Morgunblaðið - 31.10.2009, Side 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
✝ Gísli Búasonfæddist á Fer-
stiklu á Hvalfjarð-
arströnd 4. mars
1928. Hann lést á
heimili sínu á Fer-
stiklu 25. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Margrét X.
Jónsdóttir, f. 4.7.
1893, d. 7.4. 1993 og
Búi Jónsson, f. 9.2.
1897, d. 30.8. 1973.
Systkini Gísla eru
Kristín Ríkey Frið-
semd, f. 1925, d. 1993
og Vífill, f. 1929.
Gísli kvæntist 12.11. 1955 Sess-
elju Ólöfu Guðmundsdóttur, f. 24.4.
1933, d. 12.4. 2009. Foreldrar
hennar voru Ásta Jónsdóttir, f. 6.4.
1901, d. 15.9. 1975 og Guðmundur
Björnsson, f. 2.9.1896, d. 27.1.
1989.
Fyrir hjónaband eignaðist Gísli
tvíburadætur með Guðrúnu
Ágústsdóttur. Þær eru: Helga, f.
18.6. 1948, maki Ketill Bjarnason,
f. 1945. Synir þeirra Bjarni Skúli, f.
1966 og Baldur Þór, f. 1968. Barna-
börnin eru sex. Margrét, f. 19.6.
f. 1980, Heimir Berg, f. 1982, Birk-
ir Hrafn, f. 1993 og Adda Malín, f.
1995. Barnabörnin eru þrjú. 5)
Guðmundur, f. 5.4. 1965, maki Sig-
urlaug Gísladóttir, f. 1965. Börn
þeirra Guðmundur Þór, f. 1986,
Erla, f. 1990 og Sesselja Rós, f.
1999.
Gísli bjó alla sína ævi á Ferstiklu,
fyrst í foreldrahúsum og síðan með
fjölskyldu sinni í eigin húsnæði frá
árinu 1956. Auk hefðbundinnar
skólagöngu í heimasveit stundaði
hann nám við Hérðaðsskólann í
Reykholti. Gísli þreytti einnig ung-
ur meirapróf sem nýttist honum
síðar í starfi olíuflutningamanns.
Gísli og Sesselja stunduðu búskap á
Ferstiklu, fyrst í blönduðu fé-
lagsbúi með foreldrum Gísla, bróð-
ur hans og mágkonu, en árið 1967
var búrekstri þeirra skipt upp.
Gísli og Sesselja ráku upp frá því
sauðfjárbú til ársins 2001. Með-
fram búrekstri vann Gísli mörg
haust sem kjötmatsmaður hjá Slát-
urfélagi Suðurlands, jafnframt því
að sitja í stjórn þess fyrirtækis um
árabil. Störf í þágu sveitar sinnar
vann Gísli meðal annars sem
hreppsnefndarmaður og síðar sem
hreppstjóri til margra ára.
Útför Gísla fer fram frá Hall-
grímskirkju í Saurbæ í dag, 31.
október, kl. 14.
1948, maki Axel Jóns-
son, f. 1945. Börn
þeirra Jón Gunnar, f.
1966, Guðrún Jó-
hanna, f. 1969, og
Eva Björk, f. 1981.
Barnabörnin eru sex.
Gísli og Sesselja
eignuðust fimm börn.
Þau eru: 1) Ásta
Björg, f. 27.11. 1953,
maki Örlygur Stef-
ánsson, f. 1953. Synir
þeirra Stefán Gísli, f.
1974 og Búi, f. 1976.
Barnabörnin eru
þrjú. 2) Búi, f. 10.4. 1955, maki
Harpa Hrönn Davíðsdóttir, f. 1961.
Börn þeirra Davíð, f. 1976, Kristín
Edda, f. 1981, Birna Dröfn Birg-
isdóttir, f. 1982, Ágúst Gísli, f.
1990, Búi Hrannar, f. 1991 og Ko-
beinn Hróar, f. 1997. Barnabörnin
eru fjögur. 3) Erla, f. 25.9. 1956,
maki Baldur Gíslason, f. 1954. Börn
þeirra Gísli Arnar, f. 1975, Jón
Sævar, f. 1978 og Guðrún Sesselja,
f. 1982. Barnabörnin eru þrjú. 4)
Vilhjálmur, f. 23.8. 1959, maki
Bára Valdís Ármannsdóttir, f.
1960. Börn þeirra Ármann Rúnar,
Sunnudagur, síminn hringir. Hug-
ur og hjarta fyllist sorg og trega.
Gamli Guð sem öllu ræður hefur
kallað Gísla tengdaföður minn á sinn
fund. Gísli var nýkominn heim af
sjúkrahúsinu og allir vongóðir um að
nú myndi hann hressast þar sem allt
gekk vel. Það er stutt stórra högga á
milli fyrir börnin okkar Búa, að
þurfa að fylgja báðum ömmum sín-
um og svo afa Gísla til grafar á að-
eins sex mánuðum.
Afi Gísli, eða afi gamli eins og
börnin okkar kölluðu hann, hafði
mikið aðdráttarafl. Glettinn húmor-
inn og skemmtilegur í viðræðum.
Sagði sögur frá fyrri tímum og sam-
ferðafólki á svo fræðandi og
skemmtilegan hátt að unun var á að
hlýða. Þær voru margar og góðar
stundirnar þar sem setið var í eld-
húskróknum á Ferstiklu, spilað,
spjallað og mikið hlegið, oft ansi fjöl-
mennt. Eitt var það sem veitti Gísla
hvað mesta ánægju, en það var að
hafa allan afkomendaskarann í kring
um sig, og það fundum við öll. Enda
lá leiðin oftast beint heim að Fer-
stiklu til afa og ömmu. Þá var oft
boðið upp á heimabakaða brauðið og
kæfuna hennar ömmu Sísíar og svo
bláberin sem afi tíndi og frysti. Það
kunnu börnin vel að meta. Þegar
heim skyldi haldið fylgdi afi ávallt til
dyra og kvaddi litlu börnin. Vakti
kosshljóðið sem hann myndaði ávallt
kátínu hjá þeim.
Það var mikið tekið frá Gísla þeg-
ar hún Sísí okkar lést í apríl síðast-
liðnum. Söknuðurinn var sár. Nú er
hann kominn til hennar og veit ég að
hún hefur tekið á móti honum fagn-
andi með bros á vör. Gísla vil ég
þakka samfylgdina í þau 20 ár síðan
ég kom í fjölskylduna. Ég bið Guð að
blessa Gísla og mun minningin um
hann lifa í hjörtum okkar sem eftir
stöndum um ókomin ár.
Börnum hans og öðrum aðstand-
endum votta ég mína dýpstu samúð.
Harpa Hrönn Davíðsdóttir.
Elsku afi Gísli, mikið var ég slegin
á sunnudaginn þegar ég heyrði að þú
hefðir kvatt okkur. Á ýmsu átti ég
von, en ekki þessu. Í kjölfar
fréttanna fylltist ég doða, og það var
fyrst í kvöld sem ég áttaði mig al-
mennilega á því að ég á aldrei aftur
eftir að ganga inn um dyrnar hjá
ykkur ömmu á Ferstiklu og finna
fyrir allri þeirri hlýju og gleði sem
ávallt mætti manni þegar maður
kom í heimsókn.
Ótal góðar minningar koma upp í
kollinn þegar ég hugsa til baka. Ég
var sex ára þegar ég kynntist ykkur
ömmu en þið tókuð mér strax sem
einu af barnabörnunum. Oft fékk ég
að taka þátt í sveitastörfunum og
naut ég þess mikið. Ég verð ykkur
ævinlega þakklát fyrir alla þá hlýju
og ást sem þið veittuð mér.
Hrannar Birgir fékk því miður
ekki tækifæri til að eyða miklum
tíma með þér en hann hafði þó alltaf
gaman af því að koma í sveitina til
þín. Ég hugga mig við það að hann
fær þó að kynnast afa sínum, sem
minnir mig stundum svo mikið á þig,
Búi fékk þessa yfirvegun og rólega
yfirbragð frá þér og þegar hann tek-
ur fram píputóbakið og leyfir
Hrannari að finna lyktina af því, sem
sá stutti kann svo sannarlega að
meta og þefar eins hressilega og
hann getur, fyllist ég hlýjum minn-
ingum um þig. Það gleður mig að
hann fær að upplifa sams konar
stundir með afa sínum og ég fékk að
upplifa með þér. Ég mun ávallt
minnast þín með gleði í hjarta.
Þín er sárt saknað en ég reyni að
hugga mig við það að nú eruð þið
amma saman á ný.
Guð geymi þig elsku afi.
Birna Dröfn Birgisdóttir.
Elsku afi. Nú hefur þú kvatt þenn-
an heim og ert farinn til ömmu Sísí-
ar. Það er skrýtið og sorglegt að vita
að ég muni aldrei eiga eftir að hlusta
á þig segja mér sögur aftur, sögur úr
sveitinni frá fyrri tíma. Ég á erfitt
með að trúa því að ég eigi aldrei eftir
að ganga inn í húsið og sjá þig sitja
inni í eldhúsinu þínu og leysa kross-
gátur. Þú tókst alltaf vel á móti öll-
um og þér þótti gott að hafa afkom-
endur þína hjá þér og það sást vel.
En þinn tími var víst kominn á meðal
okkar. Þú munt ætíð lifa í hjarta
mínu og verð ég alltaf þakklátur fyr-
ir að hafa fengið að kynnast þér. Ég
mun alltaf muna eftir þér og þínum
kveðjukossum. Ég votta öllum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Búi Hrannar Búason.
Elsku afi, síðasti dagurinn sem við
eyddum saman verður mér ávallt
minnisstæður fyrir þær sakir að
hann var sá síðasti. Einnig er hann
minnisstæður fyrir að fyrr um morg-
uninn fórum við í búð eina sem seldi
trúlofunarhringi, þú varst fljótur til
og spurðir konuna í afgreiðslunni
hvort hún seldi þá ekki alveg örugg-
lega. Hún játaði því, og þá sagðir þú
það vera gott því þessi ungi maður
ætti eftir að líta inn einhvern tíma og
þá í þeim erindagjörðum. Ég hló nú
að þessu og hélt að þú værir að fífl-
ast með mig, þangað til ég sá brosið
og augnsvipinn sem einkenndust af
gleði, þreytu, værð og tilhlökkun að
komast heim í sveitina. Því það sem
þú varst að reyna að segja mér var
að þú værir búinn að upplifa þetta
allt en ég ætti það allt eftir, þessari
stund gleymi ég aldrei. Svo voru það
margar fleiri stundir, langflestar
gleðilegar. Það voru til að mynda
fjárhúsaferðirnar okkar þar sem þú
kenndir mér svo ótal margt, öll spil-
in sem við spiluðum, sögustundirnar
við eldhúsborðið niðri í bæ, bjórinn
sem við drukkum í rólegheitunum
meðan við spjölluðum um daginn og
veginn. Einnig er það minnisstætt
þegar við sátum við eldhúsborðið í
þögninni einni saman sem var þó svo
róandi og hlý að hún virkaði sem hið
besta samtal. Svo eru það öll jólin
með þér og ömmu, yndislegar stund-
ir það voru. Að lifa án allra þessara
stunda verður erfitt að venjast og
tilhugsunin ein veldur mér djúpri
sorg og tárum, sem ég veit að breyt-
ast í gleðitár. Því gjöfin sem þú varst
mér í þessu lífi er og verður ómet-
anleg. Einnig er huggun í því að þú
og amma eruð nú sameinuð á ný.
Að lokum, eins og ég sagði svo oft:
„Afi, bless á meðan.“
Guðmundur Þór Guðmundsson.
Elsku afi Gísli. Það var sárt að fá
fréttirnar af andláti þínu síðastliðinn
sunnudag, það var svo óraunveru-
legt. Þú sem varst svo hress og kát-
ur kvöldið áður. Þá töluðum við sam-
an vel og lengi og þá aðallega um
veiði og það tímabil sem framundan
er. Það var mér mikils virði að fá að
vera heimagangur hjá þér og ömmu
Sísí, sem við kvöddum nú síðastliðið
vor.
Ég var ekki hár í loftinu þegar ég
fór að bralla ýmislegt með þér. Mér
eru minnisstæðar allar ferðirnar
okkar þegar við vorum að skrölta á
Land Rovernum í fjárhúsin að gefa
fénu, þú með pípuna og sixpensar-
ann og 10.10-veðurskeytin tekin um
leið. Margar veiðiferðir fórum við
saman, bæði í lax- og skotveiði þar
sem þú kenndir mér bæði á byssu og
bráð. Það var ekki slæmt veganesti
fyrir ungling eins og mig með brenn-
andi áhuga á veiðiskap að hafa slíkan
mann mér við hlið. Þú þekktir landið
þitt vel, varst vel lesinn og sjaldan
kom maður að tómum kofunum, þeg-
ar spurt var.
Það var oft glatt á hjalla heima á
Ferstiklu hjá þér og ömmu enda
margir sem komu þar við. Oft var
gripið í spil ef svo bar við og gat það
reynst þrautin þyngri að bera sigur
úr býtum. Húmorinn var sjaldan
langt undan og ekki var laust við að
smástríðnispúki væri stundum í þér.
En allt var það nú vel meint og
meiddi engan, eins og þú sagðir
stundum sjálfur. Þú varst mér svo
mikil fyrirmynd þegar ég var lítill að
ég var meira að segja framsóknar-
maður eins og þú, en við förum svo
ekkert nánar út í það. Það er margs
að minnast um mann sem er manni
kær, en þær minningar geymi ég á
góðum stað elsku afi. En nú veit ég
að þú og amma eruð saman á ný.
Ykkur mun ég aldrei gleyma.
Ykkar,
Stefán Gísli Örlygsson.
Við upprifjun minninga um afa í
sveitinni kemur margt fram í hug-
ann en fyrst og fremst þakklæti fyrir
ótal góðar stundir. Það er óhætt að
segja að afi hafi verið ein mín helsta
fyrirmynd og kennari sem ég mun
alltaf búa að.
Afi hafði mikinn metnað fyrir því
að eiga fallegan fjárstofn og það átti
hann óumdeilanlega. Ég á margar
minningar tengdar búskapnum, sér-
staklega sauðburðinum en yfir þann
tíma reyndi ég að vera sem mest í
sveitinni. Þar kynnist ég afa best og
þeim kostum sem hann bjó yfir.
Tvennt vil ég ekki láta hjá líða að
nefna í minningu afa. Það er áhugi
hans á veiði og spilamennsku. Af
hvoru tveggja höfðum við báðir sér-
stakt yndi. Við spiluðum oft á fé-
lagsvistum í sveitinni sem og á Skag-
anum þar sem afi vann að mig
minnir alltaf! Þegar afi kom í heim-
sókn í bústaðinn þá var gjarnan gef-
ið í Treikort og þar vann afi líka oft-
ast.
Veiðimennskan fylgdi afa alla tíð,
hann veiddi bæði með byssu og
stöng en síðustu árin var hann meira
í ráðgjafahlutverki fyrir afkomendur
sína og fylgdist vel með gangi mála.
Seinni hluta sumars fór afi með okk-
ur fjölskyldunni vestur í Djúpadal í
sinn síðasta veiðitúr hér á jörð.
Hann naut sín vel, gat sameinað
helstu áhugamál sín að veiða, tína
bláber og spila.
Það er huggun harmi gegn að
skyndilegt fráfall afa geti orðið til
þess að hann hitti aftur ömmu Sísí
sem dó í vor. Án efa er amma búin að
baka handa honum hveitikökur og
nesta hann út á nýjar veiðilendur
þar sem gömlu félagarnir bíða með
flugustöngina klára, stuttan taum og
White Wing á endanum.
Hvíl þú í friði elsku afi minn.
Búi Örlygsson.
Komið er að kveðjustund. Við
kveðjum góðan vin, Gísla eða afa í
sveitinni eins og hann var ávallt kall-
aður á heimili okkar Búa. Ég var svo
lánsöm að kynnast hjónunum Gísla
og Sísí fyrir rúmum 10 árum þegar
dóttursonur þeirra kynnti mig fyrir
þeim. Strax varð mikill vinskapur
okkar á milli og eigum við fjölskyld-
an margar góðar minningar úr sveit-
inni. Erfitt er að nefna Gísla á nafn
án þess að minnast líka á Sísí því þau
hjónin voru með því yndislegasta
fólki sem ég hef kynnst á lífsleiðinni.
Þau gáfu mikið af sér og er ég
reynslunni ríkari fyrir vikið.
Ekki er skortur á jákvæðum lýs-
ingarorðum þegar lýsa á Gísla; heið-
arlegur, sanngjarn, ljúfur og einlæg-
ur eru orð sem koma fyrst upp í
hugann. Hann var mikill húmoristi
og félagsvera og þótti mjög vænt um
að fá fjölskyldumeðlimi í heimsókn,
svo ekki sé minnst á Ferstiklufesti-
valið. Búskapurinn var honum kær
og lagði hann mikinn metnað í að
koma upp góðum fjárstofni en berja-
tíðin var hans annar annatími þar
sem ekki var keppst við að tína í föt-
ur heldur fylla heilu frystikisturnar.
Börn okkar Búa, Ásta María og Ósk-
ar Gísli, eiga góðar minningar um
afa sinn sem ávallt var til í sprell,
lofa þeim að gefa í fjárhúsunum,
smala, spila og fara í berjaferðir sem
gátu tekið óvænta stefnu. Talaði afi
þá alltaf um hversu dugleg börnin
voru og höfðu mikinn áhuga og út-
hald. „Afa-kossinn“ er það sem
börnin koma til með að muna eftir
þegar þau hugsa til afa í sveitinni.
Lífið getur verið ófyrirsjáanlegt og
skrítið. Að hugsa til þess að þau
hjónin ættu eftir að kveðja þetta líf
svo snöggt og með svo stuttu milli-
bili er nokkuð sem engan óraði fyrir
fyrr á þessu ári. Huggun okkar get-
ur falist í tilhugsuninni að þau,
amma og afi, hafi tekið upp þráðinn
frá því í vor og séu farin að huga að
nýjum ferðalögum.
Kæra fjölskylda, megi góður guð
styrkja okkur öll í sorginni og hjálpa
okkur að varðveita fallegar minning-
ar um góðan vin.
Rakel Óskarsdóttir og börn.
Látinn er Gísli Búason, sem var
góður vinur fjölskyldunnar og ein-
stakur nágranni í áratugi. Það er
bjart yfir minningu hans og í hugann
koma nokkrar myndir honum tengd-
ar. Ferstikla var bærinn hans. Þar
fæddist Gísli og átti heima allt sitt
líf. Hann elskaði fjörðinn sinn, fagra
Hvalfjörðinn, og vildi hvergi annars
staðar vera. Heimili Gísla og Sísíar
var griðastaður, þar sem öllum var
tekið opnum örmum. Alltaf var tími
fyrir spjall og gott kaffi.
Menn og dýr voru vinir hans. Alla
ævi átti Gísli kindur og hann var
sauðfjárbóndi að ævistarfi. Hann
annaðist vel um skepnurnar. Gísli
var mikill mannvinur og sem barn
var gott að vera í návist hans. Fá að
fylgja honum eftir við bústörfin, gefa
á garðann, sækja kindurnar, sjá að
hann þekkti þær allar og finna
hvernig hann var hirðir þeirra. Gísla
var lagið að fela börnum verkefni
sem hæfðu aldri og þroska. Það var
mikill áfangi þegar þeim aldri var
náð að maður mátti stjórna heyblás-
aranum og þjappa í hlöðunni á milli
vagna.
Gísla voru falin margvísleg verk-
efni í sveitinni. Hann var lengi í
hreppsnefndinni og var hreppstjóri.
Það voru skemmtilegar ferðir þegar
farið var og kosið utankjörstaðar á
heimili hans. Gísli hafði einstaklega
fallega rithönd og var mjög vand-
virkur í störfum sínum. Hann var
greindur maður, vel lesinn, viðræðu-
góður og hafði skemmtilegt skop-
skyn. Gísli hafði sterka réttlætis-
kennd og var skoðanafastur.
Lífsgleði Gísla smitaði út frá sér.
Það var augljóst að hann hafði gam-
an af lífinu, naut hvers dags og þakk-
aði fyrir allt það góða sem lífið hafði
fært honum. Hann taldi sig lánsam-
an mann, hafði lifað langa ævi, átt
góða konu og fengið að fylgjast lengi
með börnum sínum og ört stækkandi
hópi afkomenda þeirra.
Öllum sem Gísla voru kær sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Guð blessi minningu Gísla Búa-
sonar.
Systkinin frá Saurbæ;
Sigríður Munda, Guðjón
Ólafur, Jóney og Einar
Kristján.
Þegar góðir vinir falla frá hrekkur
maður við og gengur ósjálfrátt á vit
minninganna. Nú er það Gísli Búa-
son sem óvænt hefur verið kallaður
af heimi þessum.
Í júnímánuði árið 1988 tókust
kynni með sex hjónum þá stöddum í
Móseldalnum í Þýskalandi. Á meðal
þessara hjóna voru þau Gísli og Sísí
á Ferstiklu svo og við hjónin á Laxa-
mýri.
Þessi hjónahópur tók svo að
ferðast saman utanlands og innan og
hélst svo í nær 20 ár. Þá voru og
heimsóknir innan hópsins tíðar.
Aldrei bar skugga á þessi kynni og
allar samverustundir voru því bæði
gleði- og ánægjustundir.
Gestrisni þeirra Ferstikluhjóna
var ósvikin og kom beint frá hjart-
anu og saman skópu þau hinn góða
anda heimilisins.
Gísli var maður góðum gáfum
gæddur og fjölfróður, enda naut
hann bæði trausts og trúnaðar. Einn
af hans hæfileikum var sá að hann
var prýðisvel hagmæltur og voru
vísurnar hans vel vandaðar eins og
allt sem hann lét frá sér fara, hvort
heldur voru andans verk eða handa.
Náttúrubarn var Gísli og naut
hann sín vel úti í náttúrunni, hvort
heldur það var á berjamó eða með
veiðistöngina sína við einhverja lax-
veiðiána í Borgarfirði. Hann var
maður hlédrægur og ljúfur og fór
hvorki með flaustri né hávaða. Eins
og slíkum er tamt mun hann hafa
betur notið sín í þröngum vinahópi
en í fjölmenni og kannski best í
tveggja manna tali.
Nú hefur dauðinn höggvið þrjú
skörð í þann vinahóp sem hér er að
framan getið og er þeirra horfnu
sárt saknað af þeim sem eftir
standa. Í þessu tilfelli er minningin
um góðan vin fjársjóður sem mölur
og ryð fær eigi grandað.
Hlotnist þér gnótt af gæðum,
Guð faðir leiði þig.
Lýsi þér ljós af hæðum,
lífsins á ókunna stig.
(Vigfús Bjarni Jónsson)
Um leið og við hjónin þökkum
Gísla kærar stundir og kynni góð
óskum við honum yndis á ókunnri
strönd og sendum öllum hans að-
standendum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Sigríður og Vigfús, Laxamýri.
Gísli Búason