Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
Guðjón Magnússon
tók þátt í stofnun Fé-
lags íslenskra lækna
gegn kjarnorkuvá
1983. Það var á tímum
kalda stríðsins og þeirrar ógnar sem
vofði yfir þjóðum heimsins vegna víg-
búnaðarkapphlaups stórveldanna.
Félagið var aðili að alþjóðasamtökum
sem beittu sér fyrir fræðslu meðal al-
mennings um afleiðingar kjarnorku-
stríðs, þar sem engin lækning myndi
að gagni koma ef það brytist út. Því
var forvarnarstarf eina raunhæfa
lausnin og stefna samtakanna að út-
rýma öllum kjarnorkuvopnum úr
heiminum. Alþjóðasamtökin fengu
síðar friðarverðlaun Nobels. Við vor-
um saman í stjórn þessa félags og það
var gott að vinna með Guðjóni, hann
var aðstoðarlandlæknir og lét sig fé-
lagsleg málefni skipta þá sem ævin-
lega síðar.
Nokkrum árum seinna hittumst
við á förnum vegi og snæddum saman
hádegisverð og ég sagði honum tíð-
indi af mánaðarlangri ferð minni til
Bandaríkjanna 1990 þar sem mér
hafði gefist kostur á að heimsækja
margar móttökur og þjónustur sem
sinntu börnum og fullorðnum sem
höfðu verið beitt kynferðislegu of-
beldi. Fyrir lá skýrsla svonefndrar
nauðgunarmálanefndar þar sem
mælt var með því að sett yrði á lagg-
irnar Neyðarmóttaka vegna nauðg-
unar til að veita skipulegt, faglegt lið-
sinni og stuðning. Guðjón var á
þessum tíma skrifstofustjóri í heil-
brigðisráðuneytinu og það var tví-
mælalaust fyrir hans atbeina að tekin
var sú ákvörðun í ráðuneytinu að
hefja undirbúning að slíkri þjónustu
sem opnuð var 1993.
Guðjón var víðsýnn og velviljaður,
röskur framkvæmdamaður og ég
hitti hann ætíð glaðlegan, áhugasam-
an og jákvæðan í viðmóti. Hann hafði
lagt drjúgan skerf til góðra verka í
mörgum löndum og enn var mjög
sóst eftir þátttöku hans, enda starfs-
orkan óbiluð.
Snöggt og óvænt fráfall hans skilur
eftir stórt skarð og að honum er mikil
eftirsjá. Mestur er missir eiginkonu,
sona, móður og fjölskyldu hans og
vottum við Helgi þeim einlæga sam-
úð.
Guðrún Agnarsdóttir.
Það er með sárum trega og eftirsjá
sem við kveðjum kæran vin og sam-
starfsmann okkar, Guðjón Magnús-
son. Óvenjulega stórt skarð hefur
verið höggvið í hópinn okkar. Svo
óvænt. Svo sárt. Fyrir deildina okk-
ar, Háskólann í Reykjavík, íslenskt
og alþjóðlegt heilbrigðiskerfi og
fræðasamfélag. Fyrir alla sem urðu
þeirrar gæfu aðnjótandi að verða á
vegi Guðjóns Magnússonar og þeir
voru fjölmargir, víðs vegar um heim-
inn. Það var ómæld gæfa okkar við
Kennslufræði- og lýðheilsudeild Há-
skólans í Reykjavík þegar Guðjón
féllst á að taka að sér stöðu prófess-
ors og leiða uppbyggingu nýrrar
námsbrautar í lýðheilsufræði; þeirrar
fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.
Guðjón hafði þegar hann gekk til liðs
við okkur sinnt fjölmörgum leiðtoga-
hlutverkum á sviði heilbrigðis- og
menntamála bæði á Íslandi og er-
lendis. Við þekktum glæsilegan feril
Guðjóns og mátum mikils þann heið-
ur sem fólginn var í því að fá hann í
okkar hóp. Frá fyrsta degi lék hann
lykilhlutverk í uppbyggingu deildar-
innar, lýðheilsunámsins og ekki síst í
framþróun Háskólans í Reykjavík í
heild. Allir leituðu til Guðjóns um ráð
og leiðsögn, hvort sem var innan
deildar eða utan; hvort sem fólk var
staðsett við Háskólann í Reykjavík
eða við samstarfsskóla okkar í
Bandaríkjunum og Evrópu. Haustið
Guðjón Magnússon
✝ Guðjón Magn-ússon fæddist í
Reykjavík 4. ágúst
1944. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu í Kaupmanna-
höfn 4. október sl. og
fór útför hans fram
frá Hallgrímskirkju
15. október.
2008 hófst nýtt nám við
Háskólann í Reykjavík
ætlað leiðtogum í heil-
brigðisþjónustu. Það
nám er byggt á hug-
myndum Guðjóns um
að heilbrigðiskerfi
heimsins horfist nú í
augu við viðfangsefni
sem kalli á ný viðhorf,
ný vinnubrögð og nýja
hugsun; reynslu hans
og sýn á mikilvægi
þess að breytingar séu
framkvæmdar af fag-
fólki á sviði heilbrigð-
ismála, sem hlotið hafi menntun og
þjálfun í að leiða og stýra. Síðustu
daga höfum við reynt að átta okkur á
því hversu stórt skarðið hans Guð-
jóns sé. Þessa einstaka manns sem á
sérkennilega hæglátan, hlýjan og lát-
lausan máta miðlaði, hvatti og deildi
með sér. Var allt í senn kjölfesta, akk-
eri, stýri og mótor. Okkur berast
kveðjur víðs vegar að; frá Karolinska,
Columbia háskóla, Mayo clinic, ASP-
HER, EUPHA, Norræna lýð-
heilsuháskólanum og svo mætti lengi
telja. Alls staðar er fólk í sárum. Hví-
lík forréttindi að fá að starfa með
honum; að eiga hann að vini. Mikið
ótrúlega munum við sakna hans; í
samverustundum í hádeginu, þegar
hann af nærgætni og réttsýni deildi
með okkur þekkingu sinni og reynslu
sem lærifaðir og kennari, fræðimað-
ur fullur visku en ekki síður hug-
sjónamaður og áhugamaður um allt
sem mannlegt er. Hann deildi óhikað
sögum af sér og Sigrúnu, ástinni sinni
um áratugaskeið, af sonunum sem
hann var svo stoltur af og barnabörn-
unum sem voru líf hans og yndi.
Elsku Sigrún. Við þökkum þér fyrir
að fá að deila tíma Guðjóns með þér
og ykkur síðustu árin hans. Við mun-
um halda í heiðri allt það sem hann
kenndi okkur. Í anda hans munum
við leggja okkur fram við að rækta
mannskilning okkar og samhygð,
leggja okkur fram við að lesa fólk og
leyfa okkur að finna til með þeim sem
standa höllum fæti.
Fyrir hönd vina og samstarfsfólks
við Kennslufræði- og lýðheilsudeild
Háskólans í Reykjavík,
Inga Dóra Sigfúsdóttir.
Nú er skarð fyrir skildi lýðheilsu á
Íslandi – hann Guðjón er allur. Svo
ólíklega sem það hljómar í eyrum
okkar sem þekktum hann þá er þetta
sú staðreynd sem við stöndum
frammi fyrir og við fáum ekki breytt.
Ég hef lengi þekkt til Guðjóns og
starfa hans, bæði hér heima og er-
lendis. Hann var í huga okkar allra
sem höfum áhuga á lýðheilsu helsti
sérfræðingur Íslendinga á því fræða-
sviði. Þrátt fyrir búsetu erlendis leit-
uðum við sem störfuðum í fyrstu
stjórn Félags um lýðheilsu iðulega
ráða hjá honum og hann studdi starf
félagsins alveg frá upphafi með ráð-
um og dáð. Þegar hann var hér heima
gaf hann sér alltaf tíma til skrafs og
ráðagerða.
Það var í störfum hans sem pró-
fessor við kennslufræði- og lýðheilsu-
deild Háskólans í Reykjavík sem ég
kynntist Guðjóni í daglegu samneyti
við hann. Hann var fjölfróður, um-
ræðugóður, lausnamiðaður. Hver
sem vandinn var þá var hann krufinn
til mergjar og mögulegar lausnir
fundnar. Hann var góður hlustandi
með næmt eyra og hjarta fyrir mönn-
um og málefnum og fjölbreytt litróf
mannlífsins vakti forvitni hans. Hann
var fullur lífsgleði sem hreif alla með
sér. Hann var samtímis kíminn og
glettinn og sá iðulega spaugilegar
hliðar daglegs lífs.
Á grunni þekkingar sinnar af fjöl-
breyttum starfsvettvangi sá hann
lengra og betur en flestir aðrir sem
ég þekki hvað varðar heilbrigðismál
og skipulag þeirra hér á landi. Á al-
þjóðlegum vettvangi var hann vel
metinn, eins og við fundum sem feng-
um tækifæri til að ferðast með hon-
um. Einn vitnisburður þessa er að
hann hefur einn manna verið heiðr-
aður með einstaklingsbundinni aðild
að sömtökum evrópskra lýðheilsu-
skóla (ASPHER – Association of
Schools of Public Health in the Euro-
pean Region).
Fyrir lýðheilsunám hér á Íslandi
var það mikill fengur að fá Guðjón til
starfa við Háskólann í Reykjavík.
Með honum kom reynsla og þekking
sem hefur reynst ómetanleg við upp-
byggingu námsins við skólann. Hann
naut sín við kennslu og gat í reynd
tekið hvaða málefni innan lýðheilsu-
fræðanna til umfjöllunar, krufið það
og miðlað af persónulegri reynslu
sinni. Á löngum ferli hafði hann fylgst
með helstu straumum og stefnum
sem gaf nauðsynlega dýpt við skipu-
lag námsins og miðlun þekkingar.
Hann trúði því að aukin þekking á
lýðheilsu sem fræðigrein og efling
lýðheilsustarfs væru nauðsynleg til
að efla heilbrigðisþjónustu hér á Ís-
landi. Því var hann í forustu um að
bjóða upp á sérstakt lýðheilsunám við
Háskólann í Reykjavík fyrir stjórn-
endur í heilbrigðisþjónustu.
Lítill en vaxandi hópur lýðheilsu-
fræðinga og áhugafólks um lýðheilsu
hefur með fráfalli Guðjóns misst sinn
fremsta liðsmann. Missir Sigrúnar,
barna og barnabarna er þó mestur
enda missa þau eiginmann, föður og
afa langt fyrir aldur fram. Auk þess
er hugur minn hjá öldruðum foreldr-
um hans. Ég og Jónína sendum Sig-
rúnu og fjölskyldunni allri hugheilar
samúðarkveðjur og þökkum Guðjóni
samfylgdina. Minning hans lifir með
okkur og hvetur okkur til dáða.
Geir Gunnlaugsson.
Guðjóns Magnússonar er saknað
meðal okkar sem vinnum að þróun-
armálum í Malaví. Guðjón gerðist
ráðgjafi við stórt heilsugæsluverk-
efni í Mangochi-héraði í upphafi árs
2008. Ég var þá nýr í starfi umdæm-
isstjóra og eitt mitt fyrsta verk var að
taka á móti Guðjóni og félaga hans
Geir Gunnlaugssyni lækni til að hefja
úttkekt og endurmat á spítalaverk-
efni okkar. Þær tvær vikur sem þá
fóru í hönd slógu tón fyrir einstak-
lega gefandi og gott samstarf við þá
félaga.
Við fórum víða og ræddum við
heimamenn, gengum um hvern krók
og kima á sjúkrahúsinu sem Íslend-
ingar byggðu við Apaflóa, rýndum í
skjöl og fórum út á mörkina til að
skoða heilsugæslustöðvar í fátækum
sveitum. Eftirminnilegastar eru þó
umræðurnar kvölds og morgna og
alltaf þegar andrúm gafst – og leitin
að lausnunum. Yfirburða þekking og
reynsla Guðjóns kom sér vel, en
mestu skiptu mannkostirnir. Hann
kunni að hlusta, vega og meta, og
gerði sér far um að leggja það til sem
ætla mætti samtímis að góð sátt væri
um og kæmi verkefninu til góða.
Þessi fyrstu skref til að þróa verk-
efnið frekar mótuðust af hæfileikum
Guðjóns. Ennfremur tókst góð vin-
átta sem blómstraði þegar tóm gafst
til gleðistunda og frjóar og stundum
háfleygar umræður hófust þar sem
veröldin öll var undir. Síðasta sumar
gafst einmitt slík stund með þeim
Guðjóni og Sigrúnu konu hans, þökk
sé Geir og Jónínu – stund sem gaf
verkefni okkar og vináttu byr undir
báða vængi og fyrirheit um gott
framhald. Elja Guðjóns og áhugi
leyndi sér ekki, fyrir nokkrum dögum
skiptumst við á hugmyndum um úr-
bætur því hann var vel vakandi yfir
því sem hann tók að sér.
Kynni okkar Guðjóns voru alltof
stutt, en framlag hans dýrmætt. Guð-
jón var heimsmaður í besta skilningi,
með djúpar rætur í íslensku sam-
félagi en víða yfirsýn og reynslu er-
lendis. Mig grunar að hann skilji víð-
ar eftir sig spor en við sjúkrahúsið
okkar við Apaflóa því ferill hans var
fjölbreyttur og gifturíkur. Ég hygg
að fleiri kunni frá því að greina hve
heill hann var í samskiptum, og hve
öflugur hann var í lífi og starfi fyrir
því sem við köllum almannaheill.
Með kveðju og þökk frá Malaví,
Stefán Jón Hafstein,
umdæmisstjóri ÞSSÍ.
Það er áminning um hverfulleik
lífsins þegar hæfileikaríkir starfs-
samir menn falla frá – langt um aldur
fram.
Guðjón Magnússon var einstak-
lega áhugasamur um heilbrigði fólks
á víðum grunni. Samvinna þeirra
Guðjóns sem þá var aðstoðarland-
læknir og Ólafs Ólafssonar, fyrrum
landlæknis, á níunda áratugnum var
um margt einstök. Þeir réðust fram
af hugrekki til þess að leiðrétta kjör
hvað varðar almennt heilsufar en
ekki minnst á hinum félagslega vett-
vangi. Guðjón var vel menntaður í
heilbrigðisfræðum og hafði breiða og
samúðarríka sýn á samfélagið,
Hann hafði sterka réttlætiskennd
og stóð eins og Ólafur fast að baki
þeim er lakar standa.
Það er ekki alltaf auðvelt að sinna
embættislækningum þegar myndin
af læknum er sú að þeir sinni fyrst og
fremst sjúkdómavinnu og veiku fólki.
Guðjón kom víða að störfum kollega
sinna og reyndist mörgum hjálpleg-
ur. Á tímum þegar erfið átök stóðu í
læknishéraði þar sem ég starfaði um
árabil kom Guðjón til sögunnar sem
sáttamaður með farsælar lausnir.
Leystust mál venjulega vel í höndum
Guðjóns.
Guðjón var mér góður og vinsam-
legur ráðgjafi í námi mínu og starfi.
Við sátum nýverið ráðstefnu á vegum
Læknafélagsins þar sem fjallað var
um heilbrigði, einkum um það sem
hægt er að gera til að auka heilsu og
lífsgæði fólks, mest um það hvað við
getum gert til þess að efla vitund um
ábyrgð á eigin heilsu. Á ráðstefnunni
kom skýrt fram hve framsýnn og vel-
viljaður Guðjón var. Hann hafði skýr-
ar tillögur um hvernig varðveita
mætti heilbrigðiskerfi okkar og efla.
Ég sendi fjölskyldu Guðjóns inni-
legar samúðarkveðjur á sorgar-
stundu.
Missir þeirra er mikill en íslenskt
samfélag hefði svo sannarlega þurft á
kröftum þessa vandaða og hæfileika-
ríka manns að halda – um langa hríð.
Jón Gunnar Hannesson.
Guðjón Magnússon læknir og hug-
sjónamaður er látinn. Slík harma-
fregn fyllir mann auðmýkt og þörf
fyrir að líta yfir farinn veg. Glæst
ævistarf Guðjóns á sviði heilbrigðis-,
mennta- og mannúðarmála bæði inn-
an lands og utan mun lengi halda
merki hans á lofti.
Ég hef verið svo lánsamur að vera
samtímamaður og samstarfsmaður
Guðjóns. Þar er eftirminnilegur þátt-
ur Guðjóns í mótun og uppbyggingu
heilsugæslunnar hér á landi, einkum
eftir að ný lög um heilsugæslustöðvar
tóku gildi árið 1974. Rannsóknir hans
á þeim árum í Svíþjóð á nýtingu
heilsugæslu og bráðamóttöku sjúkra-
húsa vöktu strax athygli og voru gott
veganesti fyrir mótun heilbrigðis-
þjónustu utan sjúkrahúsa hér á landi.
Árlegra funda átta héraðslækna
landsins með ráðuneyti, landlækni og
aðstoðarlandlækni á árunum 1980-90
var alltaf beðið með mikilli eftirvænt-
ingu enda stefnumótunarfundir um
uppbyggingu heilsugæslu. Þar skiptu
skoðanir og framtíðarsýn Guðjóns af-
ar miklu máli.
Þá áttum við á svipuðum tíma sam-
leið sem kennarar í samfélagslækn-
ingum með aðstöðu í Sóltúni 1, þar
sem Guðjón sinnti kennslu og fræða-
störfum sem dósent í félagslæknis-
fræði og við hin með heimilislækn-
isfræði og heilbrigðisfræði. Hann var
þar sem annars staðar afburða leið-
togi svo eftir var tekið. En forystu-
hlutverk eru ekki alltaf öfundsverð
og stundum stóð styr um ýmis mál.
Þar minnist ég helst „gulu skýrslunn-
ar“ frá 1993, sem Guðjón stóð fyrir og
varðaði framtíðarskipan sjúkrahús-
mála og heilsugæslu á landsbyggð-
inni. Í áliti nefndarinnar kemur fram
að minni sjúkrahús á landsbyggðinni
muni í framtíðinni ekki standast kröf-
ur sérhæfðra sjúkrahúsa. Lagt var til
að þau nefndust hjúkrunarsjúkrahús
og störfuðu í nánum tengslum við
heilsugæsluna. Þessi skýrsla endur-
speglaði alþjóðlega framtíðarsýn
Guðjóns og áræði. Hann og aðrir
nefndarmenn þorðu að taka afstöðu
sem var byggð á raunsæi og mikilli
þekkingu. Tillögur nefndarinnar ógn-
uðu mörgum og leiddu því til faglegra
átaka.
Nú 16 árum síðar sýnist mér að
flest hafi gengið eftir sem nefndin sá
fyrir eða lagði til varðandi hlutverk
minni sjúkrahúsa og heilsugæslu á
landsbyggðinni. Ekki er alltaf ljóst
hvert brautryðjendur sækja kjarkinn
og orkuna. Það kæmi mér ekki á
óvart að uppspretta orkulindar Guð-
jóns ætti rætur að rekja til Sigrúnar
konu hans og fjölskyldunnar allrar.
Ég votta Sigrúnu, Arnari Þór, Hall-
dóri Fannar, Heiðari Má og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð.
Jóhann Ágúst Sigurðsson.
Guðjón: Þú varst svo stór í auð-
mýkt þinni. Þínir djúpu viskubrunn-
ar, skarpa greiningarhæfni og fáguðu
miðlunarhæfileikar, svo fáum gefnir.
Fræðasvið þitt víðfeðmt en þú um-
vafðir það allt þínum örmum af æðru-
leysi þess sem veit, en kann líka að
hlusta. Tengslin við heiminn, sem á
síðustu árum leitaði svo ákaft í ljós
þitt. Þú hlustaðir á alla af jöfnuði og
virðingu. Virðingu sem þú naust til
baka sökum þess að þú sóttir hana
ekki. Þú varst svo kjarngóð og heil-
steypt manneskja. Að þér er missir
fyrir samfélag manna og þjóða.
Við kynntumst árið 2004 þegar ég
hóf störf fyrir Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunina (WHO) í Kaup-
mannahöfn. Þar varst þú yfirmaður.
Okkar leiðir lágu saman þar í fjögur
ár og svo hér á Íslandi í þrjú. Þú varst
mikilis metinn og virtur í stofnunni.
Kapphlaup og samkeppni um völd og
áhrif sem gjarnan eru innan alþjóð-
legra stofnana virtust ekki snerta
þig. Alltaf yfirvegaður og rólegur.
Svo fastur í þínum innra, staðfasta
punkti mennskunnar. Ég var stoltur
af því að vera Íslendingur er ég starf-
aði og fylgdist með þér. Þú varst svo
góð fyrirmynd. Ég vissi um marga
sem hefðu yfirgefið stofnunina hefðir
þú ekki verið í stjórnendateyminu.
Okkar leiðir héldu áfram að liggja
saman eftir að þú komst heim og við
störfuðum saman á sviði lýðheilsu-
mála innan heilbrigðisráðuneytisins
og Háskólans í Reykjavík. Alltaf
varstu til staðar. Þú bjóst yfir afar
mikilli reynslu og djúpu innsæi á heil-
brigðismál, aðhylltist félagslega or-
sakatengda nálgun að lýðheilsu. Það
áttum við sameiginlegt. Þau voru ófá
skiptin sem við hittumst og ræddum
hugmyndafræði, stefnumótun, pólitík
og Ísland eftir heimkomu. Ég vil
þakka þér fyrir þau skipti. Ég vil
þakka þér fyrir að vera alltaf til stað-
ar. Fyrir að brúa öll bilin sem þú
gerðir hvort sem það var hér heima
eða erlendis. Ég vil þakka þér fyrir
þann skilning sem þú hafðir á stöðu
jaðarhópa í samfélagi. Ég vil þakka
þér að vera svo stór en jafnframt svo
mannlegur. Ég heyrði í þér í síma
föstudaginn 2. október og við
ákváðum að hittast um leið og þú
kæmir heim. Þú varst svo ánægður
með að WHO hafði leitað til þín eftir
starfslok þar og nýtt sér hæfni þína
og þekkingu. Þú varst svo ánægður
með hve vel þér hafði tekist til í Ga-
stein Austurríki þar sem þú sast í
lokapallborði á stórri ráðstefnu um
heilbrigðismál í tímum efnahags-
þrenginga. Ljósið þitt logaði svo glatt
enda sóttu margir í að vera nærri þér.
Tveimur dögum seinna varstu farinn
án fyrirboða. Við sem áttum svo
margt órætt.
Guðjón, við höldum áfram. Heilsu-
stefnan sem við hófum að skrifa árið
2007 en náðum ekki að ljúka, með út-
gangspunkti í félagslegum orsaka-
þáttum heilsu mun verða skrifuð. Það
verður hins vegar erfiðara án þín. Þú
skildir eftir mörg fræ hér heima, sér-
staklega innan HR, þau munu vaxa
og dafna og bera ævistarfi þínu vitni
og bera eldinn áfram.
Elsku Guðjón, þakka þér fyrir að
vera alltaf til staðar fyrir mig. Sig-
rúnu og synina þrjá og afkomendur
þína alla bið ég Guð að styrkja í því
sorgarferli er nú er framundan. Far í
friði, stóri maður.
Héðinn Unnsteinsson.
Fallinn er frá langt um aldur fram
sá merki og mæti maður Guðjón
Magnússon. Honum kynntist ég í
kringum 1990 þegar ég hóf störf fyrir
Rauða kross Íslands en hann var þá
formaður félagsins. Það var svo árið
1993 þegar ég tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Rauða krossins að
kynni okkar urðu meiri og samstarf
okkar nánara. Við áttum gott og
ánægjulegt samstarf þann tíma sem
Guðjón gegndi formennsku.
Ég hreifst af krafti, eldmóði,
snerpu og greind Guðjóns, og er æv-