Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 37

Morgunblaðið - 31.10.2009, Page 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 ✝ Klara Sveinsdóttirfæddist í Gerði á Barðaströnd 21. júlí 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 18. október sl. Foreldrar hennar voru Ingveldur Jóhann- esdóttir, f. 30. maí 1893, d. 18. júlí 1966, og Sveinn Ólafsson, f. 15. október 1882, d. 2. júní 1950. Systkini Klöru, sem öll eru lát- in, voru Jóhannes Hjálmar (samfeðra), f. 9. maí 1902, Jón Ingivaldur, f. 16. júní 1915, Svava, f. 17. febrúar 1917, Ólafur, f. 28. júlí 1925, Ólafía Mar- grét, f. 6. september 1926, Hulda, f. 11. mars 1929, og Valgerður, f. 10. nóvember 1931. Ung fluttist Klara að Haukabergi og byrjaði búskap með Einari Björg- vini Haraldssyni, f. 18. júlí 1918, d. 14. maí 1995. Foreldrar has voru Haraldur Marteinsson, f. 25. ágúst 1888, d. 13. október 1968, og Sigríð- ur Einarsdóttir, f. 13. desember 1880, d. 31. janúar 1940, og bjuggu þau á Haukabergi. Klara og Einar giftu sig 30. desember 1963. Þau tóku við búinu á Haukabergi eftir andlát Sigríðar. Börn Klöru og Einars eru: 1) Erla, f. 3. febr- úar 1943, maki Hreið- ar Sigurðsson. 2) Birg- ir, f. 27. júlí 1945, maki Aðalheiður Soffía Magnúsdóttir. 3) Sveinn, f. 9. september 1951, maki Hafdís Jak- obsdóttir. 4) Sigríður, f. 8. júlí 1956, maki Þór Árnason. 5) Har- aldur, f. 22. júní 1958, maki Vilborg Gunnarsdóttir. 6) Stúlkubarn, fætt andvana 29. júlí 1959. 7) Rúnar, f. 16. febrúar 1962. Afkomendur Klöru og Einars eru 60. Starsferill Klöru var við búskap- inn í sveitinni. Eftir andlát Einars flutti hún til Patreksfjarðar að Tún- götu 16. Útför Klöru fer fram frá Patreks- fjarðarkirkju í dag, 31. október, kl. 13. Jarðsett verður í Hagakirkju- garði. Meira: mbl.is/minningar Elsku mamma, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Bernskuárin mín voru góð og ég á svo ótalmargar góðar minningar að það er erftitt að velja einhverjar úr. Þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni enda heimilið stórt og nóg að gera við mat- argerð, bakstur og annað. Þú varst alltaf í útiverkunum líka. Og öll handavinnan sem eftir þig liggur segir líka sína sögu. Mikið á ég eftir að sakna þín og að heyra ekki hlát- urinn þinn, svo ég tali nú ekki um sönginn. Þú söngst svo fallega. Þegar þú varst orðin ekkja fluttirðu á Pat- reksfjörð en þú saknaðir alltaf sveit- arinnar þinnar. Mér þótti svo vænt um þig, einnig þótti strákunum mín- um mjög vænt um þig, Hafdísi og hennar börnum líka. Ekkí síst Davíð Má, sem kallaði þig ömmu hina. Ég man þegar þú, Hulda systir þín og Kiddi heimsóttuð okkur Hafdísi á Ölduslóð, þá var mikið rætt og hlegið. Svo voru ófá skiptin sem Valla systir þín kom með þér í heimsókn í bústaðinn til okkar. En núna ertu farin yfir landamæri lífs og dauða og hittir pabba og systk- ini þín, litlu stelpuna sem þú misstir og barnabarn sem þú misstir líka ungt. Ég er viss um að það verður glatt á hjalla þegar þið hittist. Ég vil þakka starfsfólki sjúkrahúss Patreksfjarð- ar fyrir góða umönnun. Þú sagðir mér að allir væru yndislega góðir við þig þar. Sveinn Einarsson og fjölskylda. Elsku mamma okkar er dáin, okk- ur langar að þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur, við sökn- um hennar sárt, hún var yndisleg manneskja, það væri margt hægt að segja, en við viljum kveðja hana og þakka samfylgdina með þessum sálmi. Hér þegar verður hold hulið í jarðarmold, sálin hryggðarlaust hvílir, henni Guðs miskunn skýlir. Ókvíðinn er ég nú, af því ég hef þá trú, miskunn Guðs sálu mína mun taká í vöktun sína. Hvernig sem holdið fer, hér þegar lífið þver, Jesús, í umsjón þinni óhætt er sálu minni. Ég lofa, lausnarinn, þig, sem leystir úr útlegð mig, hvíld næ ég náðarspakri nú í miskunnar akri. Þú gafst mér akurinn þinn þér gef ég aftur minn. Ást þína á ég ríka, eigðu mitt hjarta líka. Hveitikorn þekktu þitt, þá upp rís holdið mitt, í bindini barna þinna blessun láttu mig finna. Hallgrímur Pétursson (Ps. 17). Erla, Sigríður og Rúnar. Ég næ því ekki enn að þú sért far- in. Finnst eins og ég muni hitta þig næst þegar ég kem vestur og þú seg- ir mér þá sögur úr sveitinni, af þér og afa og gamla tímanum og góðu minn- ingunum þínum. En stundum er tím- inn kominn og fólk verður að fara. Það er alltaf jafn sárt þegar ástvinur fer en ég þakka fyrir þær góðu minn- ingar sem ég á um þig. Þessar minn- ingar munu fylgja mér líkt og minn eigin skuggi. Ég sit hér og skoða mynd af þér. Þú ert í fallegum rauðum jakka og brosir. Ég reyni að finna réttu orðin. Mér fannst alltaf svo gaman að sjá þig brosa. Þú gast lýst upp herbergi með brosinu einu saman. Mér leið alltaf svo vel þegar ég sá þig brosa. Nú er þetta bros orðið minningin ein, frosið fast í huga okkar sem eftir er- um. Ég er svo þakklát fyrir að hafa komið vestur í sumar og eytt tíma með þér á hverjum degi á þeim tíma sem ég var þar. Ég man hvað það var gaman þegar við tókum í spil og þú sýndir mér saumaskapinn þinn. Það var alltaf jafn gaman að koma í heim- sókn og fá að hitta þig, skoða gamlar ljósmyndir eða jólakort stíluð á þig og afa. Andrúmsloftið var eitthvað svo þægilegt, vinalegt og ömmuilmur fyllti húsið. Ég man hvað kaniltertur voru í uppáhaldi hjá þér. Aldrei skildi ég af hverju, kannski þyrfti ég að gefa þeim annað tækifæri. Þú varst svo falleg. Lífsglöð. Bros- mild. Góðhjörtuð. Sterk. Harpa Sif Þórsdóttir. Klara Sveinsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HLÍF GESTSDÓTTIR, áður til heimilis Ljósheimum 20, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 18. október, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Gunnar Sigurgeirsson, Anna Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Svala Ingimundardóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JÓNSSON, Boðahlein 15, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Garðaholti fimmtudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Björg Bjarndís Sigurðardóttir, Soffía Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Jón Jónsson, Hjördís Alexandersdóttir, Marín Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Steinar Skarphéðinn Jónsson, Sigrún Gissurardóttir, Rósa Ingibjörg Jónsdóttir, Oddgeir Björnsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÓLAFUR WELKER ÓLAFSSON, Frostafold 2, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 25. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Sigrún Þ. Welker Friðgeirsdóttir, Guðrún Ólöf Sumarliðadóttir, Þorbjörn Ásgeirsson, Hrólfur Arnar Sumarliðason, Sólveig R. Sæbergsdóttir, Pétur Ólafur Pétursson, Jónheiður B. Kristjánsdóttir, Rúnar Þór Pétursson, Heiða Steinarsdóttir, Karen Welker Pétursdóttir, Stefán Viðar Egilsson, Birgir M. Welker Pétursson, Stefanía Helga Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ELÍN SVERRISDÓTTIR, Boras, Svíþjóð, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Susie Rutar, bnr. 0537-04-252598, kt. 500807-0320 eða Krabbameins- félagið. Ingibjörg Marteinsdóttir, Sverrir Þór Hilmarsson, Hálfdán Þór Hilmarsson, Ann, Hilmar Þór Hilmarsson, Anna, Halldór Þór Hilmarsson, Karin, Erlendur Þór Hilmarsson, Michelle, barnabörn, systkini og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær móðir okkar og amma, JÓHANNA HERDÍS SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Ríkharður H. Friðriksson, Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir, Kristín Helga Ríkharðsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR H. BECK, Breiðuvík 18, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 24. október, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Jón Gunnar Júlíusson, Hallfríður Jónsdóttir, Kristín G. Jónsdóttir, Guðmundur B. Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlý samskipti. Pálína Oswald, Edvard Pétur Ólafsson, Kristján Andreas Ágústsson, Bryndís Konráðsdóttir, Jón Frímann Ágústsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Þórður Ágústsson, Anne S. Svensson, Guðríður Ágústsdóttir, Gunnlaugur Kr. Gunnlaugsson, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.