Morgunblaðið - 22.10.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 22.10.2009, Síða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NICK Griffin, leiðtogi Breska þjóðarflokksins (BNP), á að sitja fyrir svörum í „Question Time“, vinsælum sjónvarpsþætti BBC, og það hefur vakið deilu í Bretlandi um hvernig fjölmiðlar eigi að fjalla um aukið fylgi flokka sem eru lengst til hægri og sakaðir um þjóðernisöfgar. Peter Hain, sem fer með málefni Wales í bresku ríkisstjórninni, og fleiri hafa sent stjórn BBC bréf og krafist þess að hún hnekki þeirri ákvörðun Marks Thompsons, forstjóra BBC, að heimila að Hain og fleiri stjórnmálamenn óttast að þáttur- inn verði flokki Griffins til framdráttar. Þeir benda á að fylgi þjóðernisflokks Jean-Marie Le Pen tvö- faldaðist í Frakklandi á einu kvöldi árið 1984 þegar hann sat fyrir svörum í vinsælum sjónvarpsþætti. Aðrir telja það skaða Breska þjóðarflokkinn ef fjölmiðlar fara í saumana á stefnu hans. „Það er al- veg rétt að bjóða leiðtogum BNP í „Question Time“,“ hefur fréttavefur The Times eftir John Humphrys, gamalreyndum BBC-manni sem hefur séð um vinsæla fréttaskýringaþætti. „Hvers vegna ættum við að óttast það sem þeir hafa að segja? Þetta mál snýst um málfrelsi og skyldur BBC.“ Í HNOTSKURN » Fjórir fyrrverandi hers-höfðingjar hafa sakað Breska þjóðarflokkinn um að reyna að „stela orðstír“ hers- ins í pólitískum tilgangi. » Nick Griffin líkti breskumhershöfðingjum við stríðs- glæpamenn nasista vegna hernaðarins í Írak og Afgan- istan og sagði að ef Churchill væri á lífi myndi hann kjósa Breska þjóðarflokkinn. Eðlilegt málfrelsi eða hættulegt?  Deilt um þá ákvörðun BBC að sýna þátt þar sem leiðtogi Breska þjóðarflokks- ins situr fyrir svörum  Er þátturinn hættuleg auglýsing eða liður í málfrelsinu? Griffin sitji fyrir svörum í þætt- inum í kvöld. Að jafnaði horfa um þrjár milljónir manna á þátt- inn. „Það væri öfugsnúið af þér að halda því fram að þessir menn væru eins og hver annar lýðræð- islega kjörinn flokkur,“ sagði Hain í bréfi til Thompsons í vik- unni sem leið. Hain telur að flokkur Griffins sé ólöglegur vegna þess að hann hafi brotið lög með því að meina fólki inngöngu í hann á grundvelli hörundslitar. Nick Griffin INDVERSKIR lögregluþjónar búa sig undir að hleypa af byssum sínum til að votta minningu fallinna félaga virðingu sína við athöfn í indversku borginni Mumbai í gær, á árlegum minningardegi fallinna lögreglu- manna. Um 830 indverskir lögreglumenn biðu bana við skyldustörf á síðasta ári, þeirra á meðal tugir manna sem féllu í árásum hóps hryðjuverkamanna í Mumbai 26.-29. nóvember. Reuters FALLINNA LÖGREGLUMANNA MINNST Amman. AFP. | Jórdaninn Ali, þrítug- ur þriggja barna faðir, var atvinnu- laus og örvinglaður. Vinur hans taldi hann á að selja annað nýrað til að bæta aðstæður fjölskyldunnar og bjarga um leið lífi annars manns. Ali fór þess vegna með flugvél til Egyptalands fyrr á árinu og seldi annað nýrað fyrir 5.000 dollara, jafn- virði rúmra 600.000 króna. Nú dauð- sér hann eftir því. „Ég veit ekki hvað ég var að hugsa,“ segir hann. „Ég veit núna að mér urðu á mistök vegna vanþekkingar. Ég er atvinnu- laus, fátæktin og bágindin blinduðu mig.“ Ali er á meðal tuga fátækra Jórd- ana sem hafa selt líffæramiðlurum annað nýrað. Annar Jórdani, Mo- hammed, kveðst aðeins hafa fengið helminginn af umsaminni greiðslu fyrir nýra sem hann féllst á selja í fyrravetur. „Ég hef verið örmagna frá því að nýrað var tekið,“ segir hann. „Það er eitthvað að mér en ég veit ekki hvað það er. Ég get ekki leitað til læknis vegna þess að ég hef heyrt að lögreglan sé að leita að fólki eins og mér.“ Ekki eru til áreiðanleg gögn um líffæraviðskiptin en jórdönsk yf- irvöld segja að þau séu ekki mjög umfangsmikil. Slík viðskipti með líf- færi eru bönnuð með lögum, varða allt að fimm ára fangelsi og sekt að andvirði 3,5 milljóna króna. Yfirvöld í Egyptalandi framseldu ellefu Jórdana í september og þeir voru ákærðir í Jórdaníu fyrir að hafa keypt líffæri, aðallega nýru, og selt þau í Egyptalandi fyrir jafnvirði allt að 3,7 milljóna króna hvert. Fleiri hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og sjö meintir líffæramiðlarar eru á flótta undan lögreglunni. Íbúar Jórdaníu eru rúmar sex milljónir og samkvæmt opinberum tölum eru 70% þeirra undir þrítugs- aldri. Rúm 14% vinnufærra manna eru skráð atvinnulaus en hagfræð- ingar telja að atvinnuleysið sé í raun miklu meira, eða um 30%. Nær 80% voru Palestínumenn Yfir 80 líffærasölumál voru af- hjúpuð í Jórdaníu árið 2007 og stjórn landsins stofnaði þá sérstaka nefnd sem á að reyna að binda enda á þessi ólöglegu viðskipti og hvetja fólk til líffæragjafar. „Líffæramiðlararnir fá ákveðið hlutfall af söluandvirðinu, notfæra sér bágindi fátækra, telja þá á að selja nýra og hjálpa þeim síðan að fara til þriðja lands þar sem líffærin eru tekin,“ segir dánardómstjórinn Momen Hadidi, sem á sæti í nefnd- inni. „Á ári hverju deyja yfir 800 manns í bílslysum í Jórdaníu. Við ættum að hvetja ættingja þeirra, sem deyja, til að gefa líffæri þeirra. Þannig getum við minnkað eft- irspurnina eftir líffærasölum.“ Nýleg rannsókn á málum 130 manna, sem seldu nýra, leiddi í ljós að nær 80% þeirra voru Palest- ínumenn frá Baqaa í norðvest- urhluta Amman, stærstu flótta- mannabúðunum í Jórdaníu. bogi@mbl.is Líffæramiðlarar gera sér eymd að gróðavegi Sárafátækt fólk í Jórdaníu lokkað til að selja líffæri sín Í HNOTSKURN » Alþjóðaheilbrigð-ismálastofnunin telur að ólögleg viðskipti með líffæri færist nú í vöxt í heiminum. Dæmi eru um að auðugir sjúk- lingar borgi líffæramiðlurum jafnvirði 12-25 milljóna króna fyrir hvert líffæri. » Þeir sem selja líffæri síneru yfirleitt sárafátækir og fá allt niður í 120.000 krón- ur fyrir nýra, þótt gangverðið sé líklega um 600.000 krónur. ÁTTA af hverjum tíu Dönum telja að lögreglan geti ekki bundið enda á stríð sem geisað hefur í Kaupmanna- höfn milli bifhjólagengja og ung- menna úr röðum innflytjenda, sam- kvæmt nýrri viðhorfskönnun sem birt var í gær. Um 82% aðspurðra í könnunni sögðust ekki telja að stríðinu lyki á næstu sex mánuðum. Aðeins sex af hundraði sögðust telja að lögregl- unni tækist að binda enda á átökin en 11% voru óákveðin í Gallup-könn- un sem Berlingske Tidende birti í gær. Lögreglan segir að átökin tengist baráttu um fíkni- efnamarkaðinn í Kaupmannahöfn. Sex menn hafa beðið bana og 59 særst í 109 skot- árásum glæpa- gengja frá því í ágúst á síðasta ári. Þrír hafa látið lífið í átökunum frá 9. október. Um 21% aðspurðra í Gallup-könn- uninni sagðist forðast það að fara í hverfi þar sem árásirnar hafa verið gerðar. Telja að gengjastríði linni ekki á næstunni Danskur vítisengill ÓLYMPÍUELDURINN fyrir Vetrarólympíuleikana í Vancouver á næsta ári verður kveiktur við hátíðlega athöfn í Ólympíu á Grikklandi í dag. Gríska leikkonan Maria Nafpliotou er hér í hlutverki hofgyðju og kveikir á ólympíukyndli á lokaæfingu fyrir athöfnina. Reuters KVEIKIR ÓLYMPÍUELD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.