Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 6. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 300. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is DAGLEGT LÍF 96 ára GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR . GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R. Eftir Þórð Gunnarsson og Örn Arnarson thg@mbl.is, ornarnar@mbl.is Á KRÖFUHAFAFUNDI Glitnis í gær var greint frá því að skuldabréf upp á samtals 752 milljónir evra, eða sem nemur 139 milljörðum króna, hefðu ekki verið bókfærð á skuldahlið bankans þegar hann hrundi í fyrra. Tilkynn- ingin kom kröfuhöfum bankans í opna skjöldu. Fram kom á fundinum að bréfin hefðu verið gefin út í tengslum við endurhverf viðskipti og ekki seld á markaði. Skuldabréfin hafa þá væntanlega verið lögð fram sem veð gegn að- gangi að lausafé. Á fundinum neitaði Árni Tómasson, formaður skilanefndar bankans, að svara spurningum um það hvort um væri að ræða forgangskröfu eða almenna kröfu, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Hvers eðlis krafan er getur haft mikil áhrif á endurheimtur á eignum þrotabús Glitnis. Líkur á að endurheimtur hafi verið ofmetnar Í samanburði við Landsbankann og Kaup- þing er hlutfall forgangskrafna í þrotabú Glitn- is tiltölulega lágt. Innlán eru helstu forgangs- kröfurnar og þar sem Glitnir fjármagnaði sig aðeins að litlu leyti með erlendum innlánum og íslensk innlán færðust inn í Íslandsbanka flokk- ast meginþorri krafna á þrotabúið undir al- mennar kröfur. Séu þessir 139 milljarðar for- gangskröfur er ljóst að þær muni hafa meiriháttar áhrif á uppgjör þrotabúsins. Viðskipti með skuldabréf Glitnis að undan- förnu endurspegla væntingar fjárfesta um 20% heimtur á eignum þrotabúsins. Þessi nýja krafa mun hækka upphæð krafna í þrotabúið en væntanlega hafa lítil áhrif á eignir. Þar af leið- andi má leiða líkur að því að þeir sem hafa fjár- fest í skuldabréfum bankans hafi ofmetið end- urheimtur. Ný 139 milljarða krafa  Skuldabréf upp á 139 milljarða voru ekki færð sem skuld í bókhaldi Glitnis  Gætu haft veruleg áhrif á hversu mikið kröfuhafar endurheimta úr þrotabúinu HJÁLPARSTOFNANIR eru nú óð- um að búa sig undir jólin, en gert er ráð fyrir gríðarlegri fjölgun hjálparbeiðna miðað við þróun síð- ustu mánaða. Sem dæmi reiknar Fjölskylduhjálp með því að aðstoða um 1.000-1.200 fjölskyldur með jólamatinn í ár, sem er tvöfalt meira en í fyrra þegar 500-600 fjöl- skyldur fengu jólaúthlutun. Svip- aða sögu segja Hjálparstarf kirkj- unnar og Mæðrastyrksnefnd. Búast má við því að ástandið fari enn versnandi miðað við spá Seðlabank- ans í gær um að kaupmáttur skerð- ist um 16% á næsta ári, mun meira en áður var spáð. Hjálparstofnanir reiða sig mikið á velviljuð fyr- irtæki, einstaklinga og áhafnir skipa fyrir jólin. Án stuðnings þeirra væri ekki unnt að koma til móts við ástandið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Matargjöf Sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar undirbjuggu í gær matarpakka. Atvinnuleysi og skuldir eru meðal ástæðna þess að fólk sækir aðstoð. Aldrei hafa fleiri þurft hjálp  Þörfin aldrei verið meiri | 6 RAGNA Árnadóttir dóms- málaráðherra leggur til að héraðs- dómurum verði fjölgað um fimm og aðstoð- armönnum hér- aðsdómara fjölgi jafn- mikið. Kostn- aður vegna dómaranna og aðstoðarmann- anna er metinn 90 milljónir. Ragna leggur einnig til að fjár- framlög til Hæstaréttar verði aukin um 16 milljónir. Þessum kostnaði verði mætt með hækkun dóms- málagjalds. Á miðvikudag ákvað Hæstiréttur að fella úr gildi gæslu- varðhald yfir dæmdum nauðgara þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði ekki skilað gögnum í tæka tíð. Ragna segir að í ljósi orða dóm- stjórans í Reykjavík óttist hún að fleiri slík mál komi upp. | 22 Héraðsdóm- urum fjölgað um fimm AÐ MINNSTA kosti tólf manns létu lífið og 31 særðist í skotárás í Fort Hood herstöðinni í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöld. Einn árásarmaður var skotinn til bana og tveir meintir samverkamenn hans voru handteknir, að sögn BBC. Þeir eru allir bandarískir hermenn. Barack Obama, Bandaríkja- forseti, tjáði sig um árásina í gær- kvöld og sagði, að um væri að ræða hræðilegt ofbeldisverk. Tólf manns lét- ust í skotárás Einföld ráð til að hvítta tennur, fleiri tískubloggarar, í heimi Skúla er klofbragð gott orð, og sokkabuxur þokkafullra kvenna. LÖGMANNSSTOFAN Logos sem sér um uppgjör á þrotabúi Baugs, sem var lýstur gjaldþrota í mars, sá um tiltekna þjónustu í Bretlandi fyrir félag á vegum Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar í september sl. Stjórn Logos segir þetta hafa verið mistök en tekur fram að hún telji ekki að um hagsmunaárekstur hafi verið að ræða. Starfsmenn Logos í Reykja- vík hafi ekki áttað sig á hverjir eig- endur félagsins í Bretlandi eru. | 2 Logos vann fyrir Jón Ásgeir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.