Morgunblaðið - 22.10.2009, Síða 31

Morgunblaðið - 22.10.2009, Síða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 Á bókamarkaði í Bandaríkjunum geisar nú verð- stríð. Lætin hóf- ust fyrir alvöru þegar lágverðs- verslanakeðjan Target lagði til atlögu við mark- aðinn með því að jafna verð þeirar verslunar sem lofaði lægsta verði á þeim bókum sem helst þykja líklegar til að seljast vel fyrir jólin. Það var Wal-Mart verslanakeðjan sem blés til sóknar á bókamarkaðinn með loforðinu um að vera ávallt með lægsta bókaverðið. Wal-Mart átti því ekki annarra kosta völ þegar Target kynnti sitt lága bókaverð, en að lækka sitt bókaverð enn meira til að geta staðið við loforð sitt um lægsta bókaverðið. Á mánudaginn kynnti Target til- boð sem hljóðaði þannig að ef við- skiptavinir pöntuðu 6 jólabækur á vef verslunarinnar fengjust þær á 8,99 dali hver, eða um 11 hundruð krónur, sem er sama verð og Wal- Mart hafði boðið á föstudag fyrir tíu titla, en Wal-Mart hafði þá þegar lækkað verðið úr 10 dölum á bók, niður í 9, eftir að netverslunin Ama- zon tók að bjóða jólabækur á 10 dali og svo niður í 8,99 eftir að Amazon lækkaði bókaverðið niður í 9 dali. Í fyrradag lækkaði Wal-Mart bóka- verðið um eitt sent, eða niður í 8,98, til að bjóða lægra verð en Target, sem hefur einsett sér að selja bæk- urnar tíu á sömu kostakjörum, hvað sem Wal-Mart gerir. Sarah Palin og John Grisham En hvaða bókmenntir eru það sem lágverðsverslanirnar hafa svo mikla trú á að þeim þykir á það veðjandi að lækka verðið svo mjög? Meðal bókanna eru Ævisaga Sö- ruh Palin varaforsetaframbjóðanda, Under the Dome eftir Stephen King; I, Alex Cross eftir James Patterson; Pirate Latitudes eftir Michael Crichton; The Lacuna eftir Barböru Kingsolver og smásagnasafnið Ford County eftir John Grisham. „Endirinn á verðstríðinu er ekki í augsýn,“ sagði Michael Norris hjá rannsóknar- og sölugreiningardeild bóksala. Hann sagði ennfremur að verðstríðið kæmi verst niður á bók- sölum, vegna þess að þeir gætu eng- an veginn boðið sama afslátt á bóka- verði og verslanakeðjur sem lifðu af þótt þær seldu bækur með tapi. Aurastríð um bækur Bandarískir bóksalar líða fyrir stórmarkaði Sarah Palin Ævisaga komin út. MENNINGAR- og fræðavef- ritið Kistan gengur nú í end- urnýjun lífdaga og lifnar að fullu við í dag með viðtali við leik- og söngkonuna Charlotte Gainsbourg, aðalleikkonu Anti- christ, auk þess sem Þröstur Helgason tekur við kefli Kistu- lúðans. Þessu til viðbótar verða ritdómar og ávarp nýs ritstjóra þennan fyrsta dag nývakn- aðrar Kistu, en það verður þó aðeins byrjunin – það bíða fleiri greinar birtingar og enn fleiri eru í smíðum. Áherslan verður sem fyrr á menningu og fræði, enda Kistan nú undir armi ReykjavíkurAkademíunnar Kistan er að sjálfsögðu á veffanginu kistan.is. Menning Kistan gengur í endurnýjun lífdaga Charlotte Gainsbourg NORDIC Affect hóp- urinn heldur tónleika í Þjóðmenningarhús- inu í kvöld kl. 20 und- ir yfirskriftinni Frá Putalandi til Parísar. Missagt var í blaðinu í gær, að tónleikarnir yrðu á miðvikudagskvöldi. Meðal viðkomustaða á tónleikunum eru dimm húsasund Parísarborgar á 18. öld og Putaland Gúllivers. Á tónleikunum flytja barokkfiðluleikararnir Halla Steinunn Stef- ánsdóttir og Sara DeCorso dúó eftir Haydn, Leclair og Telemann. Í bland við tónlistarflutn- inginn verður sagt frá tónskáldunum og tón- smíðum þeirra en þar á meðal er hin skemmtilega Gúlliversvíta Telemanns. Tónlist Ferð frá Putalandi til Parísar í kvöld Nordic Affect FRANSKI ljósmynd- arinn Grégory Ge- rault kom fyrst til Ís- lands árið 2002. Sú heimsókn hafði slík áhrif á hann að hann hefur komið hingað í ein 20-30 skipti síðan. Sýningin MYCELAND er afrakstur þessara ferða, sýn hans á Ísland, en hún verður opnuð í dag í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í texta Ásdísar Ólafsdóttur listfræðings um sýn- inguna segir: „Grégory hefur gert að sínu landið, fólkið og lífsmynstur þess og hann horfir ekki á það utan frá heldur að innan með skilningi þess innvígða. Það er væntumþykja í augnaráði hans....“ Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Ljósmyndir Væntumþykja í augnaráði hans Ein mynda Gregorys. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VÖLVA er rafrænn leikhússeiður sem miðlar hinum leymdardómsfulla spádómi Völuspár með nýrri gagn- virkri tækni. Verkið verður frumsýnt í kvöld kl. 20 í Kassanum, litla sviði Þjóðleikhússins. Höfundar verksins eru tveir, Pálína Jónsdóttir sem leikur völvuna og Walid Breidi „Ég var að vinna í stóru verkefni í New York. Það var þverlistrænt margmiðlunarverk, risastórt, og var sýnt á Next Wave hátíðinni við Brooklyn Academy of Music. Einn samstarfsmanna minna þar, Walid Breidi, langaði að vinna með mér áfram með nýjum gagnvirkum miðl- um. Hann kom með hugmynd að því að búa til gagnvirkt hljóðfæri sem hægt væri að klæða sig í og væri með nýrri gerð af skynjurum sem eru varla komnir á markað ennþá. Ég var til í þetta, og sagði honum að mig hefði lengi langað að vinna með Völu- spá. Völuspá er spákonukvæði og með því að spyrða saman sígildt fornkvæði og nýjustu margmiðlunartækni, sáum við fram á að geta skapað magnað galdratæki sem völvan íklæddist.“ Nota texta Þórarins Eldjárns Allt gekk þetta eftir, og Pálína ákvað að nota Völuspá Þórarins Eld- járns, en hann endurorti kvæðið á nú- tímamáli og gaf út árið 1995. „Kvæðið er torskilið og mér fannst óaðgengi- legt að fara með það í upprunalegri gerð í leikhúsið. Ég er hins vegar al- gjörlega trú textanum; kvæðið stend- ur fyllilega fyrir sínu. Líkamsmál leik- listarinnar og töfrar leikhússins sjá um afganginn.“ Pálína kveðst líta á verkið sem eins- konar innsetningu og óhefðbundið sem leikverk. „Rýmið er eins og al- heimurinn, hefur hvorki upphaf né endi. Það sem við sjáum eru 27 hang- andi skjáir í níu súlum. Það er tákn- rænt, því talan níu er heilög í heiðni. Í hverri súlu eru fortíð, nútíð og framtíð og á skjáina varpar völvan sínum myndrænu hugsunum.“ Pálína segir Völuspá ótrúlegan auð að eiga. „Það er stórkostlegt að kynn- ast kvæðinu og upplýsingunum sem í því búa. Ef við værum aðeins skyn- samari og færum eftir því sem for- mæður okkar boðuðu, værum við ekki jafn illa sett í dag. Tímasetningin á sýningunni nú er mögnuð, því það er svo langur gangur frá því að hug- mynd kviknar þar til verk kemst á svið. Ótrúlegur auður í Völuspá  Pálína Jónsdóttir og Walid Breidi eru höfundar hinnar óvenjulegu sýningar Völvu  Byggist á fornum kveðskap Völuspár en nýtir nýjustu margmiðlunartækni Völva Pálína í hlutverki völvunnar fyrir framan skjáina, þar sem völvan sér fortíð, nútíð og framtíð. Kjóllinn er hljóðfæri sýningarinnar; gagnvirkur miðill hljóðmyndarinnar sem völvan stjórnar með hreyfingum sínum. SÝNING er nefnist Innistæða – verk úr eigu Landsbankans verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun, föstudag, klukkan 18.00. Á sýningunni verða 30 málverk frá tímabilinu 1900 til 1990, eftir marga helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. „Þeim sem stýra Listasafninu hefur þótt vanta kennslusýningu fyrir skólana á svæðinu, um íslenska myndlist, sem hægt væri að sýna nemendum,“ segir sýningarstjórinn, Aðalsteinn Ingólfsson. „Við fengum verk frá Landsbankanum sem mynda þetta yf- irlit. Ég valdi úr safni þeirra verk frá ólík- um tímabilum ís- lenskrar myndlist- arsögu.“ Aðalsteinn segir að vissulega hafi ekki öll verk bankans staðið til boða, sum hangi í útibúum hans og skrifstofum, en hann telur að þetta sé nokkuð gott yfirlit yfir myndlistarsöguna, frá Þórarni B. Þor- lákssyni til Errós. „Við reynum að hengja verkin þannig upp að þau séu í tímaröð og myndi tímabil, fyrir nemend- urna,“ segir hann. Þá er gefinn út bæklingur þar sem reynt er að gera hið sama, en hann er einskonar leiðarvísir um þróun íslenskr- ar myndlistar á liðinni öld. Í stofnskrá Listasafns Reykjaness er lögð áhersla á menntunarhlutverk safns- ins og tekið fram að því sé ætlað að efla þekkingu og áhuga á myndlist. efi@mbl.is Verk úr eigu Landsbankans hengd upp fyrir nemendur Vestmannaeyjar Málverk eftir Gunnlaug Blöndal sem er á sýn- ingunni Innistæður – verk úr eigu Landsbankans í Reykjanesbæ. Sýningin opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun Aðalsteinn Ingólfsson Kjóll völvunnar er alsettur nemum og skynjurum sem gefa frá sér hljóð þegar þeir eru snertir. Kjóllinn er því upp- spretta áhrifshljóða sýning- arinnar. „Hann er hugsaður sem líf- rænt framhald míns eigin lík- ama. Ég hugsaði hann sem lík- ama úr náttúrlegum efnum og það voru mikil heilabrot um það hvernig hann ætti að vera.“ Kjólinn er handunninn, hekl- aður og prjónaður, og Pálína kveðst hafa fengið „drekadís- irnar miklu“ Guðrúnu Rögnu Sig- urjónsdóttur og Filippíu I. El- ísdóttur til að búa hann til og koma nemum og skynjurum fyrir á réttum stöðum. „Þær skiluðu af sér hreint ótrúlegu lista- verki,“ segir Pálína Jónsdóttir. Kjóllinn – magnað galdratæki Ég ber djúpstæða virðingu fyrir honum um leið og mér sárnar fyrir hans hönd 32 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.