Morgunblaðið - 22.10.2009, Síða 20
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
OKKUR verður öllum á í lífi og starfi.
Við bregðumst trausti og tiltrú og
þurfum þess vegna á hvert öðru að
halda til að bæta fyrir það sem aflaga
fer, byggja upp og eflast í sátt og sam-
starfi til allra góðra verka.
Þjóðkirkja Íslands er að stórum
hluta fólkið í landinu og þess vegna
hrærist innan vébanda hennar mann-
lífið sjálft, ófullkomnir einstaklingar
sem vilja lúta leiðsögn höfundar trú-
arinnar Jesú Krists og þurfa á fyr-
irgefningu að halda. Þetta er í senn
styrkleiki þjóðkirkjunnar og van-
máttur, þetta er krafturinn sem full-
komnast í veikleikanum. Í þeim skiln-
ingi er þjóðkirkjan ekki valdastofnun
og má aldrei líta á sig sem slíka. Emb-
ætti prestsins og annarra starfs-
manna hennar er þjónustuhlutverk
eins og ljóst er samkvæmt orðanna
hljóðan. Það er ekki fólgið í því að
deila og drottna heldur að hugga,
græða, leiðbeina og styrkja, fylgja
Kristi og standa vörð um þá sem eru
vanmegna og varnarlausir og þjóna
lífinu.
Börnin eru sérstaklega auðsær-
anleg og þess vegna tekur Kristur sér
stöðu með þeim. Hann notaði bæði orð
og athafnir til að undirstrika það, tók
þau sér í fang og lagði hendur yfir þau.
Við sjáum hann beita áþekkum að-
ferðum þegar hann reisir við þá sem
fallið hafa og rýfur einangrun þeirra
sem samfélagið hafnar. Hann notar
ásamt með öðru snertingu orða og at-
hafna til að hugga, græða, styrkja og
fyrirgefa. Það er sálgæsluaðferð hans.
Ef einhver er dómbær á það sem er
viðeigandi, þá er það sá sem þarf á
hjálpinni að halda. Að káfa á þeim og
kyssa þau sem treysta á að fá brauð í
stað steina er alltaf óviðurkvæmilegt.
Þjónn kirkjunnar ber þar mikla
ábyrgð. Brjóti hann trúnað bregst
hann þeim sem síst skyldi. Honum ber
þá að stíga til hliðar og hafa það sem
spor til sátta og leita þannig fyrirgefn-
ingar þeirra sem hann hefur brotið á.
Þolendur hafa margt að erfa við brota-
manninn, en það er möguleiki að bæta
fyrir sig og fyrsta skrefið er að horfast
í augu við sjálfan sig með Guðs hjálp
og góðra manna.
Það hefði óneitanlega skipt miklu í
þessu máli öllu, ef sr. Gunnar hefði
borið gæfu til þess að biðja stúlk-
urnar fyrirgefningar á gjörðum sín-
um gagnvart þeim, í stað þess að lýsa
því yfir að hann bæri ekki kala til
þeirra, vegna þess sem gerðist. Það
er í raun að snúa sannleikanum á
hvolf, því ekki höfðu þær brotið neitt
af sér. Hegðan prestsins olli því hins
vegar að frá þeim var tekin bæði
frelsi og gleði fermingarársins, þar
sem traust, velvild, skilningur og til-
litssemi ætti að vera í hávegum höfð,
svo sem endranær.
Ef það er skilningur sr. Gunnars á
siðareglum PÍ (Prestafélags Íslands)
að það sé hluti sálgæslu að ástunda
„snertingu“ af því tagi sem hann
leyfði sér, þá er það mikill misskiln-
ingur. Siðareglur PÍ orða umgegni í
sálusorgun ekki með þeim hætti.
Hins vegar eru í þeim ákvæði eins og
þetta: „Sálgæsla byggist á virðingu
og trúnaðartrausti og er því sér-
staklega viðkvæm og vandmeðfarin.
Prestur má ekki undir neinum kring-
umstæðum misnota aðstöðu sína sem
sálusorgari eða ógna velferð skjól-
stæðings, s.s. með kynferðislegri
áreitni, né vanvirða tilfinningar hans
og tiltrú með öðrum hætti.“ (2.4.)
Þar af leiðandi getur skjólstæðing-
urinn sem þiggur sálgæsluna, hugg-
unina, ekki verið presturinn, því hann
er sálusorgarinn. Um þetta eru allir
prestar einhuga og hafa margsinnis
samþykkt þessar reglur, til að undir-
strika þann siðferðisgrunn sem
prestastéttin setur sér, þegar kemur
að sálgæslu. Ef landslög ná ekki til
þessara mikilvægu atriða er með
þessum siðareglum PÍ tryggt að þær
geri það. Þegar biskup grípur til þess
ráðs að færa sr. Gunnar til í starfi er
það í samræmi við þær starfsreglur
sem prestar þjóðkirkjunnar eiga og
ætla að miða þjónustu sína við.
Það er einlæg von okkar að sr.
Gunnar Björnsson þiggi rausnarlegt
boð biskups Íslands, flytji sig um set í
auðmýkt og vinni síðan að þeim verk-
efnum sem honum farast vel úr hendi
og innan þeirra marka sem hann
þekkir best og virðir.
BIRGIR ÁSGEIRSSON
prestur Hallgrímskirkju
HERDÍS EINARSDÓTTIR
sálfræðingur á Landspítala
SIGFINNUR ÞORLEIFSSON
sjúkrahúsprestur á Landspítala
Sáttaboð á Selfossi
Frá Birgi Ásgeirsssyni, Herdísi Ein-
arsdóttur og Sigfinni Þorleifssyni
Í BRÉFI til biskups Íslands, dag-
settu 12. september 2009 frá sex
starfandi prestum og fjórum prest-
um sem hættir eru störfum, er
gagnrýnd sú ákvörðun að færa
sóknarprestinn á Selfossi til í starfi.
Þar er einkum byggt á þeim rökum
að með því sé ekki farið eftir þeim
lögum sem í landinu ríkja og þar af
leiðandi verði til fordæmi á þá leið
að auðvelt gæti reynst að koma
presti úr embætti með jafnvel tilefn-
islausum ákærum. Við lýsum okkur
ósammála þessu bréfi og þeirri rök-
semdafærslu sem þar birtist.
Málefni Selfosssafnaðar hafa ver-
ið í brennidepli um þó nokkurn tíma.
Ákvörðun biskups um að færa sókn-
arprestinn í starfi byggir hann m.a.
á að upp hafi komið trúnaðarbrestur
og komi sóknarprestur aftur til
starfa yrði erfitt að halda uppi eðli-
legu safnaðarstarfi. Undir þessa
ákvörðun tökum við heilshugar. Sú
ákvörðun mun ekki byggð á geð-
þótta heldur er þvert á móti í anda
þeirra starfsreglna sem þjóðkirkjan
hefur sett sér um meðferð kynferð-
isafbrota innan hennar sem og nið-
urstaða þeirra nefnda sem um málið
hafa fjallað innan kirkjunnar, þ.e.
úrskurðunarnefndar þjóðkirkj-
unnar sem og siðanefndar Presta-
félags Íslands. Segir úrskurð-
arnefnd m.a.: „Úrskurðarnefnd
telur að ekki verði hjá því komist að
telja þá háttsemi sem gagnaðili
sýndi unglingsstúlkunum tveimur
og sem hann sjálfur hefur staðfest
fela í sér ótvírætt siðferðisbrot í
skilningi tilvitnaðra laga og reglna.“
Í umfjöllunum sínum ber þessum
nefndum saman því siðanefnd segir
m.a.: „Það er samdóma álit siða-
nefndar að hegðun [NN] í ofan-
greindum tilvikum brjóti í bága við
siðareglur PÍ, einkum greinar 2.3 og
2.4.“ (http://kirkjan.is/pi/sidareglur )
Það er ávallt erfitt fyrir kærendur
kynferðisbrota að koma fram í dags-
ljósið. Sönnunarkröfur í slíkum mál-
um eru afar miklar og er það langt í
frá þannig að öll kærð mál endi fyrir
dómstólum. Rétt er að halda því til
haga hér að fimm kærur hlutu lög-
reglurannsókn, þrjár voru felldar
niður vegna fyrningar og tvær kærur
hlutu dómsmeðferð. Réttilega er
með farið að ákærði hafið hlotið
sýknun samkvæmt skilningi laga.
Hins vegar er ógerningur að líta
framhjá þeim starfsreglum sem
kirkjan hefur sjálf sett sér. Það væri
ekki síður fordæmisgefandi ef þjóð-
kirkjan hefði að engu starfsreglur
sem kirkjuþing hefur samþykkt, sem
æðsta vald í málefnum þjóðkirkj-
unnar innan lögmæltra marka.
Hinir tíu prestar sem ritað hafa
biskupi bréf telja að þjóðkirkjan sé
með ákvörðun biskups að leitast við
að skapa sér nýjar réttarreglur sem
geti vakið guðfræðilegar spurningar.
Undirrituð eru sammála bréfriturum
um að tilfærslu séra Gunnars
Björnssonar í starfi beri að skoða í
ljósi guðfræðinnar, en ólíkt þeim telj-
um við að hin guðfræðilegu sjón-
armið snúist um kirkju- og mann-
skilning sem tekur mið af
siðferðilegum álitamálum nútímans.
Við teljum að þjóðkirkjan vitni um
grundvöllinn sem hún þjónar þegar
hún stendur vörð um öryggi barna
og ungmenna sem henni er treyst
fyrir. Kirkja sem er trú slíkri guð-
fræði hefur börnin í forgrunni sem
Kristur kallaði til sín, og varnar þeim
eigi.
Sú ákvörðun að færa sóknarprest-
inn til í embætti er að okkar mati
óumflýjanleg. Hún er einnig í sam-
ræmi við þá ályktun sem samþykkt
var samhljóða á prestastefnu sem
haldin var í Kópavogi í apríl 2009 þar
sem biskup Íslands var hvattur til að
nýta þær leiðir sem hann hefur til
lausnar í málefnum Selfosssafnaðar.
Við vonum og biðjum að með skýrri
ákvörðun biskups fáist langþráður
friður svo að sóknarnefnd sem er ein-
huga um málið geti staðið vörð um
uppbyggjandi safnaðarstarf í kirkju
sem ber að vera öruggt skjól fyrir
sóknarbörn sín og hver þau sem
þangað leita.
Guðbjörg Arnardóttir, Hildur Eir
Bolladóttir, Arnfríður Guðmunds-
dóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Guðný
Hallgrímsdóttir, Sigríður Guðmars-
dóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson,
Þórhallur Heimisson, Halldóra
Þorvarðardóttir, Magnús Erlings-
son, Guðbjörg Jóhannesdóttir,
Guðrún Karlsdóttir, Ingileif Malm-
berg, Jóna Lovísa Jónsdóttir, Vigfús
Bjarni Albertsson, Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir, Íris Kristjánsdóttir,
Arna Grétarsdóttir, Elínborg Sturlu-
dóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir,
Toshiki Toma, Sigurður Grétar
Sigurðsson, Gunnar Jóhannesson,
Sigfús Kristjánsson.
Kirkjunni ber að vera öruggt skjól
Frá prestum
ÉG FÓR þrisvar
út á land í sumar
akandi á mínum
einkabíl. Það er
því miður orðið
lífshættulegt að
aka á vegum
landsins vegna
umferðarómenn-
ingar landans.
Það var sama
þótt ég keyrði á hámarkshraða sem
er 90 km/klst úti á landi þá keyrðu
allflestir fram úr mér jafnvel þó
þeir væru með tjaldvagna, hjólhýsi
eða annað í eftirdragi. Þrisvar
gerðist það á vikutíma að farið var
fram úr mér (ég á hámarkshraða) á
óbrotinni línu jafnvel þótt blindhæð
væri framundan eða stór rúta að
koma á móti. Ég er mest hissa á
því að ekki skuli verða fleiri slys í
umferðinni. Ökumenn geta teflt lífi
sínu í tvísýnu en að leika sér með
líf og limi annarra er ófyrirgef-
anlegt.
Landinn virðist óagaður og eft-
irlitslaus í umferðinni. Menn virð-
ast halda að umferðarreglur séu til
þess að brjóta þær. Allir eru að
flýta sér og enginn virðist hafa
tíma. Lögregluna sér maður nánast
bara orðið á 17. júní og öðrum tylli-
dögum. Hún virðist ákaflega lítið
sinna umferðareftirliti og gæslu,
því miður.
Það liggur við að maður þurfi
áfallahjálp eftir að vera í umferð-
inni, t.d. í Reykjavík fara margir
yfir á rauðu ljósi og enn fleiri eru í
símanum við aksturinn, þ.e.a.s. ekki
með handfrjálsan búnað.
Mér er gjörsamlega nóg boðið,
hér verður að bæta úr áður en al-
varleg slys verða, fólk deyr eða lim-
lestist.
Tökum okkur á, landsmenn og
yfirvöld, með lögum skal land
byggja.
SKÚLI BALDURSSON,
Reykjavík.
Umferðar-
ómenning
Skúli Baldursson
Frá Skúli Baldurssyni
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
– meira fyrir áskrifendur
Jólahlaðborð
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Meðal efnis verður :
Jólahlaðborð á veitingahúsum.
Hvað er annað í boði en jólahlaðborð.
Jólahlaðborð heima skemmtilegar
uppskriftir.
Fallega skreytt jólahlaðborð.
Tónleikar og aðrar uppákomur.
Ásamt mörgu öðru spennandi efni.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 26. október.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út glæsi-
legt sérblað um jólahlaðborð
30. október.
Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða upp
á jólahlaðborð og sérrétti á aðventunni
og mikið í boði fyrir þá sem vilja gera sér
glaðan dag á þessum skemmtilega tíma
ársins.