Morgunblaðið - 22.10.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
Morgunblaðið/Golli
Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon vill kanna framlengingu.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár-
málaráðherra telur einboðið að
skoða beri hvort framlengja eigi
þann tíma sem sparifjáreigendur
geti leyst út inneign sína af séreign-
arsparnaði og þannig notað féð til
aðkallandi hluta.
Steingrímur gerði grein fyrir
þessari skoðun sinni í fyrirspurn-
artíma um útgreiðslur séreignar-
sparnaðar á Alþingi í gær þar sem
Steinunn Valdís Óskarsdóttir var
málshefjandi, en hann taldi aðgerð-
ina vel heppnaða og að skoða þyrfti
hvort einstaklingar gætu fengið
hærri upphæð greidda út.
„Þá er að lokum spurningin
hvort ástæða sé til þess nú þegar að
fara að huga að því að rýmka þess-
ar reglur eða framlengja þær
vegna þess að nú styttist í að þeir
fyrstu komist á endastöð út níu
mánaða útgreiðslutímann […] og
mitt svar er það að það er einboðið
að mínu mati að skoða það.“
Hátt í 40.000 einstaklingar
Fram kom í máli ráðherra að 15.
október sl. höfðu alls 38.835 ein-
staklingar óskað eftir heimild til út-
greiðslu séreignarsparnaðar.
Samkvæmt skattaframtölum
hefðu tæplega 155.000 ein-
staklingar greitt í séreignarlífeyr-
issjóði undanfarin ár þannig að
reikna mætti með að um 25% þeirra
sem ættu inneign í séreignarsparn-
aði hefðu þegar ákveðið að nýta sér
þessa heimild.
Heildarupphæðin næmi um 24
milljörðum króna en reiknað hefði
verið með að heildarútgreiðslurnar
gætu numið frá 40 til 50 milljörðum
miðað við allt umsóknartímabilið.
Steinunn Valdís var sem fyrr seg-
ir fyrirspyrjandi í umræðunum en
hún minnti á að lög um séreign-
arsparnað hefðu aðeins verið í gildi
í um áratug.
Framlenging verði skoðuð
Fjármálaráðherra tekur vel í hugmyndir um að lengja tímabilið sem hægt
verði að taka út séreignarsparnað Útgreiðslur gætu numið 50 milljörðum
Morgunblaðið/Ómar
Ögmundur kveður Eftir 21 ár sem formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja kvaddi Ögmundur fyrir fullu Háskólabíói í gær.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„BÚUM við í verkalýðshreyfingunni
sjálfum okkur sömu réttindi og kjör
og við semjum um fyrir félagsmenn
okkar? Er allt gagnsætt hjá okkur?
Erum við eftir allar þjóðarsáttirnar ef
til vill orðin of nátengd gagnaðilum
okkar? Eru aðilar vinnumarkaðar í
fleirtölu að verða aðili í eintölu?“ Þess-
ar spurningar komu fram í ávarpi Ög-
mundar Jónassonar, fráfarandi for-
manns BSRB, við setningu 42. þings
bandalagsins í gær.
Hann fór í ítarlegu máli yfir stétta-
baráttuna á umliðnum árum, hlutverk
verkalýðsfélaganna og mikilvægi líf-
eyrissjóðanna í ræðu sinni. Verkalýðs-
hreyfingin megi aldrei gera of mikið
úr skipulagi. „Ég tel að verkalýðs-
hreyfingin sé í verulegri hættu að
fjarlægjast rót sína, gerast stofnun
meira upptekin af skipulagsformum
en baráttumarkmiðum. Mér varð það
áhyggjuefni þegar samtök launafólks
komu að gerð stöðugleikasáttmálans,
sem svo er nefndur, síðastliðið vor hve
sammála samtökin og samtök at-
vinnurekenda – sem var minna undr-
unarefni – voru kröfum Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins um niðurskurð, einnig í
velferðarmálum með þeirri einu und-
antekningu að vilja þenja út ný fé-
lagsleg úrræði undir handarjaðri aðila
vinnumarkaðar. Þetta þykir mér vera
vísbending um að sú hætta sé fyrir
hendi, og mjög raunveruleg, að verka-
lýðshreyfingin stofnanavæðist og
verði meira umhugað um sjálfa sig og
eigin stofnanir en hina almennu vel-
ferð sem ekki er vinnumarkaðstengd.
Þessi nálgun er afturhvarf til 20. ald-
arinnar öndverðrar þegar réttindi
voru meira og minna vinnumark-
aðstengd,“ sagði Ögmundur.
Hann fjallaði einnig um ávinn-
ingana í uppbyggingu lífeyriskerfisins
og sagðist vilja að lífeyrissjóðir lánuðu
ríki og sveitarfélögum fé til að draga
úr hinum bratta niðurskurði velferð-
arkerfisins. Nú vildu menn stofna
fjárfestingarsjóð á vegum lífeyrissjóð-
anna til að efla atvinnu hér innan-
lands.
Fráleitt að skera á þessi tengsl
„Gott og vel. En er ekki sú hætta
fyrir hendi að fyrir barðinu verði
verkefni ríkisins og sveitarfélaganna?
Ekki er nóg með það að ríkissjóður sé
tómur, hann er rekinn með geigvæn-
legum halla. Sama á við um sveit-
arsjóðina. Þetta eru sjóðirnir sem
fjármagna velferðina, skólana,
sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatlaða,
löggæsluna, slökkviliðin, sjúkraflutn-
ingana, vatnsveiturnar, stofnanir fyr-
ir aldraða, sjálfa innviði samfélagsins.
Ég vil láta minn lífeyrissparnað renna
þangað, til að verja innviðina, svo ekki
verði grafið undan velferðinni. Aldrei
er hennar meiri þörf en í kreppu.“
Hann sagði einnig að aðkoma líf-
eyrisþega að málefnum lífeyrissjóð-
anna væri mjög mikil og fráleitt að
skera á þessi tengsl undir því yf-
irskyni að „eigendur sjóðanna eigi að
geta valið stjórnarmenn. Það gera
þeir nú á lýðræðislegan hátt í gegnum
sín samtök hvort sem þau heita ASÍ,
BSRB, BHM, KÍ eða SÍB“.
Lífeyririnn verji velferðina
Ögmundur Jónasson, fráfarandi formaður BSRB, sagðist við setningu þings
BSRB, telja að verkalýðshreyfingin væri í verulegri hættu að fjarlægjast rót sína
Morgunblaðið/Golli
Hlýddu á Ögmund Um 280 þingfulltrúar sitja þriggja daga þing BSRB.
Meðal gesta við setningu þingsins voru Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Í HNOTSKURN
»Ögmundur Jónasson læturaf formennsku á þingi
BSRB en hann hefur gegnt því
starfi í rúm 21 ár.
»Hann var kjörinn formað-ur BSRB á þingi banda-
lagsins haustið 1988 og tók við
formennskunni af Kristjáni
Thorlacius.
»Nýr formaður verður kjör-inn á morgun, á lokadegi
þingsins, og hafa fjórir þegar
gefið kost á sér til formanns.
»BSRB er stærstu samtökopinberra starfsmanna
hér á landi. Aðildarfélögin eru
27 talsins og fjöldi félaga rúm
20 þúsund.
Ögmundur Jónasson kvaddi fé-
laga sína í BSRB eftir 21 árs for-
mennsku í ítarlegri ræðu á þingi
bandalagsins. Hann varaði við að
verkalýðshreyfingin væri í veru-
legri hættu á að fjarlægjast rót
sína.
GYLFI Arn-
björnsson, forseti
ASÍ, flutti ávarp
við setningu þings
BSRB í gær að af-
lokinni ræðu Ög-
mundar Jón-
assonar. Sagðist
hann vera sam-
mála Ögmundi
„um að nú er enn
ein atlagan að hefjast að okkar lífeyr-
iskerfi, að okkar grundvallarrétt-
indum,“ sagði Gylfi. „Við verðum að
standa saman um að hrinda henni
eins og endranær,“ bætti hann við.
Gylfi fjallaði einnig um nánara
samstarf launþegasamtakanna um
fræðslumál fyrir félagsmenn.
Tryggja þurfi nægt fjámagn frá rík-
isvaldinu um þau verkefni sem sam-
komulag hefur orðið um í starfs-
mennta- og fræðslumálum
hreyfingarinnar, og takast verði að
efla þau mál. Gylfi minnti á að árs-
fundur ASÍ hefst í dag og er haldinn
samhliða þingi BSRB. „Það er mik-
ilvægt að við köllumst á og látum í
okkur heyra.“
Enn ein
atlagan
að hefjast
Þing BSRB og árs-
fundur ASÍ samhliða
Gylfi Arnbjörnsson
FJÓRIR stjórn-
armenn í VR
hafa samþykkt
yfirlýsingu þar
sem þeir skora á
ársfund ASÍ,
sem hefst í dag,
að styðja tillögu
Verkalýðsfélags
Akraness á árs-
fundinum um stóraukið lýðræði
við val á stjórnarmönnum lífeyr-
issjóðanna, þar sem stjórnarmenn
verði
kosnir beinni kosningu af sjóð-
félögum lífeyrissjóðanna. Í tillög-
unni segir að ársfundur ASÍ feli
miðstjórn umboð til að gera þær
breytingar á samningi ASÍ og at-
vinnurekenda um lífeyrismál sem
tryggi, að launafólk yfirtaki
stjórnun lífeyrissjóða innan ASÍ.
Einnig verði unnið að breytingum
á reglugerðum sjóðanna þannig að
sjóðsfélagar kjósi stjórnarmenn í
beinni kosningu.
Launafólk
yfirtaki stjórn
ÁRNI Johnsen,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins,
fór mikinn í um-
ræðum um stöðu
landsbyggðar-
innar á Alþingi í
gær og fullyrti að
skipstjórnar-
menntun væri í
uppnámi.
„Innan tíu ára má kannski reikna
með að Kínverjar eða Spánverjar
verði skipstjórar á íslenskum skip-
um […] Það er ekki góð þróun,“
sagði Árni, sem sakaði ríkisstjórnina
um að „hjakka á landsbyggðinni“.
Þá gagnrýndi hann að verið væri að
véla um að fækka sýslumönnum,
skattstjórum og lögregluumdæm-
um. „Þetta er óvirðing við lands-
byggðina, sem vinnur daga og næt-
ur, fast og ákveðið að
gjaldeyrisöflun fyrir þjóðina.“
Steingrímur J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra, sagði ekki hægt að
ræða aðstæður á Íslandi eins og ekk-
ert hefði gerst. Þá sagði hann þenn-
an málflutning fara þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins sérstaklega illa.
Kínverskir
skipstjórar?
Árni Johnsen