Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 305. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is JÓLAGJAFAHANDBÓK VIÐSKIPTABLAÐSINS KONFEKT, BLÓM EÐA FLÍK? HVAÐ ER BEST AÐ GEFA? «DAGLEGTLÍF Presturinn lék fyrir dansi Grímseyinga 96 ára Eftir Bjarna Ólafsson og Hlyn Orra Stefánsson MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s hef- ur lækkað lánshæfiseinkunn Orku- veitu Reykjavíkur úr Baa1 í Ba1, sem þýðir að skuldabréf fyrirtæk- isins eru ekki lengur í svokölluðum fjárfestingarflokki heldur í því sem kallað er ruslflokkur. Fylgir lækk- unin í kjölfarið á lækkun á einkunn ríkissjóðs í Baa3, sem er einum flokki yfir einkunn OR. Segir í rökstuðningi Moody’s að áframhaldandi veikt gengi krón- unnar hafi gert skuldastöðu OR erf- iðari, þar sem skuldir fyrirtækisins séu einkum í erlendri mynt, en tekjur þess í íslenskum krónum. Þá hafi eftirspurn eftir orku frá fyr- irtækinu dregist saman vegna efna- hagserfiðleikanna. Fyrir hafi Orku- veitan staðið höllum fæti fjárhagslega. Veik lausafjárstaða Þá leggur Moody’s áherslu á að lausafjárstaða OR sé veik, en tekur þó fram að Orkuveitan segist munu geta fullnægt fjármögnunarþörfum sínum með innlendum lánum, auk lána annars staðar frá. Einnig telur Moody’s líklegt að farið verði af stað með Hellisheiðarvirkjun, sem geti aukið tekjur OR í bandaríkjadölum og þar með auðveldað greiðslu er- lendra lána. Hvað varðar stuðning opinberra aðila við Orkuveituna, verði þörf á slíku, segir Moody’s að gera megi ráð fyrir því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið muni gera sitt besta til að koma fyrirtækinu til hjálpar. Hins vegar verði að hafa í huga að vegna efnahagsörðugleikanna sé geta opinberra aðila til slíkra björg- unaraðgerða töluvert minni en áður. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórn- arformaður Orkuveitunnar, segir að fyrirtækið hafi fengið þær upplýs- ingar að opinber fyrirtæki séu alltaf einum flokki fyrir neðan viðkomandi ríki. „Við áttum því aldrei séns. Það eina sem við getum gert er að sýna fram á greiðsluflæði, lausafjárstöðu og að við stöndum við skuldbind- ingar okkar.“ Hann segir þau mál sem snúa að Orkuveitunni hafa verið í lagi, en fyrirtækið geti ekkert gert að því þótt lánshæfiseinkunn ríkisins lækki. Það sé hins vegar mjög alvar- legt mál að ríkið sé komið í þessa stöðu. Ekki áhrif á eldri lán Aðspurður hvort lakara lánshæfi hafi áhrif á eldri lán Orkuveitunnar, segist Guðlaugur ekki telja svo vera. Undir það tekur Anna Skúladóttir, fjármálastjóri OR. „Það eru engin skilyrði í lánasamningum Orkuveit- unnar sem tengjast lánshæfi,“ segir hún. Guðlaugur segir hins vegar að gera megi ráð fyrir því að lægri einkunn geri fjármögnun töluvert erfiðari í framtíðinni. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Evrópski fjárfestingarbank- inn hefði samþykkt rúmlega 30 millj- arða króna lán til Orkuveitunnar, vegna virkjana við Hverahlíð á Hellisheiði. Þau Guðlaugur og Anna segja lækkandi lánshæfi ekki heldur hafa áhrif á það lán. „Skilaboðin þegar við tókum lánið frá EIB [Evrópska fjárfesting- arbankanum] voru ósköp einföld,“ segir Guðlaugur. „Lánið er byggt al- gjörlega á mati þeirra á Orkuveit- unni. Þeir eru með sitt eigið áhættu- mat og fara ekki eftir Moody’s eða Fitch.“ Lánshæfiseinkunn OR er komin í ruslflokk „Áttum aldrei séns,“ segir stjórn- arformaður OR Morgunblaðið/Árni Sæberg Alltaf neðar en ríkið Í rökstuðningi Moody’s segir að veikt gengi krónunnar hafi gert skuldastöðu OR erfiðari, þar sem skuldir fyrirtækisins séu einkum í erlendri mynt. Þá leggur Moody’s áherslu á að lausafjárstaða OR sé veik.  Moody’s lækkar | Viðskipti ROSS Beaty, forstjóri Magma Energy, segir að ráðherrar þurfi að bæta viðmótið gagnvart erlendum fjárfestum. Hann undrast hversu hörð viðbrögð það vakti er fyrir- tækið keypti hlut í HS orku. Beaty flutti erindi á ráðstefnu Capacent Glacier um erlenda fjár- festingu. Spurður að því hvað þurfi að gerast til að fyrirtækið yfirgefi landið, sagði hann að ef endurtekið yrði komið fram eins og fyrirtækið væri ekki velkomið, myndi hann íhuga að söðla um. Þá sagði Beaty ekki rétt að halda því fram að fyrirtækið væri að stela auðlindum landsins, eins og hefði mátt skilja af ummælum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. Á ráðstefnunni gagnrýndi Mats Josefsson, efnahagsráðgjafi ríkis- stjórnarinnar, stjórnvöld fyrir seinagang við endurreisn efnahags- ins. | 4 Slæmar viðtökur  Segir erlenda fjárfesta fá slæmar móttökur  Gagnrýnir seinagang ríkisstjórnarinnar  ÍSLENDINGUR og Norðmaður duttu í lukkupottinn í gær og voru með allar tölur réttar í Vík- ingalottóinu. Þeir deila með sér að- alvinningnum og fá hvor um sig 107.433.890 isk. Íslendingurinn hef- ur enn ekki gefið sig fram en mið- inn örlagaríki var keyptur í Víd- eómarkaðnum í Hamraborginni í Kópavogi í gær og sögðust starfs- menn vonast til að hinn nýi millj- ónamæringur léti vita af sér. Þetta er stærsti vinningur í Vík- ingalottóinu sem komið hefur til landsins og sannarlega dýrmætur gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið eins og Íslensk getspá bendir á. Allir þeir sem áttu leið um Vídeómarkaðinn í gær og keyptu sér víkingalottómiða eru hvattir til að skoða miðann vel. Íslendingur vann rúmar 100 milljónir í Víkingalottóinu  HÖFUÐSTÓLL er- lendra lána hjá Ís- landsbanka gæti lækk- að verulega hjá fyrirtækjum. Lausnin, sem er til skoðunar felst í að höfuðstóll er- lendra lána er fluttur yfir í íslenskar krónur og lækkaður, en hversu mikið hann lækkar veltur á myntkörfunni og lengd lánsins. »2 Höfuðstóll fyrirtækjalána gæti lækkað verulega Jón Ásgeir og tengd félög eru með miklar skuldir í íslensku bönk- unum. Vilhjálmur Bjarnason telur að taka ætti 1998 ehf., móðurfélag Haga, til gjaldþrotaskipta. VIÐSKIPTI Taka ætti 1998 til gjaldþrotaskipta Fullkomin óvissa ríkir um hvort ríkið stofnar eignaumsýslufélag, líkt og áform hafa verið uppi um. Áhersla hefur verið lögð á að koma Bankasýslu ríkisins á laggirnar. Óvissa um eigna- umsýslufélag Jón Gerald Sullenberger opnar nýja verslun á laugardag, Kost. Hann segist hafa fundið mikinn mótbyr frá sumum innlendum birgjum en heitir góðu verði. Opnar Kost þrátt fyrir mótbyr  „KOSTNAÐUR við smíði LSH á þessum stað verður líka að öllum líkindum umtalsvert meiri en áætl- anir gera ráð fyrir og mun meiri en ef byggt yrði austar á höfuðborg- arsvæðinu,“ skrifa Árni Gunn- arsson, stjórnarmaður í fram- kvæmdanefnd vegna byggingar nýs Landspítala – háskólasjúkra- húss, og Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur og fv. for- stöðumaður Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins. Þeir segja jafn- framt að þrátt fyrir allan tilkostnað á undirbúningstímanum ríki alls ekki einhugur um staðsetningu LSH. »19 Enginn einhugur um stað- setningu nýs sjúkrahúss Því lægri sem lánshæfis-einkunn fyrirtækis eða op- inbers aðila er, því hærri er fjármögnunarkostnaður. Er það vegna þess að lægri eink- unn er talin merki um að auknar líkur séu á því að út- gefandi skuldabréfs muni ekki geta staðið í skilum. Ákveðnar tegundir fjárfesta vilja ekki eða mega ekki fjárfesta í öðr- um skuldabréfum en þeim sem eru í fjárfestingarflokki. Falli lánshæfi í ruslflokk fækkar þeim sem veitt geta viðkomandi fyrirtæki lán og fjármögnunarkostnaður eykst til muna. Hærri kostnaður Jólagjafa handbók Viðskipta blaðsins 12 | 11 | 0 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.