á milli 13 og 18. Á sýningunni verða hljóð- færaverslanir með allt það nýj- asta til sýnis í trommum og slagverki, íslenskir trommu- smiðir sýna afurðir sýnar og mikið af gömlum trommusett- um og stökum trommum verða til sýnis. Heiðursgestur verður Guðmundur Stein- grímsson og verður honum veitt heiðursviður- kenning fyrir ævistarf sitt í þágu tónlistar á Íslandi. Nokkrir landsþekktir trommu- og slagverksleik- arar stíga á svið. Tónlist Trommarar sýna sig og sitt Guðmundur Steingrímsson HAUSTTÓNLEIKAR söng- sveitarinnar Fílharmóníu verða haldnir í Seltjarnar- neskirkju á morgun, laugar- daginn 10. október, og á sunnu- dag og hefjast tónleikarnir klukkan 16 báða dagana. Fílharmónía flytur tvö kór- verk frá tuttugustu öldinni, hina vinsælu messu Misa Cri- olla eftir argentínska tón- skáldið Ariel Ramirez, og Fjöl- menningarmessu eftir sænsk-úrúgvæska tónskáldið Yamandú Pontvik. Einsöngvarar eru Einar Clausen og Hafsteinn Þórólfsson en auk þess leikur rytmahljómsveit með kórnum. Tón- leikunum stjórnar Magnús Ragnarsson. Tónlist Kórverk á haust- tónleikum Söngsveitin Fílharmónía ÍSLENSKI flautukórinn heldur tón- leika á 15.15 tónleikaröðinni í Nor- ræna húsinu á sunnudaginn kemur, 11. október. Á tónleikunum mun flautukórinn flytja verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Giancarlo Scarvaglieri, Maríu Ce- derborg og nýjan einleikskonsert, LUX, eftir Huga Guðmundsson. Ein- leikari á tónleikunum verður Mel- korka Ólafsdóttir. Tónleikar Íslenska flautukórsins í Norræna húsinu koma í kjölfarið á tónleikum sem honum var boðið að halda á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York í ágúst síðastliðnum, en ráð- stefnan er sú stærsta sinnar teg- undar og áætlað að um 2500 flautu- leikarar hvaðanæva úr heiminum hafi sótt hana. Tónleikum Íslenska flautukórsins var vel tekið og vöktu mikla athygli ráðstefnugesta. Hefur kórnum þegar verið boðið að koma fram á næstu ráðstefnu NFA sem og á flautuleikarahátíð í Belgíu. Íslenski flautukórinn var stofn- aður árið 2003. Hópurinn er skip- aður 20 flautuleikurum sem allir taka virkan þátt í íslensku tónlistar- lífi. Efnisskrá flautukórsins sam- anstendur að mestu leyti af nútíma- tónlist og hefur hann frumflutt þó nokkur ný verk. Íslenski flautukórinn í Norræna húsinu Blásið af list Íslenski flautukórinn æfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.