Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
✝ Flosi GunnlaugurÓlafsson fæddist í
Reykjavík 27. október
1929 og hefði því orð-
ið áttræður sl. þriðju-
dag. Hann lézt á
Landspítalanum 24.
október sl., í kjölfar
umferðarslyss. For-
eldrar Flosa voru
Ólafur Jónsson verzl-
unarmaður í Reykja-
vík og Anna Odds-
dóttir, síðar
Stephensen, kaup-
kona í Reykjavík.
Hálfsystkini Flosa samfeðra eru
Guðmundur Óskar, sóknarprestur,
nú látinn, Sverrir, viðskiptafræð-
ingur í Reykjavík, og Sigríður Jón-
ína, nú búsett í Ástralíu. Hálfsystkini
Flosa sammæðra eru Þuríður Frið-
jónsdóttir Stephensen, kennari,
Ólafur Stephensen, kennari í Sví-
þjóð, og Guðlaug Stephensen,
sjúkraliði. Kjörforeldrar Ólafs voru
Flosi Sigurðsson trésmíðameistari
og Jónína Jónatansdóttir verkalýðs-
foringi, föðursystir Ólafs. Anna,
móðir Flosa, var dóttir Guðlaugar
Kristjánsdóttur, trésmiðs á Eyr-
arbakka, og Odds Bjarnasonar, skó-
smiðs í Reykjavík.
Eiginkona Flosa er Lilja Mar-
geirsdóttir, f. 5. maí 1936. Hún er
dóttir Margeirs Sigurjónssonar, for-
stjóra í Reykjavík, og Kristínar
Laufeyjar Ingólfsdóttur húsfreyju,
Árið 1989 flutti Flosi að Bergi í
Reykholtsdal og hefur búið þar síð-
an.
Bækur Flosa eru m.a. Slett úr
klaufunum, 1973, Hneggjað á bók-
fell, 1974, Leikið lausum hala, 1975,
Í kvosinni, 1982, og Ósköpin öll,
2003. Í kvosinni er endurútgefin árið
2009 í tilefni áttræðisafmælis höf-
undar. Leikrit eftir Flosa eru m.a.
Bakkabræður, barnaleikrit í út-
varpi, 1957, Prívatauga, sakamála-
leikrit fyrir útvarp, 1958, Þorskhall-
arundrin, gamanópera í útvarpi,
1958, Ringulreið, gamanópera færð
upp í Þjóðleikhúskjallaranum 1967
og sýnd í sjónvarpi 1976, Örlagah-
árið sýnt í sjónvarpi 1967 og Slúðrið,
fært upp hjá Leiklistarskóla ríkisins
1978.
Flosi þýddi söguna Bjargvættinn í
grasinu eftir J.D. Salinger, 1975.
Fyrir Þjóðleikhúsið hefur hann þýtt
söngleikina Prinsessuna á bauninni,
Gæja og píur, Chicago, Oliver Twist
og Söngvaseið. Er þýðing hans á því
síðastnefnda notuð í uppfærslu
Borgarleikhússins á söngleiknum
um þessar mundir. Þá þýddi hann
fyrir leikhúsið leikritin Hallær-
istenór, Verið ekki nakin á vappi og
Himneskt er að lifa. Þá þýddi hann
óperetturnar Sardasfurstynjuna og
Kátu ekkjuna fyrir Íslenzku óperuna
en auk þess talsvert af sönglagatext-
um og útvarpsleikritum.
Flosi var um hríð formaður Leik-
arafélags Þjóðleikhússins og sat í
stjórn Félags íslenzkra leikara.
Flosi verður jarðsunginn frá
Reykholtskirkju í dag, 31. október,
og hefst athöfnin klukkan 14.
sem lifir tengdason
sinn, 99 ára að aldri.
Sonur Flosa og Lilju
er Ólafur, hljóðfæra-
leikari, tónlistarkenn-
ari og hrossabóndi.
Hann er kvæntur El-
ísabetu Halldórsdóttur
kennara; eru börn
þeirra Anna og Flosi.
Dóttir Flosa og Veru
Kristjánsdóttur er
Anna Ingibjörg, mynd-
listarmaður og kenn-
ari, gift Bjarna Hjart-
arsyni. Börn þeirra
eru Flosi, Ólöf, Halla, Hjörtur og
Ævar. Langafabörn Flosa eru átta.
Flosi ólst upp í kvosinni í Reykja-
vík. Hann útskrifaðist stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1953. Hann nam leiklist við Leiklist-
arskóla Þjóðleikhússins árin 1956-
1958 og leikstjórn og þáttagerð hjá
Brezka ríkisútvarpinu á árunum
1960-1961. Flosi var leikari og leik-
stjóri hjá Þjóðleikhúsinu frá 1958,
stofnaði Nýtt leikhús 1959 og starf-
rækti það um hríð. Hann var fast-
ráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu á
árunum 1960-1998 og urðu hlutverk
hans þar hátt á annað hundrað.
Flosi samdi, stjórnaði og leikstýrði
fjölda þátta í revíuformi fyrir útvarp
og sjónvarp, m.a. fimm áramóta-
skaupum og fjölmörgum öðrum
þáttum á árunum 1962-1970. Þá hef-
ur hann leikið í fjölda kvikmynda.
Elsku afi.
Missirinn er mikill og skrítið að
hugsa til þess að þú takir ekki á
móti mér aftur með hlýju faðmlagi,
pínu stríðni og hrossahlátri. Hringir
til að segja mér hvað sé óhemju
langt síðan ég hafi komið, og til að
fylgjast með hvað ég sé að gera og
segja skoðun þína. Stundum vorum
við ekki sammála og mér fannst þú
vera með óþarfa afskiptasemi og
áhyggjur. En nú sé ég að auðvitað
var þetta ekkert annað en vænt-
umþykja. Ég lít á mig sem ríka
manneskju að hafa alist upp við
þær aðstæður að eiga alltaf tvö
heimili bæði hjá foreldrum mínu og
hjá þér og ömmu. Það var unaðs-
legt að horfa á sambandið sem þið
amma áttuð og hvað það einkennd-
ist af mikilli virðingu, ást og vin-
áttu. Stundum fannst mér þú óþarf-
lega kröfuharður við hana og hafði
orð á því en þá sagði hún: „svona vil
ég hafa það og svona er ég búin að
ala hann upp“. Ég ætla að kveðja
þig með ljóði, Ástarkveðja til Lilju,
sem þú ortir til ömmu
Alltaf man ég ástin mín
upphafskynnin ljúfu
þau voru einsog sólarsýn
í suddaveðri hrjúfu.
Æ hvað ég var ungur þá
óvaxinn úr grasi
þú varst yngri, björt á brá
og barnaleg í fasi.
Alltaf hef ég óskað mér
ávöxt þessa fundar
að fá að hvíla í faðmi þér
fram til hinstu stundar.
Elsku amma, missir þinn er mik-
ill og bið ég góðan Guð að styrkja
þig og leiða næstu daga.
Þín
Anna Ólafsdóttir.
Ein af síðustu minningunum um
hann stóra bróður minn er eins og
málverk: hann liggur í heita pott-
inum á Bergi með lokuð augun og
sölnað haustlaufið af trjánum flýtur
allt í kringum hann. Eitt andartak
hvarflar að mér að hann sofi eða
hann sé dáinn.
Svo opnar hann augun, brosir og
býður mér í pottinn. Við spjöllum
saman, ég man nú ekki um hvað
það var, kannski sagðir hann mér
þá að rútína væri ágæt, hann færi
t.d. í sjoppuna á hverjum degi og
keypti sér snickers og eina kalda
kók. Ég veit líka að hann borðar
alltaf demantssíld á morgnana og
kornflex með rjóma. Rjómi skal það
vera. Nú er þessi stóri bróðir minn
farinn og það með hvelli eins og
vænta mátti. Hann var stóri bróðir í
þess orðs fyllstu merkingu; fyrir-
ferðarmikill. Hann ruggaði svo
sannarlega bátnum svo ég horfði
stóreyg á. Það var mikil spenna
kringum bróður, allt gat gerst, allt
var að gerast. Hann var blíður og
góður en líka oft reiður og mikið
stríðinn.
Ósköp er nú miklu leiðinlegra
þegar þú ert farinn og auðvitað
hefðum við getað vakað lengur en
varla verið betri hvort við annað.
Farðu í friði, elsku bróðir.
Þuríður Friðjónsdóttir
Stephensen.
Mjök erum tregt
tungu at hræra
eða loptvætt
ljóðpundara;
esa nú vænligt
of Viðurs þýfi
né hógdrægt
ór hugar fylgsni.
Svo orti skáldið, hetjan og Borg-
firðingurinn Egill Skallagrímsson í
sorg sinni eftir dauða sona sinna,
Þorsteins og Gunnars. Nú líður mér
eins þegar tvífari Egils, Flosi Ólafs-
son, er allur.
Ég var átta ára þegar systir mín
Lilja tók unnusta sinn, Flosa, á
æskuheimili okkar á Brávallagötu.
Með okkur Flosa tókust þegar kær-
leikar sem vörðu alla ævi. Hann
varð mér meira en mágur, varð
eldri bróðir, faðir og meistari. Eng-
inn hefur haft meiri áhrif á líf mitt.
Hann mótaði mig frá upphafi.
Skóp lífssýn mína, skoðanir og
skopgáfu. Við urðum nánir og heils-
uðumst og kvöddumst ávallt með
faðmlögum og kossum. Ég ólst
meira upp á heimilum Flosa og
Lilju en hjá raunverulegum foreldr-
um mínum. Lilja hafði alltaf verið
stóra systir mín með móðurígildi og
eftir kynnin við Flosa varð ég sem
sonur þeirra.
Flosi var fyrirferðarmikill maður.
Nærvera hans var yfirþyrmandi.
En ávallt hlý eins og sumarvindur.
Það leið öllum vel í návist Flosa.
Hann var blíður, skilningsríkur,
fróður og skemmtilegur fram úr
hófi. Hann var sannur listamaður;
vel að sér í tónmennt, bókmenntum
og myndlist. En fyrst og fremst var
hann lífskúnstner sem ekkert var
heilagt. Af honum lærði ég að bera
ekki of mikla virðingu fyrir neinu
eða neinum. Þetta viðhorf mótaði
pólitíska og félagslega heimssýn
mína: Að hlæja að sem flestu.
Nú er sterkur og kröftugur hlát-
ur hans þagnaður. Þrúgandi þögnin
og tómið tekið við. En ég á ennþá
Lilju. Það er huggun í tóminu.
Nú erum torvelt:
Tveggja bága
njörva nipt
á nesi stendr;
Skalt þá glaðr
með góðan vilja
ok óhryggr
heljar bíða.
Þakka þér elsku Flosi, fyrir veg-
ferðina. Þú hefur gert líf mitt svo
miklu betra og skemmtilegra.
Ingólfur Margeirsson.
Elsku stóri bróðir. Já, þú varst
svo sannarlega stóri bróðir. Þegar
ég var lítil fórst þú út í heim að læra
en ég var bara lítil stelpa sem safn-
aði servíettum. Þú vissir af því og
varst duglegur að safna fyrir mig
hvar sem þú komst í London, settir í
brún stór umslög og sendir Dullu
litlu systur. Það var líka oft glatt á
hjalla þegar við Óli sátum sitt hvor-
um megin við þig á píanóbekknum
og sungum m.a. Karíjóka. Þú varst
mikil tilfinningavera, gast verið
meyr eins og lítið barn, glaður, leið-
ur en líka skapmikill. Sumir báru
óttablandna virðingu fyrir þér en ég
var alltaf óttalaus gagnvart þér. Ég
man eitt aðfangadagskvöld, þú
fékkst bók í jólagjöf, mig minnir að
hún hafi verið eftir Guðmund Böðv-
arsson, þú gast ekki beðið með að
byrja að lesa hana og fyrr en varði
byrjuðu tárin að renna niður kinn-
arnar á þér.
Fyrir mér voruð þið Lilja eitt, þú
sagðir svo oft: „hún Lilja mín er svo
æðislega skemmtileg, svo er hún
alltaf svo flott“. Þú barst allt undir
Lilju sem þú varst að gera, hún var
þinn aðalgagnrýnandi. Lilja var þér
allt. Það reyndi oft á þolrifin hjá
Lilju þegar mikið var að gera og ég
veit að öllu sem þú gerðir átti hún
stóran þátt í.
Það var gott að koma upp að
„Stóra Aðal Bergi“, þú breiddir út
faðminn og brostir svo blítt og sagð-
ir: „nei, ert þú komin, elskan mín?“
og brúnu fallegu augun sögðu svo
margt. Lilja reiddi fram veitingar
og svo var setið í eldhúsinu og
spjallað lengi.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
stóri bróðir.
Elsku Lilja mín, ég veit að sökn-
uður ykkar allra er meiri en orð fá
lýst. Megi góður Guð styrkja ykkur.
Þín
Guðlaug (Dulla).
Þegar ég heimsótti Flosa frænda
á Landspítalann föstudaginn 23.
október heilsaði hann mér að venju
Flosi Ólafsson
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATRÍN VALTÝSDÓTTIR,
Haukanesi 5,
Garðabæ,
áður Sogavegi 220,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
16. október.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 2. nóvember
kl. 13.00.
Guðbjörn Guðjónsson,
Bergþóra Guðbjörnsdóttir, Karl Ásmundsson,
Guðbjörn Karlsson, Julia Karlsson,
Karl Rúnar Karlsson, Caitlin Dulac,
Jóhann Ingi Karlsson
og langömmubörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
BALDVIN ÁSGEIRSSON
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Furulundi 15c,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn
28. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginnn 5. nóvember
kl. 13.30.
Ívar Baldvinsson,
Valur Baldvinsson,
Óttar Baldvinsson,
Ásrún Baldvinsdóttir,
Vilhjálmur Baldvinsson,
Gunnhildur Baldvinsdóttir,
Aðalbjörg Baldvinsdóttir,
Stefán J. Baldvinsson
og fjölskyldur.
✝
Elsku hjartans dóttir okkar,
GUÐRÚN HEBA ANDRÉSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 29. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Andrés Sigmundsson, Þuríður Freysdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
SVALA ÁRNADÓTTIR,
Ekrusmára 1,
Kópavogi,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 29. október.
Björn Pálsson,
Margrét Erla Björnsdóttir, Sverrir Guðmundsson,
Björn Fannar Björnsson,
Sandra Dögg Björnsdóttir, Hafþór Davíð Þórarinsson,
Bjarki Rúnar Sverrisson,
Björn Þór Sverrisson
og systkini.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR J. S. FLÓVENZ
fyrrv. framkvæmdastjóri
Síldarútvegsnefndar,
Kópavogsbraut 88,
lést miðvikudaginn 28. október.
Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz,
Ólafur G. Flóvenz, Sigurrós Jónasdóttir,
Brynhildur G. Flóvenz, Daníel Friðriksson,
Margret G. Flóvenz, Tryggvi Stefánsson,
Gunnar Gunnarsson, Bera Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.