Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„MIÐAÐ við þá fjölgun nýskráðra
sem leitað hafa til okkar á árinu
gerum við ráð fyrir að um 3.500
fjölskyldur muni leita til okkar eft-
ir mataraðstoð fyrir þessi jól, en í
fyrra fór fjöldinn í um 2.700 fjöl-
skyldur,“ segir Vilborg Oddsdóttir,
félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar sem hefur yfirumsjón
með innanlandsaðstoðinni.
Líkt og fyrir síðustu jól hyggst
Hjálparstarf kirkjunnar standa að
matarúthlutun fyrir jólin með
stuðningi Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Íslands og í samvinnu
við Mæðrastyrksnefnd Reykjavík-
ur. Að sögn Vilborgar hefst úthlut-
unin sennilega um miðjan desem-
ber og fer hún fram í húsnæði við
Norðlingabraut. Þessu til viðbótar
hyggst Hjálparstarf kirkjunnar
vinna með Hafnarfjarðardeild og
Kópavogsdeild RKÍ sem og
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og
Hafnarfjarðar að úthlutun í fyrr-
nefndum sveitarfélögum.
Nýverið bárust fréttir af því að
stjórn Pokasjóðs hygðist annað ár-
ið í röð styrkja Mæðrastyrksnefnd
og Hjálparstarf kirkjunnar um í
kringum 50 milljónir króna til mat-
argjafa fyrir jólin. Hjálparstofn-
anirnar eru að stærstum hluta háð-
ar velvilja jafnt fyrirtækja sem
einstaklinga um stuðning við starf
sitt. „Sem betur fer eru margar
heildsölur, fyrirtæki, áhafnir skipa
og einstaklingar sem styrkja okkur
sérstaklega um jólin. Annars væri
þetta ekki hægt,“ segir Vilborg.
Atvinnuleysi, skuldir
og lág laun oftast nefnt
Eins og sjá má í meðfylgjandi
grafi leituðu 735 fjölskyldur til
Hjálparstarfs kirkjunnar eftir
mataraðstoð í september sl. Til
samanburðar má geta þess að árið
2008 voru fjölskyldurnar 206 en ár-
ið 2007 voru þær 152 í sama mán-
uði. Í hópi þeirra sem leituðu til
Hjálparstarfsins á tímabilinu frá
júlí til september sl. sögðust 35%
þurfa aðstoð vegna lágra launa,
27% nefndu skuldir, 23% atvinnu-
leysi, 8% veikindi og 7% háa húsa-
leigu.
Að sögn Vilborgar hefur fjöldi
þeirra sem leita sér aðstoðar hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar aukist
jafnt og þétt síðan 2007, þó þörfin
fyrir aðstoð toppi ávallt fyrir jólin
og í kringum páska ár hvert. Einn-
ig hefur nýskráning styrkþega
aukist töluvert milli ára. Þannig
voru nýskráningar á tímabilinu frá
júlí til september árið 2007 alls 16,
á sama tíma árið 2008 voru þær 28
en í ár alls 247.
Vilborg segir áberandi hversu
mjög yngra fólki, þ.e. fólki undir
fertugu, fjölgi í hópi þeirra sem
þurfa á aðstoð að halda, en hjá
Hjálparstarfinu á Háaleitisbraut
66 er hægt að fá margvíslega að-
stoð s.s. matargjafir, föt, aðstoð
með kostnað vegna skólabóka,
lyfja- og lækniskostnað. Helm-
ingur þeirra sem leituðu eftir að-
stoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á
tímabilinu frá júlí til september á
þessu ári var 39 ára og yngri. Sé
hins vegar aðeins horft til þeirra
sem leituðu sér aðstoðar í fyrsta
skiptið á tímabilinu frá júlí til sept-
ember reyndust 65% þeirra yngri
en 39 ára. Í hópi nýskráðra á tíma-
bilinu frá júlí til september sögðu
44% atvinnuleysi ástæðu þess að
þeir þyrftu að leita sér aðstoðar,
23% nefndu skuldir og 22% lág
laun.
Stærri fjölskyldur eiga erfitt
„Það er langt síðan við urðum
vör við aukningu á þörf eftir að-
stoð,“ segir Ragnhildur G. Guð-
mundsdóttir, formaður Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur, og
bendir á að þróunin hafi verið á þá
leið allt frá árinu 2007. Að sögn
Ragnheiðar leituðu 480 ein-
staklingar eftir matargjöfum frá
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í
lok síðasta mánaðar, en nefndin
stendur fyrir úthlutun matar á
hverjum einasta miðvikudegi allan
ársins hring í Hátúni 12. Ragnhild-
ur tekur undir það með Vilborgu
að mikið hafi fjölgað í hópi þeirra
sem yngri eru, þannig séu ungling-
ar allt niður í 14-16 ára að leita eft-
ir aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkurborgar. Aðrir þeir sem
þurfa á matargjöfum að halda eru
eldri borgarar, öryrkjar, útlend-
ingar og einstæðingar. „Það er
greinilegt að stærri fjölskyldur og
einstæðir foreldrar eiga mjög erfitt
nú um stundir,“ segir Ragnhildur.
Að mati allra viðmælenda Morg-
unblaðsins munu margir eiga erfitt
með að gefa jólagjafir í ár. Að
vanda verður jólagjöfum safnað frá
almenningi undir jólatrjám í
Kringlunni og Smáralindinni.
Þörfin aldrei verið meiri
Hjálparstofnanir búa sig undir mikla fjölgun hjálparbeiðna fyrir jólin
Sífellt fleiri ungar fjölskyldur ná ekki endum saman og þurfa mataraðstoð
ÍSLENSK kona, Linda Björk Magn-
úsdóttir, var í gær handtekin af lög-
reglunni í Plattsburgh í New York-
ríki í Bandaríkjunum, en Linda
hafði verið eftirlýst í tæpan sólar-
hring og mikil leit gerð að henni.
Linda Björk, sem er 42 ára göm-
ul, flúði úr gæsluvarðhaldi á mið-
vikudag en hún var upphaflega
handtekin af bandarískum alríkis-
lögreglumönnum sem ólöglegur
innflytjandi þegar hún kom inn í
landið frá Kanada, þar sem hún
hefur verið búsett síðustu mánuði.
Að sögn föður hennar, Magnúsar
Þórs Sigmundssonar, á Linda Björk
kærasta í Bandaríkjunum og taldi
hann líklegt að óþolinmæði hefði
valdið því að hún reyndi að komast
yfir landamærin.
Utanríkisráðuneytið, í samstarfi
við sendiráð Íslands í Washington,
vinnur að því að afla nánari upplýs-
inga frá lögreglu í New York-ríki
en þær höfðu ekki fengist í gær-
kvöldi. Hins vegar er ljóst að Linda
Björk er ekki grunuð um alvarleg
afbrot og var ekki talin hættuleg af
lögreglu þótt hún hafi gerst sek um
lögbrot.
Íslensk kona í
haldi í BNA
NEYÐARSENDAR sem rjúpna-
skyttur myndu bera á sér sem örygg-
isbúnað eru framtíðin, að sögn Sig-
mars B. Haukssonar formanns
Skotveiðifélags Íslands. Í Morgun-
blaðinu í gær nefndi Ólafur Helgi
Kjartansson sýslumaður á Selfossi að
hann vildi að fólk sem gengi til rjúpa
væri í endurskinsvestum í skærum
litum enda gæti slíkt auðveldað björg-
unarsveitarmönnum leit og aðgerðir,
ef vá bæri að höndum.
Sigmar telur hins vegar eðlilegra
að skoða aðrar leiðir svo sem neyðar-
senda enda fáist þeir sífellt nettari og
ódýrari. „Þegar menn lenda í villum á
fjöllum eða veikjast skyndilega gætu
þeir dregið út lítinn pinna í sendinum,
sem sendir þá út hljóðmerki í nokkra
sólarhringa svo hægt er að staðsetja
nákvæmlega og
það auðveldar
björgunarsveitum
að bregðast við,“
segir Sigmar.
Hann bendir
einnig á að æ fleiri
rjúpnaskyttur
noti GPS tæki og
sífellt fleiri staðir
á hálendinu þar
sem veiðimenn
fara um séu í geisla GSM-kerfisins og
það auki öryggi. Þá verði að hafa í
huga að á haustin fari oft um 3.000
manns í rjúpu um hverja helgi og það
hve sjaldan bregði út af sanni, að
rjúpnaskyttur fari með gát og beri
virðingu fyrir duttlungum náttúrunn-
ar. sbs@mbl.is
Skyttur beri neyð-
arsenda og gemsa
3.000 manns ganga til rjúpna um hverja helgi
Sigmar B.
Hauksson
„Fyrir síðustu jól fengu á bilinu 500-600 fjölskyldur
sérstaka jólaúthlutun hjá okkur, en miðað við
ásóknina í aðstoðina það sem af er þessu ári þá
gerum við ráð fyrir að þurfa að aðstoða 1.000-1.200
fjölskyldur með jólamatinn í ár,“ segir Ásgerður
Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Ís-
lands, og tekur fram að alls séu um 2.000 fjöl-
skyldur á skrá hjá Fjölskylduhjálpinni. „Fólk kemur
ekki til okkar nema í algjörri neyð,“ segir Ásgerður.
Að sögn Ásgerðar leita að jafnaði um 350 fjöl-
skyldur til Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð á hverj-
um miðvikudegi þegar mat er úthlutað. Fyrsta jólaúthlutun Fjöl-
skylduhjálparinnar verður miðvikudaginn 2. desember, en síðan
verður úthlutað miðvikudagana 9. og 16. desember sem og mánudag-
inn 21. desember. Spurð hvort hún sjái mun á hópi þess fólks sem leiti
sér aðstoðar segir Ásgerður áberandi hversu mjög hafi fjölgað í hópi
þeirra sem eru yngri en þrítugir. Þar sé bæði um að ræða ungt fólk
sem nýbyrjað sé að búa, einstæðinga og einstæðar mæður. Einnig sé
mjög mikið um að þeir sem séu atvinnulausir leiti sér aðstoðar.
Reikna með tvöfalt fleiri fjölskyldum í ár
Fjölskylduhjálpin
Mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar
14 5
4 1 0
Vestfirðir
7 3 1
Vesturland
16
9 3
3
20
Suðurnes
12
65
29
0
27
1
Höfuðborgar-
svæðið
7 10
Norðurland
vestra
77
17 11
Suðurland
Austurland
74
19 14
Norðurland
eystra
Úthlutanir frá júlí til september
milli starfsára eftir landshlutum
júl.-sept. 2009
júl.-sept. 2008
júl.-sept. 2007
Þróun aðstoðar milli starfsára Ástæða fyrir úthlutun
júl.-sept. 2009
Hlutfall aldurshópa sem fá afgreitt
í fyrsta skipti júl.-sept. 2009
Skipting styrkþega eftir kyni og aldri júl-sept 2009
350
300
250
200
150
100
50
0
0-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89
Konur
Karlar
Júlí ‘07 Sept. ‘09 Jól ‘09
(áætlun)
3000
2500
2000
1500
1000
500
0
35
0
0
1594
2728
239
892Jól 2007
Jól 2008
Páskar
Páskar
0-19 ára 4%
20-29 ára 36%
30-39 ára 25%
40-49 ára 17%
50-59 ára 13%
60-69 ára 2%
70-79 ára 3%
Lág laun 35%
Skuldir 27%
Veikindi 8%
Há húsaleiga 7%
Atvinnuleysi 23%
27%
35%
23%
7%
8%
25%
36%
17% 13% 2%
3%
4%
0
STEINGRÍMUR
J. Sigfússon,
formaður VG,
segir að frum-
varpið um per-
sónukjör hafi
verið sent til
stjórnmálaflokk-
anna til um-
sagnar í sumar.
Stjórn VG telji
að breyta þurfi
frumvarpinu og tryggja ákveðinn
kynjakvóta.
„Við í stjórn VG unnum vand-
aða og gagnrýna umsögn um
frumvarpið. Gagnrýnin beinist að
ákveðnum þáttum. Við viljum sér-
staklega tryggja kynjajafnrétt-
issjónarmið, en það er ekki gert í
núverandi mynd frumvarpsins,“
sagði Steingrímur í samtali við
Morgunblaðið.
Steingrímur sagði að þetta
sjónarmið stjórnar VG hefði al-
veg legið fyrir og því hefði verið
komið á framfæri, bæði í þing-
flokki VG og í ríkisstjórninni.
„Við höfðum fyrirvara á stuðn-
ingi við málið í óbreyttri mynd
sinni, en við féllumst á að það
væri lagt fram á Alþingi,“ sagði
Steingrímur.
Steingrímur sagðist telja að
frumvarpið myndi taka breyt-
ingum í meðförum þingsins og
það yrði lagfært.
agnes@mbl.is
Viljum tryggja
kynjakvóta
Steingrímur J.
Sigfússon
„FJARVERAN á sér eðlilegar skýr-
ingar,“ segir Dagur B. Eggertsson,
fulltrúi Samfylkingar í stjórn Faxa-
flóahafna. Hann hefur fyrir hönd
flokks síns setið fimm af ellefu fund-
um í hafnarstjórn frá áramótum,
samkvæmt því sem fulltrúi Fram-
sóknarflokks í stjórn greinir frá, og
hefur því fengið 160 þúsund krónur
fyrir hvern stjórnarfund sem hann
hefur setið fyrir hönd síns flokks á
þessu ári.
Upplýsingarnar koma í kjölfar
þess að fulltrúar minnihluta í borg-
arstjórn spurðust fyrir um mætingar
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,
formanns Framsóknarflokks í skipu-
lagsráði borgarinnar, en hann hefur
„lítið sést á fundum“ eins og minni-
hlutinn sagði. Greiddar eru 80.112
kr. á mánuði fyrir
setu í stjórn
Faxaflóahafna.
Björk Vilhelms-
dóttir, varamaður
Dags, hefur setið
sex fundi í hans
fjarveru.
Viðbótarkostn-
aður Faxaflóa-
hafna fyrir að
kalla inn vara-
mann er 10.140 kr. á fund.
Dagur hefur á þessu kjörtímabili
setið tvívegis í stjórn Faxaflóahafna.
Fyrra skiptið var 2006 til 2007 og þá
segist borgarfulltrúinn hafa mætt á
alla fundi nema ef vera skyldi einn
þegar farið var í „siglingu um sundin
blá“ eins Dagur kemst að orði.
Í lok ágúst 2008 tók Dagur aftur
sæti í stjórn Faxaflóahafna. „Það
hefur ekki verið leyndarmál að ég
kallaði inn varamann í stjórnina í að-
draganda síðustu alþingiskosninga,“
segir Dagur sem kveðst þar hafa
haft ýmsum skyldum að gegna sem
varaformaður flokks síns. Í ágúst sl.
hafi hann svo þurft að afboða sig með
skömmum fyrirvara þegar honum og
eiginkonu hans fæddist sonur. Dag-
ur hefur nú sagt sig úr stjórninni.
„Pólitíkin er komin á undarlegar
brautir þegar fara þarf að tilgreina
svo persónulegar, alkunnar og eðli-
legar skýringar á fjarveru á einstaka
fundum af því Framsóknarflokkur-
inn telur sig eiga harma að hefna í
umræðu,“ segir Dagur.
sbs@mbl.is
Fjarveran er eðlileg
Dagur hafnar ásökunum um slaka mætingu á fundi Faxa-
flóahafna Segir sig úr stjórn Annríkt hjá varaformanni
Dagur B.
Eggertsson