Morgunblaðið - 22.10.2009, Page 23

Morgunblaðið - 22.10.2009, Page 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 ✝ Gunnar Jak-obsson fæddist á Akureyri 23. mars 1943. Hann lést á fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 12. október sl. For- eldrar hans voru Jakob Jónsson skip- stjóri á Akureyri, f. 17. febrúar 1900, d. 3. janúar 1991, og Kristín Jóhann- esdóttir húsfreyja og verkakona, f. 6. júní 1912, d. 12. nóv- ember 1987. Bróðir Gunnars er Jón, starfsmaður hjá Akureyr- arbæ, f. 18. janúar 1942, maki Sigurveig Tryggvadóttir versl- unarmaður, f. 6. desember 1945. Hinn 28. september 1963 kvæntist Gunnar Guðrúnu Helga- dóttur, starfsmanni Akureyr- arbæjar, f. 3. febrúar 1944. For- eldrar hennar voru Helgi Sigurgeirsson, bóndi á Stafni, f. 13. september 1904, d. 21. júlí 1991, og Jófríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1900, d. 24. janúar 1996. Börn Gunnars og Guðrúnar eru: 1) Hafþór Við- ar, f. 6. mars 1963, maki Anna Björk Ívarsdóttir, f. 15. október 1968. Synir þeirra eru Helgi Már, unnusta Inga Margrét, þau eiga einn son, Ragn- ar Máni og Úlfar Logi. 2) Kristín, f. 15. desember 1966, maki Viðar Þór Pálsson, f. 31. ágúst 1964, börn þeirra Gunnar Páll og Guð- rún Ása. Kristín og Viðar slitu sam- vistir. Núverandi maki Þorleifur Albert Reim- arsson, f. 27. nóvember 1963. Börn þeirra eru Amanda Líf, Guðlaug Castberg og Sólveig María. Gunnar fór ungur til sjós og stundaði sjómennsku fram undir 1980. Eftir það starfaði hann meðal annars sem verkstjóri í Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar. Hann starfaði einnig hjá Flugfélagi Norðurlands, Akureyr- arbæ og síðustu árin hjá Mjólk- ursamsölunni á Akureyri. Gunnar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 22. októ- ber, kl. 13.30. Fallinn er frá mágur minn og vinur okkar hjóna, Gunnar Jakobsson, og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var dagfarsprúður maður og hörkuduglegur, vann bæði til sjós og lands og naut trausts og virðingar hjá samstarsfólki sínu. Í frítímum sínum var hann mikill útivistarunnandi, sótti m.a. mikið í laxveiðar og á síðari árum féll hann fyrir golfinu sem varð hans hjartans áhugamál til dauðadags. Við minn- umst með hlýju heimsókna þeirra hjóna til okkar, og stundum stoppuðu þau hjá okkur í nokkra daga og við gerðum okkur margt til gamans, eld- uðum góðan mat og spjölluðum. Gunnar fór á hverju ári í golfferðir til útlanda og gisti hann þá venjulega hjá okkur á leið sinni út. Nú síðast kom hann á páskadag hinn 12. apríl og fór daginn eftir til Flórída. Ellefu vikum áður hafði hann undirgengist brottnám á nýra en var hress og glaður og hlakkaði mikið til að komast í sólina. Nú sex mánuðum síðar er hann allur. Bless- uð sé minning hans. Elsku Gunna systir, Hafþór, Krist- ín, makar, barnabörn og nýfætt barnabarnabarn, þið hafið misst mik- ið, en minningin um góðan dreng mun ætíð lifa. Ása og Jón. Sumarið var sjötíu og fimm, búinn að þekkja hann lengi og hans fjöl- skyldu. Hringvegurinn orðinn til árið áður og nú skyldi Ford Broncoinn þaninn. Sveitapiltsins draumur sungu Hljómar, en þessi draumur var að sitja aftur í, hossast hringveg- inn. Frábærir ferðafélagar og frábær ökumaður, Gunnar Jakobsson. Okk- ar ferð hófst saman í Reykjadal. Hugsaði oft til þess síðar hvað ég var heppinn að fá að fara með hringinn. Var það kannski til þess að geta leið- beint í Reykjavík eða geta túlkað frönskuna á Kirkjubæjarklaustri? Gat sjálfsagt hvorugt, en traustið og trúnaðurinn var til staðar. Það var alveg nóg fyrir mig að vita að Gunni var giftur Gunnu frænku til þess að sannreyna fyrir sjálfum mér að sómamaður væri þar á ferð. Þeir sem voru tengdir Stafni hlutu þann óskoraða dóm í mínum augum. Þessi lífsreyndi sjómaður var líka hörku- nagli, kenndi okkur strákunum að veiða. Kenndi okkur að verða að mönnum. Það var gaman og það var líka ógurlega gaman að veiða með Grímseyjarspún, það var rosalega gaman. Veiðiferðin á Möðrudals- öræfum gleymist seint, tveir ungir og tveir barnungir, allir jafn fjörugir þá. Alltaf pláss fyrir mig í Lerkilundi, alltaf pláss. Jafnvel þrátt fyrir að mér fjölgaði og ég þyngdist. Alltaf hægt að tala um golf og nú þegar ég er loks- ins loksins byrjaður í golfi þá er hann hættur á Jaðarsvelli. Það eru hins vegar golfvellir víða, líka á himnum. Vinarþel á Akureyri í vor sem leið. Bjart framundan, engir erfiðleikar. Lýsa meir honum sem talaði en mér sem hlustaði. Þannig var tekist á við verkefnin. Af auðmýkt og reisn. Að leiðarlokum ber að þakka fyrir þann kærleik, okkar á milli, sem Guð gaf okkur. Þá hlýju sem samferðafólk færði okkur. Þá umhyggju sem þau hjónin gáfu mér hverju sinni. Við nafnarnir vorum stoltir hvor af öðr- um, báðir á sinn hátt. Að leiðarlokum þakka ég Gunna Jak. fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og mína á liðnum árum. Það sæti sem hann er nú sestur í er gott sæti, við hin yljum okkur við minningarnar um góðan dreng sem varð að góðum manni. Með honum er genginn einn sá vandaðasti maður sem ég hef kynnst. Gunna frænka, Hafþór, Didda og fjölskyldur. Fjölskyldan í Hafnarfirði sendir ykkur hugheilar samúðar- kveðjur. Samúðarkveðjur færir ykk- ur einnig María Steingrímsdóttir með þakklæti fyrir skilningsríka samferð í áratugi. Blessuð sé minning Gunnars Jak- obssonar. Gunnar Svavarsson. Nú er hann fallinn frá eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég minnist Gunna Jak., eins og hann var ávallt kallaður, sem frábærs vinnufélaga og félaga í golfíþróttinni, þar áttum við saman margar ánægjulegar stundir. Minnisstæðar eru ferðirnar sem við fórum til Flórída, þar fór Gunni fremstur í flokki er kom að innkaup- um á nauðsynjavöru og stjórnaði eldamennsku fyrir mannskapinn eins og honum einum var lagið. Gunnar var félagi sem gott var að hafa í návist sinni og ávallt tilbúinn til að aðstoða ef eitthvað stóð til, og eins var hann hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Síðustu vikurnar með okkur félög- unum á golfvellinum sýndi hann mik- ið æðruleysi í veikindum sínum og aldrei heyrðist hann kvarta undan neinu, þó að veikindin hefðu sett mark sitt á hann, og keppnisandinn var á sínum stað til hins síðasta. Við söknum góðs félaga og vinar, og þökkum allar samverustundirnar. Missir fjölskyldunnar er mikill og biðjum við góðan Guð að varðveita minningu Gunnars og vaka yfir fjöl- skyldunni á þessum erfiðu tímum. Brynleifur Hallsson. Samstarfsmaður okkar og góður félagi Gunnar Jakobsson er látinn langt um aldur fram. Sagt er að mað- ur komi í manns stað og það má til sanns vegar færa. Eftirsjá og sökn- uður eru hins vegar tilfinningar sem hver og einn þarf að glíma við þótt skarð á vinnustað hafi verið fyllt. Gunnar, eða Gunni Jak eins og hann var venjulega kallaður, var starfs- maður mjólkursamlagsins á Akureyri undanfarin 10 ár. Starfsmannahópurinn horfir nú á eftir skemmtilegum vinnufélaga og við þökkum fyrir þann tíma sem Gunni var okkur samtíða. Ánægju- legar minningar hrannast upp og ylja okkur um hjartaræturnar. Gunni var einn þeirra sem ávallt sjá spaugilegar hliðar á málunum og húmorinn var jafnan skammt undan. Hann lá ekki á skoðunum sínum og hafði gott lag á að segja frá. Hann var vinsæll á með- al samstarfsmanna og var gjarnan fjörugt í kringum hann í matar- og kaffitímum. Það var engin lognmolla í kringum Gunna. Hann var hvers manns hug- ljúfi, hafði ríka kímnigáfu og lét menn óspart hafa það á léttum nótum. Hafi málshátturinn „Hláturinn lengir líf- ið“ átt við í hans tilfelli hefði Gunni átt skilið að verða minnst 100 ára. Við kveðjum Gunna með söknuð í hjarta og vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsfólks MS Akureyri, Kristín Halldórsdóttir. Í minningu minni er Gunni alltaf brosandi. Alltaf svo þægilegt þegar hann og Gunna komu yfir í kvöldkaffi. Ég man vel eftir því að þegar ég var lítill, og Gunni hafði lokið við að segja brandara og skella upp úr, leit hann á mig og blikkaði öðru auganu. Það var svona „okkar“. Karlmenn hafa yfir- leitt sínar eigin leiðir í tjáningu, stundum óhefðbundnar. Blikkið var allt sem segja þurfti. Það þótti mér alltaf vænt um. Allir elskuðu Jakann, strákar sem eyddu einu og einu sumri í samlaginu hafa verið að hringja í mig og fá frétt- ir af honum. Það segir mikið að eftir fleiri ár skuli sumarafleysingastrákar muna eftir honum og húmornum hans, og hugsa enn hlýlega til hans. Gunni á alltaf sérstakan stað hjá mér sem vinur og góður maður. Einn sá besti. Vertu sæll, kæri vinur. Ég sé þig fyrir mér glottandi á nýja staðnum, komandi öllum í kringum þig í gott skap. Ari Jón jr. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. (Úr Spámanninum e. Kahil Gibran.) Ég er fimm ára, Gunni sex. Við stöndum hvort sínu megin við girð- inguna sem er á milli heimila okkar. Hann heldur á franskbrauðssneið með smjöri og sultu. Í fyrsta sinn sé ég „búðarfranskbrauð“. Ég horfi löngunaraugum á sneiðina, dettur ekki í hug að nokkur tími að gefa af öðru eins. En Gunni gefur mér bita. Enn get ég ornað mér við ylinn sem gleðin og þakklætið kveikti í hjarta mínu. Þetta er mín fyrsta minning um kæran vin, Gunnar Jakobsson, sem nú hefur lokið sinni vegferð í þessum heimi. Þetta litla minningarbrot segir svo margt um Gunna. Ég minnist örlætis hans, velvilja, hlýju og jákvæðni, ég man léttan hláturinn, glettnina og ósérhlífnina. Nálægð hans ávallt gef- andi og góð. Við ólumst upp hlið við hlið á Eyr- inni, mikill samgangur var milli heim- ilanna. Við vorum mörg, börnin á Eyrinni í þá daga, frjáls í glöðum leikjum okkar á löngum, björtum sumrum. Þá hófst skólinn í fyrri hluta október og lauk í byrjun maí. Mörg byrjuðum við að vinna ung fyrir okk- ur. Stuttu eftir fermingu hóf Gunni sinn sjómannsferil og stundaði hann sjóinn í áratugi. Árið 1963 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Helgadóttur, frá Stafni í Reykjadal, mikilli ágætiskonu sem var honum einstaklega traustur og góður lífsförunautur. Börn þeirra Hafþór Viðar og Kristín. Barnabörn- in eru sex, en ekki lifði Gunni að líta augum sitt fyrsta barnabarnabarn, dreng sem fæddist fyrir nokkrum dögum. Vegir lífsins eru ófyrirsjáanlegir. Við Gunni fundum okkar maka, keyptum okkar fyrstu íbúð í sama fjölbýlishúsinu, eldri börnin okkar fæddust á svipuðum tíma. Þegar við síðar stækkum við okkur húsnæðið urðum við áfram nágrannar. Ásamt fjölskyldum okkar áttum við saman fjölmargar ógleymanlegar stundir, t.d. ferðalögin bæði utanlands og inn- an. Eftir að Gunni hætti á sjónum starfaði hann á ýmsum stöðum, svo sem Niðursuðuverksmiðju K. Jónson- ar, Flugfélagi Norðurlands og síðustu árin hjá Mjólkursamsölunni. Gunni kom sér alls staðar vel, dugnaði hans, krafti og samviskusemi viðbrugðið. Hans létta lund og strákslegt viðmót- ið aflaði honum margra vina. Mörg undanfarin ár stundaði Gunni af miklu kappi sitt aðaláhugamál, golfið. Hann kolféll fyrir því og á vellinum átti hann ótalmargar dýrðarstundir í kátum hópi golfaranna. Komið er að leiðarlokum, en minn- ing um góðan mann lifir. Ég og fjöl- skylda mín þökkum Gunna samfylgd- ina og kveðjum hann með söknuði og virðingu. Eftirlifandi ástvinum hans biðjum við blessunar Guðs. Jóna Þ. Jónatansdóttir og fjölskylda. Gunnar Jakobsson Bergstaðastræti 29 var æskuheimili mitt, á hæðinni bjuggu amma og afi, Guðrún og J.C.C. Nielsen uppi í risi bjuggu Soffía föður- systir mín og Guðjón ásamt einka- dótturinni Önnu Björg. Í kjallaranum bjó ég ásamt systkinum mínum, Þor- gerði og Ólafi Karli og foreldrum okk- ar, Ragnheiði og Ólafi. Þegar Anna Björg fæðist var ég 13 ára og man því vel eftir þessum fyrstu árum hennar, fallegri, freknóttri, rauðhrokkin- hærðri stelpu og minnist ég einnig hvað Sessa og Guðjón voru hamingju- söm og ánægð með litlu dótturina. Þegar hún byrjaði að ganga tiplaði hún oft á tánum og sagði Guðjón þá hreykinn „ætli hún verði ekki bara ballerína“. Guðjón var sérlega barn- góður maður og alla tíð var hann mér einstaklega góður. Guðjón Sigurðsson ✝ Guðjón Sigurðssonfæddist í Reykja- vík 5. nóvember 1921. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. október sl. og fór útför hans fram frá Garðakirkju á Álftanesi 19. októ- ber. Á þessum árum fóru þau Guðjón og Sessa stundum í bíó og kom það fyrir að ég passaði. Fyrir eina bíóferðina setti ég rúllur í Sessu og liðað hárið varð vel hrokkið. Fékk ég líka að setja rúllur í Guðjón og að greiða honum, mikið var hlegið. Hann var með þykkt rauðleitt hár, mig minnir nú að hann hafi bleytt það áður en hann fór út úr húsi með Sessu sinni. Guðjón var Vesturbæingur og mik- ill áhugamaður um fótbolta. Hans lið var KR og fór hann oft á leiki. Afi fór stundum með Guðjóni og einhverju sinni fékk ég að fara líka, man ég ekki hverjir spiluðu, held að það hljóti að hafa verið KR. Afi hélt með Skaga- mönnum en báðir héldu þeir uppá Ríkharð Jónsson sem var mikill og góður fótboltamaður. Amma fór nú aldrei á völlinn með þeim en Guðjón var henni góður og um hverja páska gaf hann henni páskaegg. Guðjón var sjómaður og minnist ég Happasæls RE 190 sem var fjölskyldubátur. Á honum var Guðjón stýrimaður og Sverrir bróðir hans vélamaður og voru þeir bræður ekki bara vinnu- félagar en einnig miklir mátar. Oft var Sessa frænka áhyggjufull ef von var á vondu veðri og Guðjón úti á sjó. Þá var reynt að hringja á bátabylgj- una til að athuga hvar báturinn væri og hvernig gengi en eflaust hringdi Sessa nú líka í logni og góðu veðri, en þetta rifjast upp þegar horft er til baka. Síðan fóru Sessa og Anna Björg auðvitað ótal ferðir niður á bryggju til að taka á móti Guðjóni eða út í Örfir- isey til að sjá bátinn sigla inn eða þá að kveðja er hann fór á sjóinn. Alltaf kom Guðjón með nýjan fisk í soðið, man ég líka eftir fisk sem hann lét hanga dögum saman undir þak- skeggi á vaskahúsinu. Þetta var kall- að siginn fiskur, ég var ekki mjög hrifin en man eftir að fiskiflugunum líkaði hann vel. Á fullorðinsárum bjó ég erlendis í mörg ár. En við hverja heimkoma var kíkt til Sessu, Guðjóns og Önnu Bjargar sem þá voru þau flutt af Berstaðastrætinu í Meðalholt 21 og síðar í Eskihlíð 26. Sessa sá til þess að enginn færi svangur frá þeim því alltaf var hlaðið veisluborð. Síðan var spjallað og var oft glatt á hjalla þegar Guðjón sagði sögur bæði af sjó og landi því hann kunni margar og sagði skemmtilega frá. Kæra Anna Björg, Jónfríður, Rafn og fjölskyldur, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Ólafsdóttir Nielsen. Samt vissirðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. (Tómas Guðmundsson.) Guðjón, kæri vinur, þökkum þér samfylgdina og góð kynni í gegnum árin öll. Elsku Anna Björg okkar, þú ert bú- in að standa þig eins og hetja í allri umönnun pabba þíns og ávallt verið foreldrum þínum góð dóttir. Þú átt samúð okkar alla. Helga og Garðar. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.