Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 48

Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 48
48 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009  Stanslaust stuð er ekki eitt af boðorðum kristinnar trúar þó að guðshús séu æ oftar notuð undir skemmtanahald. Þannig er Fríkirkjan í Reykjavík orðin eitt aðalmenningarmekka höfuðborgarinnar. Þegar ekki er verið að messa, skíra, ferma, gifta eða jarðsyngja í kirkjunni troða tónlistarmenn þar upp, nánast und- antekningalaust fyrir fullu húsi. Nú er svo komið að ekki aðeins tónlistarmenn sækjast eftir kirkj- unni heldur líka tískuhönnuðir. Í dag verður nefnilega haldin tísku- sýning í Fríkirkjunni. Verslunin Fa- belhaft, sem er á Laugavegi, býður til tískuviðburðar vetrarins í kirkj- unni þar sem Monika Abendroth og Dj Musician sjá um tónlistina. Sýnd- ir verða kjólar frá Skaparanum, höfuðföt frá Thelmu og silkiklútar frá Go with Jan … Guð blessi Fa- belhaft. Kirkjusókn verður líklega góð í dag Fólk Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ erum ennþá að vinna á fullu við að klippa,“ segir kvik- myndaleikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson, spurður út í stöð- una á næstu mynd sinni, Brimi. „Við erum búin að vera að vinna í henni í allt sumar og fram á haust en tókum okkur svo mánaðarfrí á meðan Valdís var í tökum á myndinni sinni Kóngavegi 7, en svo erum við byrjuð aftur núna. Þetta mallar bara.“ Það er Valdís Óskarsdóttir sem klippir myndina sem er byggð leikritinu Brim eftir Jón Atla Jónasson. „Þetta er saga um sjómenn, áhöfn á litlum bát, og myndin er tekin að stórum hluta úti á sjó,“ segir Árni. Verður þetta ekta sjóaramynd; dökk, drungaleg og full af öldunið? „Það er allur pakkinn, í grunninn er þetta frekar dramatísk mynd en það er líka fullt af húmor og rómantík,“ svarar Árni. Spurður út í frumsýningardag segir Árni að hann sé ekki kominn á hreint en myndin verði tilbúin einhvern tímann eftir áramót. „Ég treysti mér ekki alveg að segja til um það en það verður kannski í mars, annars veit ég það ekki, svo á eftir að ákveða hvort við förum fyrst á einhverjar hátíðir eða frumsýnum hana fyrst hérna heima.“ Kvikmyndafyrirtækið Zik Zak framleiðir Brim í samvinnu við Vesturport en það eru Gísli Örn Garðarsson og Ingvar E. Sigurðsson sem eru í að- alhlutverkum í myndinni. Árni hefur áður gert myndina Blóðbönd.  Sigurvegarar Músíktilrauna, rokkrappsveitin Bróðir Svartúlfs, heldur útgáfutónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld í tilefni af út- komu sinnar fyrstu plötu, sex laga stuttskífu sem er samnefnd sveit- inni. Einnig leika Múgsefjun og Agent Fresco. Platan var tekin upp að mestu í Sundlauginni, en eitt lag í Tankinum á Flateyri þar sem sjálfur Mugison lagði gjörva hönd á plóg. Húsið verður opnað klukkan 22 og hefjast hljómleikarnir stuttu seinna og er aðgangseyrir litlar 500 krónur. Platan góða verður svo að sjálfsögðu á útsöluprís. Bróðir Svartúlfs heldur útgáfutónleika  Jólagjafir fyrir unnendur ís- lenskrar tónlistar ættu ekki að vera vandfundnar í ár. Sjaldan hefur komið út jafn mikið af bókum um tónlist og tónlistarmenn og fyrir þessi jól. Sena sendir frá sér þrjár bækur; Söknuður, ævisaga Vilhjálms Vil- hjálmssonar eftir Jón Ólafsson, Sjúddirarí rei sem er endurminn- ingabók Gylfa Ægissonar eftir Sól- mund Hólm Sólmundarson og 100 bestu plötur Íslandssögunnar þar sem tveir tónlistarspekúlantar taka saman það sem þótt hefur best hingað til í sögunni. Þá er ævisaga Magnúsar Eiríks- sonar, Reyndu aftur, komin út auk ævisögu trommarans Guðmundar Steingrímssonar, Papa Jazz og ævi- sögu tónskáldsins Jóns Leifs eftir Árna Heimi Ingólfsson. Góð jól framundan fyrir tónlistar-bókaorminn Eftir Jóhönnu M. Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞETTA er tónlist sem svertingjar voru að spila í kringum 1950, tónlist sem kemur upp úr stríðinu. Þetta er allt byggt upp í gegnum dansinn og ég valdi lög sem voru á bandarísku rytmablús-vinsældalistunum í kring- um ’50. Það var suðupottur af djassi, blús og rokki og róli,“ segir Helgi Björnsson sem gefur út plötuna Kampavín nú á þriðjudaginn. Með honum er svo hljómsveitin Kokkteil- pinnarnir. „Ég fékk til liðs við mig landslið ís- lenskra tónlistarmanna og við reynd- um að ná þessum hljómi sem er ein- kennandi fyrir þessa tónlist en þetta er allt tekið upp „læf“,“ segir Helgi en hljómsveitin notar fornfáleg hljóðfæri til að fanga rétta andann. Upptökur fóru fram í Sýrlandi en platan hefur verið nokkuð lengi á teikniborði Helga, sem nam stemninguna sem leikur um hana m.a. á klúbbum úti í Berlín en þar hefur Helgi hefur verið með annan fótinn undanfarin ár. Skondnir textar í stíl Fyrir utan úrvals tónlistarmenn fékk Helgi til liðs við sig hóp góðra manna til að semja texta við lögin, þá Braga Valdimar Skúlason úr Bagga- lúti, Dr. Gunna, Davíð Þór Jónsson og Þórð Árnason gítarleikara úr Stuðmönnum. „Það er svo skemmtilegt hvernig þeir hafa náð að fanga andrúmsloftið. Textarnir verða svo skemmtilega saklausir og gamaldags fyrir vikið. Það er eins og þeir hafi verið samdir af þessum gaurum sem voru að semja á þessum tíma á Íslandi. Textarnir eru því skondnir og skemmtilegir og það má segja að þeir fari hringinn og verði töff aftur,“ segir Helgi en laga- titlar eins og „Ég finn á mér“, „Eitt skot“, „Búgí vúgí blautt“ og „Sjáðu aumur á mér kona“ segja sína sögu. Gamlir og ungir í sveiflu Helgi Björns og Kokkteilpinnarnir hafa haldið dansskemmtanir upp á gamla mátann í Leikhúskjallaranum undanfarin laugardagskvöld og er stefnt á að halda þeim áfram fram að jólum. „Dansskemmtanirnar hafa verið mjög skemmtilegar og þarna hafa allir aldurshópar komið saman. Við höfum verið með danshóp sem kallar sig Lindy Hop og hann hefur hitað upp fyrir mig og Kokkteilpinn- ana,“ segir Helgi. „Svo er dansað við alvöru dans- tónlist upp á gamla mátann og það verða allir ofsalegir töffarar og pæjur þegar þeir stíga út á gólfið og fara að sveifla sér í þessum anda,“ segir Helgi. Hann segir gaman að sjá hversu fjölbreyttur hópur sæki dans- skemmtanirnar. „Unga fólkið er að upplifa eitthvað nýtt en eldra liðið að rifja upp gömlu sporin. Þessi tónlist fer yfir öll mæri og brúar kynslóðabil, það er einfaldlega ekki hægt að sitja kyrr þegar sveiflan fer í gang!“ Töffarar og pæjur í sveiflu með Helga Björns  Helgi Björns gefur út plötuna Kampa- vín  Kolsvartur rytmablús, blandaður djassi og rokki, er dagskipunin Sveifla „Við reyndum að ná þessum hljómi sem er einkennandi fyrir þessa tónlist en þetta er allt tekið upp „læf“,“ segir Helgi um aðferðarfræðina. Helgi Björns og Kokkteilpinnarnir munu svo æra lýðinn á Leik- húskjallaranum í kvöld. Árni Ólafur Með margar hugmyndir í sarpinum. Saga um sjómenn í klippiherbergi Valdísar Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjugarðarnir Þau voru ljós á leiðum okkar Tónlistardagskrá í Fossvogskirkju Aðgangur ókeypis og öllum frjáls. Fossvogskirkjugarður, Hólavallagarður, Kópavogskirkjugarður og Gufuneskirkjugarður opnir. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar til sölu við Fossvogskirkju. 14:00 Óskar Guðjónsson og Ómar Guðjónsson leika á saxófón og gítar. Hugvekja: Droplaug Pálsdóttir forstöðukona 14.30 Sólveig Samúelsdóttir syngur Undirleikari: Lenka Mátéova Hugvekja: Sr. Hans Markús Hafsteinsson 15.00 Ólöf Arnalds syngur við eigin undirleik Hugvekja: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir 15.30 Voces Masculorum Stjórnandi: Kári Þormar Tónlistardagskrá við kertaljós í Fossvogskirkju allra heilagra messu, sunnudaginn 1. nóv. 2009

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.