Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 26
26 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Ég fékk ótrúlega mikla at-hygli úti í Tyrklandi afþví að ég var fyrsti Ís-lendingurinn sem tók
þátt í þessari keppni. Ég fór í sjón-
varpsviðtal og tvö blaðaviðtöl,“ segir
Selma Þórhallsdóttir sem tók í sum-
ar þátt í alþjóðlegri söngkeppni ung-
menna í Ankara í Tyrklandi, svokall-
aðri Turkce Olimpiyatlar. Selma er
12 ára en í keppninni voru ungmenni
á aldrinum 12-20 ára. Skilyrði fyrir
þátttöku var að þau ættu ekki heima
í Tyrklandi og að þau gætu sungið á
tyrknesku. Selma er fædd og uppal-
in á Íslandi en þar sem hún á tyrk-
neska móður, þá talar hún bæði ís-
lensku og tyrknesku, svo þetta var
ekkert vandamál fyrir hana. „Þetta
var rosalega gaman og ótrúlegt æv-
intýri. 700 krakkar frá 115 löndum
tóku þátt og sumum þeirra kynntist
ég það vel að ég er enn í sambandi
við þau á netinu. En þetta var líka
rosalega mikil vinna. Ég þurfti að
vakna klukkan sex á morgnana og
var á fullu allan daginn, bæði við að
kynna Ísland í básnum mínum og
svo voru æfingar fyrir keppnina. Það
er líka mjög heitt á þessum tíma í
Tyrklandi,“ segir Selma sem söng
án undirleiks fyrir um fjögur þúsund
áhorfendur og gerði það með mikl-
um sóma.
Búið þið í snjóhúsum?
Selma klæddist íslenskum þjóð-
búningi sem vakti mikla athygli en
krakkarnir sem tóku þátt voru allir í
þjóðbúningum frá sínu landi. „Þetta
var mjög litríkt, allir þessir fallegu
búningar, meðal annars frá Alaska,
Tansaníu, Kólumbíu, Egyptalandi
og Aserbaídsjan svo fátt eitt sé
nefnt,“ segir Zeynep, mamma henn-
ar, og bætir við að þátttaka Selmu
hafi verið mikil landkynning fyrir Ís-
land.
„Við vorum með bæklinga um Ís-
land og fólk var mjög forvitið um
landið og spurði ótal spurninga.
Margir vissu ekki hvar Ísland er og
héldu til dæmis að það væri nálægt
Ástralíu og aðrir spurðu hvort hér
væru snjóhús,“ segir mamma henn-
ar og hlær. „Við fórum saman í þetta
ævintýri, ég og dætur mínar þrjár,
þær Selma, Telma og Helma. En á
næsta ári ætlar íslensk vinkona
Selmu að taka þátt í keppninni fyrir
hönd Íslands, hún Klara Margrét
Arnarsdóttir, og nú erum við að
kenna henni tyrkneskt lag. Þá ætl-
um við með harðfisk, hangikjöt og ís-
lenskan ost með okkur til að leyfa
fólki að smakka eitthvað sem er al-
veg séríslenskt,“ segir Zeyneo sem
hefur búið á Íslandi í um tuttugu ár
og hún er ein af þeim sem standa að
því að stofna tyrkneskt-íslenskt
menningarfélag hér á landi sem
verður í Síðumúla 15. „Það eru svo
margir Tyrkir sem búa á Íslandi og
eiga íslenska maka. En þetta félag
er opið fyrir alla.“
Söng fyrir hönd Íslands í Tyrklandi
Í Ankara Selma á keppnisdaginn ásamt tveimur vinkonum sínum frá Kólumbíu sem einnig tóku þátt. Selma heldur enn sambandi við suma krakkana sem
hún kynntist í keppninni. Yngri systur hennar, þær Telma og Helma, standa með henni við brot af þeim 115 fánum sem flaggað var á stóra deginum.
Morgunblaðið/Heiddi
Heima á Íslandi Selma er glaðlynd stelpa og æfir körfubolta á fullu.
Margir vissu ekki hvar Ís-
land er og héldu til dæmis
að það væri nálægt Ástr-
alíu og aðrir spurðu hvort
hér væru snjóhús.
Hún söng án undirleiks
fyrir fjögur þúsund
manns þegar hún fyrst Ís-
lendinga tók þátt í al-
þjóðlegri söngkeppni í
Tyrklandi í sumar. Hún
þurfti að svara mörgum
og stundum skrýtnum
spurningum um Ísland.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Í DAG, laugardag, verða íslensk-
suðurafrísku hjálparsamtökin Enza
með dagskrá í Smáralind frá kl. 14-
16. Meðal þeirra sem koma fram
eru Friðrik Ómar og Jógvan sem
syngja lög af nýjustu plötu sinni
auk þess sem Vigdís Arnardóttir,
söng- og leikkona, treður upp.
Stebbi og Eyfi syngja líka og boðið
verður upp á andlitsmálningu og ís
fyrir yngstu kynslóðina. Auk þess
mun fjöldi annarra skemmtilegra
atriða verða í boði listamanna sem
allir gefa vinnu sína til styrktar
Enza.
Enza-samtökin einbeita sér að
því að hjálpa stúlkum og konum í
Suður-Afríku sem verða barnshaf-
andi og þurfa að gefa frá sér barn
sitt vegna fátæktar eða útskúfunar.
Að vera einstæð móðir í fátækra-
hverfum Suður-Afríku er litið horn-
auga og í mörgum tilfellum hefur
konunum verið útskúfað úr sam-
félögum sem þær búa í, eða þá að
þær flýja til að halda leyndu að þær
séu barnshafandi og gefa síðan
barnið frá sér. Í mörgum tilfellanna
er stúlkunum nauðgað, en þrátt
fyrir að Suður Afríka sé fallegt
land sem búi yfir mörgum tækifær-
um, þá hefur landið þann vafasama
heiður að vera það land þar sem
nauðganir eru flestar á heimsvísu.
Þar er konu nauðgað á 17 sekúndna
fresti samkvæmt könnun Gallup. Í
könnuninni kemur meðal annars
fram að önnur hver kona í Suður-
Afríku á það á hættu að verða
nauðgað. Verði konur ófrískar í
kjölfar nauðgunar eru þær gjarnan
gerðar ábyrgar fyrir nauðguninni
og þeim oftar en ekki útskúfað út af
skömm yfir því að vera barnshaf-
andi utan hjónabands. Yfirleitt eiga
stúlkurnar ekki afturkvæmt. Allt
niður í 11 ára gamlar stúlkur eru
þannig neyddar út í barneignir, því
vegna skorts á heilsugæslu upp-
götva þær oft ekki að þær eru
barnshafandi fyrr en of seint er að
framkvæma fóstureyðingu.
Ruth Gylfadóttir hafði frum-
kvæði að stofnun Enza-samtakanna
fyrir tveimur árum. Í fyrstu var
hún eina íslenska konan sem starf-
aði við verkefnið, í náinni samvinnu
við NorSa, sem eru norsk/
suðurafrísk samtök sem starfa á
þessu svæði. Í júní 2008 fékk hún
svo til liðs við sig 6 duglegar ís-
lenskar konur og saman stofnuðu
þær Enza með formlegum hætti og
hafa samtökin lögheimili og varn-
arþing á Íslandi. Ruth er stjórn-
arformaður samtakanna og vinkon-
ur hennar sem komu að stofnun
samtakanna eru allar í stjórn með
henni. Ruth hefur verið búsett í
Western Cape í fjögur ár ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Starfsemi Enza-samtakanna fer
fram í nágrenni Höfðaborgar, í
Mbekweni/Newrest-fátækrahverf-
inu og Ruth sér um allan daglegan
rekstur sem og kennslu. Allt henn-
ar starf er í sjálfboðavinnu og mikið
er lagt upp úr að hafa enga yf-
irbyggingu. Hún segir tvær íslensk-
ar konur hafa komið til hennar í
Suður-Afríku til sjálfboðastarfa við
sjúkraþjálfun og almenna aðstoð.
Dagskráin í Smáralindinni í dag er
fjáröflunarsamkoma fyrir Enza-
samtökin. Söfnunin miðar að því að
fá mánaðarleg framlög fyrir
rekstri skóla og að festa kaup á
húsnæði sem verður tímabundið
heimili fyrir stúlkurnar á meðan
þær eru að fóta sig í tilverunni.
www.enza.is.
Söngfólk, skemmtun og ís í Smáralind
Ljósmynd/Neil John Smith
Tölvutími Ruth að kenna þremur konum í skólanum í Suður Afríku.
BARBIE er ekki með nógu granna
ökkla, eða það er a.m.k. skoðun skó-
hönnuðarins fræga Christian
Louboutin. Framleiðandi Barbie-
dúkknanna, leikfangarisinn Mattel,
hefur hafið samstarf við Louboutin
og á hann að verða nokkurs konar
guðfaðir Barbie næstu árin.
Í því felst m.a. að hann endur-
hannar fatnað hennar og lét Loubo-
utin eftirfarandi ummæli falla þegar
hann ræddi um hvernig hann ætlaði
að breyta Barbie: „Hún þarf frá-
bæra skó, grennri ökkla og fyrir
mér, þar sem ég er með fætur á heil-
anum, þarf hún einnig að vera með
bognari ristar. “
Barbie Þarf að skella sér í ræktina.
Barbie með
feita ökkla?