Morgunblaðið - 12.11.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2009
Glerárgata 32, 600 Akureyri | Opið Mán.- fös. 9 -18 • Laug. 11-16 | Faxafeni 12, 108 Reykjavík | Opið Mán.- fös. 8 -18 • Laug. 11-16 www.66north.is
• Hlý og vatnsfráhrindandi • • Mjúk í hálsinn • • Mjúkir og hlýir •
Klæddu
þig vel!
Þórsmörk Parka
Verð nú: 38.000 kr.
Verð áður: 58.800 kr.
Kaldi dömu peysa
Verð nú: 11.800 kr.
Verð áður: 18.800 kr.
Kaldi vettlingar
Verð nú: 4.000 kr.
Verð áður: 7.500 kr.
Kaldi húfa
Verð nú: 5.000 kr.
Verð áður: 8.800 kr.
Opið hús í Réttarholtsskóla, fimmtud. 12. nóvember, kl. 17.00 - 18.30
Umræður um framtíðarskipulag í þínu hverfi
Vinnuhópar með aðferðum Air Opera.
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, kynnir stuttlega
vinnu við nýtt aðalskipulag áður en umræður hefjast.
Hugmyndasmiðja
Hugmynda- og teiknivinna með
ungum arkitektum.
Vinnustofa fyrir börn
Undir stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík.
www.adalskipulag.is
YFIRVÖLD á Seychelles-eyjum og Evrópusambandið hafa undirritað sam-
starfssamning sem heimilar herskipum ESB að elta og handtaka sómalska
sjóræningja í lögsögu eyjanna. Eyjaskeggjar óttast að árásir sjóræningj-
anna stórskaði helstu atvinnuvegi þeirra, ferðaþjónustu og túnfiskveiðar.
Mogadishu
Sanaa
S
Ó
M
A
L
Í A
J E M E N
10
0 m
ílu
r
20
0 m
ílu
r
30
0 m
ílu
r
40
0 m
ílu
r
50
0 m
ílu
r
60
0 m
ílu
r
70
0 m
ílu
r
80
0 m
ílu
r
90
0 m
ílu
r
1.0
00
mí
lur
ÁRÁSIR SJÓRÆNINGJA Í SÓMALÍU
Heimildir: International Maritime Bureau (IMB), siglingamiðstöð NATO , UNOSAT
Umfangsmikið eftirlit alþjóðlegs herskipaflota undan ströndum Sómalíu
virðist hafa orðið til þess að sómalskir sjóræningjar hafi tekið upp nýjar
aðferðir og herji á skip lengra úti á hafi en áður
Sjóræningjar réðust á gámaflutningaskip í um 1.000 sjómílna fjarlægð frá Mogadishu í
fyrradag en þeim tókst ekki að ræna því. Þeir hafa aldrei áður gert árás svo langt frá
strönd Sómalíu , að sögn IMB, alþjóðlegrar stofnunar sem safnar upplýsingum um sjórán
SKÝRING
200 km
Siglingasvæði þar sem
alþjóðlegur herskipafloti
heldur uppi eftirliti
Fyrsta hrina
árása
maí-júní 2008
Önnur hrina
sept.-des. 2008
Þriðja hrina
feb.-apr. 2009
IMB ráðlagði
skipum að halda sig
a.m.k. 600 mílur frá
strönd Sómalíu
Oíuskip varð fyrir
árás um 990 mílur
frá Mogadishu á
mánudag
Ráðist á danskt
gámaflutningaskip
um 1.000 mílur frá
Sómalíu í fyrradag
Indlandshaf
stöðvar sjóræningja árásir 2008 árásir í ár
E Þ Í Ó P Í A
Stafar ógn af sjóránum
THAKSIN Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra
Taílands, heldur áfram að kynda undir pólitískri ólgu í
heimalandinu á útlegðarflakki sem hann hóf til að komast
hjá því að afplána fangelsisdóm fyrir spillingu.
Nú síðast reitti Thaksin andstæðinga sína í Taílandi til
reiði með því fara til grannríkisins Kambódíu og vera
stjórn landsins til ráðgjafar í efnahagsmálum. Kambód-
íska stjórnin synjaði í gær beiðni ríkisstjórnar Taílands
um að framselja Thaksin og er óttast að deilan verði til
þess að átök blossi upp að nýju við landamæri ríkjanna.
Að minnsta kosti sjö hermenn hafa beðið bana í átökum
vegna deilu um fornt hof við landamærin frá því í júlí á
síðasta ári.
Thaksin var steypt af stóli í september 2006. Hann hef-
ur verið í útlegð síðan í ágúst í fyrra þegar hann ákvað að
snúa ekki aftur til Taílands eftir Ólympíuleikana í Peking
vegna saksóknar á hendur honum fyrir spillingu. Seinna
var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi og eignir hans
voru frystar.
Talinn hafa tekið áhættu
Thaksin komst til valda árið 2001 með miklum stuðn-
ingi kjósenda úti á landsbyggðinni, einkum í norðaustur-
hluta landsins, og hann nýtur enn mikilla vinsælda þar.
Stjórnmálaskýrendur í Taílandi segja að Thaksin hafi
tekið mikla áhættu með því að ganga til liðs við stjórn-
völd í Kambódíu því það geti orðið til þess að hann missi
stuðning heima fyrir. „Hann heldur áfram herferð sinni
en leikur sér að þjóðarstoltinu og jafnvel stuðningsmönn-
um hans kann að mislíka það,“ sagði Thitinan Pongsudh-
irak, stjórnmálafræðingur við Chulalongkorn-háskóla í
Bangkok.
Thaksin er sextugur og var lögreglumaður áður en
hann haslaði sér völl í viðskiptum og síðar stjórnmálum.
Hann stórauðgaðist á viðskiptunum og sætti harðri
gagnrýni fyrir að selja hlut sinn og fjölskyldu sinnar í
símarisanum Shin Corp til fjárfestingafyrirtækis frá
Singapúr eftir að hann varð forsætisráðherra og haga
sölunni þannig að hann þyrfti ekki að greiða skatta af
gróðanum. Hann keypti m.a. enska fótboltafélagið
Manchester City en seldi það í fyrra eftir að eignir hans í
Taílandi voru frystar. bogi@mbl.is
„Thaksin leikur sér
að þjóðarstoltinu“
Kann að missa stuðning í
Taílandi með því að ganga
til liðs við stjórn Kambódíu
Reuters
Vinir Thaksin Shinawatra (t.v.) faðmar Hun Sen, for-
sætisráðherra Kambódíu. Þeir eru vinir og golffélagar.
RANNSÓKNIR vísindamanna
benda til þess að svín séu tiltölulega
greindar skepnur, fljótar að læra
en gleymi seint og líkist mönnum á
margan hátt.
Í tímaritinu Animal Behaviour
skýra vísindamenn frá rannsókn
sem bendir til þess að alisvín geti
verið fljót að læra hvernig speglar
virka og þau noti skilning sinn á
spegilmyndunum til að átta sig á
umhverfinu og finna fóður.
Vísindamennirnir segjast ekki
vita hvort svínin átta sig á því að
augun í speglinum eru þeirra eigin
augu, eða hvort svínin séu eins
greind og apar, höfrungar og fleiri
dýr sem geta þekkt sjálf sig í spegli.
Slíkar rannsóknir gefa vísbend-
ingar um sjálfsvitund og greind
dýra.
Svínin virðast þó vera ólík mörg-
um öpum (og
mönnum) að því
leyti að þau taka
ekki upp á því að
snyrta sig fyrir
framan speg-
ilinn, enda hafa
þau ekki verið
þekkt fyrir
snyrtimennsku.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt að
svín eiga auðvelt með að muna hvar
fóður er geymt og hversu mikið
fóður er á hverjum geymslustað
miðað við aðra. Þær hafa einnig
leitt í ljós að svín A getur verið
fljótt að læra að elta svín B þegar
síðarnefnda svínið sýnir merki um
að vita hvar gott fóður er geymt.
Svín B reynir þá að blekkja svínið
sem eltir og losa sig við það til að
geta setið eitt að fóðrinu, að því er
fram kemur í grein í bandaríska
dagblaðinu The New York Times.
Rannsóknirnar benda einnig til
þess að svín séu á meðal þeirra
dýra sem eru fljótust að temja sér
nýjar venjur eða athafnir. Þegar
þau hafa lært eitthvað gleyma þau
því seint.
The New York Times hefur eftir
einum vísindamannanna, Lawrence
Schook við Illinois-háskóla, að fróð-
legt verði að bera saman erfða-
mengi svína og manna. „Hjarta
svínsins er eins og hjarta manns-
ins,“ segir hann og bætir við að lífs-
stílssjúkdómar manna séu raktir til
hegðunar sem svín séu þekkt fyrir.
„Svín njóta þess að liggja í leti,
þeim finnst gott að drekka ef þau fá
tækifæri til þess, þau myndu reykja
og glápa á sjónvarp.“
bogi@mbl.is
Svín eru skarpar skepnur
Rannsóknir sýna að svín eru fljót að læra og gleyma seint