Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 25
Fréttir 25ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is JACQUES Chirac, fyrrverandi for- seti Frakklands, á yfir höfði sér rétt- arhöld vegna spillingar. Chirac er gefið að sök að hafa misnotað traust og almannafé með því að setja 21 pólitískan samherja á launaskrá hjá Parísarborg þegar hann var borgar- stjóri. Því embætti gegndi hann frá 1977 til 1995. Í raun unnu mennirnir fyrir flokk Chiracs. Fjölmörg spillingarmál hafa kom- ið upp í frönskum stjórnmálum und- anfarið. Chirac naut friðhelgi á með- an hann var forseti á árunum 1995 til 2007, en eftir að hann lét af embætti hefur hann verið til rannsóknar eins og fjöldi annarra. Chirac hefur ekk- ert sagt um málið, en lögfræðingur hans gaf til kynna að um pólitíska að- för væri að ræða. Xaviere Simeoni dómari ákvað að mál Chiracs skyldi fara fyrir rétt, en saksóknarar á vegum ríkisins vildu að málið yrði látið niður falla. Þeir hafa nú fjóra daga til að ákveða hvort ákvörðun dómarans verður áfrýjað. Dominique de Villepin, sem var forsætisráðherra hluta af forsetatíð Chiracs, bíður nú dóms í máli þar sem hann var sakaður um að hafa borið Nicolas Sarkozy forseta röng- um sökum um spillingu. Chirac bar ekki vitni í því máli, en þar var því haldið fram að hann hefði skipað Vil- lepin að koma ásökununum í umferð. Chirac og Sarkozy eru flokks- bræður, en þeir eru einnig keppi- nautar og engir vinir. Stjórnarhættir Sarkozys hafa orð- ið til þess að vinsældir hans hafa dal- að meðal fransks almennings, sem virðist farinn að sakna Chiracs. Fyrr í þessum mánuði birtist skoðana- könnun á vegum Ifop þar sem hann mældist vinsælasti stjórnmálamaður Frakklands. Naut hann velþóknunar 76% kjósenda, en Sarkozy 44%. Fyrsta bindi endurminninga Chi- racs á að koma út í nóvember. Nú munu fréttir af bókinni keppa við tíð- indi af meintum spillingarmálum. Chirac fyrir dóm vegna spillingarmála Sagður hafa sett flokksgæðinga á launaskrá hjá Parísarborg Reuters Fyrir rétt Jacques Chirac gæti orðið fyrsti fyrrverandi forseti Frakklands til að verða sóttur til saka fyrir spillingu. Í HNOTSKURN »Jacques Chirac hefur í ár-anna rás verið tengdur ýmsum málum, sem hafa verið rannsökuð án þess að það hafi leitt til ákæru. »Fram komu ásakanir umólögleg, pólitísk framlög frá verktökum vegna opin- berra framkvæmda og skrán- ingu kjósenda, sem ekki voru til, í tveimur kjördæmum í París. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Mánudaginn 2. nóvember IKEA BYKO MAX Bílastæði Bílastæði Glæsileg verslunarrými við Kauptún í Garðabæ, gegnt IKEA Nánari upplýsingar - Sími 578 1300 • thr@thr.is Til leigu Stærðir frá 80 m2 til 2.500 m2. Hvert rými hefur sérinngang utan frá. Við eina fjölförnustu umferðaræð á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar yfir 3 milljónir heimsókna á svæðið árlega. Verslanir við Kauptún IKEA BYKO BÓNUS MAX RAFTÆKI TEKK VÖRUHÚS (opnar í nóv.) ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S l 47 75 0 10 /0 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.