Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 45
Velvakandi 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 ÞAÐ húmar að kveldi og dagsbirtan víkur fyrir rökkrinu og götulýsingin tekur við. Hér má sjá fólk á ferli síðla dags hraða sér til að ná í strætó og aðra sem hinkra þolinmóðir eftir sínum vagni. Morgunblaðið/Golli Fólk á ferli Launhálka – akstur um hringtorg NÚ þegar vetur er genginn í garð og allra veðra von þarf að huga vel að akstri í umferð- inni. Varúð við hálku á heiðum uppi er nauð- synleg og gerð góð skil í fjölmiðlum. En ábóta- vant er hvað litlar upp- lýsingar eru um hættur við launhálku er oft myndast á auðum renn- blautum götum höf- uðborgarsvæðisins þegar dimma tekur. Þá getur myndast hálka á skömmum tíma í ljósaskiptum, er daginn styttir. Launhálku þarf að gera betri skil til að bæta umferð- armenninguna, fólk fái almennt til- finningu fyrir hættunni þó að að- stæður séu ekki sjáanlegar. Ekki kemur nógu vel fram af hálfu þeirra er um umferðina fjalla að greina hættuna, sýna fram á óhöpp er eiga sér stað í launhálku; hvernig staðbundnar aðstæður í veðri geta skapað fljúgandi hálku á skömmum tíma. Þá vantar myndræna umfjöllun fjölmiðla um akstur á hringtorgum þar sem tilkoma þeirra hefur aukist mjög hratt í staðinn fyrir götuljós í nýjum íbúðahverfum. Með markvissri umfjöllun gæti óhöppum og slysum ef til vill fækkað; ökumenn fengið tilfinningu fyrir akstri í launhálku – og umferð- arreglum við hringtorg. Sigríður Laufey Einarsdóttir. Ekki Metro heldur Baulu-borgari ÞAÐ er leiðinlegt hvað fyrirtæki á Íslandi telja sig þurfa að notast við erlend heiti. Nýjasta dæmið er þegar McDonald’s lokar tekur við nafnið Metro. Væri ekki nær að kalla nýjan hamborgarastað t.d. Baulu-borgara? Þarna verður jú eingöngu notað ís- lenskt hráefni (og er það vel). Áhugamaður um íslensk nöfn fyrirtækja. Viðskiptahættir sem borga sig? EFTIR að hafa lesið greinar í Vel- vakanda 6. og 11. október þar sem fólk rekur sögur sínar um ófor- skammaða viðskiptahætti, ákvað ég að láta verða af því að segja frá því sem ég lenti í í sumar. Við neytendur þegjum alltof oft þunnu hljóði, í stað þess að vara aðra við. Kvenfataversl- unin Bernhard Laxdal er verslun sem auglýsir hágæðavöru og góða þjónustu. Síðastliðið sumar keypti ég þar hvítan sumarjakka sem mér þótti að vísu nokkuð dýr en taldi að ég kæmi til með að nota í mörg ár, enda seldur sem gæðavara sem á að end- ast, merki jakkans er FUCHS SCHMITT. Efnið var silkimjúkt og jakkinn virkilega þægilegur, eða þar til eftir fyrsta þvott. Fór ég nákvæm- lega eftir leiðbeiningum en fann strax mun, hann varð hrjúfur við- komu. Jakkinn fór inn í skáp yfir vet- urinn, en í vor þvoði ég hann öðru sinni en hann versnaði til muna svo ég ákvað vegna áskorana vinkvenna minna að leita til versl- unarinnar. Ég var beð- in um að skilja jakkann eftir, haft yrði samband við mig þegar eigand- inn hefði litið á hann, en þegar ég hafði ekki heyrt frá þeim í tvær vikur fór ég þangað. Ég fékk strax kuldalegt viðmót frá eigand- anum, og hafði ég á til- finningunni að hún vissi upp á sig skömmina, því hún mótmælti ekki beint að um gallaða vöru væri að ræða og gerði ekki athugasemd- ir við hvernig ég þvoði hann. Hún bað um nótu, (sjálf ætti hún að geta fundið hana í sínu bók- haldi) en ég sagðist sjaldan geyma nótur nema um stærri kaup væri að ræða, svo sem húsbúnað eða raftæki. Hún sagði að kvörtun skyldi berast innan mánaðar frá kaupum og spyr ég nú. Ætli þess þurfi oft ef varan sem hún selur er sú hágæðavara sem hún heldur fram í auglýsingum sín- um? Mér leið virkilega illa inni í versluninni sem var nokkuð mann- mörg vegna sumarafsláttardaga. Að lokum benti hún mér á nokkrar út- söluslár og sagði að ég gæti valið eitt- hvað af þeim. Ekkert hentaði mér þar svo ég gekk yfir að slá sem á stóð 20% afsláttur, en þar voru jakkarnir um 10.000 krónum dýrari en minn. Ég spurði hvort við gætum komist að samkomulagi um að ég borgaði mis- muninn, en það vildi hún ekki. Held- ur sagði, þú tekur aðeins af þessum slám, og benti þangað sem ég fann ekkert við mitt hæfi. Ég gekk út með jakkann undir hendinni, jakka sem kostaði 35.000 krónur og ég get aldr- ei notað, því hann ertir mig í hálsinn og er viðkomu eins og sandpappír. Nú spyr ég, eru þetta viðskiptahætt- ir sem borga sig nú þegar sam- dráttur er og verslanir hrynja eins og spilaborgir? Sem betur fer eru til þeir sem hafa annan viðskiptamáta, og ber að nefna það sem vel er gert. Verslunin Fröken Júlía í Mjódd er dæmi um verslun sem getur auglýst góða þjónustu og gæði með réttu. Þar voru mér lánaðar margar flíkur heim til að máta í rólegheitum yfir helgi, þar sem ég var nýkomin úr að- gerð og treysti mér ekki til að máta á staðnum. Þar mætir manni elskulegt viðmót og mæli ég með þeirri versl- un. Sjálf vann ég lengi í verslun á Laugaveginum og eigandinn inn- rætti okkur að muna að kúnninn hefði ætíð rétt fyrir sér. Þær hjá Laxdal mættu hafa þetta að leið- arljósi. Það er ekki nóg að vera kurt- eis og alúðlegur á meðan verið er að selja vöruna, það þarf líka að taka vel á móti þegar um galla er að ræða og viðurkenna hann. Hefði ekki verið betra fyrir eigandann að koma til móts við mig með því að leyfa mér að borga á milli en að fá þessa umsögn sem skaðar verslunina? Ég og marg- ar mínar vinkonur koma aldrei fram- ar til með að versla hjá Bernhard Laxdal. Rannveig Ásbjörnsdóttir. Ást er... ... þegar ykkur dreymir um að eldast saman. Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.