Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
Hættumatsnefnd Mýrdalshrepps
Í samræmi vi› ákvæ›i laga nr. 49/1997 og regluger›ar
nr. 505/2000 hefur veri› unnin tillaga a› hættumati vegna
ofanfló›a fyrir Vík í Mýrdal. Tillagan liggur nú frammi til
kynningar á skrifstofu Mýrdalshrepps.
Athugasemdum skal skilað til Mýrdalshrepps í síðasta lagi
þriðjudaginn 1. desember 2009.
Hættumat fyrir
Vík í Mýrdal
SAMTÖKIN Heimili og skóli hafa
formlega ýtt úr vör átaki gegn einelti
með kynningu á fræðsluhefti fyrir
foreldra um einelti. Í tilefni átaksins
vill SAFT vekja athygli á rafrænu
einelti með tilvísan í nýja könnun.
Meðal niðurstaða í könnuninni er
að 15% barna segja að sér hafi verið
strítt, orðið fyrir áreitni, ógnað eða
farið hjá sér í gegnum spjall á netinu
síðustu 6 mánuði. Þetta er sama hlut-
fall og árið 2007, en það var 10% árið
2003. Fleiri börn segjast hafa fengið
skilaboð í farsíman sem voru óþægi-
leg eða hræddu þau, voru tæp 10%
árið 2007 en fór í 12% í ár.
Tæp 20% barna sögðust hafa feng-
ið tölvupóst sem olli þeim áhyggjum
eða hræddi. Sama hlutfall var 16%
árið 2007 og 13% árið 2003.
12% barna hafa sett texta á netið
sem var andstyggilegur í garð ann-
arrar persónu eða hóps, en voru 15%
árið 2007 og 9% árið 2003.
Fjöldi barna sem telja það ólög-
legt að ljúga um aðra á netinu er 55%
en var 52% árið 2007. 50% barna
telja það ólöglegt að hrella aðra á
netinu sem er engin breyting frá
árinu 2007.
15% barna hafa orðið fyrir
stríðni eða áreitni á netinu
Í HNOTSKURN
»Rafrænt einelti birtist áýmsan hátt, sem skilaboð í
netpósti, SMS eða myndir af
ýmsum toga.
Tæp 20% barna sögðust hafa fengið tölvupóst sem olli hræðslu
Í NÆSTU viku munu öll grunnskólabörn í 1.-3.
bekk í Reykjavík fá endurskinsvesti að gjöf frá
Reykjavíkurborg. Börnin eru hvött til að nota
vestið á leið til og frá skóla og við önnur tækifæri,
til dæmis á leið í tómstundarstarf, svo þau sjáist
betur í umferðinni á dimmustu mánuðum ársins
sem nú fara í hönd. Þá munu börn í 4.-6. bekk
einnig fá afhent endurskinsmerki. Kjartan Magn-
ússon, formaður menntaráðs, afhenti fyrstu vestin
í gær í Álftamýrarskóla og krakkarnir í 1-3 bekk
fylgja honum hér yfir gangbraut. Hann sagði
krakkana hafa verið hæstánægða og þau hafi
kallað þetta lögguvesti því lögreglan sem mætti á
svæðið var einnig klædd slíku vesti. Það hafi verið
heilmikil upphefð fyrir þau að klæðast samsvar-
andi búningi og lögreglan. Hann sagði nauðsyn-
legt að ítreka notkun endurskinsmerkja úti í um-
ferðinni á hverju hausti en borgin mun gefa um
5000 vesti á næstu vikum. Mikilvægt er að for-
eldrar séu góð fyrirmynd og noti sjálfir end-
urskinsmerki. Hægt er að auka öryggi í umferð-
inni margfalt með því að nota þau einföldu og
ódýru öryggistæki sem endurskinsmerki eru.
Börn sem eru með endurskin sjást fimm sinnum
fyrr en ella. Að gefa endurskinsvesti er liður í um-
ferðaröryggisátaki sem menntaráð Reykjavík-
urborgar ákvað að efna til nú á haustmánuðum.
Átakið er í samvinnu við lögregluna, Umferð-
arstofu og SAMFOK, samtök foreldra grunn-
skólabarna í Reykjavík. khk@mbl.is
Nauðsynlegt að börnin sjáist vel á dimmustu mánuðum ársins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Börn fá endurskinsvesti að gjöf frá borginni
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
UMRÆÐAN um nýtt fyrirkomulag atvinnuleysis-
trygginga er rétt að hefjast og ýmsar útfærslur
mögulegar. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í erindi sem
hann flutti á ársfundi Vinnumálastofnunar í gær.
Fram kom hjá Vilhjálmi að ríkisstjórnin hefði léð
máls á viðræðum en það væri grundvallarsjónarmið
að þeir sem borgi bæturnar, þ.e. atvinnulífið, beri
meiri ábyrgð ásamt því að þeir sem fái þjónustuna
komi að stjórnuninni. Fyrirkomulag trygginganna
verði að vera þannig að þær feli í sér bæði hvata til
árangurs og hagkvæmni.
Þær hugmyndir sem rætt hafi verið um byggi ekki
á því að hverfa aftur til eldra fyrirkomulags heldur að
horfa til framtíðar.
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands
gerðu kröfur um breytingar í viðræðum um stöð-
ugleikasáttmálann.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar,
hefur lýst því yfir opinberlega að hann hafi miklar
efasemdir um gagnsemi þess að flytja þjónustu
stofnunarinnar annað. Þetta sé
flókin opinber þjónusta, sem fari
fram samkvæmt lögum. Hann
ítrekaði þessi sjónarmið sín á að-
alfundinum í gær.
Þurfum samhæft átak
Árni Páll Árnason, félags- og
tryggingamálaráðherra, þakkaði
starfsfólki Vinnumálastofnunar
mikið og gott starf á liðnu ári
þegar hann ávarpaði ársfundinn.
Ráðherra sagðist ekki taka undir gagnrýni sem
fram hefur komið um að stofnunin sinni ekki þörfum
atvinnulausra nógu vel og bætti við að til að sinna
þeim þúsundum sem nú eru atvinnulausir dugi ekki
ein stofnun. „Við þurfum að bregðast við sem þjóð.
Við þurfum samhæft átak gegn þessum gríðarlega
vanda. Við Íslendingar höfum góða reynslu af því að
bregðast við náttúruhamförum. Þar leggjast allir á
eitt og aðgerðir eru samhæfðar. Opinberir aðilar og
sjálfboðasamtök vinna saman til að aðstoða fólk og
bjarga verðmætum.“
Vilhjálmur Egilsson sagði á fundinum að réttinda-
kerfið yrði áfram lögbundið og allir tryggðir. Hug-
myndirnar snúist um að Atvinnuleysistryggingasjóð-
ur flytjist úr ríkiskerfinu og verði sjálfstæður sjóður
með lögbundið hlutverk. Útgreiðslur bóta og öll bak-
vinnsla vegna fjármála verði miðlæg.
Vilhjálmur sagði að stéttarfélög yrðu helstu veit-
endur þjónustunnar til einstaklinga og gerðir yrðu
þjónustusamningar við þau um verkefni. Ráðgjafar
undir faglegri stjórn sjóðsins muni veita fólki þjónustu
en hugmyndin sé m.a. sú að efla vinnumiðlun, en Vil-
hjálmur sagði það staðreynd að fyrirtæki hafi lítið not-
fært sér þá þjónustu Vinnumálastofnunar. Í stað
vinnumarkaðsráða verði byggð upp og rekin stuðn-
ingsnet fyrirtækja, annarra vinnuveitenda og ráðn-
ingarstofa.
Hugmyndavinna á frumstigi
Vilhjálmur sagði í niðurlagi erindisins ljóst að að-
koma aðila vinnumarkaðarins að samfélagslegum
verkefnum hefði skilað árangri. Markmiðin með fyrr-
greindum breytingum séu að tryggja betri og virkari
þjónustu og meiri hagkvæmni. Hugmyndavinna sé á
frumstigi en Samtök atvinnulífsins ásamt Alþýðusam-
bandi Íslands muni hafa frumkvæði að þróun málsins.
Atvinnuleysið í sjálfstæðan sjóð
Ekki verið að hverfa til eldra fyrirkomulags, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Félagsmálaráðherra segist ekki taka undir gagnrýni sem fram hefur komið á Vinnumálastofnun
Gissur Pétursson
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur sektað karlmann um 300 þúsund
krónur fyrir slæma meðferð á
hrossum sem hann hélt. Maðurinn
var upphaflega ákærður fyrir að
vanrækja aðbúnað, umhirðu og
fóðrun á fjórum hrossum, ákæra
vegna eins hrossins var dregin til
baka, maðurinn var sýknaður
vegna eins en sakfelldur vegna
tveggja hrossa.
Maðurinn var einnig sakfelldur
fyrir að hafa farið með heyrúllur
frá Árnessýslu um Þjórsárbrú, en
ekki er leyfilegt að flytja hey milli
búvarnarsvæða. Maðurinn var árið
2006 sektaður um 700 þúsund krón-
ur vegna illrar meðferðar á ellefu
hrossum. Ekki þóttu efni til að
svipta ákærða rétti til að eiga og
halda búfénað eins og krafist var.
Dæmdur aftur
fyrir illa með-
ferð á hrossum
TOLLGÆSLAN stöðvaði í lok
september íslenska konu á fertugs-
aldri í Leifsstöð. Konan, sem var að
koma frá Kaupmannahöfn, reynd-
ist við rannsókn vera með rúmlega
100 grömm af kókaíni falin innvort-
is. Fram kemur á vef tollgæslunnar,
að lögreglan fékk málið til rann-
sóknar.
Með 100 grömm af
kókaíni innvortis
Vilhjálmur Egilsson undirstrik-
aði í ræðu sinni að verði sú leið
farin að breyta atvinnuleysis-
tryggingakerfinu verði leitað til
starfsfólks Vinnumálastofnunar
um að starfa áfram við atvinnu-
leysistryggingar, en nýtt fyrir-
komulag utan ríkiskerfisins tel-
ur hann að bjóði upp á sveigjan-
legri starfsemi.
Vinnumálastofnun muni hins
vegar áfram sinna ábyrgðar-
sjóði launa, fæðingarorlofs-
sjóði, útgáfu atvinnuleyfa til út-
lendinga og eftirliti með
vinnumarkaði og misnotkun
ásamt því að úrskurða vegna
kærumála, sem upp kunni að
koma.
Sveigjanlegra