Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 304. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 10°C | Kaldast 6°C  SV 8-15 m/s, skúrir fyrir hádegi. Lygnir síðdegis, léttskýjað á A-landi, stöku skúrir annars staðar. »10 Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 124,01 205,02 115,96 24,722 22,015 17,737 121,94 1,3633 197,35 184,03 Gengisskráning 30. október 2009 124,31 205,52 116,3 24,794 22,08 17,789 122,28 1,3673 197,94 184,54 237,0451 MiðKaup Sala 124,61 206,02 116,64 24,866 22,145 17,841 122,62 1,3713 198,53 185,05 FÓLK Í FRÉTTUM» KVIKMYNDIR» Brim er komin á klippi- borðið hjá Valdísi. »50 Anna Jóa fer fögrum orðum um sýningu Unnars Arnar í Gall- eríi Ágúst, á ljós- myndum Sigurðar Guttormssonar. »47 MYNDLIST» Sýning til sóma FÓLK» Dennis Hopper greindist með krabbamein. »51 FÓLK» Jolie og Pitt eru gjaf- mildar stjörnur. »55 Arnar Eggert Thor- oddsen kryfur Radio- head og kemst að þeirri niðurstöðu að Kid A sé besta plata sveitarinnar. »52 Kid A mesta afrekið AF LISTUM» Menning 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Gunnar Flóvenz látinn 2. „Hneyksli á Íslandi“ 3. Óhætt að bólusetja með Pandemrix 4. Hamingjusamir í 66,4 ár  Íslenska krónan veiktist um 0,2%  Sverrir Storm- sker gefur út nýja plötu í næstu viku. Platan átti upp- runalega að koma út um miðjan októ- ber en útgáfudag- urinn var færður til, m.a. vegna tafa í framleiðslu. Þýskur framleiðandi neitaði að af- greiða plötuna sökum þess að um- slagið þótti of ósiðlegt og þurfti dreifingaraðilinn, Kimi Records, því að leita uppi annan slíkan sem væri með siðferðiskenndina skör lægra. Hann fannst og platan kemur út í allri sinni dýrð næsta miðvikudag. TÓNLIST Ný plata Stormskers of dónaleg fyrir Þýskaland  Þórður Jón Jóhannesson, 14 ára fótboltamaður úr Haukum, vakti athygli útsendara hollenska fót- boltaliðsins Ajax í fótboltaskóla Kristjáns Bernburgs í Belgíu sl. sumar. Þórður heldur utan til Hol- lands á morgun, sunnudag, og verður hann við æfingar hjá liðinu í vikutíma. Kristján segir að það sé mikil viðurkenning fyrir Þórð að fá þetta boð frá Ajax sem er eitt sigursælasta félag Hollands frá upphafi. FÓTBOLTI Fjórtán ára Haukastrákur fær tækifæri hjá Ajax  Hljómsveitin sí- vinsæla Þursa- flokkurinn, með Egil Ólafsson í fararbroddi, ætlar að slá botninn í vel heppnaða endur- komu sína með tónleikum á Nasa laugardaginn 14. nóvember. Hljóm- sveitin kom saman í byrjun síðasta árs, eftir áratuga hlé. Ekki er frek- ara tónleikahald fyrirhugað hjá Þursunum svo það er allt eins lík- legt að hér sé á ferðinni síðasta tækifæri til að skella sér á tónleika með þeim. TÓNLIST Síðasta tækifæri til að sjá Þursaflokkinn? ÞRÍR hjólreiðakappar, þeir Árni Davíðsson, Árni Vigfússon og Morten Lange, stóðu í gærdag fyrir uppákomu á Lækjartorgi í þeim tilgangi að vekja athygli á hjólreiðum og að þær teljist full- gildur samgöngumáti. „Enn vantar talsvert upp á að hjólreiðar njóti fullrar viðurkenningar sem samgöngumáti þótt vissulega hafi þokast í átt- ina,“ segir Árni. Félagarnir sem hittust á Lækj- artorgi í gær eru allir félagar í óformlegum hópi sem kemur saman síðasta föstudag í hverjum mánuði og hjólar saman – þangað sem vindurinn blæs mönnum og hugurinn ber þá. Lyftu hjólhestum sínum á Lækjartorgi Vilja að hjólreiðar njóti viðurkenningar Morgunblaðið/Kristinn Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson heldur tónleika með sænska klarin- ettuleikaranum Martin Fröst, sem hann telur einn fremsta hljóðfæraleik- ara Evrópu. „Það gerist bara allt af sjálfu sér, hann skapar töfra og lyftir öllu sem hann gerir upp á æðra plan,“ segir Víkingur um Fröst. Hann sé afar spenntur fyrir tónleikunum sem haldnir verða kl. 17 í dag í Salnum. | 46 „Lyftir öllu upp á æðra plan“ Víkingur Heiðar NOKKRIR Íslendingar virðast deila með sér titlinum þyngsti hvítvoð- ungurinn. Eftir að viðtal birtist í Morgunblaðinu við Kristínu Guð- laugsdóttur sem var 26 merkur við fæðingu árið 1962, og var talin hafa slegið öll þyngdarmet, hafa nokkrir gefið sig fram. Þar á meðal er Ak- ureyringurinn Stefán Hallsson sem var ekki bara þungur heldur einnig langur – 26 merkur og 65 cm. | 4 Nokkrir deila með sér þyngdarmeti Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Óvenjuleg fjölgun hef- ur verið í Höfðaskóla á undanförnum dögum. Ekki er þó um að ræða fjölgun nemenda eða í starfsliði skólans held- ur hafa fimm hænuungar séð dagsins ljós í stofunni hjá 10. bekk. Svo heppi- lega vill til að einn drengur í bekknum býr á bænum Hofi í grennd við Skaga- strönd. Á Hofi er til útungunarvél sem góðviljaðir foreldrar drengsins lánuðu 10. bekkingum ásamt nokkrum ný- orpnum hænueggjum. Biðu nemend- urnir óþreyjufullir í 20 daga þar til fyrsti goggurinn sást brjóta gat á skurn og skömmu síðar birtist fyrsti unginn af fimm sem úr eggjunum komu. Ungarnir, sem eru af íslenska hænsnastofninum og því marglitir, hafa vakið mikla athygli annarra nem- enda skólans sem koma oft í heimsókn í bekkinn til að fá að kíkja á ungana og halda á þeim. Hafa fósturforeldrar unganna, 10. bekkingarnir, vakandi auga með að allt fari fram eftir settum reglum og vernda ungana sína fyrir öllu poti og hrekkjum. Fyrstu tvo dagana eftir að ungarnir komu úr eggjunum var ekki laust við að tístið í þeim truflaði 10. bekkingana en eftir það hafa þeir haldið einbeit- ingu sinni við námið þrátt fyrir þessi nýju hljóð í skólanum. Núverandi heimili unganna er inni í stofunni hjá 10. bekk í fiskikassa með sinu og hefil- spónum í botninum og hangandi ljósaperu yfir til að halda góðum hita á ungunum. Ekki er samt ætlunin að koma upp hænsnabúi í skólanum, þó að sú hug- mynd hafi vissulega verið rædd í 10. bekk, heldur verður ungunum skilað heim að Hofi eftir tvær til þrjár vikur. Fjölgun í Höfðaskóla Nemendurnir í tíunda bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd eru með fimm hænuunga í fiskikassa í kennslustofunni hjá sér Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Ungar Krökkunum í 10. bekk þykir vænt um ungana sína og passa þá vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.