Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 ✝ IngigerðurKarlsdóttir (Irmgard Antonia Meyer) fæddist í Rechterfeld í Nied- ersachsen-héraði í Þýskalandi 14. mars 1926. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 19. október 2009. Foreldrar hennar hétu Johann Carl og Bernardine Meyer. Ingigerður er þriðja í fæðingar- og dánarröð fjórtán systkina. Systkini hennar búa í Þýskalandi utan einnar systur, Hedwig Meyer, sem býr á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Ingigerður ólst upp í Rechter- feld en þurfti ung að standa á eigin fótum, enda systkinahóp- urinn stór. Hún starfaði nokkur ár við þjónustu- og bókhaldsstörf á kaffihúsi. Samhliða sinnti hún skap á Kópavogsbraut 62 í Kópa- vogi. Þau fluttust til Hafn- arfjarðar árið 1971 og bjuggu á Suðurvangi 6 þar til þau fluttu á Hrafnistu árið 2000. Ingigerður var húsmóðir og sinnti heimili sínu af mikilli alúð og ræktarsemi, auk þess sem hún vann ýmis tilfallandi störf. Hún var mikil áhugamanneskja um listsköpun af ýmsu tagi, þar mætti helst nefna listmálun, gler- list og hannyrðir. Á efri árum hélt Ingigerður sýningar á verk- um sínum, bæði hér heima og í ráðhúsi heimabæjar síns í Þýska- landi. Ingigerður var mjög trúuð og kirkjurækin og átti sér marga vini í röðum kaþólska safnaðarins og St. Jósefssystra sem voru hér á landi á árum áður. Hún vann öt- ullega með söfnuðinum að styrk- ingu hans, meðal annars með byggingu St. Jósefskirkju í Hafn- arfirði. Ingigerði var sungin sálumessa í St. Jósefskirkju í Hafnarfirði 27. október í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar herskyldu í lok seinni heimsstyrjaldar inn- an slökkviliðs hers- ins, við björgunar- og slökkvistörf. Ann- að lunga hennar var fjarlægt í kjölfar berklaveiki og hafði það mikil áhrif á líf hennar. Dvaldist hún langdvölum á sjúkra- húsi og endurhæfing- arstöð áður en hún fluttist til Íslands ár- ið 1963. Ingigerður giftist 11. apríl 1964 Einari Líkafróns- syni sjómanni, f. 22. des. 1914, d. 20. mars 2008. Sonur þeirra er Bjarni tæknifræðingur, f. 3. apríl 1964, maki Ingibjörg Sigurð- ardóttir leikskólakennari og börn þeirra eru Ester, f. 3. apríl 1991, Einar Siggi, f. 24. okt. 1994 og Birkir Ingi, f. 7. feb. 1997. Einar og Ingigerður hófu bú- Við andlát móður minnar, Ingi- gerðar Karlsdóttur, rifjast upp ljúf- ar æskuminningar með foreldrum mínum frá heimili okkar í Kópavogi og síðar Hafnarfirði, minningar um yndislega móður sem var mjög um- hugað og annt um fjölskyldu sína og vini, minningar um eftirminni- legar ferðir til Þýskalands og heim- sóknir fjölskyldu frá Þýskalandi, minningar um sunnudaga sem allt- af voru sannkallaðir hátíðisdagar í lífi okkar, minningar um móður sem síðan varð tengdamamma og amma þriggja barna, Esterar, Ein- ars Sigga og Birkis Inga. Ekki er hægt að lýsa með orðum öllu því góða sem hún hefur komið til leiðar, þar nægir að vitna til allra þeirra sem því hafa kynnst, enda gerði hún sér alltaf far um að vera samferðafólki sínu innan handar. Móðir mín, sem gjarnan var köll- uð Inga, var heimavinnandi hús- móðir sem hugsaði einstaklega vel um heimilið. Hún var mjög fjölhæf og vandvirk, það var eins og allt léki í höndunum á henni. Þar mætti t.d. nefna hefðbundin iðnaðar- mannastörf á heimilinu eins og múrverk, flísalögn, veggfóðrun, málun og þess háttar, saumaskap- ur, vinna við handverk af ýmsu tagi, matargerð, uppeldi, barna- pössun o.fl. Hún skilaði ávallt vel unnu verki og var boðin og búin til aðstoðar þegar á þurfi að halda. Fyrsta bílinn keyptu foreldrar mínir þegar móðir mín hafði nýlok- ið ökunámi 51 árs að aldri. Það var tímasetning sem hentaði ungum dreng sem var nálægt því að kom- ast á bílprófsaldurinn einstaklega vel. Þetta gaf henni ný áður óþekkt tækifæri til að ferðast með okkur feðga og þýska gesti sína um landið og heimsækja vini og sinna erind- um. Móðir mín var mjög trúuð og er ég sannfærður um að trú hennar átti sterkan þátt í að hún náði að sigrast á þeim þjáningum sem fylgdu reglubundnum veikindum hennar, en þau mátti rekja til þess að annað lunga hennar var fjarlægt í kjölfar berkla fyrir rúmum 60 ár- um. Hafði það mikil áhrif á líf henn- ar, en aldrei skorti lífsviljann, kraftinn og dugnaðinn. Hún náði sér alltaf á strik eftir veikindi sín, en heilsa hennar brast í lokin og kominn var tími til að kveðja. Fjölskylduböndin voru sterk og þeim var vel við haldið hér heima og erlendis. Hún sýndi mikla rækt- arsemi við þýsk systkini sín sem voru 13 talsins og fór með reglu- bundnum hætti til Þýskalands, síð- ast fyrir tveimur árum í 80 ára af- mæli systur sinnar, sem er nokkuð vel þekkt nunna í Þýskalandi. Móðir mín reyndist föður mínum alla tíð traust og góð eiginkona. Hún hafði tileinkað honum líf sitt og stóð eins og klettur við hlið hans. Þetta kom glögglega í ljós í veik- indum hans síðustu ár hans, en hann lést í fyrra á 94. aldursári. Heilsu móður minnar fór hrakandi eftir andlát föður míns og kom þá í ljós hversu heppin hún var að eiga góða og trausta vini að. Við fjölskyldan færum okkar bestu þakkir til starfsfólks Hrafn- istu í Hafnarfirði og lungnadeildar A6 á Landspítala fyrir mjög góða aðhlynningu. Blessuð sé minning móður minn- ar. Hún hvíli í eilífri ró og friði. Bjarni S. Einarsson. Inga amma okkar er dáin. Hún fæddist árið 1926 og annað lunga hennar var fjarlægt þegar hún var um tvítugt. Okkur finnst það vera kraftaverki næst að hún hafi lifað svona lengi bara með eitt lunga. Kannski var hún þess vegna oftar veik en fólk á hennar aldri, en alltaf var hún tvíefld þegar hún stóð upp frá veikindum sínum. Þegar afi varð veikur var amma mjög dugleg að sinna honum þótt hún væri sjálf veik. Amma var mjög dugleg að mála og var stundum með sýningar á myndunum sínum. Þegar við kom- um í heimsókn til ömmu og afa mál- aði hún oft með okkur, svo var spil- að annaðhvort skippó eða lúdó. Hún bjó oft til þykkar og stökkar þýskar pönnukökur eða kjötsúpu fyrir okk- ur. Amma lagði alltaf mikla vinnu í kjötsúpuna. Hún passaði vel upp á að eiga alltaf eitthvað gott að drekka, gaf okkur hnetur eða nammi. Við hjóluðum stundum heiman frá Álftanesi í heimsókn til ömmu og afa á Hrafnistu. Amma og afi voru mjög trúuð og dugleg að fara í kirkju þegar þau höfðu heilsu til þess. Þau áttu stóra styttu af Maríu mey heima hjá sér sem amma hélt mikið upp á. Þau héldu alltaf upp á St. Nikulás með okkur 6. desember á hverju ári. Þegar við bjuggum úti á landi og gátum ekki hitt þau sendu þau gómsætar gjafir frá St. Nikulás til okkar þannig að við gætum haldið upp á daginn. Þegar við hittum ömmu í síðasta skipti á sjúkrahúsinu kvaddi hún okkur öll og sagði að við ættum ekki að gráta. Hana langaði ekki í matinn á sjúkrahúsinu og þá fórum við og keyptum uppáhalds skyndi- bitamatinn hennar. Hún borðaði aðeins af honum og sagði að þetta hefði verið mjög góð síðasta kvöld- máltíð. Amma var mjög dugleg að hafa samband við systkini sín í Þýska- landi. Árið 2001 fórum við til Þýskalands og hittum hana á ætt- armóti í Rechterfeld, heimabænum hennar. Amma talaði oft um að fara aftur til Þýskalands með okkur en hún náði því ekki. Inga amma og Einar afi voru oft- ast með okkur á aðfangadag. Þessi jól verða ólík öllum fyrri jólum því báðar ömmur okkar og afar eru nú dáin. Amma föndraði jólakúlur sem hún gaf okkur með jólagjöfunum. Hún var mjög hrifin af Pílu, kisunni okkar, sem fékk líka jólagjafir frá ömmu. Við eigum eftir að sakna þess að fá hana í heimsókn og fara til henn- ar. Við eigum líka eftir að sakna þess að kveðja hana þegar við för- um í ferðalag og láta hana vita að við séum komin aftur heim. Við eig- um eftir að sakna þess að heyra um æsku hennar og gömlu dagana. Við eigum eftir að sakna hennar mikið en minningin um hana lifir ennþá. Ester, Einar Siggi og Birkir Ingi. Nú hefur Inga mamma kvatt. Hún var ferðbúin og hugurinn var leiftrandi og skýr og hún beið með eftirvæntingu eftir vistaskiptunum. Það var engin furða því ungri var henni ekki ætlað langlífi sökum mikilla veikinda. Hún var trú þeirri skyldu að varðveita lífið sem Guð hafði gefið henni og skóp því þá um- gjörð sem ekki aðeins hafði áhrif á heilsu hennar og líf allt heldur náði til allra samferðamanna. Áfangan- um var náð. Inga hafði sterkan bakgrunn sem mótaði allt hennar líf, hún þorði að taka áskorun og breyta til og flutt- ist til Ísland, þar var hún laus við krefjandi ertingu sólargeislanna og þar var hreina loftið. Og á Íslandi voru örlög hennar ráðin, á vegi hennar varð vestfirskur sjómaður af bestu gerð, heiðarlegur og dug- legur. Saman tókst þeim lífssigling- in eindæma vel, hann hægur og íhugull, hún glaðvær og mikill lífs- kúnstner. Ingu var margt til lista lagt. Hún kunni ráð við flestum sjúkdómum og þá voru náttúrulækningar efstar á blaði. Grænmetið ræktaði hún sjálf, hafði til þess aðstöðu hjá St. Jósefssystrum og þar var og líka að sjálfsögðu lögð rækt við trúna. Hún var mikill aðdáandi allra afurða sem áskotnuðust við vinnslu berja og rabarbara og átti gott forðabúr sem staðfesti það. Milli þess að saf- inn, sultan og grænmetið hurfu of- an í gesti og gangandi voru afurð- irnar notaðar í framandi bakkelsi og veitingar sem hvergi sáust ann- ars staðar á borðum. Inga mamma var hún kölluð af fjölskyldu minni. Það var um 1971 er við kynntumst og urðum ná- grannar. Það var hvalreki fyrir mig, landsbyggðarstelpuna, nýút- skrifaðan kennarann, að fá þann stuðning og kærleika frá alls óskyldri þýskri konu sem tók mig umsvifalaust upp á sína arma. Þarna mættumst við með gerólíkan bakgrunn, mikinn aldursmun og nokkuð ólíkar um margt en urðum svo nánar og tengdar að hjörtun okkar slógu í takt allar götur síðan. Aldrei aukaslög, en slögin jöfn og áreynslulaus eins og við viljum að hjartað okkar starfi. – Börnum mínum var hún sem besta móðir vakin og sofin yfir velferð þeirra. Hjá henni áttu þau oft athvarf og kenndi hún þeim allt það besta sem hún bjó yfir. Víst er að það vega- nesti verður þeim uppspretta góðra hluta í framtíðinni og markar þeirra velferð. Fyrir allt það skal nú þakkað af alhug. Inga náði 83 ára aldri sem má teljast alveg sérstakt. Eins og hún hafði verið ákveðin hér áður fyrr að eiga sér framtíð þá var hún full- komlega sátt við að hverfa til skap- ara síns sem hún trúði svo heitt á. Já, hún var leiftrandi í hugsun, kvaddi okkur hvert og eitt og bað okkur blessunar. Þá hallaði hún sér að mér og sagði: „Ég ætla að skila kveðju til mömmu þinnar og pabba – Möggu Magg og Kristins, þau eru að spila og vantar spilafélaga“ … Víst er að spilamennska foreldra minna og Ingu og Einars verður fumlaus, grandvör og glettin eins og líf þeirra allt einkenndist af hér á jörð. Bjarna, Ingibjörgu og börnum þeirra, sem voru sannkallaðir sól- argeislar ömmu sinnar, votta ég mína innilegustu samúð. Guð blessi minningu Ingigerðar Karlsdóttur. Auður Kristinsdóttir. Hvernig verður nágranni að ætt- ingja? Ég veit það ekki alveg en ég veit að það var það sem gerðist fyr- ir nærri þrjátíu árum í Hafnarfirð- inum. Nokkrum árum síðar, þegar ég fæddist, var Inga nefnilega ekki nágranni okkar. Við bjuggum þá sín í hvoru hverfinu í Hafnarfirði og ég heyrði aðeins óljósar sögur af því að eitt sinn hefðu fjölskyldur okkar verið nágrannar. Það var mér fullkomlega ljóst að þegar ég fæddist var hún orðin ættingi okk- ar. Þegar ég var enn á leikskóla- aldri fannst mér þetta svo augljós staðreynd að ég neitaði að kalla hana bara Ingu og kallaði hana Ingu mömmu upp frá því. Það segir meira en þúsund orð að orðið mamma varð fyrir valinu, ekki amma eða frænka, nei Inga mamma skyldi hún kölluð. Ég var enda hjá henni nær daglega frá því löngu áð- ur en ég fór að muna eftir mér. Við undum okkur tvær daglangt við spjall um heima og geima og skap- andi vinnu. Ég á henni svo mikið að þakka. Mig langar að þakka fyrir kamillute og vick á brjóstið þegar ég var kvefuð, fyrir hrísgrjónasúpu og kartöflu-„puffer“ með epla- mauki þegar enginn annar gat komið mat ofan í mig, fyrir að syngja fyrir mig Gloríu þegar ég þurfti að sofna og fyrir að setja rosalega miklar bubblur í freyði- baðið þegar það var bara til sturta heima. Fyrir að svara öllum spurn- ingum hikstalaust og fyrir að vera alltaf til í að hlusta. Fyrir að vera svo góð fyrirmynd með því að standa fast á sínu og liggja aldrei á skoðunum sínum. Mig langar að þakka fyrir ástina og umhyggjuna. Ég get aðeins vonað að ég verði börnum mínum eins öruggt og gott skjól og Inga mamma var mér. Auður Magndís Leiknisdóttir. Ingigerður Karlsdóttir ✝ Þorbjörg Inga-dóttir fæddist á Akranesi 18. febrúar 1935. Hún lést 25. október sl. Foreldrar hennar voru hjónin María Sveinfríður Sveinbjörnsdóttir frá Laugum í Súg- andafirði og Ingi Guð- jón Eyjólfsson skó- smiður frá Kaldrananesi á Ströndum. Systkini Þorbjargar eru Erla, f. 1929, Haukur, f. 1930, d. 2003, Guðbjörn, f. 1937, d. 2009, Steingerður, f. 1939, Elvar, f. 1941, Reynir, f. 1943, d. 1999, Ester, f. 1945, og Ernir, f. 1947. Þorbjörg giftist 31. desember 1966 Guðmundi Ingibjartssyni. Foreldrar hans voru Ingibjartur Ingimund- arson og Bjarnfríður Jónsdóttir. Börn Þorbjargar og Guðmundar eru: 1) Bjarni Bjartur, f. 1958, kvænt- ist Línu Björk Sig- mundsdóttur 29. ágúst 1987. Börn þeirra eru: Bára, f. 1991, og Stef- án, f. 1997. 2) Inga María, f. 1969. Framan af starfsævi sinni starfaði Þorbjörg við rækjuvinnslu, t.d. í Pólar og hjá Böðvari Sveinbjörnssyni. Síð- ari hluta starfsævi sinnar starfaði hún á Hlíf, íbúðum aldraða á Ísafirði, fyrst í þvotta- húsi og síðar á þjón- ustudeild. Margir íbúar á Hlíf hafa minnst starfa hennar við þvottana og dásamað vandvirkni hennar og alúð við störf sín. Við þjónustudeildina vann hún þar til sjón hennar fór að daprast svo mjög að það háði henni við vinnu. Útför Þorbjargar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 31. október, og hefst athöfnin kl. 14. Pollurinn hér á Ísafirði getur verið svo fallegur á haustdögum sem þess- um, spegilsléttur í blankalogni með fagurri fjallasýn hvert sem litið er, fjöllin okkar speglast í bláum og frið- sælum sjávarfletinum, en stundum sýnir hann á sér aðra hlið, þegar geisa óveður er hann ekkert lamb að leika sér við. Þannig er það í lífinu, dags- daglega er lífið svo ljúft og slétt, en okkur systkinum finnst óveður hafa geisað í okkar lífi síðustu daga, þrátt fyrir hið fegursta haustveður hér í faðmi fjalla blárra. Þetta óveður hefur höggvið stórt skarð í okkar fjölskyldu, er við miss- um nú tvö af okkar systkinum. Í dag kveðjum við með söknuði okkar ást- kæru systur Þorbjörgu eða Doddu eins og hún var að jafnaði nefnd, en okkar elskulegur bróðir, Guðbjörn, lést hinn 16. október sl. Auðvelt er að gera sér í hugarlund, þar sem svo stutt var á milli andláts þeirra, að saman hafi þau gengið hönd í hönd til fundar við þá ástvini, sem á undan eru gengnir. Þannig hafi þau fylgst að yfir landamærin. Þegar manneskja okkur nákomin deyr, hefst tími eins konar uppgjörs hjá ættingjum. Þá eru rifjuð upp ævi- skeið hins látna og margvíslegar skyndimyndir úr lífsleiðinni koma upp í hugann. Uppgjör af þessu tagi er mjög erfitt, því fylgir mikil sorg og sár söknuður. Það liggur í hlutarins eðli því við andlát manneskju er eins og færð sé inn síðasta færsla í minn- ingabók um ástvin okkar. Þær verða ekki fleiri. Dauðinn er miskunnarlaus og endanlegur og við eigum erfitt með að sætta okkur við að ástvinir okkar, kær systir og bróðir skuli end- anlega horfin af sjónarsviðinu. Okkur finnst að hluti af okkur sjálfum hafi dáið í leiðinni. Í dagsins önn hugsa fæst okkar mikið um dauðann og er það að von- um, svo kaldur og hlífðarlaus, sem hann virðist. Samt er hann stöðugt nálægur og eftir því sem árum okkar fjölgar, slær hann sífellt tíðar til þeirra, sem við höfum verið samferða um lengri eða skemmri tíma. Systir okkar sagði alltaf sína meiningu, hélt fast við sitt, var mjög heilsteypt kona. Þótt hún væri hlédræg og ekki gefin fyrir að trana sér fram hafði hún mjög fastmótaðar skoðanir á málefnum. Maður fann eldmóðinn sem hún bjó yfir. Þá var gaman að sjá hana og heyra til hennar, þegar henni hljóp kapp í kinn við að halda fram sínu sjónarmiði. Sá sem minna mátti sín átti hug hennar. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að rétta hlut þess. Það kemur því ekki á óvart að hún starfaði í fjöldamörg ár í stjórn og trúnaðarmannaráði Verkalýðs- félagsins Baldurs á Ísafirði. Okkur verða ævinlega minnisstæð kaffiboð- in á jóladag hjá Doddu okkar, þar svignuðu borð undan kræsingum. Þar vorum við öll systkinin og barnabörn- in samankomin, það var gleði okkar hin mesta þegar fjölskylduhópurinn allur hittist. Nú er þessi hljóðláta systir horfin yfir móðuna miklu. Hún kvaddi þennan heim með sama æðru- leysinu og einkenndi hana jafnan. Við systkinin þökkum henni sam- fylgdina. Fari elsku systir og bróðir í friði, friður Guðs þau blessi. Ernir Ingason. Þorbjörg Ingadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.