Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 14
Tímabundar ráðningar ráðuneyta Forsætisráðuneytið Tvær stöður. Hvorug auglýst. Dóms- og mannréttindaráðuneytið Fimm stöður og engin auglýst. Félags- og tryggingamálaráðuneytið Sex stöður og engin auglýst. Fjármálaráðuneytið Sex stöður og engin auglýst. Heilbrigðisráðuneytið Engar tímabundnar ráðningar. Utanríkisráðuneytið Níu stöður, þar af fimm stöður starfs- nema. Ekki auglýst vegna tveggja starfa. Samgöngu- og sveitastjórnar- ráðuneytið Tvær stöður og hvorug auglýst. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið Ein staða sem ekki var auglýst. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið Ráðið var í eina stöðu og hún ekki auglýst. Iðnaðarráðuneytið Tvær stöður og aðeins önnur auglýst. Umhverfisráðuneytið Engar tímabundnar ráðningar. Mennta- og menningamála- ráðuneytið Fjórar stöður og engin auglýst. FRÉTTASKÝRING Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ALLS gegna nú 38 manns tíma- bundnum störfum hjá ráðuneytunum og var ráðið í 30 þessara starfa án auglýsingar, samkvæmt svari for- sætisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Fram- sóknarflokksins, en nokkur starfanna fólu í sér flutning starfsmanna milli ráðuneyta. Séu stöður aðstoð- armanna ráðherra hafðar inni í út- reikningunum má þó segja að ekki hafi verið auglýst vegna 42 starfa á vegum stjórnarráðsins. Löng hefð er hins vegar fyrir því hér heima sem víða á Vesturlöndum að pólitísk staða aðstoðarmannsins sé ekki auglýst. Heilbrigðis- og umhverfisráðu- neyti eru einu ráðuneytin sem ekki hafa gripið til tímabundinna ráðninga sl. ár. Lögfræðingar í meirihluta Lögfræðingar eru án efa fjölmenn- asta starfsstéttin sem gegnir tíma- bundnum störfum hjá ráðuneyt- sætisráðuneytisins, og Kristrúnu Heimisdóttur hjá félagsmálaráðu- neytinu, sem var aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Elías Jón Guðjónsson, upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðuneytisins, er þá fyrrverandi varaformaður ungliða- hreyfingar vinstri grænna og loks var Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrr- verandi alþingismaður Frjálslynda flokksins ráðgjafi til þriggja mánaða hjá sjávarútvegsráðuneytinu vegna breytinga á lögum um fisk- veiðistjórnun. Ekki þarf að auglýsa tímabundin störf. En ráðningar án auglýsinga innan stjórnarráðsins sæta engu að síður reglulega gagnrýni og t.a.m. sá miðstjórn Bandalags háskólamanna árið 2007 ástæðu til að vara við því að auglýsingaskylda starfa innan Stjórnarráðsins yrði afnumin. Fylgi reglum um auglýsingar Í sumum tilfellum er raunar ekki auglýst vegna starfa sem ekki eru endilega tímabundin, eða tímabilið lengra en svo að lög um tímabundna ráðningu ættu að gilda. Slíkt dæmi kom t.d. upp 2003 er settir ráðuneytisstjórar voru við stjórnvölinn í stað skipaðra í fjórum ráðuneytum og var tímatakmörk- unum þá ekki alltaf fylgt eftir. Skemmst er einnig að minnast þess er umboðsmaður Alþingis álykt- aði í janúar sl. að Geir H. Haarde, þá- verandi forsætisráðherra, hefði verið skylt að auglýsa embætti skrif- stofustjóra nýrrar efnahags- og al- þjóðafjármálaskrifstofu hjá ráðu- neytinu sl. haust. En í áliti sínu hvatti umboðsmaður stjórnvöld til að fylgja reglum um auglýsingar á lausum stöðum hjá ríkinu og ekki hvað síst í núverandi efnahags- og atvinnu- ástandi, er breytingar hafi orðið á at- vinnuhögum fjölmargra landsmanna. Lögfræðingar í meirihluta  Heilbrigðis- og umhverfisráðuneyti einu ráðuneytin sem ekki gripu til tímabundinna ráðninga  Ráðningar í stöður án auglýsinga innan stjórnarráðsins sæta reglulega gagnrýni Lögfræðingar eru fjölmennasta starfsstéttin sem gegnir tíma- bundnum störfum hjá ráðuneyt- unum, sem fæst voru auglýst. unum, en sl. ár hafa þar starfað tíu lögfræðingar og þrír laganemar. Tveir gegna þá tímabundið starfi upplýsingafulltrúa, þó að annar sé titlaður sérfræðingur en það víð- feðma heiti nær, ásamt ráðgjafa og verkefnisstjóra yfir stóran hluta hinna tímabundnu starfa. Þó að stærstur hluti þessara starfsmanna sé efalítið ráðinn án pólitískrar tengingar má finna í hópnum tvo fyrrverandi aðstoð- armenn ráðherra, þá Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoð- armann Össurar Skarphéðinssonar og núverandi upplýsingafulltrúa for- VERÐI störf á vegum stjórnar- ráðsins, sem áður voru tíma- bundin, gerð varanleg, er ekki sjálfgefið að sá sem starfinu sinnir gegni stöðunni áfram. Þetta segir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. „Í þeim tilfellum sem við höfum komið að er þetta alls ekki sjálfgefið og viðkomandi fær ekki alltaf starfið,“ segir hún. „Það fer eftir því hvernig hann hefur staðið sig, en vissulega ætti hann að standa vel að vígi hafi hann verið ráðinn á réttum forsendum og búi hann yfir réttri hæfni og kunnáttu.“ Framhaldsráðning ekki sjálfgefin Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ELÍAS Pétursson jarðvinnuverktaki kallar eftir breyttum reglum um út- boð. Vill hann að verkkaupar setji samræmdar reglur um það hvaða skilyrði verktakar þurfi að uppfylla um fjárhagslega stöðu og gæði, til að fá að bjóða í verk af tiltekinni stærð. Það losi verkkaupendur við þann höf- uðverk að hafna lágu tilboði fyrir- tækis sem þó er vitað að muni eiga í erfiðleikum með að ljúka verkinu. Eins og fram hefur komið eru mörg verktakafyrirtæki í erfiðleikum vegna lítilla verkefna og lágra tilboða í verk. Vegagerðin og stór sveitar- félög hafa slegið af kröfum. Lægsta verði er ævinlega tekið, ef viðkom- andi getur lagt fram verkábyrgð. „Til skamms tíma gerðum við þá kröfu að bjóðendur hefðu jákvæða eiginfjár- stöðu. Við höfum horfið frá því,“ segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvega- málastjóri. Hann segir að ýmis dæmi séu um að lægsta tilboði hafi ekki ver- ið tekið. „En ef tilboðin eru í sam- ræmi við útboðsgögn og bjóðandi get- ur lagt fram tilskildar verkábyrgðir, þá verðum við að taka lægsta tilboði,“ segir Gunnar. Árni Guðmundsson, forstöðumað- ur mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðar- ins, tekur undir það að ýmsar sið- ferðilegar spurningar geti vaknað við val á verktökum. Verkkaupendur hafi varpað fyrir róða kröfum um reynslu, þekkingu og gæðakerfi, og líti ein- göngu til lægsta verðs, að því tilskildu að viðkomandi geti aflað sér trygg- ingar til að standa undir kostnaði ef hann nær ekki að ljúka verkinu. Hverjir fá tryggingu? Bankar og tryggingafélög hafa veitt verkábyrgðir og verður sífellt erfiðara fyrir verktaka að fá slíkar tryggingar, að því er fram kemur í samtölum við verktaka. Aðstaða verktaka getur verið misjöfn til þess og ekki víst að raunveruleg fjárhags- staða ráði alltaf úrslitum. Þannig er bent á að banki sem á miklar kröfur á verktaka vilji ef til vill fleyta honum áfram, með því að hjálpa honum að fá verk, í von um að eitthvað náist upp í skuldirnar, í stað þess að horfast í augu við tapaðar kröfur. Kallað eftir nýjum reglum Verkábyrgð ræður úrslitum við útboð Morgunblaðið/RAX 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 • Ráðgjöf • Mystery Shopper • TECHOTEL www.betterbusiness.is info@betterbusiness.isVM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is DagSkRá Vilhjálmur Bjarnason ræðir hrunið, reglurnar og framtíð okkar Íslendinga Málefni VM Önnur mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.