Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það hlýtur aðkoma þeim áóvart, sem skipaðir hafa verið í sérstaka nefnd ríkisstjórnarinnar um endurskoðun á stjórnkerfi fisk- veiða, að fregna nú að fram hafi verið lagt stjórnarfrumvarp um víðtækar breytingar á stjórn fiskveiða. Frumvarpið er ekki lagt fram til að taka á brýnum vanda sem þolir enga bið. Tilgangurinn með frum- varpinu er einfaldlega að breyta stefnunni í sjáv- arútvegsmálum á sama tíma og nefnd á að vera að störfum til þess einmitt að fjalla um hugs- anlegar breytingar á þessari stefnu. Skipun þeirrar nefndar virðist því lítið annað en sýnd- armennska. Jafn slæm og slík sýnd- armennska er þegar ríkisstjórn á í hlut er efni frumvarpsins enn verra. Verði það að lögum mun það draga verulega úr hagkvæmni í sjávarútvegi hér á landi, einmitt þegar mest ríður á að efla atvinnulífið og treysta helstu undirstöðurnar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að dregið verði úr heimild til að flytja aflamark á milli fiskveiðiára úr 33% í 15%, sem minnkar sveigjanleika í kerfinu og gerir útgerðinni erfiðara fyrir að auka hagræði í rekstri. Í frumvarpinu er meira að segja bráðabirgðaákvæði sem lækkar hlutfallið fyrir yfirstandandi fiskveiðiár niður í 10%, sem er væg- ast sagt óvenjuleg aðgerð eftir að fiskveiðiár er hafið. Annað sem draga mun úr hagkvæmni í greininni er ákvæði um heimild til að ráðherra megi taka ákvörðun um vinnsluskyldu á uppsjávarfiski. Sú hugsun að ráðherra sé betur til þess fall- inn að taka ákvörðun um bestu nýtingu aflans en útgerðirnar sjálfar lýsir í senn oftrú á getu stjórnvalda og mikilli vantrú á þekkingu fyrirtækja á eigin rekstri. Þetta eru aðeins tvö sýn- ishorn af fjölda atriða í frum- varpinu sem draga munu úr hagkvæmni í sjávarútvegi og auka um leið pólitísk afskipti af greininni. Á síðustu árum og áratugum hefur tekist að draga úr póli- tískum afskiptum af sjávar- útvegi og auka áherslu á heil- brigðan rekstur og hagkvæmnissjónarmið. Þess vegna er íslenskur sjávar- útvegur til fyrirmyndar á heimsvísu og góð rekstrarstaða hans er ein helsta von Íslands um að komast sem hraðast og best út úr kreppunni. Þau skref sem ríkisstjórnin hefur nú stig- ið, með framlagningu þessa af- leita frumvarps, eru skref aftur á bak. Slík skref má ekki stíga. Hætta er á að heilbrigður rekstur víki fyrir pólitískum afskiptum } Ofstjórnartilburðir MatsfyrirtækiðMoody’s hef- ur lækkað lánshæf- ismat Íslands. Eins og flestir muna fullyrtu for- ystumenn ríkisstjórnar rétt einu sinni að ákvörðun um að kyngja Icesave-skuldunum, þrátt fyrir ólyst og ógleði og öndvert við lög landsins, myndi styrkja trú matsfyrirtækjanna á Íslandi, svo ekki sé talað um endurskoðun AGS á áætlun sjóðsins. Sú endurskoðun átti að gerast í febrúar fyrir tæpu ári. Þá var norræna velferð- arstjórnin upptekin við að reka ráðuneytisstjóra, stóð í atlögu að sjálfstæði Seðlabanka landsins, var að undirbúa fjöl- mennt stjórnlagaþing sem ekk- ert varð af og að böðlast við að troða þjóðinni í Evrópusam- bandið þvert gegn vilja hennar. Og er þá fátt eitt nefnt af óska- lista Samfylkingarinnar sem ekkert hafði með endurreisn efnahagslífsins að gera. Fyr- irtækin voru látin bíða. Fólkið var látið bíða. Heimilunum var boðið sæti á hak- anum og sitja þar enn. Og enn hefur ekkert breyst ef marka má orð sjálfs alþjóðlegs ráðunauts ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, Mats Josefs- son. Hann sagði í gær: „Svo virðist sem endurreisn efna- hagslífsins sé ekki í forgrunni hjá stjórnvöldum þessa dag- ana. Skortur á pólitískri ákvörðunartöku er það sem helst stendur í vegi fyrir við- reisn íslensks efnahags um þessar mundir.“ Í fréttum fjöl- miðla segir að Josefsson hafi verið nokkuð harðorður í garð stjórnvalda í ræðu sinni. Hann hafi gagnrýnt þau fyrir seina- gang og sagt viðreisnina ekki hafa tekið jafn langan tíma í öðrum löndum og í fyrri krepp- um. Því miður er þessi lýsing mjög í anda þess, sem vakin hefur verið athygli á síðustu vikurnar, og er ráðleysi það og vanhæfni sú sem sérfræðing- urinn lýsir orðin Íslandi dýr- keypt. Alþjóðlegur ráðgjafi er agndofa yfir ráðleysi} Gestsaugað glöggt og bit á því sem það sér F orseti Íslands hefur áþreifanlega orðið var við það að ekki eru allir landsmenn aðdáendur hans. Allt frá því Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti árið 1996 hef- ur hópur manna þjáðst af stöðugri vanlíðan sem brýst út með reglulegu millibili og finnur sér farveg. Þá láta menn sér ekki nægja að fjasa heima hjá sér um þá raun að þjóðin skuli þurfa að sitja uppi með þennan voðalega mann heldur básúna þá skoðun sína í geð- vonskulegum greinum. Engu er líkara en að þessi hópur trúi því í hjartans einlægni að Ólafur Ragnar Grímsson hafi árið 1996 framið valdarán og komið sér þannig á Bessastaði en ekki verið kosinn lýðræðislegri kosningu. Nú hefur þessum hópi bæst liðstyrkur þeirra sem eru óánægðir með allt og alla. Um daginn birti fréttastofa Stöðvar 2 könnun um stuðning við forseta Íslands. Samkvæmt henni eru 29 prósent þjóðarinnar þeirrar skoðunar að forsetinn ætti að segja af sér. Þessari frétt fylgdi mikill lúðrablástur af hálfu fréttastofunnar, sem var nokkuð skrýtið því könn- unin sýnir að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að forset- inn sitji áfram á Bessastöðum. Við lifum á vályndum tímum þar sem ekki er í tísku að setja skynsemi í forgrunn heldur froðufella af bræði og benda í allar áttir í leit að sökudólgum. Það er bent á ráð- herra, bankastjóra, og ekki síst seðlabankastjóra, for- stjóra og athafnamenn. Og af því forsetinn lét sjá sig með mönnum, sem nú flokkast sem skúrkar, þá er einnig bent á hann. Hér á landi er engin stemning fyrir því að treysta valdamönnum. Það hlýtur að bitna á forsetanum. Auðvitað má segja að forsetinn geti sjálfum sér um kennt að 29 prósent þjóðarinnar séu honum andsnúin. Hann var of alúðlegur við peningamennina og þar var hann ekki bara að vera kurteis, eins og menn eiga að vera, heldur virtist hann kunna alveg ljómandi vel við sig í félagsskap þeirra. Það var eins og hann vildi frekar vera með þeim í fínu hátíð- arsölunum í útlöndum en með þjóð sinni í hversdagsleikanum. Forsetinn var of glys- gjarn og of gefinn fyrir hégóma. Þetta vitum við öll en flest okkar fyrirgefa forsetanum. Hann sýndi af sér mannlega veikleika og innst inni óttumst við að sjálf hefðum við fall- ið á þessu sama prófi ef við hefðum einhvern tímann komist inn á gafl hjá útrásarvíkingunum. Þetta þóttu flottir gæjar á sinni tíð. Það vildu svo að segja allir vera með þeim – og líka forsetinn. Því miður. Það er engin ástæða til að forseti Íslands segi af sér. Hann gerði mistök, líkt og svo ótal margir í íslensku þjóðfélagi, þegar hann hvað eftir annað dásamaði pen- ingamennina sem stálu frá þjóðinni. Svo að segja enginn sem hafði völd í hruninu hefur komist óskaddaður frá þeim ósköpum. Forsetinn er þar engin undantekning, Stuðningur við hann er þó mikill enda hefur hann margt sér til ágætis. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Mistök forsetans STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is L aun einstakra borg- arfulltrúa geta slagað upp í laun borgarstjóra þegar allt er talið. Laun borgarfulltrúa voru lækkuð um 10% í fyrravetur og laun borgarstjóra lækkuðu um 17%. Þá hafa einstök fyrirtæki borgarinnar lækkað stjórnarlaun. Laun stjórn- armanna í Orkuveitu Reykjavíkur voru t.d. lækkuð um 25% sl. vetur. Samkvæmt samþykktum borg- arinnar um starfskjör kjörinna borg- arfulltrúa eru grunnlaun borgarfull- trúa 77,82% af þingfarakaupi eins og það er á hverjum tíma. Þingfarakaup er í dag 520 þúsund krónur á mán- uði. Til viðbótar þessu fá borg- arfulltrúar greiddar 66.400 krónur á mánuði til að mæta persónulegum starfskostnaði, s.s. til kaupa á dag- blöðum, tímaritum, bókum, ferðum innan höfuðborgarsvæðisins og veit- ingum, einnig til ráðstefnugjalda og fleira þess háttar. 25% álag fyrir borgarráðsmenn og formenn nefnda Borgarfulltrúar sem sitja í borg- arráði fá 25% álag á grunnlaun og varamenn í borgarráði fá 6% fast álag á grunnlaun. Formaður borg- arráðs, Óskar Bergsson, fær 40% álag. Sjö borgarfulltrúar sitja í borg- arráði, auk Ólafs F. Magnússonar sem er áheyrnarfulltrúi. Borgarfulltrúar sem eru formenn í nefndum fá greitt 25% álag. Ekki er greitt viðbótarálag þó að menn séu formenn í fleiri en einni nefnd. Dæmi eru um að borgarfulltrúar séu formenn í fleiri en einni nefnd. Þeir sem gegna formennsku í borgarstjórnarflokki sínum fá 25% álag á laun. Þetta tryggir Sóleyju Tómasdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Ólafi F. Magnússyni 25% álag á laun, en Gísli Marteinn Baldursson og Óskar Bergsson, sem eru for- menn borgarstjórnarflokka Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, eru með álagsgreiðslur fyrir og fá því ekki þessar viðbótargreiðslur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fær sem forseti borgarstjórnar 25% álag á grunnlaun, óháð öðrum álags- greiðslum. Hann fær til viðbótar af- not af bifreið og bifreiðastjóra vegna starfa sinna líkt og borgarstjóri. Reykjavíkurborg leggur borg- arfulltrúum til fartölvu og farsíma og greiðir kostnað af notkun hans. Sömuleiðis greiðir borgin kostnað af nettengingu á heimili borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum eru greidd föst laun meðan sumarleyfi borg- arstjórnar stendur yfir og fundarhlé er hjá nefndum og ráðum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær greidd föst laun sem eru 70% af grunnlaunum borgarfulltrúa. Fyrstu varaborgarfulltrúar Fram- sóknarflokks og F-listans hafa sagt sig úr flokkunum og hafa því ekki tekið þátt í starfi borgarstjórnar. Þeir hafa engu að síður fengið laun allt kjörtímabilið. Borgarfulltrúar eiga rétt á bið- launum í þrjá mánuði. Ef þeir taka ekki við öðru launuðu starfi eiga þeir rétt á biðlaunum í allt að sex mánuði. Ekki er ólíklegt að reyni á biðlauna- réttinn í vor þegar fram fara kosn- ingar til borgarstjórnar. Margsamsett laun borgarfulltrúa Grunnlaun borgarfulltrúa í Reykjavík eru 404.664 krónur á mánuði en til viðbótar fá þeir álagsgreiðslur sem í sumum til- vikum hækka laun þeirra um meira en helming. Laun borgarfulltrúa Grunn- Starfs- Borgar- Form. í nefnd/ Stjórnar- laun kostn. ráð fors. borgarstj. laun* Samtals Óskar Bergsson 404.664 66.400 161.866 101.166 734.096 Hanna B. Kristjánsd. 935.000 66.400 1.001.400 Gísli M. Baldursson 404.664 66.400 101.166 101.166 673.396 Vilhjálmur Þ Vilhjálms. 404.664 66.400 101.166 101.166** 70.824 744.220 Júlíus V. Ingvarsson 404.664 66.400 31.200 101.166 274.324 877.754 Jórunn Frímanssd. 404.664 66.400 31.200 101.166 221.412 824.842 Þorbjörg H.Vigfúsd. 404.664 66.400 31.500 502.564 Kjartan Magnússon 404.664 66.400 101.166 101.166 112.500 785.896 Ólafur F. Mangússon 404.664 66.400 101.166 101.166 673.396 Dagur B. Eggertsson 404.664 66.400 101.166 31.500 603.730 Björk Vilhelmsdóttir 404.664 66.400 101.166 80.912 653.142 Oddný Sturludóttir 404.664 66.400 31.200 101.166 603.430 Sigrún Elsa Smárad. 404.664 66.400 31.200 112.500 614.764 Þorleifur Gunnlaugs. 404.664 66.400 101.166 193.412 765.642 Sóley Tómasdóttir 404.664 66.400 31.200 101.166 603.430 *Laun fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum borgarinnar; Faxaflóahöfnum, Strætó, OR og/eða Sorpu. **Forseti borgarstjórnar. Morgunblaðið sendi fyrir síð- ustu helgi formönnum níu fastanefnda Reykjavíkurborgar tölvuskeyti þar sem farið var fram á yfirlit um mætingar borgarfulltrúa og aðalmanna á fundum nefndanna á kjör- tímabilinu. Einnig var spurt hvort það teldist mæting ef nefndarmaður sæti aðeins stuttan tíma, jafnvel aðeins korter. Síðdegis í gær hafði að- eins borist svar frá Mannrétt- indaráði um fundarsókn það sem af er árinu 2009. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, hefur lagt fram tillögu í forsætisnefnd Reykjavíkur um að dregið verði af launum kjörinna fulltrúa ef þeir séu oft fjarverandi á fund- um ráða og nefnda borgarinnar. Tillaga Þorleifs bíður afgreiðslu. Spurt um mætingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.