Morgunblaðið - 22.10.2009, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
287. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«DAGLEGTLÍF
FINNST GAMAN AÐ HÖNDLA
MEÐ GAMLA HLUTI MEÐ SÁL
«SINFÓNÍUHLJÓMSVEITÍSLANDS
Flytur verk John
Williams á tónleikum
Stjórnarmenn fyrirtækja bera allir
ábyrgð á ákvörðunum sem reynast
refsiverðar. Þó verður að taka tillit
til þess hvort þeir höfðu allir sömu
upplýsingar og möguleika til að
hafa áhrif á ákvörðunina. Þá þarf
að sanna sök hvers og eins.
Viðskipti
Stjórnarmenn
bera ábyrgð
Fleiri þættir geta haft áhrif til veik-
ingar á gengi krónunnar en styrk-
ingar. Veikist gengi krónunnar á
samningstíma Icesave-samningsins
við Breta og Hollendinga getur það
aukið til muna vaxtabyrðar rík-
issjóðs.
Veik króna eykur
vaxtabyrði ríkisins
ALÞINGISMENN voru bólusettir í gær vegna árlegu
inflúensunnar. Mörg er þingmanns raunin og þó að
nálastungur séu sárar er ekki annað í stöðunni en bíta
á jaxlinn, eins og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, gerði. Ættu Tryggva, rétt eins og
þingheimi öllum, nú að vera leiðir greiðar því sprautan
er góð vörn gegn pestinni sem svo marga bítur. Flest
flensutilfelli undanfarið hafa verið svínaflensa enda
eru einkenni hennar og árlegu flensunnar – sem getur
komið á tímabilinu september til apríl – um margt lík.
MÖRG ER ÞINGMANNS RAUNIN
Morgunblaðið/Ómar
HINN 22. janúar síðastliðinn skýrði
Bjarni Benediktsson alþingismaður
Geir H. Haarde formanni Sjálf-
stæðisflokksins frá því að hann
íhugaði að gefa kost á sér við for-
mannskjör á landsfundi, sem þá
stóð fyrir dyrum.
Þetta kemur fram í bók Styrmis
Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra
Morgunblaðsins, Umsátrið – Fall
Íslands og endurreisn, sem kemur
út hjá bókaforlaginu Veröld í byrj-
un nóvember. Styrmir byggir í bók
sinni á upplýsingum úr innsta hring
stjórnmála-, banka- og embættis-
manna og gögnum sem ekki hafa
verið gerð opinber. Þá hefur hann
átt einkasamtöl við fjölmarga þeirra
sem stóðu í miðju þessarar ör-
lagaríku atburðarásar.
Óánægja nokkurra
yngri þingmanna
Í bók sinni segir Styrmir að til-
efni ákvörðunar Bjarna Benedikts-
sonar á þeim tíma hafi verið
óánægja nokkurra yngri þingmanna
Sjálfstæðisflokksins með það sem
þeir töldu vera aðgerðarleysi for-
mannsins. Þeir töldu sig hafa gert
ítrekaðar tilraunir til að knýja fram
frekari aðgerðir ríkisstjórnar Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar en á
þá væri ekki hlustað.
Tveimur dögum fyrir fund þeirra
Bjarna hafði Geir fengið staðfest-
ingu á alvarlegum veikindum sín-
um. Í framhaldi af því tók hann
ákvörðun um að draga sig í hlé í
stjórnmálum en aðeins fjölskylda
hans og nánustu samstarfsmenn
vissu af henni.
Geir tók áskorun Bjarna rólega,
kvaðst mundu vinna kosningu
þeirra í milli og að hann hefði ekk-
ert við það að athuga að slík kosn-
ing færi fram. Daginn eftir fund
þeirra Bjarna skýrði Geir frá því
opinberlega að hann væri á leið úr
stjórnmálum.
Bjarni ætlaði í
formannsfram-
boð gegn Geir
Bjarni
Benediktsson
Geir H.
Haarde
GRÆNN
TILBÚINN TIL NOTKUNAR
.
RAUÐUR
TILBÚINN TIL NOTKUNAR
R.
HVÍTUR
TILBÚINN TIL NOTKUNAR
GULUR
TILBÚINN
TIL NOTK
UNAR
lsi 3 - 11
0 R.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÁREKSTRARHÆTTA myndaðist
á milli tveggja flugvéla í um 1.500
metra hæð norður af Viðey skömmu
eftir hádegi 30. september í fyrra,
samkvæmt nýrri skýrslu Rannsókn-
arnefndar flugslysa um atvikið. „Það
var bara tilviljun að þær flugu ekki
saman,“ segir Bragi Baldursson,
stjórnandi rannsóknarinnar.
30 manns í vélunum
Tildrög málsins eru þau að
Cessna-vél með flugkennara og flug-
nema var á innleið um Skaga og var í
sambandi við Reykjavík um aðflug.
Á sama tíma var Dash-8-106 vél með
25 farþega og þriggja manna áhöfn
að koma frá Egilsstöðum og var hún
líka í sambandi við Reykjavík um að-
flug.
Í skýrslunni kemur fram að lóð-
réttur aðskilnaður hafi sennilega
verið minnstur um 56 fet, um 17
metrar. Atvikið kom flugmönnum
vélanna og flugumferðarstjóra að
óvörum en viðbrögð flugmanns far-
þegavélarinnar voru að hækka flug-
ið til þess að forða árekstri.
Í niðurstöðum nefndarinnar segir
að sex atriði hafi myndað orsaka-
keðju og leitt til atviksins. Í fyrsta
lagi getur verið erfitt að greina fjar-
lægðir úr flugturni þegar horft er í
þessa átt. Í öðru lagi var ratsjárvari
Cessnunnar bilaður. Í þriðja lagi var
áhöfn farþegaflugvélarinnar sam-
bandslaus stutta stund. Í fjórða lagi
var umferðarmynd flugmanna og
flugumferðarstjóra röng. Í fimmta
lagi veitti flugumferðarstjóri ekki
upplýsingar um flug vélanna. Í
sjötta lagi heimilaði flugumferð-
arstjóri farþegavélinni að lækka
flugið niður fyrir 2.000 fet með minni
vélina á sjónflugsleið 1 í 1.500 fetum.
Bragi segir að hægt sé að minnka
möguleika á að svona atvik end-
urtaki sig. Því geri nefndin nokkrar
tillögur í öryggisátt varðandi breyt-
ingar á reglugerðum í sambandi við
lágmarksbúnað loftfara og flug-
umferð í kringum flugvelli. Auk þess
beinir hún því til flugmanna að skrá
bilanir ávallt í tæknibók.
„Tilviljun að þær
flugu ekki saman“
Talið að aðeins um 56 fet hafi verið á milli flugvéla við Viðey
Aðflugið við Viðey Áætluð afstaða flugvélanna að mati flugkennara. Ekki
var til líkan af Dash-8 og því er ATR-72 vél sýnd í staðinn í skýrslunni.